Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 Sviðsljós Tékkneska sýningarstúlkan Eva Herzegova þykir með þeim fallegustu sem sýna dýrindis fatnað þessi misserin. Hér sýnir hún það nýjasta í haust- og vetrartískunni frá Mariellu Burani f Mílanó. Símamynd Reuter Frakkar afhenda eigin óskarsverðlaun og kennir þar margra grasa: Frakkar eiga sín eigin ósk- arsverðlaun. Þau eru kennd við Ces- ar og eru fullt eins merkileg og al- vöruóskarinn sem dreift er í Holly- wood síðari hluta marsmánaðar á ári hverju. Frakkamir veittu cesar- inn við hátíðlega athöfn um helgina og besta myndin var valin La haine, eða Hatrið, eftir leikstjórann Mathi- eu Kassovitz. Mynd þessi er vænt- anleg í Háskólabíó á næstunni. Hatrið naut gífurlegra vinsælda meðal kvikmyndahúsagesta í Frakklandi þegar hún var sýnd þar. Þetta er svart-hvít mynd um efni sem mjög brennur á frönsku þjóð- inni um þessar mundir; ofbeldi og firringu í fátækrahverfum stórborg- anna. Þar er fylgst með einum degi í lífi þriggja ungmenna sem mega þola sitthvað misjafnt af hálfu lög- reglunnar. Besta erlenda myndin var valin Land og frelsi hins breska Kens Loach sem var sýnd hér fyrir stuttu. Claude Sautet, gamalreyndur og virtur leikstjóri, fékk leikstjómar- verðlaunin fyrir Nelly og hr. Ar- naud, þar sem segir frá ástarævin- týri fráskilins fyrrum dómara og fallegrar ungrar konu. Ástarævin- týri það fær hins vegar ekki farsæl- an endi. Dómarinn fyrrverandi er leikinn af Michel Serrault og hlaut hann einnig cesar fyrir frammistöð- una. Besta leikkonan var aftur á móti vaiin hin frábæra Isabelle Huppert sem íslenskir kvikmynda- húsagestir fá sárasjaldan tækifæri til að sjá, sosum eins og aðra franska leikara. Isabelle fékk verð- launin fyrir leik í kvikmynd sem gerð var eftir sögu Ruth Rendell, bestu vinkonu íslenskra sjónvarpsá- horfenda. Franska leikkonan Isabelle Huppert hampar cesarnum sínum í París og er bara kát með það. Símamynd Reuter 1#1 lgi#llM|B_ I I nvinii t mmmMi 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna ♦ KVIKMYNDAs/mi 9 0 4 - 5 0 0 0 Ron Howard er skýjum ofar Bandaríski leikstjórinn . Ron Howard er svo sannarlega í sjöunda hhnni þessa dagana. Samtök kvik- myndaleik- stjóra veittu honum nefnilega verðlaun fyrir leikstjóm á geim- myndinni Apollo 13 á samkundu um helgina. Þar keppti Howard við Mike Figgis, Ang Lee, Mel Gibson og Michael Radford. Howard er 4. verðlaunahafinn á 50 árum sem ekki hefur jafnframt verið einn af óskarstilnefndum. Sutherland bjargaði mynd Gamanmynd- in Animal Hou- se þykir ein sú best heppnaða sinnar tegund- ar; um það era allir sammála sem séð hafa og vit hafa á. Hitt er kannski ekki á margra vit- orði að valda- menn hjá Uni- versal kvik- myndafélaginu voru ekkert of spenntir fyrir henni. Það var ekki fyrr en Donald Sutherland hafði lofað að koma þar nokkuð við sögu að grænt ljós var gefið. Hatrið besta myndin í Frakldandi í fyrra Ferðir erlendis Meðal efnis: i Ferðasaga frá Perú. /" / Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir korthafa / vVisa og Eurocard um m.a. tryggingar. / ' Lúxusferðir. Ferðir til Balí og Singapúr, Aruba, siglingar á Karíbahafinu, og eyjarinnar Margarita. \ Sagt verður frá ýmsum ferðamöguleikum sem \ bjóðast íslendingum á ferðalögum til útlanda, t.d. Danmerkurferðum, ferðum með Norrænu, veiðiferðum til Grænlands, o.fl. Ferðagetraun með glæsilegum ferðavinningum. s ' " - ^ / "" ^ Otrúleg ferðatilboð DV og Flugleiða. um ferðir til útlanda fylgir á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.