Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 Fréttir Stjórnarkjör í SFR Tveir listar bítast um völdin - Áherslumunur - ekki stefnumunur hjá listunum, segir Bragi Mikaelsson, formannsefni mótframboðsins Stjórnarkjör verður í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana næstu vikurnar og er niðurstöðu að vænta í kringum 25. mars. Tveir listar eru í kjöri. Annar þeirra er listi trúnað- armannaráðs og uppstillingarnefnd- ar eri formannsefni hans er Jens Andrésson. I framboði er einnig listi sem Bragi Mikaelsson leiðir. Sjálf kosningin fer fram í bréflegri allsherjaratkvæðagreiðslu og stend- ur í tvær vikur. Kjörgögn munu berast félagsmönnum í lok vikunn- ar. „Við munum vinna áfram í þeim anda sem fráfarandi stjórn hefur unnið enda erum við frambjóðend- ur félagsstjómar,“ segir Jens Andr- ésson. Jens segist munu starfa áfram í anda launajöfnunar og kveðst tengja mótframboð Braga Mikaelssonar hópi skrifstofufólks hjá sýslumönnum og tollstjóra aðal- lega sem sættir sig illa við þá stefnu sem launamálaráð starfaði eftir í síðustu samningum og fól í sér aðal- áherslu á krónutöluhækkanir í stað prósentuhækkana á laun í því skyni að hinir lægst launuðu fengju mest. Þessi stefna leiddi til þess að fé- lagar SFR í neðri launaflokkunum, alls um 240 riianns, fengu 9-11% hækkun. Fólk í efri launaflokkum fékk hins vegar 3-6%. „Við vorum trú þessari launastefnu stefnu allt samningsferlið. Fulltrúar skrifstofu- fólksins í launamálaráði voru hins vegar ekki sammála henni og þetta held ég að sé kveikjan að mótfram- boðinu, segir Jens.“ „Við sem að mótframboðinu stöndum teljum að starfsmat skuli liggja til grundvallar röðun í launa- flokka og það er ljóst að ýmsir hóp- ar innan félagsins hafa fengið leið- réttingu á launum sem aðrir fengu ekki. Ég tel því að endurmeta þurfl þessi mál frá grunni," segir Bragi Mikaelsson. Bragi kveðst einnig leggja áherslu á það að í næstu kjarasamn- ingum verði leitast við að bæta hag aldraðra félagsmanna og barnafólks en báðir þessir hópar háfi sætt kjaraskerðingum aö undanfornu. „Þá er það ljóst að opinberir starfs- menn munu leita réttar síns gagn- vart lagafrumvörpum um lífeyris- mál og um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna sem nú eru að koma fram á Alþingi." Hann sagði að ekki væri rétt að túlka mótframboð hans á þann veg Strandasýsla: Nýr vegur milli Fagurgala- víkur og Úrsúlukleifar þekkt snjóasvæði eins og til dæmis Heykleif. Þar var snjódýptin á ann- an tug metra á síðasta vori. Nýi vegurinn er tæpir fjórir km að lengd og umferð öll á þessari leið hefur farið um hann það sem af er vetri. -GF DV, Hólmavík: Veruleg breyting til hins betra varð á Drangsnesvegi síðasta sumar og haust þegar stærstum hluta framkvæmda við nýjan veg á milli Fagurgalavíkur og Úrsúlukleifar á Selströnd lauk í vetrarbyrjun. Vinnuvélar Jóa Bjarna á Hellu átti lægsta tilboðið og unnu verkið fyrir um 75% af kostnaðaráætlun Vega- gerðar ríkisins. Nýtt vegarstæði var valið og er það mun nær sjó en sá vegur sem fyrir var. Þar voru bæði blindhæðir margar og beygjur og auk þess að' ágreiningur væri í félaginu. til að ætla annað en kosningabarátt- Fremur væri um mismunandi an yrði málefnaleg. -SÁ áherslur að ræða og engin ástæða ——---------------- Hluti nýja vegarins á Selströnd. DV-mynd GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.