Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 J3'V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mælt með auðmannafæði Holur hljómur er í góðviljaðri herferð nokkurra sam- taka og stofnana fyrir aukinni neyzlu grænmetis. Fyrir- staðan er nefnilega ekki lengur óbeit almennings á grænmeti, heldur ofurtollar stjórnmálaflokkanna, sem halda fólki frá neyzlu þessa nauðsynlega fæðuflokks. Tollaheimildum landbúnaðarráðuneytisins hefur ver- ið beitt til hins ýtrasta af ráðherrunum Halldóri Blöndal og Guðmundi Bjarnasyni, sem telja sig vera í vinnu hjá þröngum sérhagsmunum og víla ekki fyrir sér að ráðast gegn heilsufari allrar þjóðarinnar í því skyni. Tollarnir koma harðast niður á vandaðri grænmetis- framleiðslu, sem er tiltölulega dýr í innkaupi, þótt hún sé á því stigi ódýrari en ýmsir aðrir fæðuflokkar, sem við notum of mikið af. Verðtollurinn leggst á innkaups- verðið og hækkar vöruna út fyrir allan þjófabálk. Lífrænt ræktað grænmeti er sá hluti þessa mikilvæga fæðuflokks, sem líklegast er, að sé laus við ýmis aukefni, sem allt of mikið eru notuð sums staðar í erlendum land- búnaði. í verzlunum hér á landi er kílóverð lífræns grænmetis á bilinu frá 500 i 1000 krónur. Almenningur telur sig ekki hafa ráð á að kaupa holl- ustuvöru á þessu verði. Því má vinsamlega benda hinum góðviljuðu samtökum og stofnunum á að snúa sér til stjórnmálaflokka þjóðarinnar, hinna raunverulegu ábyrgðaraðila rangs mataræðis þjóðarinnar. Afleiðing verðstefnunnar, sem áður var rekin af Hall- dóri Blöndal og nú af Guðmundi Bjarnasyni, er sú, að nærri eingöngu er flutt inn allra ódýrasta grænmetið, það sem ræktað er með mestri notkun vaxtaraukandi aukefna. Þetta óholla grænmeti fyllir búðirnar. Það er ábyrðgarhluti góðviljaðra samtaka og stofnana að hvetja til neyzlu á vöru, sem verður til með gífurlegri notkun eiturefna af ýmsu tagi. Miklu nær væri fyrir þessa aðila að beita áhrifamætti sínum til lækkunar verðs á hollu grænmeti úr eðlilegri ræktun, helzt líf- rænni. Góðviljaða fólkið, sem skrifað hefur greinar í blöð um nauðsyn þess, að við aukum grænmetisneyzlu okkar upp í svonefnda fimm skammta á dag, virðist búa við veru- leika, sem peningalítill almenningur þekkir ekki, eða þá að það lítur framhjá misjafnri hollustu grænmetis. Þegar verð venjulegrar papriku fer yfir 1000 krónur á kílóið og eðlilega ræktaðrar papriku enn hærra, er miklu nær fyrir þetta góðviljaða fólk að fara í mótmæla- göngur, mótmælasetur og mótmælaskrif gegn glæpaiðju landbúnaðarráðuneytisins og stjórnmálaflokkanna allra. Með því að stýra neyzlu almennings annars vegar frá vönduðu grænmeti til óvandaðs grænmetis og hins veg- ar frá grænmeti til ofnotaðra fæðutegunda eru ráðuneyt- ið og flokkamir að skaða heilsu þjóðarinnar. Verðstýr- ing yfirvalda er ekkert annað en glæpur gegn þjóðinni. Afleiðing skelfilegrar verðstefnu er, að við borðum lakara grænmeti og minna af grænmeti en nokkur önn- ur þjóð á Vesturlöndum og erum lengst þessara þjóða frá því að ná þeirri hlutdeild grænmetis, sem mælt er með af hálfu fjölþjóðlegra heilbrigðisstofnana. í þessari stöðu væri skynsamlegast, að áhugasamtök um heilsufar tækju saman höndum við áhugasamtök um efnahag fólks, svo sem neytendasamtök, um að beina þrýstingi sínum að þjóðhættulegum stjórnmálaflokkum, þingmönnum þeirra, ráðherrum og embættismönnum. Herferð áhugasamtakanna er ekki raunhæf, meðan hún lætur í friði hina raunverulegu orsakavalda, sem hafa gert hollustuvöru að auðmannafæði. Jónas Kristjánsson Kosning forsætisráðherra jók óvissuna Kjör 120 þingmanna á Knesset, löggjafarsamkomu ísraels, fer fram eftir ströngustu hlutalls- reglu. Flokkur þarf ekki nema einn og einn fjórða af hundraði at- kvæða til að fá mann kjörinn. Af hefur hlotist mikill flokkafjöldi sem gert hefur stjórnarmyndanir langdregnar og ýtt undir skað- vænleg hrossakaup þegar stóru flokkarnir keppa um liðsinni hinna smærri til að koma saman þingmeirihluta. í von um að greiða fyrir skil- virkari stjórnarmyndunum var ákveðið að taka upp sérstakt þjóð- kjör forsætisráðherraefnis sam- fara þingkosningum. Sú breyting kom í fyrsta skipti til fram- kvæmda í kosningunum á mið- vikudag. Ekki eru horfur á að þessi frum- raun forsætisráðherrakjörs beri þann árangur sem að var stefnt. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar er atkvæðamunur forsætisráðherraefna svo naumur að bíða verður eftir talningu utan- kjörfundaratkvæða til að úrslit séu ótvíræð. Hins vegar hafa stóru flokkarnir, sem tefla fram forsæt- isráöherraefnum, báðir tapað þingsætum en smáflokkar eflst og þeim Qölgað. Benjamin Netanjahu, merkis- beri Likudbandalags hægri flokka, hafði þegar síðast fréttist rúm 20.000 atkvæði umfram Shimon Peres, forsætisráðherra og foringja Verkamannaflokksins, í forsætisráðherrakosningunni. Og Likud virðist aðeins hafa hreppt 31 þingsæti, rúman helm- ing þess þingstyrks sem þarf til að mynda meirihlutastjórn. Gert er ráð fyrir að meirihluti Netanjahu vaxi frekar en rýrni við talningu utankjörfundarat- kvæða. Gangi það eftir hefur hann hálfan annan mánuð til að koma saman samsteypustjórn. Eðlilegt er að forusta Likud snúi sér fyrst til flokka strangtrú- aðra gyðinga, en þeir eru innbyrð- is sundurþykkir og keppa sín í milli um ijárveitingar til trúar- skóla og annarrar safnaðarstarf- semi. Þar að auki nægir þing- styrkur þeirra ekki til að mynda þingmeirihluta með Likud. Því þykir sýnt að Netanjahu snúi sér jafnframt til nýs flokks innflytjenda frá fyrrum Sovétríkj- um sem horfur eru á að komi að sjö þingmönnum. Sá flokkur er óskrifað blað í ísraelskum stjórn- málum og ríkir óvissa um afstöðu hans til þess máls sem einkum skilur að Likud og Verkamanna- flokkinn, fiðargerðar við Palest- ínumenn og arabaríki. Peres og menn hans börðust fyrir umboði til að halda áfram friðarferlinu sem hófst með Ósló- arsamkomulaginu við Frelsissam- tök Palestíumanna. Netanjahu dró Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson í kosningabaráttunni verulega úr andstöðu Likud við þá áfanga sem þegar hafa náðst, svo sem sjálf- stjórn Palestínumanna á takmörk- uðum svæðum og friðarsamning við Jórdan en hamraði því meira á að hér eftir yrði ísraelskum ör- yggishagsmunum fylgt fastar eftir en Peres hafði gert. Likud aftekur að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna, hvað þá heldur að þeir fái nokkra hlutdeild i Jerúsalem. Flokkurinn útilokar að skila Golanhæðum til Sýrlands. Þá áskilur hann sér rétt til að hefja á ný landnám gyðinga á herteknum svæðum. Óvíst er hve mikils fylgis þessi stefnumál Likud hvert um sig njóta hjá þeim meirihluta sem virðist hafa myndast um að fela Netanjahu stjórnarforustu. Það sem einkum aflaði honum fylgis var almenn skirskotun til öryggis- sjónarmiða í kjölfar sprengjutil- ræða palestínskra andstæðinga friðargerðar sem urðu sex tugum ísraelskra vegfarenda að bana á útmánuðum í vetur. Shimon Peres hefur tekið þátt í ísraelskum stjórnmálum frá stofn- un ríkisins og hann er ekki líkleg- ur til að sitja auðum höndum meðan keppinauturinn reynir að koma saman þingmeirihluta. Líði hálfur annar mánuður án þess að Netanjahu takist það færist stjórn- armyndunarumboðið að öllu öðru óbreyttu til foringja Verkamanna- flokksins. Óvissan í ísraelskum stjórnmál- um hefur því ágerst fremur en eyðst við fyrstu kosningar þar sem kjósendur velja sér forsætis- ráðherraefni í beinni kosningu. Og fráhvarf frá friðargerðarstefnu fyrri stjórnar getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar, með áhrifum sem kann að gæta langt út fyrir löndin sem i hlut eiga. Benjamin Netanjahu, merkisberi Likudbandalags hægri flokka, hafði betur í keppninni við Shimon Peres, forsætisráðherra og foringja Verka- mannaflokksins, í forsætisráðherrakosningunni. skoðanir annarra I Embættismenn klúðra „Ný skýrsla, sem Jyllands-Posten skýrði frá í | gær, afhjúpar hvemig Danir hafa klúðrað of mörg- j um málum innan Evrópusambandsins af því að I embættismenn eru of illa undirbúnir fyrir verkefn- | in. Þetta misræmi er afleiðing menntunarinnar sem menn fá í háskólum og æðri menntastofnunum. Það kemur einnig til af því að embættismennirnir hafa : ekki sett sig nægilega vel inn í leikreglur ESB sem I gerir þeim erfitt um vik að fá sitt fram við samn- j ingaboröið." Úr forustugrein Jyllands-Posten 29. maí. Margt hangir á spýtunni „Það er ástæða til að vona að þetta vopnahlé (í I Tsjetsjeníu) kunni að verða langvarandi. Jeltsín I samþykkti í fyrsta sinn að hitta leiðtoga Tsjetsjena ; augliti til auglitis. Jandarbijev ferðaðist til Kremlar • til að komast að samkomulagi. Orðstír beggja manna veltur á samningi þessum. En það er líka fleira sem hangir á spýtunni fyrir Jeltsín: Mögu- leikar hans á að ná endurkjöri þann 16. júní. Hann hafði viðurkennt að litlar líkur væru á aö hann gæti sigrað frambjóðanda kommúnista ef stríðið geisaði enn á kjördag." Úr forustugrein Washington Post 30. maí. Clinton ekki ákærður „Talsmenn Hvíta hússins hafa haldið því fram í marga mánuði að jafnvel sektardómar (í Whitewa- ter-málinu) eins og þeir sem féllu á þriðjudag gætu ekki bendlað Clinton forseta við ólöglegt athæfi. Enn er hægt að fullyrða það. Saksóknarinn gerði það lýðum ljóst að forsetinn væri ekki ákærður fyr- ir eitt né neitt.“ Úr forustugrein New York Times 30. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.