Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
. Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hverful pólitík
Fylgi er fallvalt í nútímanum. Við sjáum það vel af
miklu skyndifylgi Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur,
sem náði yfir íjórðungs fylgi í skoðanakönnunum nokkr-
um mánuðum fyrir síðustu kosningar, en var komið á
niðurleið í kosningunum og er núna nærri horfið.
Enn skarpari skil sjáum við sums staðar í erlendum
stjómmálum. Kanadíski íhaldsflokkurinn hrapaði í ein-
um kosningum úr því að vera ríkisstjómarflokkur lands-
ins niður í tvo þingmenn. Það kemur þó ekki í veg fyrir,
að flokkurinn geti risið til valda á nýjan leik.
Hvergi em þessar sveiflur tíðari en í Bandaríkjunum.
Þær em lærdómsríkar, af því að breytingar á þeim bæ
hafa stundum forspárgildi um breytingar á öðrum stöð-
um á öðrum tímum. Það er svo margt, sem gerist fyrst í
Bandaríkjunum og endurómar síðar um allan heim.
Á síðustu áratugum hefur forsetum Bandaríkjanna
reynzt erfitt að ná endurkjöri til síðara kjörtímabils. Jo-
hnson forseti var svo illa stæður í skoðanakönnunum, að
hann hætti við að reyna. Carter forseti féll fyrir Reagan
og Bush forseti féll nú síðast fyrir Clinton.
Fylgissveiflur forseta eru orðnar svo krappar í Banda-
ríkjunum, að þær endast þeim ekki til tveggja kjörtíma-
bila, nema við sérstakar aðstæður. Fylgissveiflur fram-
bjóðenda til forseta em enn krappari. Og athyglisverðast-
ar allra eru fylgissveiflur sjónarmiðanna að baki.
Þegar Clinton náði kjöri, mátti reikna með tímabili
fráhvarfs frá markaðssinnaðri efn'ahags- og fjármála-
stefnu Reagans, sem hafði einkennt fyrra tímabil. Þetta
fráhvarf gerðist ekki, heldur varð frjálshyggja öflugri í
næstu þingkosningum en hún hafði verið um langt skeið.
í rúmt ár hefur Gingrich þingforseti gefið tóninn og ýtt
forsetanum í vöm. Þingið hefur samþykkt mörg laga-
frumvörp, sem miða að minni umsvifum ríkisins, eink-
um í velferðarmálum. Forsetinn hefur neitað að staðfesta
sum þeirra og leitað málamiðlana af ýmsu tagi.
Forseti, er náði kjöri sem velferðarsinni, einkum í
heilbrigðismálum, hefur mátt sæta því, að kjörtímabil
hans hefur einkennzt af samdrætti velferðar, einkum í
heilbrigðismálum. Sveifa samdráttarstefnu í ríkisafskipt-
um kom snögglega og breytti stöðunni á skákborðinu.
Ætla mætti, að hin harða markaðshyggja Gingrich
þingforseta væri svo öflug um þessar mundir, að forseta-
efni repúblikana reyndu að flagga sem mest svonefndum
Sáttmála við Bandaríkin, sem hann lét semja. En fram-
bjóðendumir forðast að nefna þennan sáttmála.
Forsetaefnið Buchanan hefur breytt málefnastöðunni.
Sjónarmið hans ganga þvert á markaðshyggju stórfyrir-
tækjanna, sem styðja sáttmála Gingrich. Buchanan
ræðst á fyrirtæki, sem reka starfsfólk í spamaðarskyni
og boðar aukin ríkisafskipti í utanríkisviðskiptum.
Tæpast er hægt að hugsa sér lengra bil í stjómmálum
en milli Gingrich og Buchanan. Annars vegar er frjáls-
hyggja og markaðshyggja Gingrich og hins vegar er rík-
isafskipta- og miðstýringarstefiia Buchanans, sem hefur
heltekið hugi margra óbreyttra flokksmanna.
Þannig hefur markaðshyggja Gingrich tæpast haft
tíma til að fagna sigri yfir velferðarhyggju Clintons, þeg-
ar ný miðstýringarstefna feykir markaðshyggjunni til
hliðar. Kjósendur Buchanans munu margir fara yfir á
Clinton, er þeirra maður nær ekki kjöri til framboðs.
Clinton mun líklega ná endurkjöri, af því að hans
sveifla er komin til baka í tæka tíð. Tímasetningar á
kröppum sveiflum eru orðnar aðalmál í pólitíkinni.
Jónas Kristjánsson
„Nýleg skoðanakönnun DV sýnir einmitt að hugmynd af þessu tagi nýtur yfirgnæfandi meirihlutafylgis," segir
dr. Hannes í lok greinar sinnar.
Kirkjan í félagslegu
samhengi innan ríkisins
Eitt og annað hefur að undan-
förnu gengið á innan þjóðkirkj-
unnar sem leiðir hugann aö mót-
sögnum í boðun og breytni presta
og stöðu sérfélaga, þ.á m. kirkj-
unnar, í eðlilegu félagslegu sam-
hengi innan lýðveldis með lýðræð-
islega stjórnskipan.
Sérfélög lúta valdi ríkisins
Ríkið er valdamesta félagslega
eining mannfélagsins. Á grund-
velli fullveldis síns sem löggjafi .
samþykkir það lög, breytir þeim
eða fellir úr gildi. Sem fram-
kvæmdavaldshafi annast það
stjómun ríkisins og sér um að-all-
ir innan ríkistakmarkanna virði
boð þess og bönn. Sem handhafi
dómsvalds dæmir það einstak-
linga og félög fyrir brot á lögform-
legum vilja þess. Allir einstakling-
ar og félög verða þannig að lúta
lögformlegum vilja ríkisins.
Á meðal grundvallaratriða, sem
hvarvetna móta vilja lýðræðisrík-
is, era skoðanafrelsi, tjáningar-
frelsi, félagafrelsi, prentfrelsi og
trúfrelsi, enda sé þetta víðtæka
frelsi ekki notað til að „kenna eða
fremja neitt sem er gagnstætt góðu
siðferði og allsherjarreglu," eins
og segir í 63. gr. stjómarskrárinn-
ar.
Á grundvelli þessa víðtæka
frelsis hafa myndast mörg og
margvísleg sérfélög. Þau má skil-
greina sem félagshóp manna sem
myndaður hefur verið og viðheld-
ur sér á skipulegan hátt til þess að
vinna að ákveðnum markmiðum,
tiigangi sem félagsmenn hafa sam-
eiginlegan áhuga á. Sem dæmi um
sérfélög má nefna bindindisfélag-
vinnurekenda á móti félögum
launþega, ekki afstöðu með lút-
erskum fremur en kaþólskum
söfnuðum, aðventistum, mú-
hameðs- eða hindúasöfnuðum, svo
að dæmi séu nefnd. Sérfélög njóta
öll frelsis og jafnréttis til boðunar
og starfa í löglegum tilgangi.
Danskar erfðir
Danskar erfðir valda því að í
62. gr. stjórnarskrár okkar segir:
„Hin evangelíska lúterska kirkja
skal vera þjóðkirkja á íslandi".
Þetta danska ákvæði eða „slys“ á
rætur sínar í átökum veraldlega
valdsins og kirkjuvaldsins. Ver-
aldlegir valdhafar nýttu sér lút-
erskuna fyrr á öldum í valdabar-
áttunni við kaþólska kirkjuvaldið.
Þetta ákvæði er þó í hróplegri
mótsögn við lýðræðislegar hefðir
Kjallarinn
Dr. Hannes Jónsson
félagsfræðingur
„Veraldlegir valdhafar nýttu sér lútersk-
una fyrr á öldum í valdabaráttunni við
kaþólska kirkjuvaldið.“
ið, íþróttafélagið, trúfélagiö, skáta-
félagið, sljórnmálafélagiö o.m.fl.
Af margþættu frelsi lýðræðis-
skipulagsins leiðir að ríkinu ber á
grandvelli jafnréttisreglunnar að
vera hlutlaust gagnvart sérfélög-
unum nema að því leyti að boðun
þeirra og breytni gangi ekki gegn
skyldunni um að kenna eða fremja
ekkert sem er gagnstætt góðu sið-
ferði og allsherjarreglu.
Af þessu leiðir að almenna regl-
an innan lýðræðisríkis er að það
tekur ekki afstöðu með félögum at-
sem virða trúfrelsi og jafnrétti trú-
félaga. Þess vegna væri eðlilegt að
fella það úr gildi og öll lög sem
varða „þjóðkirkjuna". Hún mundi
þá starfa sem sérfélag, frjáls og
óháð kirkja í samræmi við lýðræð-
islegar hefðir, rekin af og á kostn-
að safnaða sinna á jafnréttisgrund-
velli við önnur trúfélög í landinu.
Nýleg skoðanakönnun DV sýnir
einmitt að hugmynd af þessu tagi
nýtur yfirgnæfandi meirihluta-
fylgis landsmanna.
Hannes Jónsson
Skoðanir annarra
Auðmjúkt stórmenni
„Auðmýktin á sér ekki marga meðmælendur og
það er synd, því hún getur áorkað miklu. Fólki er
kennt að standa fast á sínu og láta ekki troða sér um
tær. Það er gott að verjast þannig ranglætinu, en því
miður hefur auðmýktin orðið undir í baráttu manna
fyrir skerfi sínum. . . . Hversu leiðinlegt er ekki að
sjá sterkan mann breytast í oflátung. Hroka þarfnast
hann síst. Hversu meiri myndi auðmýktin ekki gera
hann? Því ekkert er tilkomumeira en auðmjúkt stór-
menni.“
Gunnar Hersveinn í Mbl. 3. mars.
Aukavinna dómara
„Á þriðja tug dómara eru að vinna að einhvers
konar verkefnum fyrir framkvæmdavaldið í nefnd-
um og ráðum. . . . Aukaverk af þessu tagi geta aug-
ljóslega haft áhrif á sjálfstæði dómaranna, eða virst
hafa það, auk þess sem að af sjálfu leiðir, að dómari
sem sinnir nefndarstörfum fyrir framkvæmdavaldið
getur ekki beint óskertri orku sinni að dómstörf-
um.“
Úr forystugrein Tímans 2. mars.
Afglapinn
„Augljóst mætti vera, að það sem varðar mestu er
einbeitt almenningsálit, sem fordæmir fiknar-
ómennskuna án linkindar og uppgerðar-málsbóta.
Og hollast er öllum, að þar sé hvaðeina nefnt réttu
nafni. . . . Að sjálfsögðu er skylt að gera allt sem
verða má til að draga upp úr svaðinu þá afglapa sem
þangað hafa flanað. Hitt skiptir þó ekki minna máli,
að í augum þeirra, sem era að álpast, sé afglapinn af-
glapi, og svaðið svað, en ekki vettvangur djarfmann-
legrar hegðunar, sem ástæða sé til að kynna sér af
eigin raun. Þar kæmi sér öðra betur sú brýning, að
sá er alls volað skauð, sem lætur hafa sig að slíku
fifli.“
Helgi Hálfdanarson í Mbl. 2. mars.