Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1996 tilveran Fíkniefni eru ekki töff Forvarnardagar í Fellunum: Vímulausir vinir eru vinir Krakkarnir létu hugmyndaflugið ráða í fatahönnunarsmiðjunni. Þeir fundu gamlan fatnað heima hjá sér í skápum og geymslum. Fötin öðluðust í flestum tilvikum nýjan tilgang og hægt var að nota þau á ný eftir þær breytingar sem þau gengu í gegnum í smiðjunni. DV-myndir GS Hægt að hafa annað að gera en rugla Fíkniefni, nei „Mér finnst þetta búið að vera mjög upplífgandi fyrir okkur krakk- ana. Við losnum aðeins frá lær- dómnum og tökum þátt í að skapa eitthvað," segir Sigurður Andrés Sigurðsson í tíunda bekk Fella- skóla. Sigurður valdi leiklist- arsmiðjuna. Sigurður hefur tekið þátt í að æfa leikrit sem fjallar um fikniefna- neyslu. Hann segir að þesái tími sé búinn að vera mjög skemmtilegur en það hafi samt vantað fleiri stráka í verkefnið. „Min afstaða til fíkniefna er Nei takk. Mér finnst búið að fjalla svo mikið um fíkniefni í blöðum að suma krakka er hálfpartinn farið að langa að prófa. Sumir leiðast út í fikniefnaneyslu vegna umfjöllunar í blöðum og sjónvarpi. Ég held að svona mikil umfjöllun hafi öfug áhrif,“ segir Sigurður. Sigurður segir áhrifaríkara að fyrrum fiklar, sem búnir eru að missa skammtímaminnið, segi frá takk lífi sínu. Unglingarnir taki ekki jafn mikið mark á fyrirlestrum fólks sem lært hafi um dópið af bókum. „Nokkrir sem ég þekki hafa próf- að fíkniefni. Sumir, sem hafa próf- að, eru svo sannfærandi í því að segja öðrum frá því að fíkniefnin hafi engin áhrif fyrstu árin. Eitt leiðir af öðru og ég segi nei takk. Ég hitti einu sinni stelpu sem var búin að missa skammtímaminnið þannig að ég veit hvað þetta gerir,“ segir Sigurður. -em „Ég hef verið að vinna í slagorðasmiðjunni og tekið þátt í að smíða nokk- ur slagorð," segir Ágúst Jón Óskarsson í áttunda bekk Fellaskóla. Hann seg- ir að vinnan í þemavikunni sé miklu skemmtilegri en hann bjóst við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að teikna og mála. Ég teiknaði til dæmis mariju- anaplöntu og setti x yfir hana. ^ Þetta verkefni hefur haft áhrif á afstööu mína til fíkniefna. Mér finnst ekki , töff að neyta fikniefna heldur er það frekar hallæris- legt. Ég veit ekki hvað vinum mín- um finnst því við tölum ekki um fikniefni. Við spáum ekkert í þetta og ég þekki engan sem neytir íikniefna," segir Ágúst. -em $Oft X Hp 3 fR m r i raun „Smiðjurnar byggjast upp á því að styrkja krakkana sjálfa. Þeir eru að gera eitthvað sem þeim finnst gaman og þeir þora. Ég held að með svona vinnu séum viö að vinna með viðhorf gagnvart neyslu fikniefna. Krökkunum er bent á að hægt sé að leggja lífið í rúst með fíkniefna- neyslu," segir Linda Udengárd, for- stöðukona Fellahellis, við DV. Fjórtán smiðjur DV heimsótti Fellahelli og Fella- skóla í síðustu viku en þar stóöu yfir forvamardagar gegn fikniefn- um alla síðustu viku. Fyrstu tvo dagana voru settar upp fjórtán smiðjur og gátu krakkarnir valið á milli leiklistar, dans, leirlistar, myndlistar, trésmiði, járnsmíði, hugmyndafórðunar, ritgerða-, ljóða- og smásagnasmíði, slagorðasmíði, ljósmyndunar, myndbandagerðar, fatahönnunar, söng- og tónlistar og blaðaútgáfu. Á mánudag var einnig rætt við foreldra um forvarnir á vegum foreldrafélags Fellaskóla. Fræðsludagur Miðvikudagurinn var fræðsludag- ur. Þar voru haldnir fyrirlestrar um karla og ofbeldi, Kvennaathvarfið, skyndihjálp og að síðustu var sýnd kvikmyndiri Dýragarösbörn. Á fimmtudag var hægt að velja á milli ýmissa íþróttaiðkana og á föstudag var afrakstur smiðjanna sýndur. „Krakkarnir hafa búið til skemmtileg slagorð í slagorðasmiðj- unni okkar: Vímulausir vinir eru vinir í raun. Fylltu heilann af fróö- leik, ekki fíkniefnum. Áfengi drepur heilann, skemmtum okkur án þess. Heilsan skiptir máli, neytum ekki vímuefna. Það er engin spurning að hægt er að nota þessi slagorð í öðru „Ég valdi mér danssmiðjuna en það kom kántrídansari til þess að leiðbeina okkur. Við erum einnig búin að búa til hópdans sem við ætlum að sýna,“ segir Birna Krist- ín Jónsdóttir í níunda bekk Fella- skóla. Á fóstudag var afrakstur smiðj- anna sýndur gestum og gangandi. Þar var af nógu að taka, nemendur dönsuðu og léku fyrir gesti og allt annað sem gert hafði verið í vik- unni var einnig sýnt. „Mér finnst þetta mjög gaman og vikan er búin að vera skemmtileg. Dansinn sýnir okkur að hægt er að hafa eitthvað annað fyrir stafni en að leiðast út í fikniefni og rugl. Mér og vinum mínum finnst það algert rugl að ánetjast fikniefnum. Ég kannast samt við nokkra sem hafa prófað,“ segir Birna Kristín. einnig fyrir smiðju fyrir foreldra og þeir eru mjög ánægðir með þetta framtak. Krakkarnir eru bestu gagnrýnendurnir; þeir eru ánægðir og við eigum erfitt með að reka þá út úr smiðjunum," segir Linda. „Krakkarnir koma inn í smiðjurnar vegna þess að þá langar til þess. Þarna gefst færi á að vinna með þeim á allt öðrum nótum held- ur en inni í skólastofunni. Smiðj- urnar sýna að það er hægt að gera eitthvað annað en vera í ruglinu," segir Linda. -em Ráttu megin í lífinu Eitt slagorð verður prentað á bol og auglýsir sig því sjálft. Linda ir aö ekki megi gleymast að flestir unglingar eru heilbrigðir og láta sér ekki detta í huga að neyta fikniefna. Það hefur gleymst í umfjölluninni. Hún segist ekki sjá neina forfallna unglinga í fikniefnaneyslu því að þeir komi ekki í Fellahelli heldur sæki í ann- að umhverfi. „Samstarfið við skólann gefur okkur þann möguleika að ná til miklu fleiri krakka. Við höfum ekki orðið vör við fikniefnaneyslu á aldr- inum 13-15 ára. Foreldrafélagið stóð samhengi," segir Linda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.