Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Radíusbræður eru ekki á sama
máli og ritstjóri Dagsljóss.
Blaðamaður
skallar ráð-
herra
„Okkur fannst þetta atriði
fyndið og súrrealískt. Blaðamað-
ur skallar ráðhérra í götuna og
sest klofvega ofan á hana og læt-
ur höggin dynja á henni...“
Davíð Þór Jónsson, í DV:
Engin sterk efni
„Eg lít á þetta sem heimili en
ekki dópbcéli. Hér eru engin
sterk efni. í mesta lagi stuð og
smáspítt."
Rúnar Maitsland, í DV.
Ummæli
Veitingahúsarekstur
„Að vera í veitingahúsarekstri
er kannski ekki ólíkt því að eign-
ast barn, manni finnst það þurfi
á manni að halda og óttast
stöðugt að eitthvað komi fyrir
það.“
Magnús I. Magnússon, í Morgun-
blaðinu.
Michelle Pfeiffer var orðin þreytt
á að vinna við búðarkassa.
Fegurðarsam-
keppni hjálpar til
Fegurðarsamkeppnir eru um-
deildar og sýnist sitt hverjum
um gildi þeirra. Staðreyndin er
samt sú að þær hafa hjálpað
mörgum stúlkum sem vilja
breyta um umhverfi og lífsstO og
þekktar leikkonur komust í sam-
bönd vegna þess að þær tóku
þátt í fegurðarsamkeppni.
Michelle Pfeiffer vann við búðar-
kassa í stórmarkaði þegar hún
sá auglýsingu um fegurðarsam-
keppni sem heitir Miss Orange
Beauty. Þetta var árið 1976 í
Kaliforníu. Hún tók þátt í keppn-
inni og sigraði. í kjölfarið var
henni boðið hlutverk í Charlie
Chan and the Curse of the
Dragon Queen.
Meðal þeirra leikkvenna sem
eiga fegurðarsamkeppni að
þakka frama sinn í kvikmyndum
eru Sophia Loren, sem fyrst tók
þátt í fegurðarsamkeppni fjórtán
ára gömul, þótt aldurstakmarkið
væri fimmtán ára. í þriðju feg-
urðarsamkeppninni tók kvik-
myndaframleiðandinn Carlo
Ponti eftir henni og bauð henni
kvikmyndahlutverk, Claudia
Blessuð veröldin
Cardinale, sigraði í keppninni
Fallegasta ítalska konan í Túnis
og voru sigurlaunin ferð á kvik-
myndahátíðina í Feneyjum. Þar
fékk hún strax tilboð um kvik-
myndaleik, Raquel Welch byrj-
aði að taka þátt í fegurðarsam-
keppni fjórtán ára gömul með
það fyrir augum að verða leik-
kona og sigraði nokkrum sinn-
um í Kalifomíu en tilboðin létu
á sér standa. Hún fékk tUboð um
tískusýningarstörf sem síðan
leiddu til kvikmyndaleiks.
Vaxandi sunnanátt
Vestur af írlandi er heldur
minnkandi 1033 millíbara nær kyrr-
stæð lægð. Vaxandi lægðasvæði
suðvestur af Hvarfi sem þokast
norður. í dag verður vaxandi sunn-
anátt um vestanvert landið þegar
Veðrið í dag
líður á daginn. Stinningskaldi eða
allhvasst og rigning í kvöld og nótt.
Um austanvert landið verður vest-
angola eða kaldi og bjartviðri en
suðvestankaldi eða stinningskaldi
og þykknar upp í nótt. Hiti verður á
bilinu 3 tU 8 stig. Á höfuðborgar-
svæðinu verður vaxandi sunnanátt
þegar líður á daginn. Stinningskaldi
eða allhvasst og rigning í kvöld og
nótt. Hiti á bUinu 3 tU 6 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 19.00.
Sólarupprás á morgun: 8.17.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.54.
Árdegisflóð á morgun: 7.04
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrið kl. 6 i morgun:
Akureyri hálfskýjað 4
Akurnes skýjað 1
Bergsstaöir Bolungarvík skúr á síð.klst. 4
Egilsstaóir skýjað 1
Keflavíkurflugv. súld á síö.klst. 3
Kirkjubkl. léttskýjaó 2
Raufarhöfn alskýjað 2
Reykjavík skúr á sló.klst. 3
Stórhöfói úrkoma í grennd 3
Helsinki skýjað -2
Kaupmannah. þokumóóa -1
Ósló þoka -9
Stokkhólmur léttskýjað 0
Þórshöfn skýjað 6
Amsterdam súld á síö.klst. 2
Barcelona hálfskýjaó 5
Chicago rigning 1
Frankfurt snjókristallar 0
Gldsgow lágþokublettir -3
Hamborg þokumóöa 1
London rign. á síð.klst. 6
Los Angeles rigning 14
Lúxemborg þokumóöa 1
París rigning 4
Róm léttskýjaó 2
Mallorca léttskýjað 1
New York alskýjaö 1
Nice léttskýjaó 3
Nuuk alskýjaö -1
Orlando léttskýjaö 13
Vín heióskírt -5
Washington alskýjað 3
Winnipeg léttskýjað -26
Veörið kl. 6 í morgun
Leikhús
Hátt í fímmtíu nemendur vinna í
sýningunni.
Ég vil auðga
mitt Iand
Nemendur Menntaskólans á
Laugarvatni eru á ferð með leik-
ritið Ég vU auðga mitt land eftir
Þórð Breiðfjörö. Um helgina var
sýnt í Loftkastalanum í Reykja-
vík en nú er komiö að Flúðum
og er sýning í FélagsheimUinu í
kvöld kl. 20.
Ég vU auðga mitt land var
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1974
undir stjóm Brynju Benedikts-
dóttur og er Brynja einnig leik-
stjóri í þetta skiptið. Höfundar-
Ólafur Heimir Guðmundsson, fyrirliði blakliðs Þróttar:
Tók blakið fram yfir aðrar íþróttir
„Ég er búinn að vera í blaki
meira og minna frá því ég var tiu
ára gamaU, var í fyrstu bæði í bad-
minton og frjálsum íþróttum auk
blaksins. Þegar ég þurfti að fara að
gera upp á miUi kom ekkert annað
til greina en blakið, enda fannst
mér það langskemmtUegast," segir
Ólafur Heimir Guðmundsson,
hinn ungi fyrirliði Þróttar sem
varð bikarmeistari á laugardag-
inn. Var það samdóma álit þeirra
sem sáu leikinn og skrifuðu um
hann að Ólafur hefði verið besti
maður vaUarins og átt ekki litinn
þátt i sigri Þróttar.
Ólafur hefur leikið með meist-
Maður dagsins
araflokki Þróttar frá því hann var
sextán ára gamaU eða í fjögur ár:
„Það voru viss kynslóðaskipti að
fara fram hjá Þrótti í blakinu þeg-
ar ég kom inn í liðið en þá hafði
Þróttur verið með mjög sterkt lið i
mörg ár og unnið margra titla.
Það var einnig búiö að vera öfiugt
unglingastarf og mannskapur var
nægur tU að taka við auk þess sem
nokkrir spUarar komu tU okkar
Ólafur Heimir Guðmundsson.
frá KA. En það tók dálítinn tima
fyrir nýtt lið að mótast en nú er
þetta aUt á réttri leið og bikar-
meistaratitillinn er aðeins fyrsti
titiUinn sem við hyggjumst vinna
á þessu ári. DeUdarmeistaratitiU-
inn og svo íslandsmeistaratitill er
það sem stefnt er að.“
Blak er mjög vinsæl iþrótt í
mörgum löndum en hér heima fer
frekar lítið fyrir umfjöllun um
blak: „Því hefur oft verið haldið
fram, og það réttilega, að blakið
eigi erfitt uppdráttar vegna þess
hversu handboltinn og körfubolt-
inn eru vinsælar íþróttir. Stað-
reyndin er samt að ég hef heyrt
marga segja það eftir að hafa farið
einu sinni á blakleik að það sé
mjög skemmtilegt. Ef við fengjum
meiri umfjöUun í fjölmiðlum er ég
viss um að mikil uppsveifla yrði.“
Ólafur Heimir var fyrirliði ungl-
ingalandsliðsins og er i landslið-
inu í blaki og var hann spurður
hvað væri fram undan hjá lands-
liðinu: „Landsliðið fer yfirleitt
eina ferð til útlanda á ári, yfirleitt
á sumrin. I fyrra fórum við tU
Lúxemborgar á smáþjóðaleikana
og ffam undan í sumar er smá-
þjóöamót í blaki sem verður í lok
maí í San Marino.
Ólafur Heimir er nemi við
Menntaskólann við Sund og er þar
á síðasta ári. Blakið er eins og gef-
ur að skilja aðaláhugamál hans en
hann sagöist einnig hafa mjög
gaman af tónlist.
-HK
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi
nafnið Þórður Breiðförð er dul-
nefni. Á bak við það leynast þeir
félagar Davíð Óddsson, Hrafh
Gunnlaugsson og Þórarinn Eld-
járn sem á þeim árum þegar þeir
sömdu leikritið sáu um Útvarp
MatthUdi. HÖfundur tónlistar er
Atli Heimir Sveinsson og hefur
hann bætt við lögum í sýning-
una.
Fjöldi nemenda kemur að sýn-
ingunni en leikarar eru tuttugu
og tveir og jafnmargir standa
fyrir utan sviðið og hljómsveit
er skipuö sex mönnum.
Bridge
Austur taldi sannaö að félagi
hans í vestur ætti nokkuð góð spil
og ákvað því að koma inn á sexlit-
inn i hjarta þegar andstæðingarriir
voru tilbúnir að passa niður tvo
tígla. Það er ákvörðun sem margir
myndu taka við borðið, en í þetta
skiptið var hún dýrkeypt. Sagnir
gengu þannig, norður gjafari og all-
ir á hættu:
* Á
D
♦ K9853
4 Á98542
* KG94 N ♦ D5
V K62 * G108543
* Á1076 ♦ 42
4 DG S * 1063
♦ 1087632
M A97
♦ DG
' * K7
Norður Austur Suður Vestur
1-f pass 1* pass
2* pass 2f pass
pass 2* dobl p/h
Spilið kom upp í sveitakeppnis-
leik í Danmörku og lokasamningur-
inn var tveir spaðar á hinu borðinu,
slétt staðnir. Suður ákvað að dobla
tvö hjörtu austurs til að sýna að
hann ætti hámarksstyrk eftir sögn-
um og norður ákvað að verjast í
þeim samningi. Suður spilaði út
tíguldrottningu, sagnhafi drap á ás-
inn og spilaði laufi. Norður drap á
ás, lagði niður spaðaásinn og spilaði
laufi á kóng félaga í suðri. Suður
sendi félaga hlýðinn stungu í spaða-
litnum og norður tók síðan á kóng-
inn í tígli og spilaði aftur tígli. Sagn-
hafi ákvað að trompa með hjarta-
gosa og suður gaf þann slag. En Á97
í trompi voru nú orðin að tveimur
slögum og samningurinn fór því 500
niður. Á hinu borðinu gengu sagnir
eins í upphafi, en suður ákvað að
segja 2 spaða en ekki tvo tígla þegar
kom að honum að segja í annað
sinn. Því höfðu AV aldrei tækifæri
til þess að koma inn í sagnir.
ísak Örn Sigurðsson
Markar spor