Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Síða 37
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1996 Wéttir, Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi í DV-yfirheyrslu Ég er klukkan sem vekur þjóðina Af hverju fórstu i framboð? Eg hef verið óánægður með það skoðanaleysi sem flestir frambjóð- endur hafa sýnt og þá umræðu sem myndast hefur um embætti forseta íslands. Þar er rætt um „hver sómi sér best á Bessastöðum“, eins og verið sé að ræða um eitthvert stofustáss. Að því er látið liggja að menn „séu sestir í helgan stein“, við það að komast á Bessastaði. í litlu þjóðfélagi eins og okkar höfum við ógjarnan efni á þvi að hafa ein- hverja skrautforseta sem litlu eða engu hlutverki hafa að gegna í sam- eiginlegri lífsbaráttu okkar. Við drögum ekki fisk að landi nema róa á miðin. Ég tel að með því að virkja Bessastaði og gera ísland að mið- stöð friðar og umhverfismála muni byggjast hér upp blómlegt atvinnu- líf sem verði mjög heillavænlegt fyr- ir íslensku þjóðina um leið og við munum hjálpa hundruð milljónum manns um allan heim sem nú búa við örbirgð. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og ísland, sem sú þjóð ein sem aldrei hefur rekið eigin hernað, gæti valdið straumhvörfum i heiminum öllum með því að kynna nýjar leiðir í friðarmálum. - Hverjar verða þínar áherslur á Bessastöðum, náir þú kjöri? Eg mun beita mér fyrir því að Is- land nái forystuhlutverki á alþjóð- legum vettvangi sem land friðar, mannréttinda og hreinnar náttúru. Ég vil byggja upp hér á landi ýmsa starfsemi tengda alþjóðlegum stofn- unum, svo sem Sameinuðu þjóðun- um og öðrum aðilum sem vinna að friðar- og umhverfismálum. Emb- ætti forseta íslands hefur um árabil verið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar og reynst vel sem slíkt á örlagastundum. Á síðustu árum eru að koma upp slík vandamál í heiminum að við getum ekki lengur horft fram á örugga framtíð mann- kyns, nema taka í taumana. Við þurfum að byrja á því að taka „eld- spýturnar“ af börnunum og þar á ég við að koma þarf kjarnorkuvopnum heimsins undir ábvrga alþjóðlega stjórn án tafar. Einkennileg skoðanaskipti Það er samdóma álit sérfræðinga að aldrei fyrr hefur verið jafn mikil hætta á útbreiðslu kjarnorkuvopna og framtíð alls mannkyns veltur á þessu máli. Því miður eru þeir for- setaframbjóðendur sem komið hafa nálægt stjórnmálum hér á landi engin undantekning, því að í báðum tilfellum virðast viðkomandi hafa skipt algjörlega um skoðun í þessu máli og segjast nú allt í einu ætla að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar sem fylgir kjarnorkuvopnum af -ein- hverjum annarlegum ástæðum. Ég býst við að metnaðargirni þeirra að ná í forsetastólinn hafi náð undir- tökunum._______________________ - Hver er kostnaður þinn vegna framboðsins hingað til, hve mikill verður hann að lokum og ætlarðu að birta reikningana þegar kosningum lýkur?_________ Eg er rétt að byrja að auglýsa framboðið. Hins vegar hefur kostn- aður við auglýsingar mínar fram til þessa dags verið eitthvað um 20 milljónir króna. Ég reikna ekki með að eyða meiru en 10 milljónum til viðbótar. Allir reikningar verða birtir i félagsblaði Friðar 2000. - Hverjir eru helstu fjárhags- legir stuðningsmenn þínir og stuðningsaðilar?_______________ Hingað til hef ég fjármagnað þetta sjálfur. Hins vegar hefur verið stofnað félagið Friðarland hf. sem er opið öllum almenningi. Þar geta all- ir sem vilja keypt hlutabréf og tekið þátt í því að koma á stað þjóðar- átaki í því að gera ísland að alþjóð- legu friðarlandi. - Er unnið gegn þér 1 kosninga- baráttunni og ef svo er, hverjir eru þar helstir?________________ Eg held að það hafi komið nokk- uð glögglega í ljós að ýmis undirróð- ursstarfsemi fór af stað þegar ég gerðist svo djarfur að koma þeirri hugmynd á framfæri að embætti forseta íslands væri vel til þess fall- ið að vinna að friðarmálum og gera ísland leiðandi í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum, friði og mann- réttindum. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur enn ekki svarað bréfi okkar þar sem við leituðum eftir skýringum á stuðningi ís- lensku ríkisstjórnarinnar við kjarn- orkuvopn. Það var jafnvel gengið svo langt að brjóta lög, en það gerð- ist þegar starfsmaður utanrikis- ráðuneytisins bar út róg um mig í fréttatíma Stöðvar 2.___________ - Var tilgangurinn með verk- efninu Virkjum Bessastaði frá upphafi sá að koma þér í forseta- framboð?________________________ Nei. Upphaflegi tilgangurinn var að fá forsetaframbjóðendur til að taka friðarmál með í sínar stefnu- skrár. Þegar það kom í ljós að eng- inn þeirra hafði kjark til að standa upp úr, ákvað ég að gera það sjálfur. Gjaldþrotið styrkti mig - Gæti fortíð þín skaðað þig sem forseta?____________________ Það eru margir sem halda því fram að gjaldþrot mitt fyrir þrettán árum síðan skaði mig í því máli. Þetta er að mínu mati ekki rétt. Ég tel að það sé minn styrkur að hafa fengið þá reynslu að byrja frá Yfirheyrsla Stefán Ásgrímsson grunni og vinna mig í álnir á nýjan leik á eigin spýtur. Það hefur gert mig að þeim sterka einstaklingi sem ég er í dag og þeim aðila sem gæti tekið á þeim fjölmörgu vandamál- um sem blasa við forseta í þeirri óöld sem við búum við í heiminum. Ég tel að ég hafi kraftinn til að brjótast í gegn. Ég þori að taka á málum hispurslaust og án þess tví- skinnungsháttar sem hefur ein- kennt slík embætti hingað til. Það er þetta sem þarf til að leiða heim- inn í friðarbaráttunni. Á sama tíma hef ég þá reynslu að geta tekið á málum af yfirvegun og leitt saman ólíkar fylkingar eins og oft þarf að gera í viðskiptum._______________ - Ertu í alvöru í forsetafram- boði eða bara í þessu til að vekja athygli á áhugamáli þínuv heims- friði?___________________________ Eg er tvímælalaust í alvörufram- boði og flestir mínir stuðningsmenn telja að ég yrði góður forseti.__ - En þú hefur áður sagt að meg- intilgangurinn með forsetafram- boði sé að koma friðarmálaum- ræðu af stað. ___________________ Eg vil fara í embætti forseta Is- lands til þess að vinna að friðarmál- um og sinna jafnframt öðrum skyld- um forsetans og ekki bregðast þeim. Á sama hátt og Vigdís Finnboga- dóttir i lagði áherslu á trjárækt myndi ég beita áhrifum mínum til að friðarmálin færu af stað sem þjóðarátak._____________________ - Þú segist hafa ákveðið for- setaframboð mjög skyndilega, eða fljótlega eftir að flettiskilta- uppákoman varð._________________ Eiginlega ekki. Við vorum alltaf að reyna að fá frambjóðendurna til þess að starfa með okkur að fram- gangi friðarmála og ræða þau hisp- urslaust og ég hef verið mjög óá- nægður með það að t.d. Ólafur Ragnar Grímsson er allt í einu núna farinn að styðja kjarnorkuvopn á sama hátt og ríkisstjórnin, bara af því að hann ætlar sér í forsetastól. Mér finnst að menn geti ekki breytt um skoðanir á þennan hátt heldur verði að vera sjálfum sér samkvæm- ir. Forsetaframboð á elleftu stundu__________________ - Þegar auglýsingaherferðin Virkjum Bessastaði hófst töldu margir sig sjá að verið væri að undirbúa jarðveginn fyrir for- setaframboð, þitt eða einhvers annars, enda kom á daginn þegar flettiskiltauppákoman varð að þú tilkynntir forsetaframboð og varst tilbúinn með framboðsaug- lýsingar nánast samdægurs, Þetta voru fljótunnar auglýsing- ar, mjög einfaldar og ekkert annað en uppstilling við skrifborð, og það er ennþá verið að framleiða mínar sjónvarpsauglýsingar. Auðvitað erum við að berjast fyrir því að frið- armál verði eðlilegur hluti af emb- ættisverkum forseta íslands. Það er það sem baráttan snýst um og ég hef marglýst því yfir að ef enginn ann- ar er tilbúinn að vinna að því þá væri ég tilbúinn að fara í það sjálf- ur. Það fannst síðan enginn hljóm- grunnur fyrir þessu hjá hinum-\ frambjóðendunum, ekki bara Ólafi Ragnari, heldur líka Guðrúnu Agn- arsdóttur, sýnist mér. Þau hafa breytt um skoðun og vikið frá aðal- baráttumáli friðarsinna sem er að banna kjarnorkuvopn með alþjóð- legum lögum og þau styðja kjarn- orkuvopn af því að ríkisstjórnin gerir það. Þetta gengur ekki upp. - Var flettiskiltauppákoman þaulhugsað bragð í fyrirfram ákveðinni kosningabaráttu? Nei. Og það var aldrei hugsað að ég færi í kosningabaráttu þótt ýmis skref til árangurs væru metin í sam- bandi við átakið Virkjum Bessa- staði. Forsetaframboð var ekki hugsað sem lokamarkmið alveg frá - upphafi og ég ákvað framboð ekki fyrr en á allra síðustu stundu. Þess vegna eru auglýsingarnar svona einfaldar að allri gerð, þaö var ekki tími til að gera þær öðruvísi. Éger sá sem kallar þjóðina - Sjáandinn Nostradamus talar um litla þjóð í norðri með stórt hlutverk. Eru það íslendingar? Eg er viss um það að við erum þjóð sem hefur miklu hlutverki að * gegna og er alltaf að segja það. - Hann talar líka um mikinn friðflytjanda. Ert þú hann?_____ Eg held að hann sé öll þjóðin og þurfi að vera öll þjóðin. Ég held að ég sé eins og vekjaraklukka sem kannski er byrjuð að hringja til að vekja þjóðina upp. Ég held að sá friðflytjandi sem héðan gæti komið sé öll þjóðin í einhuga samstöðu og gífurlegur árangur næðist ef þjóðin stæði öll að baki þessu átaki. Það er það sem ég er að gera og Friður 2000 snýst algjörlega um að koma af stað þjóðarátaki. ___________________ - Þú hefur gengið eftir svörum hjá Davíð Oddssyni um stefnu ríkisstjórnarinnar í kjarnorku- c málum. Þú hefur líka sent Jó- hannesi Páli páfa fax og boðið honum að selja veraldlegar eign- ir kaþólsku kirkjunnar og stofna sjóð til hjálpar fátækum. Hefur páfi svarað þér?________________ Eg er ekki búinn að fá neitt svar. - Reiknarðu með svari?______ Eg veit það ekki, en mér hefði þótt eðlilegt að hann svaraði og ég fengi einhverjar útskýringar á því af hverju ekki ætti að gera þetta, en hann hefur ekki svarað neinu. - Hvernig meturðu sigurlíkur þinar?__________________________ Eg held að ég sé þegar farinn að sigra í baráttunni fyrir því að boða friðarboðskapinn. Ég held að það sé mikilvægast og hann er þegar farið ~~ að síast inn í umræðuna eins og í útvarpsumræðunni með frambjóð- endum sem snerist að miklu leyti um friðarmálin. Ég tel að ég sé bú- inn að sigra í fyrsta áfanga því að fólk er farið að tala um þessi mál. - Hvað ætlarðu að gera eftir kosningar ef þú verður ekki for- seti íslands?___________________ Þá held ég áfram að vinna að frið- armálum í gegn um stofnunina. En þetta verður miklu léttara verk ef forsetaembættið sem sameiningar- tákn þjóðarinnar væri í fararbroddi átaksins. Friður 2000 getur stutt for- setaembættið á ýmsan hátt og að- stoðað við þetta og þar með væri komin mikil hreyfing um allan heim sem styddi við bakið á forseta íslands við að vinna að friðarmál- um. Það vil ég reyna að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.