Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 DV Dagurinn byrjaði með úrhellis- rigningu og austanstrekkingi uppi í Lækjarbotnum, hér rétt austan Reykjavíkur, þar sem við hjónin búum nú í litlum sumarbústað. Fyrsta verkið var að laga morgun- kafíið og elda hafragraut en hann finnst mér ómissandi hluti morg- unverðarins. Þrátt fyrir rigning- una brá ég mér út til að líta yfir af- reksverk helgarinnar. Hvítasunnu- helginni hafði sem sagt verið varið með fjölskyldunni við að planta öspum, runnum og reyndar þrem- ur góðum grenitrjám (gjöf frá ná- grannanum). Auk þess skutumst við austur í Gunnarsholt í yndis- legu veðri til að sækja þangað fræ- poka sem við kaupum frá Land- græðslu ríkisins um þetta leyti á hverju vori. Fræinu er svo dreift ásamt áburði um bera mela sem eru viðs vegar í Lækjarbotnum. Enda þótt föstudagurinn sæti í mér á leiðinni i vinnuna í morgun var það óneitanlega mikill léttir og breyting frá því sem verið hefur að þurfa ekki að einbeita allri starfs- orkunni að þvi að koma ástands- skýrslunni út á réttum tíma. Nú yrði breyting á því, í dag ætlaði ég eitt ár. Auðvelt var að hafa uppi á Guðmundi sem nú dvelur i Genf og fá jáyrði hans fyrir því að taka þátt í þessari ráðstefnu um stjórn fiskveiða og halda þar erindi. Enn setið við símann Eftir hádegi hringdi maður til min sem taldi sig geta útvegað okkur nýlegt rannsóknarskip á góðu verði og er slíkum hringing- um auðvitað tekið með þökkum. Enn var hringt og nú frá Aften- posten í Ósló. Þá þurfti að undir- búa fund í sjávarútvegsráðuneyt- inu um karfa og grálúðu. Fundur- inn var haldinn með fulltrúum sjó- manna, útvegsmanna og far- manna, vegna viðræðna við Græn- lendinga og Færeyinga síðar í þessari viku um nýtingu og skipt- ingu sameiginlegra fískistofna, einkum grálúðu og karfa. Sérfræð- ingar Hafrannsóknastofnunar höfðu undirbúið fundinn mjög vel og gekk hann því að óskum og honum lauk kl. 16.30. Þá lágu fyrir skilaboð frá Alþingi um að mæta í sjávarútvegsnefnd kl. 8.15 á mið- vikudagsmorgun og tíminn fram Dagur í lífi Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar: Síldarritgerðin sem sat á hakanum að byrja á nýrri síldarritgerð. Það fór þó á annan veg. Því segja má að morgunninn hafi verið morgunn símhringinga. Fyrstur hringdi Hjálmar Vilhjálmsson utan af sjó en hann hefur eins og menn vita verið við síldarrannsóknir á haf- svæðinu austur af landinu að und- anförnu, hefur sent mörg skemmti- leg skeyti um dreifingu síldarinn- ar sem ýmist byrja: „Nú erum við síldarkóngar" eða „Nú er gaman að lifa“, því hann hefur fundið slík firn af síld að hann tæpir varla tá á dekkiö á Árna Friðrikssyni. Næsta málefni sem kom inn á skrifstofuna var hugsanlegur rannsóknarleiðangur í samvinnu við Breiðfirðinga um ástand rækjustofnsins í Kolluál og virtust einhverjar vöflur á fólki um sam- vinnu Hafrannsóknastofnunarinn- ar og Breiðfirðinga en þegar leið á daginn greiddist úr þeim flóka og það var gengið frá því að leiðang- urinn hefjist strax eftir sjómanna- dag með góðu samþykki allra sem þar eiga hlut að máli. Þá hringdi blaðamaður DV og fyrir honum beið ég herfilegan ósigur þar sem hann þvingaði fram loforð um að ég skyldi segja frá einum degi í starfinu. Næst hringdi vinur minn í Grindavík. Eftir gott spjall um síldargöngurnar fyrr og nú kom hann með þarflega gagnrýni og ábendingar í tengslum við rækju- veiðar við Eldey. Það mál var far- sællega til lykta leitt. Þá kom hringing frá Fiskistofu vegna sýnatöku á eitruðum þörungum. Útibússtjórinn á ísafirði bjargaði því vandamáli. Og svona hélt þetta áfram ein afgreiðsla eftir aðra, engu frestað. Eitt síðasta símtalið fyrir hádegi kom þegar starfsbróðir minn í Noregi, 0vind Ulltang, hringdi en hann studdi okkur mjög dyggilega á tímum þorskastríðsins fyrir 20 árum og mér hefur alltaf fúndist ég standa í þakkarskuld við hann. 0vind var að reyna að ná í Guð- mund Eiríksson til að fá hann til að halda erindi á stórri ráðstefnu sem haldin verður í Bergen eftir til kl. 17.30 var nýttur til undirbún- ings. Sem sagt engin sUdarritgerð. Ég rétt slapp í leikfimitíma hjá endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga kl. 17.30. Kom endurnærður heim kl. 19 eftir æsi- spennandi blakæfingu. Enn hringdi Hjálmar og nú vegna upp- hafs loðnuvertiðar. Stax að máltíð lokinni fórum við hjónin á sögulegan aðalsafnaðar- fund Langholtskirkju sem lauk ekki fyrr en eftir miðnætti. PP Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Davíð Þórisson Þorfinnsgötu 4 101 Reykjavík 2. Nína Sveinsdóttir Bólstaðarhlíð 42 105 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni tU hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni tU hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimUisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavik. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bönd-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rUi og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fiimm breytingar? 361 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.