Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 JjV tónlist Topplag Lag Fugees, Ready Or Not, stóð stutt við á toppnum, sat þar aðeins eina viku og er nú kom- ið í annað sætið. Arftaki þess á toppnum er lagiö Lemon Tree með hljómsveitinni Fool’s Gar- den, en það lag er búið að vera 9 vikur á listanum. Hástökkið Hástökk vikunnar á hin bráð- fjöruga hljómsveit Los Del Rio með sitt stórskemmtilega suð- ræna lag, Macarena. Það er búið að vera aðeins tvær vikur á lista, var í 30. sæti í síðustu viku en er nú komið í það níunda. Hæsta nýja lagið Hæsta nýja lag vikunnar, Charity með Skunk Anansi, kemst alla leið í 10. sætið á sinni fyrstu viku og á næsta örugglega eftir að komast ofar á íslenska listanum með sama áframhaldi. Enginn er annars bróðir í leik John Fogerty, sem eitt sinn veitti hljómsveitinni Creedence Clearwater Revival forstöðu, er langt kominn með vinnu aö nýrri plötu og bíða margir spenntir eft- ir útkomunni því plötur frá Fogerty eru afar sjaldséðir grip- ir. En lífið er ekki bara leikur hjá Fogerty þessa dagana því hann á líka í deilum við fyrrum félaga sína í CCR, þá Stu Cook og Doug Clifford sem eru um þessar mundir að troða upp á tónleikum undir nafninu Creedence Cle- arwater Revisited með einhverj- um söngvara sem hamast við að herma eftir John Fogerty. Skilj- anlega finnst Fogerty þetta held- ur klént af gömlum vinum en óvíst er hvort hann getur gripið til neinna aðgerða. Crowded House hætt? Finn-bræðurnir Neil og Tim sem gert hafa garðinn frægan í hljómsveitunum Split Enz og Crowded House eru nú að vinna að plötu undir nafninu Finn Brothers. Ekki er vitað hvort þetta samstarf þeirra bræðra er til langframa og þýðir þá enda- lok Crowded House, en þó er ákveðið að þeir haldi í tónleika- ferð um Bandarikin i kjölfar plöt- unnar sem kemur út nú um miðj- an júní. í boði (jWí'($$///, á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 ÍSLENSKI LISTINN NR. 172 vikuna 1.6. - 1.6. "96 ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA § u. r\ VIKUR Á LISTANUM T 01 n P 4® o 2 2 9 LEMON TREE *• . 1. VIKA NR. 1... FOOL'S GARDEN 2 1 5 4 READY OR NOT FUGEES 3 3 3 6 BREAKFAST AT TIFFANY'S DEEP BLUE SOMETHING 04) 5 10 5 SALVATION CRANBERRIES CD 6 7 6 CAN'T GET YOU OFF MY MIND LENNY KRAVITZ 6 4 1 9 KILLING ME SOFTLY FUGEES G> 13 - 2 THEME FROM MISSION IMPOSSIBLE ADAM CLAYTON & LARRY MULLEN GD 12 26 3 5 O'CLOCK NONCHALANT CD 30 2 MACARENA ... HÁSTÖKK VIKUNNAR ... LOS DEL RIO (íq) 1 CHARITY ... NÝTTÁUSTA - SKUNK ANANSI NÝTT 11 8 9 4 OLD MAN & ME (WHEN I GETTO HEAVEN) HOOTIE & THE BLOWFISH 12 7 14 5 THREE IS A MAGIC NUMBER BLIND MELON 13 10 8 8 1,2,3,4 (SUMPIN' NEW) COOLIO 14 19 _ 2 TONIGHT TONIGHT SMASHING PUMKINS 15 9 12 8 FASTLOVE GEORGE MICHAEL 16 16 18 4 DOIN'IT LL COOL J GD 18 17 5 L'OMBELICO DEL MONDO JOVANOTTI 18 17 16 4 IT'S RAINING MAN WEST END GIRLS 19 11 6 7 BECAUSE YOU LOVED ME CELINE DION (20) 21 - 2 STRANGE WORLD KE 21 14 15 6 RETURN OFTHE MACK MARK MORRISON 22 20 27 3 THE ONLY THING THAT LOOKS GOOD ON ME IS YOU BRYAN ADAMS GD 26 - 2 PRETTY NOOSE SOUNDGARDEN 24 23 23 7 PIU BELLA COSA EROS RAMAZZOTTI (25) NÝTT 1 OOH AAH JUST A LITTLE BIT GINAG 26 15 4 7 I REALLY LOVED HAROLD EMILIANA TORRINI 27 27 29 3 SILENT WINGS TINA TURNER 28 22 25 4 DIZZY SPOON (29) 32 33 4 ALWAYS BE MY BABY MARIA CAREY 30 29 40 3 YOU STILL TOUCH ME STING (31) NÝTT NÝTT 1 JUSTAGIRL NO DOUBT (3D GI) 1 THROW YOUR HANDS UP L.V. ra 37 3 CECILIA SUGGS (§D NÝTT 1 OOHBOY REAL MCCOY GD 40 - 2 NOBODYKNOWS TONY RICH PROJECT (36) 24 11 9 FIRESTARTER PRODIGY 37 33 22 7 SWEET DREAMS LA BOUCHE (38) N Ý TT 1 IN THE MEANTIME SPACEHOG 39 39 _ 2 SLANG DEF LEPPARD 40 25 13 8 STUPID GIRL GARBAGE Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DV í hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaöinu Music & Medij sem er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson Lag með Cobain & Love Nýlega fannst vestur í Seattle áður óþekkt upptaka með þeim hjónakornum Kurt Cobain og Courtney Love. Um er að ræða ílutning þeirra á laginu Asking For It, sem hljómsveit Love, Hole gerði vinsælt 1994. Þessi upptaka rennir stoðum undir þann út- breidda grun að Kurt Cobain hafi aðstoðað konu sína við laga- smíðar og upptökur þó svo hún hafi ætíð þrætt fyrir það. Maður sem þekkir vel til þessara mála heldur því fram að til séu frek- ari upptökur sem sanni að Cobain hafi samið nær öll lög á plötu Hole, Live Through This. Fleiri Jackson málaferli Ekkert lát er á fréttum af Jackson slektinu og málaferlum þess en nú er það Tito Jackson sem höfðað hefur mál gegn kærasta fyrrum konu sinnar. Donald J. Bohana heitir kappinn og er ákærður af Tito Jackson fyrir að hafa átt sök á dauða Delores Jackson sem fannst drukknuð í sundlauginni heima hjá sér 1994. Tito höfðar málið ekki einn heldur eru synir hans og Delores, þeir Tariano, Taryll, og Tito Joe einnig aðilar að ákærunni. Ekki er talið að þeir feðgar ríði feitum hesti frá mál- inu því samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar á dauða Delores á sínum tíma átti Don- ald J. Bohana hvergi sök að máli. Prinsinn og skatturinn Faðirinn verðandi og Prins- inn fyrrverandi er kominn í flók- in málaferli við skattayfirvöld í Minnesota. Málið snýst um eignaskatt af húsakynnum Paisley Park útgáfunnar, en eig- andinn sem eitt sinn kallaði sig Prince telur að eignin sé allt of hátt metin. Mönnum til fróðleiks og frekari skilnings á því hvað um er að tefla, skal upplýst að undanfarin ár hafa verið borgað- ar rúmar 20 milljónir króna ár- lega í eignaskatt af húsnæðinu. -SþS-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.