Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1996 'k 22 ’ . k érstæð sakamál Fermingarmynd af Ritu (t.h.) og tvíburasystur hennar, en þær þóttu „engla- börn“. Alexander Baumer var langferða- bílstjóri í litla bænum Tieseldorf, nærri Salzburg í Austurríki. Þar þekkti hann næstum hvert manns- barn en flestir voru borgarbúarnir orðnir þreyttir á að hlusta á hann. Meginumræðuefnið var alltaf það sama þessa dagana, vandamálið sem komið hafði upp í hjónabandi hans. Um tuttugu ára skeið hafði hann verið kvæntur Ritu en nú hafði hún greinilega fengið nóg af sambúðinni því hún hafði vísað honum af heimilinu. Þetta fékk mik- ið á Alexander og það var sama hvort hann var á gangi á götu, i stórversluninni eöa á kránni, alltaf var umræðuefnið það sama, upp- lausn hjónabandsins. Margir voru því orðnir langþreyttir á honum og sumir töldu hann minni mann fyrir að vera sífellt að tönnlast á þessum vanda. Hótanir Það leyndi sér ekki að Alexander var orðinn þunglyndur. En hver gat lika ekki orðið það af því að hugsa stöðugt um vandamál og íhuga þá einu lausn á því sem segja mátti með næstum fullri vissu að kæmi ekki til greina? Að Rita tæki hann aftur í sátt. „Ef Rita kemur ekki aftur til mín,“ sagði Alexander öðru hverju, „kemur eitthvað hræðilegt fyrir.“ En hann gaf enga frekari skýringu á því. Einhverjum mun þó hafa kom- ið til hugar að hann væri að íhuga sjálfsvíg. Rita hafði vísað manni sínum á dyr. Fæstir vissu nákvæmlega af hverju og þótt Alexander ræddi málið að staðaldri hafði hann aldrei geflð viðhlítandi skýringu á því. Al- menningsálitið var þó á þann veg að konu hans fyndist hann leiðinlegur því margir höfðu lengi saknað kímnigáfu í fari hans. En Rita haföi ekki heldur tjáð sig við aðra en nán- ustu ættingja um ástæður sínar og því voru flestar hugleiðingar um skilnaðarorsökina tilgátur einar. „Vinkona" Tieseldorf er ekki stór bær og því kom það iðulega fyrir að þau Alex- ander og Rita hittust á förnum vegi. Þá reyndi hann að bera sig vel og lét sem hún væri „vinkona" hans og hann „góður vinur hennar". En innra með Alexander gróf um sig mein sem átti eftir að hafa örlaga- ríkar afleiðingar. Þau hjón höfðu átt sér fastakrá sem þau höfðu sótt ásamt ýmsu vinafólki, flestu giftu. Það hélt auð- vitað áfram að sækja krána þrátt fyrir upplausn hjónabands Alexand- ers og Ritu sem sóttu hana enn bæði, en nú hvort í sinu lagi. Það var hins vegar farið að hafa slæm áhrif á fastagestina hve þunglyndis- legt yfirbragð var á Alexander þeg- ar hann var búinn að fá sér neðan í því. Þá var eins og nærvera Ritu á kránni væri honum stöðug áminn- ing um að hún hefði ekki talið hann þess verðugan að búa með honum. Venjulega fór Rita heim á undan honum og þá náði þunglyndið jafn- vel enn sterkari tökum á honum. Hann brást við með því að fá sér meiri bjór en eftir því sem glösin urðu fleiri varð hann þunglyndari. Þótti mörgum sem til sáu að hann væri að sökkva niður í „dimma holu bölsýni", svo notuð séu orð eins kráargestanna. Þungir þankar Kvöld eitt kom Alexander á Húsið sem voðaverkið var unnið í. krána. Að venju hófst barlómurinn og eftir nokkra bjóra sagði hann enn einu sinni: „Ef Rita kemur ekki aftur til mín kemur eithvað hræði- legt fyrir." Gamlir vinir hans, sem sátu nærri litu á hann, höfðu orð á því að það væri víst kominn háttatími og stóðu upp. Þeir treystu sér ekki til að hefja enn einar samræðurnar um hjónabandsvandamálið. Ef til vill hefði áheym þeirra breytt ein- hverju en alls er það þó óvíst, enda líklega orðið of seint að afstýra því sem í vændum var, svo rótgróin sem meinsemdin var orðin. Alexander sat um hríð á tröppum krárinnar eftir að henni var lokað. Svo fór hann heim í íbúð móður sinnar en hjá henni bjó hann þessa dagana. Nokkru eftir fimm um morguninn fór hann út og hélt að húsinu sem hann og Rita höfðu deilt í þau átján ár sem þau höfðu verið gift. Þau áttu tvær dætur, Nicole og Alexöndru, átján og fjórtán ára. Eina skýringin sem nánustu ætt- ingjar höfðu fengið á skilnaðinum hjá Ritu var sú að hún hefði verið orðin þreytt á hjónabandinu, ekki sist vegna tíðra og langra fjarvista Alexanders þegar hann sat undir stýri langferðabíla og myndu þau aldrei geta náð saman á ný. Hún teldi dæturnar vera orðnar það gamlar að skflnaður fengi ekki um of á þær og þar að auki hefði hún ágætt starf og væri því manni sín- um óháð fjárhagslega. Til síðasta fundar Enginn veit nákvæmlega hvað Al- exander hugsaði síðustu stundirnar sem hann sat heima hjá móður sinni þessa nótt en ljóst er þó að þá ákvað hann að gera alvöru úr hótun sinni þvi honum hefur þótt einsýnt að Rita myndi aldrei taka upp þráð- inn með honum aftur. Líklega hefur hugurinn snúist um týnda ham- ingju, skýringar á hjónabandsslit- unum, sem hann hefur annaðhvort ekki skilið eða ekki getað sætt sig við, og dætur sem hann myndi aldrei sjá framar, þótt hann elskaði þær báðar, eins og Ritu. Það voru fáir á ferli á sjötta tím- anum þegar Alexander fór í sína síðustu gönguferð. Hægt og rólega nálgaðist hann húsið sem kona hans fyrrverandi bjó í. Af og til hag- ræddi hann hlut sem hann bar inn- an klæða og án efa hefur hann farið með að minnsta kosti hluta þess sem hann ætlaði sér að segja við konuna sína fyrrverandi áður en hann byndi enda á jarðvistina sem var orðin honum óbærileg. Á Alexander voru að sannast þau vísdómsorð að sá sem tekur ekki á vanda sínum en gerir hann stöðugt að meiri áhrifavaldi í lífl sínu með stöðugri umræðu er að styrkja óvin sem getur að lokum orðið honum að falli...eða jafnvel aldurtila. Loks kom Alexander að húsinu sem hann hafði búið svo lengi í. Hann gekk að dyrunum, hagræddi á ný hlutnum sem hann bar innan- klæða en tók síðan að hringja dyra- bjöllunni af miklum ákafa. Rita vaknaði, eins og fleiri í húsinu, en í fyrstu mun hún ekki hafa ætlað sér að opna. En að lokum hefur hún gef- ist upp fyrir látlausum hringingun- um og þegar hún svaraði í dyrasím- ann heyrði hún hver niðri var. Hún hefur líklega spurt Alexand- er hvað hann vildi en hvorugt þeirra er þó til frásagnar um hvað þeim fór á milli. íbúum í húsinu var þó ljóst að einhver var snemma á ferð og svo heyrðist að útidyrnar voru opnaðar og einhver gekk upp stigann og var hleypt inn í íbúð Ritu. Um hríð heyrðist ekkert úr íbúð- inni en svo tók að berast þaðan mik- ill hávaði. Rita var greinilega að hnakkrífast við einhvern og fór háv- aðinn vaxandi og þar kom að skammaryrðin heyrðust greinilega. Síðan varð ljóst að til átaka var komið. Alls tók þetta um fimm mín- útur en síðan var þögn sem minnti á „logn á undan stormi", eins og einhver í húsinu komst síðar að orði. Og sú samlíking var svo sann- arlega rétt. r Osköpin Allt í einu kvað við mikil spreng- ing í íbúð Ritu. Allt húsið skalf en i sömu andrá þeyttust upp hurðir og glerbrotum rigndi út á götuna og í garðinn. Ljóst var að eitthvað voða- legt hafði gerst. Hringt var á lögregluna og kom hún von bráðar á vettvang. Þegar lögregluþjónarnir höfðu svipast um í hálfónýtri íbúð Ritu gerðu þeir rannsóknarlögreglunni í Salzburg aðvart því þeim fannst verkefnið ekki fyrir smábæjarlögreglu. Rannsóknarlögreglumennirnir sáu von bráðar að handsprengja hafði verið sprengd í íbúðinni og hafði hún banað bæði Ritu og Alex- ander. Viðtöl við íbúa hússins upp- lýstu hver aðdragandi verknaðarins hafði verið og þegar rætt var við móður Alexanders lagði hún fram bréf frá honum en það hafði hann skrifað áður en hann fór að heiman þá um nóttina. í bréfinu, sem var kveðja, lýsir hann því hvernig hann hafi ákveðið að binda enda á líf sitt. Það gerði hann svo með handsprengju sem hann hafði eignast á þeim tíma sem hann gegndi herþjónustu og geymt síðan. Bréfinu, sem er dapurlegt, lýkur með þessum orðum: „Það vill eng- inn hlusta á mig.“ Að gráta örlög sín Viðtöl rannsóknarlögreglumann- anna og athuganir þeirra staðfestu það sem ýmsir höfðu sagt þeim. Að Alexander hefði verið kominn fram á brún þess hengiflugs sem bölsýn- in getur verið og ekki séð neina leið til þess að öðlast lífshamingjuna á ný á eigin vegum. Allt eins líklegt er þó að hann hefði ekki heldur fundið hana þótt Rita hefði tekið hann í sátt á ný. Hann sá enga leið aðra en þá sem hann reyndi að fara, að neita að horfast í augu við staðreyndir og finna lausn sem dygði en sú leið sem hann valdi reyndist ófær. Margir syrgðu örlög hjónanna og dæturnar stóðu uppi foreldralausar. En engu að síður var ýmsum létt því nú voru vandamál langferðabíl- stjórans ekki lengur umræðuefni á kránni sem fólk sækir til þess að létta lund sína og stytta sér stundir í góðum hópi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.