Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 9 Gingrich kaus Bob Dole Repúblikaninn Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, kaus utankjörstaðar í forkosningum repúblikana í Ge- orgíu í gær. Hann neitaði i fyrstu að láta uppi hvem hann kaus en það varö hins vegar Ijóst þegar Dole þakkaði honum stuðninginn í ræðu í Atlanta. „Bob Dole er mikill og náinn vinur minn og stórkostlegur leiðtogi," sagði Gingrich síðar. Forkosningar eru í átta ríkjum á morgun. Pat Buchanan breytti um stíl i baráttunni, hvarf frá Suðurríkjaklisjum en ítrekaði þess í stað umhyggju sína fyrir litla manninum og vemdun fram- leiðslugreinanna. Enda gaf sá boðskapur góða raun í New Hampshire. Tímaritið Money birti í gær grein þar sem fullyrt var að auð- kýfingurinn Steve Forbes mundi spara meira en eina milijón doll- ara, um 65 milljónir króna, í erfðaskatti ef hugmyndir hans um flatan skatt yrðu að veru- leika. Nýnasisti skipu- lagði leigumorð Atkvæðamikill þýskur nýnas- isti hefur verið ákærður fyrir að ætla að leigja mann til að myrða kærustu vinar síns. Nasistinn vildi hjálpa vininum að ná for- ræði yfir tveimur bömum hans með konunni. Meintur leigu- morðingi, sem einnig er nýnas- isti, féflst í fyrstu á að fram- kvæma ódæðið en skipti síðan um skoðun þegar í ljós kom að ástæðan var persónuleg en ekki pólitísk. Gerði hann lögreglu þá viðvart. Reuter Útlönd Kona dæmd fyrir dráp á nýfæddu barni sínu: Reyndi að fela likið undir yfirhöfninni Þrjátíu og eins árs gömul bresk kona, Caroline Beale, sem reyndi að smygla líki nýfædds stúlkubarns síns innanklæða um borð í flugvél frá New York til Lundúna fyrir hálfu öðm ári, gekkst við ákæru um manndráp fyrir rétti í New York í gær. Hún var dæmd til átta mánaða fangelsisvistar, sem hún hefur þeg- ar afplánað, fimm ára skilorðs og ársvistar á geðsjúkrahúsi í London. Beale var ákærð fyrir morð en hún sagði lögreglunni að hún hefði fætt bamið andvana á hótelherbergi í New York. Saksóknarar héldu því fram að barnið hefði fæðst lifandi en Beale hefði síðan kæft það. Lögfræðingar hennar sögðu að hún hefði verið haldin stundarbrjálæði og kölluðu sérfræðinga í depurð eftir barns- burð til vitnis. Richard Brown saksóknari sagði "mál Beale eitt hið átakanlegasta sem hann hefði séð frá því að hann tók við embætti. „Dóttir mín getur enn borið höf- uðið hátt. Hún drap bamið sitt aldrei og enginn sem þekkir Caroline fæst til að trúa því að hún hafl drepið barnið sitt,“ sagði Dap- hne Beale, móðir ungu konunnar, við saksóknarann í málinu í gær. Caroline Beale var látin laus gegn tryggingu á síðasta ári eftir að hafa dvalið átta mánuði i hinu iflræmda fangelsi á Rikerseyju og bjó hjá vinafólki sínu. Búist er við að hún fari heim til Bretlands með foreldr- Caroline Beale og Peter Beale, faðir hennar, fyrir utan réttarsalinn í New York þar sem málið gegn henni var flutt. Símamynd Reuter um sínum á fimmtudag. Aðspurð Englands, sagði Beale: „Læra að um hvað yrði það fyrsta sem hún tala almennilega ensku.“ Reuter mundi gera eftir heimkomuna til Hefur þú prófað nýja NILFISKinn? NILFISK HEFUR FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu hafa nýju Nilfisk ryksug- urnar síunarbúnað, sem heldur eftir 99,97% rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr mm. (0,3 my). EKKERT NEMA HREINT LOFT SLEPPUR GEGNUM NÝ|A NILFISK SÍUKERFIÐ KYNNINGARVERÐ NILFISK fæst í 4 litum og 4 mismunandi útfærslum, frá kr. 19.990,- stgr. iponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 6 mánaða ábyrgð á notuðum bílum Cott úrval - Cott verð FORD EXPLORER 191, Eddie Bauer, ek. 106 þús. km. Verð 2.400.000 FORD RANGER SUPER CAB '92, ek. 70 þús. km. beinsk., 5 g., 4,0 I vél. Verð 1.450.000 FORD AEROSTAR 4X4 '91, ek. 95 þús. km. Verð 1.190.000 JEEP CHEROKEE LAREDO '90, ek. 86 þús. km. Verð 1.790.000 JEEP CHEROKEE LAREDO '87, ek. aðeins 110 þús. km. Verð 1.290.000 JEEP CHEROKEE LAREDO 192, ekinn aðeins 56 þús. km. Verð 2.100.000 TOYOTA LANDCRUISER STW '91, vx dísil turbo, ek. 90 þús. km. Verð 3.550.000 MMC PAJERO langur V-6 '93, ek. 88 þús. km. Verð kr. 2.950.000 MMC PAJERO LANGUR V-6 '90, EK. 124 PÚS. KM. VERÐ 1.950.000 JEEP WAGONEER LIMITED '87, einn m/öllu, toppbíll Verð 1.390.000 Sérstakir sýningarbílar frá Chrysler-verksmiðjunum Jeep Grand Cherokee Limited V8 '95, ek. 13 þús. km. Verð 4.392.000 Jeep Grand Cherokee Laredo V8 '95, ek. 30 þús. km. Verð 3.582.000 Chrysler New Yorker '95, 3.5L V6, ek. 6 þús. km. Verð 4.050.000 Chrysler Stratus LX V6 24V '95, leðurinnrétting, ek. 16 þús. km. Verð 2.682.000 Chrysler Neon LX '95, leðurinnrétting, ssk., ek. 19 þús. km. Verð 1.650.000 --------------- Lán allt til 36 mánaða án útborgunar Visa-/Euro-raðgreiðslur Bílalán í 5 ár OPIÐ mánudaga - föstu- daga 9-8 og laugardaga 12-16 Nýbýlavegur 2, Kópavogi, sími 554 2600-564 2610

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.