Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Stuttar fréttir
Hermenn drepnir
Fjórir ísraelskir hermenn
féllu og níu særðust í átökum
við skæruliða í suöurhluta Lí-
banons i gærkvöldi, að sögn
ísraelska hersins.
í rannsókn
Nelson
Mandela, for-
seti Suður-
Afríku, lagð-
ist inn á
sjúkrahús í
morgun þar
sem hann
verður í
rannsóknum næstu þrjá dagana
en tilgangur þeirra er að binda
enda á vangaveltur manna um
að heilsu hans fari hrakandi.
Kínverjar í tilraunum
Kínversk stjórnvöld hafa til-
kynnt að þau ætli að gera til-
raunir með flugskeyti skammt
frá Taívan frá og með næstu
viku, aðeins hálfum mánuði fyr-
ir forsetakosningarnar á Taív\
an.
Aftur heim
Múslímar eru farnir að snúa
aftur til heimila sinna nærri
Sarajevo sem þeir flúðu í upp-
hafi Bosníustríðsins árið 1992 og
Serbar héldu áfram að flýja
heimili sín.
Reynt að bjarga
Bandarísk stjómvöld reyna
hvað þau geta til að bjarga frið-
arviðræðunum í Mið-Austur-
löndum í kjölfar sprengjutilræð-
anna í ísrael.
Spánverjar pynta
Spænska þjóðvarðliðið pyntar
liðsmenn basknesku aðskilnað-
arsamtakanna ETA, að því er
segir í skýrslu Evrópuráösins.
Fýrrum marxisti leiðir
Fyrrum leiötogi marxísku
herstjómarinnar í Afríkuríkinu
Benín hefur tekið fomstu í for-
setakosningunum í landinu. ,
Zjúganov skráir sig
Gennadí
Zjúganov,
leiðtogi rúss-
neska komm-
únistaflokks-
ins, varð
fyrstur til að
skrá sig sem
frambjóðandi
fyrir forsetakosningarnar í
Rússlandi í sumar og rúmlega
20 hópar harðlínumanna lýstu
yfir stuðningi sínum við hann.
í fátækt og basli
Sjö af hverjum tíu íbúum
Mið-Ameríku, flestir konur, lifa
í fátækt, að því er segir í ný-
úkominni skýrslu. Reuter
Björgunarmenn hlúa aö særðu fólki stuttu eftir sjálfsmorðstilræði Hamashreyfingarinnar við verslunarmiðstöð í Tel Aviv í gær. Tilræðið kostaði 13 manns
lífið og 105 særðust, þar af nokkur börn. Símamynd Reuter
ísraelsher fær frjálsar
hendur gegn Hamas
Sjálfsmorðsskæruliði Hamas-
hreyfingarinnar sprengdi sjáifan sig
og varð um leið 13 manns að bana
og særði 105, þar á meðal böm, við
yfirfulla verslunarmiðstöð í Tel
Aviv í gærdag. Tilræðismaðurinn
var á leið inn í verslunarmiðstöðina
þegar sprengjan sprakk. Fólk sem
beið í biðröð við hraðbanka varð
verst úti. Þetta var annað sjálfs-
morðstilræði Hamas á tveimur dög-
um en alls hafa 57 farist í fjórum til-
ræðum hreyfingarinnar undanfarn-
ar vikur.
Simon Peres forsætisráðherra,
sem berst fyrir pólitísku lífi sínu
fram að þingkosningum í lok maí,
hélt neyðarfund með ríkisstjórn
sinni í gær. Þar vom ísraelsher
gefnar frjálsar hendur í baráttunni
gegn skæruliðahreyfingum Palest-
inumanna og ákveðin stofnun sér-
stakrar höfuðstöðvar sem stýra
mun baráttunni gegn hryðjuverk-
um. Hótaði Peres því að herinn gæti
ráðist til atlögu hvar sem er og
hvenær sem er. „Við munum fara í
hvert einasta skúmaskot þar sem
talið er að hermdarverkastarfsemi
hafi skotið rótum,“ sagði Peres og
gaf í skyn að ísraelsher mundi ráð-
ast inn á sjálfstjómarsvæði araba á
Vesturbakkanum og Gazasvæðinu
sem ísraelsmenn létu af hendi 1993.
ísraelskir hermenn birgðu glugga
og hurðir á heimilum sjálfsmorös-
skæmliðanna í nótt og gáfu skyld-
mennum 24 klukkustunda frest til
að hreyfa mótmælum við hæstarétt.
Að öðmm kosti yrðu heimilin eyði-
lögð. Ættingjar sjálfsmorðsskæur-
liðanna fögnuðu afrekum þeirra í
gær og buðu syrgjendum sætt kaffi
og sætindi.
Yasser Arafat lýsti yfir neyðar-
ástandi á sjálfstjórnarsvæðum
araba. Lögreglusveitir Palestínu-
araba vora í viðbragðsstöðu í út-
jaðri svæðanna þar sem menn ótt-
uðust hefndaraðgerðir af hálfu ísra-
elsmanna. Kaupmenn birgðu sig
síðan upp af nauðsynjavöru af ótta
við efnahagslegar refsiaðgerðir.
Pólitískir leiðtogar Hamas til-
kynntu að þeir hefðu farið þess á
leit við hernaðararm hreyfingarinn-
ar að bundinn yrði endi á sjálfs-
morðstilræðin. Þeir vöruðu ísraels-
menn við glæpum gegn Palestínu-
mönnum og meðlimum Hamas og
Jihad. Slíkt gerði viðleitni þeirra til
að stöðva sjálfsmorðstilræðin að
engu.
Kröfðust afsagnar
Peresar
Fjöldi mótmælenda safnaðist
saman fyrir utan forsætisráðuneyti
ísraels í gærkvöldi og krafðist af-
sagnar Peresar. Var kallað „Peres
er svikari". Líktust mótmælin þeim
sem urðu áður en Itzhak Rabin var
myrtur af andstæðingi friðarsamn-
inga við Palestínumenn fyrr í vetur.
Tilræðið í gær var fordæmt um
allan heim. Bill Clinton Bandaríkja-
forseti sagði að hryðjuverkaöflin
mundu ekki hafa sigur. Bob Dole,
öldungardeildarþingmaður og
mögulegt forsetaefni repúblikana,
sagði litlar líkur á frekari fjárstuðn-
ingi Bandaríkjamanna til sjálf-
stjórnarsvæðanna nema Arafat
beitti sér af alvöru gegn hryðjuverk-
um.
Sendiherra ísraels í Bandaríkjun-
um fullyrti í gær að herská öfl inn-
an PLO söfnuðu enn fé vestra þrátt
fyrir bann við fjárstuðningi til aðila
sem eyðilagt gætu friðarumleitanir
fyrir botni Miðjarðarhafs. Reuter
Leitin að nýrri rlkis-
stjórn á Spáni hafin
José Maria Aznar, sem væntan-
lega verður næsti forsætisráðherra
Spánar, hófst handa þegar í gær að
leita að samstarfsflokkum til að
mynda nýja ríkisstjórn eftir að Þjóð-
arflokkur hans sigraði í þingkosn-
ingunum um helgina, án þess þó að
fá hreinan meirihluta.
Fagnaðarlætin yfir að hafa bund-
ið enda á 13 ára valdatíma sósíalista
voru vart þögnuð þegar Aznar var
farinn að ræða við leiðtoga lítilla
héraðsflokka um samstarf.
íhaldsmenn fengu 156 þingmenn
af 350 í spænska þinginu, mun færri
en þeim hafði verið spáð fyrir kosn-
ingarnar, og þurfa því stuðning
minnst tuttugu þingmanna til við-
bótar til að geta stjómað.
Felipe Gonzalez, fráfarandi for-
sætisráðherra, sagði fréttamönnum
í gær að Aznar ætti erfitt verk fyrir
höndum en það væri ekki óyfirstíg-
anlegt.
Þjóðarflokkurinn hefur aldrei set-
ið í stjóm áður en Aznar sagðist
bjartsýnn á að hægt yrði að mynda
styrka nýja stjórn. „Ég veit ekki
hver niðurstaðan verður en ég tel
að við getum fundið forskrift að
góðri ríkisstjóm fyrir Spán,“ sagði
Aznar.
íhaldsmenn eiga fáa aðra úrkosti
en að leita eftir samkomulagi við
flokk Katalóníumanna og leiðtoga
hans, Jorges Pujols, sem hélt lífinu
i ríkisstjórn Gonzalezar eftir að hún
missti þingmeirihluta sinn í kosn-
ingunum 1993. Með stuðningi 16
þingmanna úr flokki Pujols og fjög-
urra til viðbótar úr Kanaríeyja-
flokknum hefði Aznar rétt nóg fylgi
til að standast vantraust. Litlu hér-
aðsflokkamir hafa þó alltaf litið
íhaldsmenn hornauga vegna and-
stöðu hinna síðarnefndu við að losa
um miðstjórnarvaldið.
Stjórnarmyndunarviðræður gætu
tekið allt að tvo mánuði eftir að Jó-
hann Karl konungur felur Aznar
formlega að mynda nýja stjóm sem
leiðtoga stærsta flokksins á þingi.
Reuter