Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 Fréttir Munu sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum koma fram í dagsljósið á ný? Líkur á að flestir dragist inn í málið - mörgum finnst verulega óþægilegt að málið skuli tekið upp að nýju Fréttaljós Óttar Sveinsson Komi það á daginn sem haldið er fram af háifu sakborninga, fyrrver- andi fangavcirðar og fangaprests og fleiri aðila, að yfirheyrsluaðferðir í hinum sögulegu Geirfmns- og Guð- mundarmálum hafi verið ólögmæt- ar samkvæmt alþjóðasáttmálum og íslenskum lögum, eru verulegar lík- ur á að þessi mál verði endurupp- tekin með réttarhöldum. Ekki liggur þó fyrir hvort vilji £illra sakborninganna stendur til slíks - þeir vilji jafnvel sumir halda sig við núverandi viðfangsefni í líf- inu og hafi fengið nóg af mála- rekstri og vissulega fangelsisafplán- un á sínum tíma. Hitt er ljóst að Sævar Ciesielski hefur unnið að því til margra ára að fá málið tekið upp aftur. Takist það liggur fyrir að fjöl- margir - rannsóknaraðilar, vitni og fleiri - munu dragast inn í málið að nýju með einum eða öðrum hætti, hvort sem þeim líkar betur eða verr, og margir sem hafa átt um sárt að binda, eins og aðstandendur fórnarlambanna á sínum tíma, munu á sinn hátt þurfa að fyigja straumnum. Hæstiréttur hefur nú heimilaö lögmanni, sem er Ragnar Aðal- steinsson hrl., að afla gagna og leggja málið fram til þess að hægt verði að meta hvort taka eigi það upp að nýju - a.m.k. mál Sævars. Gerist það er hins vegar erfitt að ímynda sér ný réttarhöld án þátt- töku „meðákærðu" í málunum. Ragnar sagði í samtali við DV að engin takmörk hefðu enn verið sett fyrir kostnaði við vinnu hans sem verður vandað til og mun að öllum líkindum taka nokkra mánuði. Hvort sem réttarhöld verða end- urtekin eða ekki eru Guðmundar- og Geirfinnsmálin komin fram í dagsljósið að nýju, tveimur áratug- um eftir að þau hófust. Píningar og barsmíðar „Já, þetta hefur legið á manni alla tíð. En það var tilgangslaust að fara að rísa upp á móti öllu kerfinu á sínum tíma. Ég hef alltaf verið tilbú- inn að bera vitni fyrir dómi um þessi mál,“ sagði Hlynur Þór Magn- ússon, fyrrum fangavörður, um Geirfinnsmálið við DV. ítarlegt við- tal var við Hlyn í Mannlífi árið 1988. „Þetta er undirstöðugagn sem ég mun staðfesta fyrir dómi,“ sagði Hlynur. „Þarna unnu saman lög- reglan og fangaverðir," segir Hlyn- ur. „Okkur fangavörðunum var skipt niður á fanga. Erlu Bolladótt- ur var úthlutað til mín, við áttum að vinna trúnað sakborninganna, toga upp úr þeim hluti og koma með skýrslu. í öðrum tilvikum var reynt að halda vöku fyrir fólki ef það átti að brjóta það niður, t.d. Sævar. Stund- um var ljós látið loga hjá honum all- an sólarhringinn, allt tekiö af hon- um, ritföng, bækur og tóbak, og hann látinn vera í fótjámum. Þetta var bara píning og barsmíðum var haldið uppi á hurð og veggi til að hann næði ekki að festa svefn. Síðan var eitt sinn rætt um Blaðamannafundur þar sem Karl Schiitz, sem fenginn var til landsins í þágu rannsóknar Geirfinnsmálsins, rakti hina sögufrægu atburðarás sem dómstól- ar sakfelldu síðan fjóra sakborninga eftir. Viðmælendur DV í dag, einn sakborninganna, fangaprestur og fyrrum fangavörður, segjast telja frásögnina ótrú- verðuga eða tilbúna kjaftasögu. hvemig ætti að notfæra sér vatns- hræðslu Sævars fyrir eina af ferð- unum sem við fórum suður í Hraun. Það átti að finna gjótu með vatni og „láta helvítið synda,“ eins og einn rannsóknaraðili orðaði það. Þetta var allt gert í þeim tilgangi að knýja fram játningar, það væri öllum fyr- ir bestu. Þarna voru alls konar mis- þyrmingar, andlegar og líkamlegar. Sakborningarnir voru eins og svefn- genglar. Menn vildu ekki hlusta á þá,“ sagði Hlynur Þór. Fangapresti ofbauð Séra Jón Bjarman, fyrrum fanga- prestur, segir að sér hafi ofboðið hvernig staðið var að yfirheyrslun- um: „Sakborningamir báru allir að þeir hefðu með alls konar ráðum verið þvingaðir til að játa á sig alls kyns sakir,“ sagði Jón. „Þeim var haldið vakandi, þeir spurðir leið- andi spurninga og komið með út- gáfu af atburðarás og reynt að láta þá samþykkja. Þetta voru langar yfirheyrslur á öllum mögulegum timum og vett- vangsferðir voru famar út í bæ, jafnvel aö nóttu. Svo var það sem mér fannst athugaverðast; að fanga- verðir virtust taka þátt í yfirheyrsl- um - nokkuð sem þeir máttu alls ekki gera. í upphafi rannsóknar málsins var bíl í dráttarbrautina í Keflavík þar sem Geirfinni átti að hafa verið ráð- inn bani eftir árangurslaus spíra- viðskipti. Aðspurður hvort fiór- menningarnir hefðu að hans áliti farið í þessa lykilferð í málinu sam- kvæmt sakfellingu sagði Jón Bjar- mann: „Nei, ég hef ekki trú á því að þau hafi farið í þessa ferð. Mér fannst slíkt ekki trúverðugt. Hins vegar voru mín afskipti af málinu ekki að finna út sekt eða sakleysi." Harðræðis- rannsóknin Svokölluð harðræðisrannsókn fór fram vegna ásakana um ólöglegar yfirheyrslur eftir að héraðsdómur hafði gengið i málinu. Jón Bjarman segir langt þvi frá að hún hafi verið framkvæmd af óvilhöllum aðila: „Það sem mér mislíkaði mest við þá rannsókn var að fulltrúi ríkis- saksóknara framkvæmdi hana. Þarna var verið að rannsalca ásak- anir á hendur yfirmanni hans. í rannsókninni kom fram að harð- ræði hefði átt sér stað en rannsókn- araðilinn virtist reyna að gera sem minnst úr því - um leið og lögreglu- menn eða fangaverðir báru við minnisleysi var það látið óátalið," sagði Jón. Um þetta segir Hlynur Þór, fyrr- verandi fangavörður, sem kveðst hafa viljað draga sannleikann fram í dagsljósið: „Réttvísin virtist ekki hafa áhuga á að ég segði neitt. Menn pössuðu sig á að yfirheyra mig ekki vegna þess að þeir vissu væntanlega hug minn. Þessir rannsóknaraðilar voru að skoða sjálfa sig,“ sagði Hlynur. Jón Bjarman skrifaði grein í Morgunblaðið um Geirfinnsmálið 1. september 1981. Þar greindi hann fyrst frá grunsemdum sínum um rannsóknarmisferli: „Ég hef ékkert skipt um skoðun frá þessum tima. Mér finnst mjög líklegt, ef málið fer til endurupp- töku, að ég verði kvaddur til sem vitni. Gerist það verð ég mjög sátt- ur.“ Játningarnar markleysa Hlynur sagði að sér hefði einnig ofboðið svokallað járningamál gagn- vart öðnun föngum vegna agabrots - fyrir að „skutla miðum milli fangaklefa með hurðum sem voru án þröskulda: „Þeir fangar voru strekktir í jám- um. Mönnum var refsað með því að hlekkja þá í fót- og handjárn og síð- an var strekkt á,“ sagði Hlynur Þór. Aðspurður segir Hlynur Þór um sannleiksgildi „dráttarbrautarferð- ar“ fiórmenninganna: „Ég veit ekki um hana en get ekki Geirfinnur Einarsson. mér haldið frá fangelsinu. Ég náði ekki sambandi við sakbomingana fyrr en á 5. eða 6. viku. Dagbók fang- elsisins, sem ég hafði alla jafna greiðan aðgang að, var lokað fyrir mér frá upphafi," sagði Jón. Sakfelling í Geirfinnsmálinu var að miklu leyti byggð á því að Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðars- son, Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir hefðu farið á sendiferða-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.