Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Fréttir_______________________________________ dv
Skoðanakönnun DV um hvort biskup íslands eigi að segja af sér:
Meirihluti kjósenda
vill afsögn biskups
- nýtur meiri stuðnings meðal karla en kvenna
Meirihluti kjósenda vill að bisk-
up íslands segi af sér embætti. Kon-
ur eru frekar fylgjandi afsögn en
karlar og meiri stuðningur er við af-
sögn hjá íbúum höfuðborgarsvæðis-
ins en landsbyggðarinnar. Þetta eru
meðal niðurstaðna skoðanakönnun-
ar DV sem fram fór síðastliðinn
laugardag.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á milli
kynja sem og höfuðborgarsvæðisins
og landsbyggðarinnar. Spurt var:
„Ertu fylgjandi eða andvígur því að
biskup íslands segi af sér?“.
Skekkjumörk í könnun sem þessari
eru tvö til þrjú prósentustig.
Sé tekið mið af svörum allra í
könnuninni sögðust 52,8 prósent
fylgjandi afsögn, 29,5 prósent voru
henni andvigir, 13,9 prósent að-
spurðra voru óákveðin og 3,8 pró-
sent neituðu að svara spurning-
unni.
Ef aðeins eru teknir þeir sem af-
stöðu tóku eru 64,2 prósent kjósenda
fylgjandi afsögn biskups og 35,8 pró-
sent vilja að hann sitji áfram.
Meirihluti kvenna
fylgjandi afsögn
Ef litið er á afstöðu tjl biskups eft-
ir kynjum þá nýtur hann meiri
stuðnings meðal kynbræðra sinna
en hjá konum. Fylgjandi afsögn
voru 49,3 prósent karla, andvígir
voru 32,3 prósent aðspurðA, óá-
kveðnir karlar voru 14,7 prósent og
3,7 prósent neituðu að svara. Hjá
konum skiptist þetta þannig að 56,3
prósent voru fylgjandi afsögn, 26,7
prósent voru henni andvíg, 13 pró-
Ólafur Skúlason biskup á fundi með kirkjuráði í síðustu viku. DV-mynd GS
Á biskup íslands að segja af sér?
Niðurstöður skoðanakönn- Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku
unarinnar urðu bessar: afstööu verða niðurstöðurnar bessar:
Afstaða til biskups eftir kynjum
- fylgjandi eða andvígir afsögn -
karlar Svara ekki Svara ekki konur
sent kvenna voru óákveðin og 4 pró-
sent svöruðu ekki.
Meiri stuðningur
á landsbyggðinni
Búseta kjósenda virðist skipta
máli þegar kemur að afstöðu til
biskups. Munurinn er þó ekki mik-
iil. Á höfuðborgarsvæðinu voru 54
prósent aðspurðra fylgjandi afsögn
en 51,7 prósent á landsbyggðinni.
Fleiri voru á móti afsögn á lands-
byggðinni eða 32,7 prósent á móti
26,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu.
Óákveðnir voru fleiri á höfuðborg-
arsvæðinu eða 16 prósent aðspurðra
á meðan 11,7 prósent gátu ekki tek-
ið afstöðu á landsbyggðinni. Hlutfall
þeirra sem neituðu að svara var
mjög svipað eftir búsetu. -bjb
Dagfari
Forsetakosningar eru framund-
an og enn eru margir kallaðir en
fáir útvaldir. Meðal þeirra er Dav-
íð Oddsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem hefur undanfamar
vikur hvorki viljaö segja af eða á
um forsetaframboð. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur fyrir vikið verið í
hálfgerðri herkví vegna þess að
þar hefur enginn viljað segja neitt
um hug sinn til frambjóðenda fyrr
en fyrir liggur hvað Davíð gerir.
Sjálfstæðismenn vilja að sjálfsögðu
styðja sinn formann ef hann fer
fram og hafa haldið að sér hönd-
um.
Einn alvöruframbjóðandi hefur
tilkynnt um framboð sitt, Guðrún
Pétursdóttir sem segist vera í Sjálf-
stæðisflokknum enda af góðum
ættum úr þeim flokki.
Guðrún hefur hins vegar rekist
illa í flokknum og mun ekki í vina-
félagi formannsins. Ef einhver á
verða forseti annar en Davíð sjálf-
ur þá er Guðrún Pétursdóttir
sennilega sá íslendingur sem Dav-
íð vill síst fá að Bessastöðum.
Guðrún hefur ennfremur lýst
yfir því að hún telji forsetakosning-
ar stjórnmálaflokkunum óviðkom-
andi og er með því að senda skila-
Oddssyni með því að lýsa frati á
hann sem væntanlegan forseta.
Það gerir hann með stuðningn-
um við Guðrúnu.
Davíð getur auðvitað ekki verið
þekktur fyrir að láta þá aðmýkingu
yflr sig ganga að Þorsteinn stjórni
ferðinni, hvað þá að Þorsteinn
komi í veg fyrir framboð Davíðs
með því að vera á móti honum ef
hann fer fram.
Forsetakosningarnar í sumar
munu þar af leiðandi ekki snúast
um nýjan forseta fyrir íslendinga.
Kosningarnar munu snúast um
styrk og stöðu formanns Sjálfstæð-
isflokksins og áhrif hans gagnvart
öðrum flokksmönnum. Þær munu
verða prófsteinn á stöðu Þorsteins
og Guðrún Pétursdóttir mun leika
hlutverk Albaníu í innanflokksá-
tökum í Sjálfstæðisflokknum. Þeg-
ar andstæðingar hennar beina
spjótum sínum að henni eru þeir
hér eftir ekki að skammast út í
Guðrúnu forsetaframbjóðanda
heldur Þorstein Pálsson. Og þeir
sem eru að lýsa yflr stuðningi við
hana eru um leið að lýsa yfir and-
stöðu sinni gegn Davíð.
Leikurinn er greinilega að æs-
ast. Línurnar eru skýrar. Dagfari
Albaníuslagur
boð til formEmns Sjálfstæðisflokks-
ins að hann eigi ekki að bjóða sig
fram.
Svo gerist það í nokkurn veginn
sömu andrá um helgina að Guðrún
er efst í skoðanakönnun DV og
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins, lýsir
yfir stuðningi við hana.
Þetta eru auðvitað nokkur tíð-
indi. Ekki kannske það að Guðrún
sé efst í skoðanakönnun þegar tek-
ið er tillit til þess að aðrir hafa
ekki gefið kost á sér heldur hitt að
Þorsteinn sér ástæðu til að styðja
hana. Það sem Þorsteinn Pálsson
er að gera er ekki bara það að lýsa
yfir stuðningi við Guðrúnu Péturs-
dóttur heldur er hann sömuleiðis
að segja að hann styðji ekki Davíð.
Þetta er svipað því þegar Rússar
þorðu ekki að skamma Kínverja en
notuðu Albaníu sem blóraböggul.
Þorsteinn notar Guðrúnu sem
skálkaskjól til að lýsa yfir and-
stöðu sinni gegn Davíð Oddssyni.
í raun og veru má segja að yfir-
lýsing Þorsteins hafi ekkert með
forsetakjörið að gera heldur er
hann að kasta stríðshanskanum í
Sjálfstæðisflokknum, enda þarf
ekki að fara mörgum orðum um
viðbrögð Davíðs Oddssonar gagn-
vart Þorsteini Pálssyni.
Nú munu bræður berjast og var
svosum kominn tími til. Þorsteinn
hefur aldrei jafnað sig eftir þá
smán og niðurlægingu sem Davíð
sýndi honum þegar sá síðamefndi
felldi Þorstein i formaimsslagnum
í Sjálfstæðisflokknum. Nú er Þor-
steinn að ná fram síðbúnum hefnd-
um. Hann hefur beðið færis og nú
hyggst hann ná sér niöri á Davíð