Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
31
Fréttir
Umhverfismat vegna gjallnáms úr Seyðishólum:
Breyting á landslagi til bóta
Skipulag rikisins hefur kynnt
frummat á umhverfisáhrifum gjail-
náms úr Seyðishólum í Grímsnesi.
Fyrirhugað er að vinna 8 til 10 millj-
ónir rúmmetra af gjalli í landi
Grimsneshrepps og Selfosskaupstað-
ar og er efnið ætlað til útflutnings.
Umhverfisáhrif vegna efnistö-
kunnar eru samkvæmt matinu eink-
um skammtímaáhrif, það er áhrif
sem vara á meðan á efnistöku stend-
ur, svo sem hávaöi vegna vinnslu og
aukningar á umferð. Langtímaáhrif
eru helst breyting á landslagi sem á
umræddu svæði er til bóta. Við gerð
matsskýrslunnar var leitað til Nátt-
úrufræðistofnunar, Orkustofnunar,
Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins og þjóðminjavarðar.
í tugi ára hefur efni verið tekið úr
Seyðishólum til ýmissa nota. Fram
til þessa hefur ekki verið hugað að
skipulagi efnistöku og frágangi og
umgengni um námurnar hefur verið
fremur frjálsleg.
Seyðishólarnir eru austan við Ke-
rið og er frægastur þeirra Kerhóll
sem er á náttúruminjaskrá. Engar
framkvæmdir munu eiga sér stað á
þeirri spildu þar sem Kerhóll er.
Lagt var til að smáhólar, sem eru
sunnan við sjálfa aðalnámuna, yrðu
skildir eftir og ekki tekin ákvörðun
um nýtingu þeirra fyrr en gerð hafi
verið athugun á hagkvæmni
vinn^lu þar.
Framkvæmdaraðili er fyrirtækið
Léttsteinn ehf. sem stofnað er um
efnistökuna. Framkvæmdatími er
áætlaður 12 ár. Efnistökusvæðið er
hannað sem svæði til utivistar og
dægradvalar og verður gengið frá
svæðinu í samræmi við það. Fram-
kvæmdaraðili og landeigendur
greiða ákveðna krónutölu af hverj-
um seldum rúmmetra í sérstakan
náttúruverndarsjóð sem meðal ann-
ars er stofnaður til að tryggja frá-
gang. Gert er ráð fyrir að arður af
efnissölu verði meðal annars nýttur
til að bæta landið.
Athugasemdir þurfa að hafa
borist til Skipulags ríkisins eigi síð-
ar en 9. apríl.
Austanverðir Seyðishólar eins og þeir litu út 1994. Austanverðir Seyðishólar eins og fyrirhugað er að þeir líti út að efnistöku
DV-mynd Ragnar F. Kristjánsson lokinni. Tölvumynd Bragi Blumenstein
Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11
77/ bygginga
Til sölu ca 8 fm vinnuskúr, verð 7 þús.
kr. Uppl. í síma 565 8024.
1
Spákonur
Spái í spil og bolla, ræö drauma
alla daga vikunnar, fortíð, nútíð og
framtíð, gef góð ráð. Tímapantanir í
síma 551 3732. Stella.
77/ sölu
Mundu Serta-merkiö því þeir sem vilja
lúxus á hagstæðu verði velja Serta og
ekkert annað. Komdu og prófaðu
amerísku Serta-dýnumar sem fást að-
eins í Húsgagnahöllinni, s. 587 1199.
I
lii iim iii ii iii ii iii ii iiii
Jón Múli Árnason
SÖNGDANSAR I-U
fll- Cm7 F7
þin ég ver6-J muni-J voft
Ijómar, textar og myndir.
Ingimarsson útsetti f. píanó.
jáfan, slmi 588 6880.
Amerísk rúm.
Englander Imperial Ultra plus,
queen size, 152x203, king size, 192x203.
Heilsudýnur. Hagstætt verð.
Þ. Jóhannsson, sími 568 9709.
Verslun
Hitaveitur, vatnsveitur:
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn. Boltís s/f, símar 567 1130,
566 7418 og 853 6270.
Varahlutir
Jafnvægisstillt
drifsköft
Smíðum ný og gerum
við allar gerðir
Mikiö úrval af hjöruliöum, dragliöum,
tvöföldum liðum og varahlutum í
drifsköft af öllum,gerðum.
í fyrsta skipti á íslandi leysum við titr-
ingsvandamál í drifsköftum og véla-
hlutum með jafhvægisstillingu.
Þjónum öllu landinu, góð og örugg
þjónusta. Fjallabílar/Stál og stansar
ehf, Vagnhöfða 7,112 Rvk, s. 567 1412.
Bílartilsölu
■flSlUTOf?!
. cVNAHÖFm 1
Hörkugóður Benz 309D, vsk-bíli, árg.
‘85, hvítur, ekinn 328 þús., 5 gíra, ný-
sprautaður, í toppstandi. Til sýnis og
sölu á Bílasölunni Bílatorg,
Funahöfða 1, sími 587 7777.
Volvo FL 614, árgerö ‘90, til sölu, ekinn
190 þúsund km, sjálfskiptur. Góður
bíll. Uppl. í síma 852 2544.
Ýmislegt
Safaríkar sögur og stefnumót í síma
904 1895, verð 39,90 kr. mín. -
I RAUTT ItfÓS RAUTT fyÓSí
k____________uas™*"_________,
cr .
C/ermmgxw*-
mynclatöAur
UÓSMYNDASIUFA REYKlAVlKUR
Hverfisgötu 105,2. hæí, sími 562 1166
Fylgstu með
miðvikudaginn 6. mars