Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 17
LlV ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996
Qlveran „
Flestar baunir þarf aö leggja
í bleyti í u.þ.b. 10 klst. áður en
þær eru soðnar. Fyrir Y> kg af
baunum þarf 1Y> lítra af vatni.
Yfirleitt tvöfaldast baunirnar
að umfangi á meðan þær liggja
i bleyti. Þetta er gert .til að
stytta suðutíma þeirra og auka
gæði. Þær ætti ávallt að þvo vel
áður og hreinsa burt hugsan-
lega smásteina. Heppilegt er að
sjóða stóra skammta í einu því
baunimar má auðveldlega
frysta og þær geymast í marga
daga í ísskáp.
Hver og einn þarf að finna út fyrir sig hvaö hann
vill láta ofan í sig en mér finnst fólk ekkert endi-
lega þurfa að borða eintómt heOsufæði. Ég lít
fyrst og fremst á þetta sem afskaplega góðan val-
kost,“ segir Sólveig.
.11 1.1 ,11 .. 1B op.W«m j.I i rl.Il l.
„Ég held að enginn annar staður í heiminum
sérhæfi sig í mat sem laus er við sykur, ger og
hvítt hveiti. Þetta byrjaði með ótal námskeiðum
fyrir fólk með sveppaóþol og þolir því ekki áður-
nefnd hráefni. Eftir að það gafst oft á tíöum upp
við að leita uppi matvöru án þessara efna í versl-
unum og kom aftur til okkar í leit að ráðum sáum
við að markaður væri fyrir stað af þessu tagi,“
segir Sólveig Eríksdóttir en hún, ásamt Hjördísi
Gísladóttur, rekur veitingastaðinn Grænan kost
á Skólavörðustíg.
Sólveig segir matseðilinn vera settan saman af
grænmetis- og baunaréttum og meðalverðið sé
375 krónur fyrir manninn. Einnig sé hægt að fá
stóran skammt fyrir á milli 600 og 700 kr. en þá
geti fólk borðað eins og því sýnist.
Sumir hafa það á móti baun-
um að þær mynda gas eða
þembu í maganum. Þetta er
hægt að fyrirbyggja með því að
setja bita af KOMBU í vatnið
þegar þær eru soðnar. Fyrir 1
kg af blautum baunum þarf 3-4
1 af vatni. Látið suðuna koma
upp og sjóðið í 10 mín. við lág-
an hita. Skiptið um vatn, látið
suöuna koma upp og sjóðið í 45
mín. til 2 klst. eftir því hvaða
baunir verið er að matreiða.
Ekki setja salt í fyrr en u.þ.b. 15
Sólveig segir ekki erfitt að búa þennan mat til
en fólk þurfi að læra á hráefnið til þess að auð-
velda sér matreiðsluna.
„Þú uppgötvar allt í einu að þú ert haldin
þessu sveppaóþoli og þá er það allt í einu farið að
taki þig klukkutíma að kaupa inn, nokkuð sem
tók þig tíu mínútur áður. Nú þarftu að fara að
lesa aftan á allar umbúðir og það tekur tíma.
Hingað koma bókstaflega allir, þverskurðurinn
af þjóðinni, og þetta hefur verið mjög gaman ,
Engir fordómar
„Sjálf hef ég verið á grænmetisfæði í 16 ár og í
6 ár hef ég aðeins borðað þetta tiltekna fæði, þ.e.
án sykurs, gers og hvíts hveitis. Ég finn ekki
fyrir fordómum gagnvart þessum mat
enda sannar hann sig sjálfur ef fólk
fæst til að bragða á honum. Hér
< N, áður var alltaf litiö á þetta sem
\ hollt en vont en nú er þetta
matur.
mjög bragðgóður
Baunir eru auðugar af eggja-
hvítu, kolvetnum og steinefn-
um, auk þess sem þær inni-
halda mikið af vítamínum. f
þeim löndum sem baunir eru
stór hluti fæðunnar er algengt
að nota þær með komi. Réttir
sem samanstanda af linsum og
byggi, maís og nýrnabaunum
eða hrísgrjónum og azukibaun-
um em þekktir víða um heim.
Nútíma næringarrannsóknir
hafa leitt í ljós að slíkar sam-
setningar gefa framúrskarandi
eggjahvítu því að komið inni-
heldur þær amínósýrur sem
skortir í baunirnar og öfugt.
Baunir má annars borða á allan
hátt, meö grænmeti, núðlum, í
súpum, og sósum og með kjöti
og fiskí.
Baunir þykja herramannsmatur
og hjá Sólveigu Eiríksdóttur á
Grænum kosti fékk Tilveran upp-
skriftir að kjúklingabauna-strogan-
offt, nanbrauöi og agúrkusalati. í
kjúklingaréttinn fer eftirfarandi:
2 msk. ólífuolía
1 laukur, í sneiðum
eggaldin, í litlum bitum
2% bolli soðnar kjúklingabaunir
4 msk. grænmetissoö eða vatn
y2 tsk. múskat
1 tsk. salt
y4 tsk. sinnepsduft
2 tsk. sítrónusafi
% bolli AB-mjólk
300 g heilhveitinúðlur
Græn- \
metinu \
er blandað \
saman í \
skál, dress-
ingin hrærð \
saman í mixara og
hellt yfir.
-sv
450 g héilhveiti
1 tsk. salt
4 dl AB-mjólk
olía
Þurrefnunum er blandað saman í
skál, olíunni hellt út í og blandað
vel saman við. AB-mjólkinni er þá
bætt viö og allt hnoðað vel saman
(u.þ.b. 5 mín. í hrærivél). Látið
standa á volgum stað í 1)4-2 klst.
Skiptið því næst brauðinu í 9 hluta
og mótið brauð, u.þ.b. 10 sm í þver-
mál og % sm þykkt. Bakið við
250-300° C í 4-5 mín. Sprautið
brauðin með vatni og pakkið inn í
rakt stykki svo þau mýkist.
Olían er hituð og laukurinn og eg-
galdinið mýkt þar í. Kjúklinga-
baunum, grænmetissoði —
(vatni), múskati, salti,
sinnepsdufti og
sítrónusafa bætt /
út á. Suðan er /
látin koma upp . I
og soðið í 10 mín. I
við vægan hita. \
Sjóðið núðlurnar í \ Æ, — Jg
10-15 mín. Setjið n. 'SmUm
AB-mjólkina út í rétt-
inn og hafið á lægsta hita,
hrærið stöðugt í.
Rétturinn á ekki að sjóða en hitna
vel í gegn.
Þetta er borið fram með núðlum,
salati og nanbrauði.
í upplýsingunum um baun-
irnar, sem Tilveran fékk frá
Heilsuhúsinu 1 Kringlunni, eru
tilteknar 16 tegundir af baun-
um. Þetta eru aduki baunir,
augnbaunir, bóndabaunir,
brúnar baunir, flagolet baunir,
gular heilbaunir, hvítar baunir,
kjúklingabaunir, linsubaunir,
mungbaunir, nýrnabaunir, pin-
tobabaunir, rose cocoa baunir,
skarlett runner baunir, smjör-
baunir og sojabaunir. Upplýs-
ingar um innihald, með hverju
best sé að nota þær og suðu-
tíma fást í Heilsuhúsinu.
-sv
4 bollar agúrkur, í
sneiðum
3 bollar tómatar,
í bátum
1 bolli sellerí-
stönglar, í bitum
y2 steinselja, söxuð
Einfaldlega fullkominn
TITAN
TITANehf.
Lágmúla 7
108 Reykjavík
Sími 581 4077
./ Fax 581 3977
Dressing
1 dl AB-mjólk
3 msk. sítrónusafi
y2 tsk. salt
y8 tsk. cayenne
2 msk. ólífuolía
SYNING 1.- 5. MARS
Opið frá 10:00 - 17:00
•Gildir frá 1.- 5. mars 1996 á staöfestum pöntunum.