Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 36
Niðurstaða könnunar: Kemur ekki á óvart - segir Ólafur Skúlason biskup Eftir málflutning DV síðustu daga kemur þessi niðurstaða ekki á óvart,“ sagði Ólafur Skúlason bisk- up þegar niðurstaða skoðanakönn- unar DV var borin undir hann í morgun. -GK Spaugstofan: Kærð fyrir klám Akureyringur hefur sent Rann- sóknarlögreglu ríkisins, RLR, og Ríkisútvarpinu, RÚV, bréf og kært Spaugstofuna fyrir klám í þættinum Enn ein stöðin laugardaginn 24. febrúar. Pálmi Gestsson leikari seg- ist hafa heyrt að unglingaþátturinn Ó hafi líka verið kærður. „Félagi minn hringdi og sagði mér frá þessu en ég hef ekkert kynnt mér málið. Þessi þáttur fór eitthvað fyrir brjósti á fólki þótt ótrúlegt sé. Þetta er eins og með lýð- ræðið, það getur stundum verið dýrt,“ sagði Pálmi í morgun. Sveinbjörn I. Baldvinsson, dag- skrárstjóri RÚV, sagðist ekki hafa séð neitt formlegt erindi heldur bara símbréf sem ekki hafi verið stilað á neinn sérstakan. „Við bara bíðum og sjáum hvað setur,“ sagði hann. -GHS Björk fellur og hækkar DV, Akranesi: Það gengur á ýmsu hjá Björk Guðmundsdóttur þessa dagana og nýja smáplatan hennar, Hyper- ballad, var ekki einu sinni meðal 40 efstu laganna yflr mest spiluðu lög- in á Bretlandi þegar listinn var kynntur um helgina. Síðast var lag- ið í 28. sæti á listanum og í áttunda sæti fyrir hálfum mánuði. Hins vegar gengur betur með stærri plötu Bjarkar - Post - sem hækkaði um helgina og fór úr þrí- tugasta sæti í það 24. Platan hefur verið á stöðugri uppleið undanfarn- ar vikur. -DÓ Norðmenn efstir Tveir Norðmenn, Simen Ag- destein og Jonathan Tisdall, ásamt stórmeistaranum kunna Predrag Nikolic hafa unnið allar skákir sín- ar á Reykjavíkurmótinu og eru efstir með 3 v. Næstir koma með 2% v. ísl. stórmeistararnir Margeir, Jó- hann og Hannes ásamt Boris Gulko, Djurhuus og Sævari Bjarnasyni. Helgi Áss var hársbreidd frá að vinna Litháann Rozentalis í 3. um- ferðinni í gær. 2 pizzur fyrir 1___1 Þriðjudagar eru bíódagar NSK KÚLULEGUR Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 'Hut Veðrið á morgun: Súld eða rigning Á morgun verður suðvestan- kaldi eða stinningskaldi og súld eða rigning um landið vestan- vert en smáskúrir áustan til. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig víðast hvar. Veðrið í dag er á bls. 36 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Margt var um manninn við setningu Búnaðarþings á Hótel Sögu í gær. í baksýn má sjá Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta íslands. DV-mynd S Landbúnaðarráðherra: Sömu lögmál gilda ekki um kjúklinga og kindakjöt Sömu lögmál þurfa^ ekki að gilda um eggjaframleiðslu, kjúklingarækt og svinarækt og um kindakjöts- eða mjólkurframleiðslu, að þvi er fram kom í ræðu Guðmundar Bjarnason- ar landbúnaðarráðherra í upphafi Búnaðarþings í gær. Ráðherra sagð- ist hins vegar telja nauðsynlegt að skoða verðlagsmál og framleiðslu- stjórnun í öllum þessu landbúnaðar- greinum. Guðmundur sagði að miklar breytingar væru fyrirsjáanlegar á starfsskilyrðum í landbúnaði sem stæði á tímamótum. Taka þyrfti til- lit til nýrra krafna neytenda en stjórnvöld þyrftu einnig að verða við auknum kröfum um betri með- ferð fjármuna. -Ótt Alþýðubandalagið: Skýrsla um lífskjörin Allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins eru flutningsmenn að beiðni til forsætisráðherra um skýrslu um samanburð á lífskjörum hér á landi og í Danmörku. Beðið er um svar við fjölmörgum þáttum sem skapa forsendur lífskjara. Þá leggja allir þingmenn flokksins fram frumvarp til laga á Alþingi í dag um að samtímagreiðslur náms- lána verði aftur teknar upp hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. -S.dór Bíll fram af vegg Tveir bílar stórskemmdustvið Hamraborg í Kópavogi í gær þegar annar þeirra rann mannlaus af bila- stæði, yfir götu og fram af vegg þar sem hann hafnaði á hinum sem 'einnig var mannlaus. Nota varð krana til að ná bílunum í sundur. -GK Prestar á ströngum fundum um málefni Ólafs Skúlasonar biskups: Tveir prestar báöu biskup að leita sátta - ályktun frá formanni Tveir prestar íslensku þjóð- kirkjunnar gengu í gær á fund Ólafs Skúlasonar biskups og báðu hann að leita eftir sáttum vegna þeirra alvarlegu ásakana sem á hann eru bornar. Erindi prest- anna bar ekki árangur. Prestamir fóru á fund biskups að eigin frum- kvæði í von um að hægt væri að greiða úr þeim hnút sem myndast hefur innan kirkjunnar með ásök- unum um kynferðisbrot á hendur biskupi. StjórirPrestafélags íslands sat á fúndi fram á kvöld í gær. Þar lagði séra Geir Waage formaður fram ályktun sem ekki fékkst af- greidd. Geir sagði við DV í morg- un að ályktuninni hefði ekki ver- ið beitt gegn biskupi. Hann sagð- Prestafélagsins fékkst ekki samþykkt í stjórninni ist láta DV ályktunina í té á eigin ábyrgð. „Þetta var almennt orðað skjal um þá kreppu sem kirkjan er í að hafa engan úrskurðaraðila í mál- um sem þessum,“ sagði Geir. Hann tók og fram að á engu stigi málsins hefði stjórnin fjallað um biskup íslands í samhengi við ásakanir um kynferðisbrot heldur ávallt um alvarlegar ásakanir á hendur starfandi presti. í ályktuninni, sem Geir samdi, segir: „Vegna hinnar alvarlegu kröfu um algjöran trúnað getur ósannaður áburður um trúnaðar- brest ónýtt stöðu prests til að gegna þjónustu sinni og haldið vakandi efasemdum um heilindi hans og hæfl til að gegna emb- ætti.“ í drögum Geirs segir einnig: „Sé um alvarlegt trúnaðarbrot að ræða gildir einu hvort það varðar við lög eða ekki. Brotið eða ásak- anir um brot ber að taka alvar- lega og slíkt fymist ekki. Trúnað- arrof bætist ekki af sjálfu sér.“ Margir prestar hafa nú knúið á um að mál biskups verði rætt á al- mennum fundi presta. Formleg krafa um það hefur þó enn ekki komið fram. Prestar sem DV hef- ur rætt við em á einu máli um að kirkjan sé í kreppu vegna þess að innan kirkjunnar er engin stofn- un tfl að taka á ásökunum eins og þeim sem nú era bornar á biskup. „Prestar bíða átekta," sagði einn þeirra við DV í gær. -GK Mánudagur 4.3/96 {13} (26) (26) ER ÞETTA ÞA EKKERT GRÍN HJÁ SPAUGSTOFUNNI? Hér er hið fræga nótaskip, Guðrún Þorkefsdóttir SU, að ioðnuveiðum. Það fer nú að styttast í loðnuvertíðinni sem hefur verið ein sú besta og gjöfulasta sem menn muna. Frystingu er lokið og hrognataka hafin. Miklar birgðir eru til af loðnuhrognum, bæði hér á landi og í Japan, og því verður lítið fryst af þeim að þessu sinni. DV-mynd Þorsteinn Gunnar KIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.