Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Side 28
28 LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 37 Maríanna Csillag er spennufíkill og hefur tekið þátt í hjálparstarfi viða um heim: í Kabúl í Afganistan voru starfsmenn Rauöa krossins aö þjálfa ófaglært fólk, dýralækna, lögfræöinga og ómenntaö fóik til aö taka viö rekstri sjúkrahússins þar. Þetta fólk hefur nú tekiö við sjúkrahúsinu og koma starfsmenn Rauða krossins þar hvergi nærri í dag. Maríanna er í neöri röö fyrir miöju. „Andlega hliðin var erfiðust. Fyrir fimm árum bjuggu Júgóslavar við svipaðar aðstæður og við íslendingar - sátu með fjarstýringuna fyrir fram- an sjónvarpið á kvöldin og hörmuðu ástandið í Afríku. í dag er margt af þessu fólki í sömu aðstöðu og fólkið í Afriku, búið að missa allt sitt og á ekki neitt. í mörgum flóttamanna- búðum sá maður vonleysið í augna- ráðinu. Fólk sem var búið að strita alla sína ævi til þess að geta haft það náðugt í ellinni en stóð uppi alls- laust. Eymdin var nær alger og margir sögðu við mig: „Af hverju fékk ég ekki bara að deyja.“ Þetta var fólk eins og ég og þú. Maður velti því svo oft fyrir sér hver væri til- gangurinn með þessum átökum. Maður keyrði í gegn um þorp eftir þorp þar sem allt var ónýtt, brenn- andi hús úti um allt. Þetta fyllti mann miklu vonleysi." Þannig farast Maríönnu Csillag hjúkrunarfræðingi orð um dvöl sína í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu en þar starfaði hún sem sendifulltrúi Rauða krossins í eitt ár. Fá lönd hafa verið meira í fréttum undanfarin ár en Júgóslavía. Þar hefur geisað grimmilegt stríð sem hefur leitt ólýsanlegar hörmungar yfir stóran hluta íbúanna, þó ekki alla. Nær daglega berast okkur frétt- ir af atburðum í landinu sem er reyndar ekki til lengur sem eitt ríki. Til hafa orðið fimm sjálfstæð ríki úr því sem var hin kommúníska Júgó- slavía sem Tító stjórnaði; Sambands- lýðveldið Júgóslavía sem í eru Serbía og Svartfjallaland, Króatía, Slóvenía, Makedónía og Bosnía- Herzegóvína. „Csillag er ungverskt nafn, foreldr- ar mínir voru í þeim hópi sem kom hingað til lands árið 1956, í kjölfar innrásar Sovétmanna í landið það ár,“ segir Maríanna og því má segja að hún sjálf þekki það í gegn um blóð sitt hvernig það er að vera flóttamað- ur. Faðir hennar lést árið 1963 en móðir hennar og eldri bróðir búa enn hér á landi. Skömmu eftir hjúkrunarnámið hóf Maríanna störf á gjörgæsludeild Borgarspítalans, að eigin sögn vegna þess að þar átti hún von á spennandi hlutum. „Ég verð að játa að ég er svolítill spennufíkill," segir hún. „Á gjör- gæslunni vann ég með nokkrum ein- staklingum sem höfðu starfað sem sendifulltrúar og það var eiginlega kveikjan að því að ég fór út í þetta. Þau höfðu farið út um allan heim og mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað því að sækja um námskeið fyr- ir sendifulltrúa. Að því loknu fer maður á svokallaða „alheimsvakt" og síðan er kallað á okkur ef þörf krefur. Þá er það undir þér komið hvort þú segir já eða nei.“ Borgarastríð í Afganistan Maríanna kláraði námskeiðið snemma árs 1991. í lok ársins var hún kölluð til starfa í Afganistan þar sem blóðug borgarastyrjöld geisaði. Þar vann hún á sjúkrahúsi Rauða krossins í Kabúl í sex mánuði. Hún segir þann tíma hafa verið mjög lær- dómsríkan. „Okkar sjúkrahús var það eina sem var starfandi á þessum tíma og við Jentum í því að taka á móti stríðshrjáðum. Þegar ég var þarna tóku Mujaheddin skæruliðar borgina og það var á þessum tíma sem það reiðarslag dundi yfir að Jón Karls- son hjúkrunarfræðingur, sem ásamt mér og Elínu Guðmundsdóttur var staddur þarna sem sendifulltrúi, var myrtur rétt fyrir utan Kabúl. Þannig að andlega hliðin var mjög erfíð,“ segir Maríanna. Frá Afganistan fór Maríanna heim og segist hafa verið búin að fá nóg eftir þessa reynslu. Eitt og hálft ár leið og þá fór þetta sérstæða starf að toga í hana aftur og í maí 1994 fór hún til Tanzaníu til að starfa í flótta- mannabúðum fyrir flóttafólk frá Rú- anda. Þar voru aðstæður að hennar sögn ömurlegar, gríðarleg eymd og vosbúð í byrjun en um 300.000 manns hírðust á mjög takmörkuðu land- svæði. En eftir því sem tíminn leið stækkuðu búðirnar og aðbúnaður batnaði. Maríanna var í þrjá mánuði í Tanzaníu og sneri eftir það heim. í þetta sinn dvaldist hún hér heima í 8 mánuði. Þá var komið að hinni stríðshrjáðu Júgóslavíu. „I Júgóslavíu hafði ég aðsetur á tveimur stöðum. í hafnarborginni Split í Króatíu og í Mostar í Bosníu. Síðarnefnda borgin er tvískipt á milli Króata og múslíma. Ég var eini hjúkrunarfræðingurinn á vegum RKÍ í Split og eftir nokkrar vikur kom í ljós að þörfin var mikil. Alis voru 12 hjúkrunarkonur í Júgóslavíu og hver og ein hafði sitt svæði sem hún var ábyrg fyrir. Höf- uðstöðvar mínar voru í Zagreb, höf- uðborg Króatíu, og þaðan komu allar okkar birgðir. Ég var með aðstoðar- manneskju og túlk sem var reyndar læknanemi frá Bosníu. Starf okkar var í rauninni þrískipt. í fyrsta lagi að fara á miili sjúkrahúsa, heOsu- gæslustöðva og sjúkraskýla, sjá fólki, sem var með ýmsa sjúkdóma, fyrir lyfjum og sjá um skurðaðgerðir á særðum og annað slíkt. í öðru lagi unnum við að því að sameina fjöl- skyldur með öllum mögulegum hætti. Og í þriðja lagi var í okkar verkahring að heimsækja stríðs- fanga, þ.e. að athuga hvernig aðbún- aður þeirra var, hvort farið væri eft- ir alþjóðasáttmálum og slíkt. Að meðaltali keyrðum við um 1000 kíló- metra á milli Split og Mostar á viku en það eru um 160 kílómetrar á milli borganna." Á þeim tíma sem Maríanna var í Júgóslavíu voru fjórir aðrir Islend- ingar í landinu á vegum RKÍ en einn- ig voru íslenskir starfsmenn þar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að ekkert samband hafi verið á milli þeirra. „Við vissum ekki af þeim og þeir vissu ekki af okkur. Ég komst að þvi í gegnum DV, sem ég fékk sent, að það voru aðrir íslendingar í land- inu!“ - Hvers vegna voru samskiptin svona lltil? „Starfmenn Rauða krossins eru að sjálfsögðu ekki með nein vopn og svo voru „bláhjálmarnir", eins og starfs- menn og hermenn S.Þ. eru kallaðir, mjög illa liðnir af fólkinu því það hljómar skringilega að vera friðar- gæsluliði og geta ekkert gert til þess að stilla til friðar i landi sem logar í bardögum. Bláhjálmarnir voru líka skotmörk og við vildum ekki vera í námunda við þá.“ Tveir heimar Hvernig var ástandið í Split og Mostar? „Ástandið í Split og Mostar var gjörólíkt. íbúar Split urðu nær ekk- ert varir við stríðið. Þeir lásu um bardagana í blöðum og sáu myndir í sjónvarpinu. Þar var nóg til af öllu. Enginn leið skort og ekkert vantaði nema ferðamennina en Split og svæðið þar í kring var mikið ferða- mannasvæði. í raun vissu íbúarnir lítið um hvað stríðið snerist. Þar var nánast ekkert um að fólk missti sína ættingja í átökum. Split var því hálf- gerð draugaborg að þessu leyti. Annað var uppi á teningnum í Mostar, Borg brúanna, en áin Drina liggur þvert í gegnum hana og skipt- ir henni í tvennt. í 'austurhluta borg- arinnar, múslímahlutanum, var ekk- ert rafmagn, húsin voru sundurskot- in og borgin gjörsamlega í rúst, rétt eins og maður sér í bíómyndum sem fjalla um kjarnorkustríð. í króatíska hlutanum var hins vegar rafmagn, þar var allt til og almenningur þar lifði allt öðruvísi lífi. Þetta er vegna þess að Bosníu-Króatar fengu aðstoð frá Króatíu en múslimar voru ein- angraðir. Sarajevó var lokuð á þess- um tíma þannig að þar var gríðarleg- ur skortur," segir Maríanna. Hún segist hafa verið mjög hissa þegar hún kom tO Zagreb í byrjun. Þar hafi verið nóg af öllu og ekkert stríð sjáanlegt en er í Mostar kom hafi dimmur raunveruleiki stríðsins blasað við sér. „Það sem mér fannst skrítið þegar ég kom var að mér fannst engin leið að þekkja fólk í sundur. Það voru all- ir hvítir eins og ég. Ég gat engan veg- inn sagt til um hvort þessi væri Serbi, múslími, innanbæjarmaður eða útlendingur. Þetta staðfesti að ég var í Evrópu en ekki Afríku og það tók mig svolítinn tíma að venjast þessu.“ Maríanna kom heim í lok mars sl. Sendinefndin í Split hafði þá í raun verið send heim af alþjóða Rauða krossinum en þörfin var mikil bæði hjá múslímum og Serbum i Bosníu. En hvernig var ástandið þegar hún kvaddi Bosníu? „Með tilkomu Dayton-samning- anna og hersveita NATO opnaðist allt og allir gátu farið hvert sem þeir vildu. Evrópubandalagið hafði einn- ig dælt inn miklum peningum. Raf- magn var einnig komið á, vörur voru til og margt jákvætt að þessu leyti. Samskipti þjóðarbrotanna ein- kenndust hins vegar af fullu hatri og voru nær frosin. Til dæmis kom til óeirða og grípa þurfti til útgöngu- banns þegar Evrópusambandið kom með tillögu um skiptingu borgarinn- ar.“ Uppbyggingin gengur hægt Er til staðar í Bosníu það sem við köllum í daglegu tali stjórnkerfí? „Jú, það eru ráðherrar og embætt- ismenn en allt kerfið er rosalega máttlaust. Allt skólastarf er í molum, lítil heilsugæsla og ekkert sem við myndum gera kröfur til er lengur til staðar. Þetta hefur mjög slæm áhrif á fólk því langflestir sem eiga börn eru að hugsa um framtíð þeirra. Einnig er mikið atvinnuleysi í Bosníu. Langflestir starfa hjá hjálparstofnun- um og ef þær fara á brott með starf- semi sína missir fjöldi fólks vinnuna. í rauninni eru það hjálparstofnanir sem halda hlutunum gangandi og það er mjög langt í land á mörgum sviðum - reyndar hryllilega langt.“ Telur þú að bandalag múslíma og Króata í Bosníu eigi einhverja fram- tíð fyrir sér miðað við atburði und- anfarinna vikna? „Mín skoðun er sú að það muni ekki lifa og ef átök brjótast aftur út tel ég það verða í Mostar, á milli múslíma og Króata. Þeir geta einfald- lega ekki komið sér saman um það hvernig á t.d. að stjórna og skipta borginni." Milljónir á flótta Gríðarlegt flóttamannavandamál skapaðist með átökunum í Júgóslavíu og talið er að á bilinu 2-3 milljónir manna hafi verið á faralds- fæti. Maríanna segir að afskaplega skrítnar aðstæður hafí skapast við þetta. Fólk hafi til dæmis rambað inn í borgir og valið sér yfírgefið húsnæði og náð sér í skáp eða fengið sér sófasett og svo framvegis. „Maður skilur varla svona aðstæð- ur en þetta var mjög algengt. Og varðandi þann fjölda flóttamanna sem er í öðrum löndum en Júgóslav- íu þá tel ég að landið sé einfaldlega ekki tilbúið að taka við þessum Qölda aftur. Hvað á þetta fólk að taka sér fyrir hendur þegar það kemur heim? Þess bíður ekki mikið, það verður að segjast eins og er.“ Maríanna segir almenningi lítast illa á framtíðina. Fólk sé svartsýnt og vantrúað á að átökunum sé lokið. „Ég tel að um leið og „IFOR“ fer þá gerist eitthvað - átök hefjist jafnvel að nýju. Bosníu-Serbar eru t.d. búnir að missa mikið landsvæði. Þeir misstu Sarajevó og margir þeirra flúðu til Pale og bíða þess að komast Þegar flóttafólk frá Rúanda streymdi yfir fljótið milli Rúanda og Tanzaníu í hittifyrra settist það niður nokkra kílómetra frá landamærunum til að hvíla sig. Sífellt bættist fleira fólk í hópinn og fór svo að lokum að Rauði krossinn varö að setja þar upp búðir, skýli og fyrstu aðstoð. Bosnía er ólýsanlega falleg en stríðið hefur valdið djúpum andlegum sárum hjá flestum, segir hjúkrunarfræöingurinn Maríanna Csillag sem dvaldi eitt ár viö hjálparstörf á vegum Rauða kross íslands á stríössvæðum fyrrum Júgóslavíu. DV-mynd GVA til baka þegar alþjóðaliðið er farið. Það eru nefnilega töluverðar and- stæður í Dayton-samningnum. Þar segir m.a. að fólki sé frjálst að snúa til heimkynna sinna en ef þú ert Serbi frá Sarajevó þá er ólíklegt að þú munir fara þangað aftur vegna þess að Sarajevó er nú undir stjórn múslíma. Fleiri skrýtnar aðstæður er líka að finna. T.d. hefur Evrópubandalagið minnkað fjárstreymi til Bosníu vegna þess að leiðtogar Bosníu- Serba, Ratko Mladic hershöfðingi og Radovan Karadzic, hafa ekki gefið sig fram við stríðsglæpadómstólinn. Þetta kemur niður á almenningi og þess vegna verður alþjóða Rauði krossinn að halda úti mikilli starf- semi í Bosníu. En Mladic og Karad- zic eru með her Bosníu-Serba á bak við sig.“ Næsta haust er stefnt að því að halda lýðræðislegar kosningar í Bosníu. Voru menn farnir að undir- búa þær þegar þú varst þarna úti? „Almennir borgarar töluðu nánast ekkert um þetta. í þeirra huga skipt- ir það eitt máli hvort þeir fái að borða á morgun - hvort þeir þrauki. Að vísu eru til gullfalleg pólitísk plögg en þau er bara pappír. Svo setti það reyndar strik í reikningjinn að leiðtogi múslíma, Alija Izetbegovic, fékk hjartaáfall og þá spurðu margir sig hver tæki við af honum. Almennt eru kosningarnar því ekki ofarlega í hugum almennings því margir stjórnmálamenn eru taldir vera lepp- ar mafíunnar, sem er mjög sterk víða, t.d. í Mostar.“ Maríanna viðurkenndi í byrjun viðtalsins að hún væri þó nokkur spennufíkill og vissulega hafa und- anfarin fimm ár verið ævintýralegur tími hjá henni. Aðspurð sagðist hún vera til í að fara aftur til gömlu Júgó- slavíu en ekki aftur til Bosníu. „Ég tel að maður eigi ekki að fara aftur á sama staðinn. Þá er maður alltaf að bera tvö timabil saman og það er ekki hollt. Gamla Júgóslavía er í Evrópu og er svo nálægt okkur að það tekur mikið á að setja sig inn í svona aðstæður. Eitt ár er dágóður tími.“ Andlega hliðin var erfið Maríanna segir að vissulega hafi komið upp þeir tímapunktar að hún hafi einfaldlega viljað fara burt frá öllu saman. „Okkar starfsfólk er nefnilega oft- ast fyrst inn á svæðin eftir átök og þess vegna sjáum við oft mestu hörmungarnar. En við látum síðan aðrar stofnanir vita af aðstæðum og eftir kannski nokkrar vikur sér mað- ur að eitthvað hefur verið gert, fólk- inu hefur verið hjálpað. Þá hugsar maður sem svo að þetta starf manns skipti jú einhverju máli. Þetta vinn- ur á vonleysinu og það er ómetanlegt að sjá á fólkinu að umheimurinn sé ekki búinn að gleyma því. í Bosníu skipti viðvera mín því virkilega máli. Ég sá að ég gat komið hlutum til leiðar og það er mjög góð tilfinn- ing. En þegar upp er staðið myndi ég alls ekki vilja vera án þessarar lífs- reynslu. Maður fær aðra sýn á lífíð og veraldlegir hlutir og gæði missa vægi sitt. Þarna úti skiptir t.d. engu máli að eiga nýjustu árgerðina af BMW! Þetta er svo gefandi starf en samt viss bilun að standa í þessu,“ segir Maríanna og skellihlær. Móðir Maríönnu og eldri bróðir búa hér á landi og hafa því mátt sjá á eftir henni til landa þar sem hrylli- legir atburðir eru í gangi. Hvað finnst þeim um þetta óvenjulega starf sem Maríanna hefur tekið að sér með reglulegum hætti undanfar- in ár? „Mamma biður til Guðs í hvert skipti sem hringt er í mig! Hún hef- ur stundum sagt við mig; „Þetta er þitt líf og þú ræður þótt þú vitir að ég er kannski á móti þessu.“ Ég hlusta náttúrlega á hana en ég er bara það þrjósk að ég geri það sem ég ákveð. Ef ég myndi ekki hafa gert það sem ég hef gert væri ég bara með eftirþanka yfir því að hafa ekki fram- kvæmt þetta. En mamma sagði nú við vinkonur sínar um daginn að hún væri farin að venjast þessu brölti í mér út um allan heim. Bróðir minn, sem er eldri en ég, hefur stutt mig í þessu en hann hrist- ir höfuðið um leið og segist ekkert skilja í mér. Ég talaði nú reyndar fyrst við hann áður en ég fór til Bos- níu og hann var duglegur að styðja við bakið á mömmu ef hún varð áhyggjufull. Annars er nú kominn svolítill gálgahúmor í mömmu. Þeg- ar hún heyrir frá átökum einhvers staðar segir hún: „Jæja! Á nú að drífa sig?“ Þannig að hún er farin að taka þessu léttar og getur núna gert grín að þessu.“ I En gleðilegir atburðir áttu sér oft stað í starfi Maríönnu og eins og hún kom inn á í upphafi var það eitt af verkefnum hennar að sameina fjöl- skyldur. „Eitt sinn var stödd á skrifstof- unni kona sem ekki hafði séð dóttur sína í fimm ár eða frá því hún var níu ára. Nú var von á henni og móð- irin orðin yfir sig spennt gekk fram og aftur um skrifstofuna. Við fylgd- umst stöðugt með í gegn um talstöð hvernig ferð dótturinnar gekk og það var ólýsanleg tilfinning að geta sagt móðurinni frá því þegar döttirin var komin á bílastæðið hjá okkur. Og þær eyddu síðan miklum tíma bara í að skoða hvor aðra - hvernig þær hefðu breyst á þessum tíma. Þær áttu erfitt með að trúa því að þetta væri að gerast. Þessi vinna, að sam- eina fjölskyldur, var gríðarlega tíma- frek. Þetta ferli tók yfirleitt um 6 8 mánuði, með alls konar pappírs- vinnu og umstangi en var engu að síðar afar ánægjulegt.“ Með vélbyssu í baksýnisspeglinum Maríanna lenti í lifshættulegum aðstæðum í Mostar, s.s. stórskota- liðs- og eldflaugaárásum. Og iðulega þurftu þau að vera í skotheldum vestum og með hjálma á ferðum sín- um en smám saman lærði hún og samstarfsfólk hennar hvar mætti fara og hvenær. „Það var oft ansi erfitt að þurfa að hlaupa frá sjúklingunum á sjúkra- húsinu niður í byrgið. Ég gat hlaup- ið en ekki þeir og það rigndi kannski sprengjum allt í kring um sjúkrahús- ið! Stundum sluppu þeir alls ekki. í rauninni var maður aldrei öruggur. Einu sinni lentum við í því að ungur hermaður, sem var að húkka sér far í áttina að Mostar, miðaði vélbyssu sinni á eftir bílnum okkar þegar við keyrðum fram hjá honum en við tök- um enga upp í sem eru með vopn. Sem betur fer eru allir bílarnir með stálplötur aftan á en ég gaf hressilega í botn þegar ég sá í baksýnisspeglin- um að við vorum í byssusigtinu hans. Hvort hann skaut á okkur veit ég ekki en bílar Rauða krossins voru oft skotmörk, t.d. í Sarajevó, þar sem leyniskyttur voru um allt. I stríði er engum hlíft." Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.