Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 5 Fréttir Avísun frá tollinum á flakki: Fékk afhenta annarra fjármuni - þarf ekki sérstakt leyfi, segir aðalgjaldkeri „Þaö er mjög alvarlegt mál ef hver sem er getur labbað niður í Toll og sótt peninga fyrir aðra. Hringt var frá Tollstjóraembættinu í Agnar Guðmundsson í Byssu- smiðju Agnars og honum sagt að hann ætti þar inni endurgreiðslu. Þegar Agnar kom að sækja endur- greiðsluna fékk hann afhenta ávís- un sem stíluð var á mig,“ segir Ei- ríkur Ingvarsson í Blikksmiðjunni Handverki. Eiríkur átti inni rúm þrjátíu þús- und hjá Toilinum og var ekki búinn að sækja sína ávísun. Agnar átti aft- ur á móti ekkert inni en fór fyrir forvitni sakir í Tollstjóraembættið vegna þess að hringt hafði verið í hann. Þar sagði gjaldkeri honum að hann hlyti að eiga þessa ávísun sem merkt væri Blikksmiðjunni Hand- verki því upphæðin væri svipuð og sú sem Agnari hefði verið tilkynnt um. Agnar kvittaði fyrir móttöku með eigin nafni og gekk út með ávísunina. „Agnar kvittaði fyrir ávísuninni og tók við henni vegna þess að hann er félagi minn. Hann hringdi síðan í mig og sagðist vera með peninga sem ég ætti og sagði mér hvernig hann hefði fengið þá. Það er ekki nauðsynlegt að nefna nafnið á fyrir- tækinu sem á endurgreiðsluna. Það hittist bara þannig á að þetta var kunningi minn og þess vegna komst ávísunin í réttar hendur,“ segir Ei- ríkur. DV leitaði svara við þessu hjá Tollstjóraembættinu. Aðalgjaldkeri var spurður hvort það væri virki- lega svona auðvelt að ganga út með annarra manna ávísanir í vasanum. „Hvað vilt þú mér, ertu að spyrja að þessu sem blaðamaður? Ávísanir eru alltaf stílaðar á eigandann. Þær eru yfírstrikaðar og geta ekki farið neitt annað en í bankann. Við krefj- um fólk ekki um skilríki og venju- lega þarf ekki neitt sérstakt leyfi til að sækja peninga. Það kemur hing- að flöldi manns og sækir peninga fyrir maka sína og aðra,“ sagði Sig- ríður Nielsdóttir, aðalgjaldkeri Toll- stjóraembættisins. -em (D Styggur kálfur: Kemur í heyið þeg- ar nótt leggst að Dy Hólmavík: Á bænum Hlaðhamri í Bæjar- hreppi hefur kálfur gengið úti í vetur og gerir enn. Hann er á öðru ári frá því í nóvember. „Hann er svo styggur að ekki er hægt að komast nálægt honum og forðar sér fljótt verði hann var mannaferða, Ég hef verið að segja að þetta sé geldingur en fáir aðrir en sveitafólk virðist átta sig á hvað það er,“ segir Kjartan Ólafsson bóndi. Hann segir að alltaf hafi verið ætlunin að ná kálfinum og koma í hús en þær tilraunir hafi mistekist fram til þessa. Reynt hefur verið að reka hann með öðrum grip í aðhald en hann hefur átt auðvelt með að stökkva yfír það. Nú eru helst bundnar vonir við að það geti tekist geri nægi- lega mikinn snjó sem heft gæti för hans. Lítill snjór hefur enn sést á þessum slóðum síðan vet- ur gekk i garð. Káifinum er gef- ið og kemur hann í heyið þegar rökkvar og nótt leggst að. Kjartan segir að afdrepið sem kálfurinn hefur valið sér sé ekki alveg hættulaust í norðaustan veðrum og sjógangi. Það sé und- ir klettum í fjörunni og langt frá því að vera það besta á þessum slóðum. -GF Enn finnast kindur eftir sumarbylinn skelfilega DV, Hólmavík: ----------------r-------- „Það hafði borist hingað að sést hefði til nokkurra kinda eft- ir sumaraukabylinn skelfilega inni í Langadal þar sem heitir Efrabólsdalur. í vetur komu svo nokkrir björgunarsveitarmenn frá Hólmavík og gerðu tilraun til að handsama þær. Þeir urðu frá að hverfa þegar þær komust undan í kletta. Ég fór svo nokkru síðar gangandi með hundinn minn og kom heim með fjórar kindur. í þeim hópi vory tvö lömb sem ég átti sjálfur. Kindurnar voru allar sæmilega á sig komnar," sagði Jón Guðjónsson, bóndi og hreppstjóri á Laugabóli í ísa- fjarðardjúpi, í samtali við DV. Hann segir veðurfarið hafa verið einstaklega gott það sem af er vetri. Þetta hafi nánast enginn vetur verið, jörð nær auð en stundum hafi lagt yfir dálítinn klamma. í frostakaflan- um um hátíðarnar hafi komið dálítið frost i jörð. -GF verð a.500 í forsölu Ná Ah" K^avlK rautarholti og Kringlunm Radionaust Akureyn, J*j ae. Meölimir í Menntabraut og UK 17 fá 200kr. afsl. af miðaverði. MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta íslandsbanka JAPISS Þor sem PRODIGV fæst!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.