Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. JULI 1996
fréttir
»
i
i
i
>
Bandarískir ofurhugar á besta aldri:
Ætla aö sigla niður Tungnaá
og Þjórsá á kanóum
- sá elsti í hópnum er 72 ára
„Ég er aö koma I fyrsta skipti til
íslands til að sigla en hef stundað
siglingar í um fjörtíu ár,“ sagði Pet-
er Toulman, 66 ára, frá Maine í
Bandaríkjunum sem er hér ásamt
23 samlöndum sínum en ætlunin er
að sigla á kanóum niður Tungnaá
og Þjórsá. Margir úr hópnum eru
komnir af léttasta skeiði og er sá
elsti 72 ára. Nokkrir úr hópnum eru
að koma hingað í þriðja skipti og
eru sammála um að það sé ekki
hægt að finna neitt þessu líkt, þó
margir skemmtilegir staðir séu í
Bandarikjunum og víðar þá jafnist
ekkert á við ísland.
Félagi Peters, Sandy Saunders,
hefur einnig stundað þessar sigling-
ar í langan tíma og eru þeir sam-
mála um að ekkert jafnist á við
þetta.
„Maður gleymir öllu öðru og
hugsar bara um stundina sem er að
líða. Reyndar er maður ekki eins
Þeir Peter Toulman og Sandy Saunders eru 66 og 69 ára gamlir og láta eng-
an bilbug á sér finna, því þeir ætla ásamt ferðafélögum sinum aö sigla á
kanóum niöur Tungnaá og Þjórsá.
sjálfsöruggur og á yngri árum en
munurinn er sá að núna eru börnin
vaxin úr grasi og hægt að taka
meiri áhættu því ábyrgðin er
minni,“ segja þeir félagar dreymnir
á svip og hlakka auðsjáanlega til að
takast á við íslensku jökulárnar.
-gdt
Feröalangarnir frá Maine í Bandaríkjunum tilbúnir í slaginn. Kanóarnir
komnir á toppinn og allir bíöa meö eftirvæntingu eftir aö geta siglt niöur is-
lenskar jökulár.
IAlmannavarnir:
Æft fyrir
náttúru-
hamfarir
Undirbúningur er hafin fyrir
Sumfangsmiklar almannavama-
ræfingar sem haldnar verða
hér á landi dagana 25-29. júlí á
næsta ári. Það eru Almanna-
varnir ríkisins og varnarmála-
ski-ifstofa utanríkisráðuneytis-
ins í samráði við vamarliðið og
i Atlantshafsherstjórn Atlants-
I hafebandalagsins sem vinna að
B undirbúningnum. Fyrirhuguð
{ æfing fellur undir friðarsam-
{ starf Atlantshafsbandalagsins,
„Partnership for Peace“ sem er
samstarfsferli ríkja Atlants-
! hafsbandalagsins og 26 annarra
{ Evrópuríkja og verður sú fyrsta
j sinnar tegundar þar sem höf-
uðáhersla er lögð á almanna-
varnarþætti. Gert verður ráð
fyrir að öflugur jarðskjálfti hafi
orðið á Suðvesturlandi með
manntjóni, eyðileggingu, fjar-
! skiptavanda og að fjöldi fólks sé
grafinn i rústum húsa. Megin-
! markmið æfingarinnar er að
5 laga utanaðkomandi neyðar-
' hjálp sem best aö ríkjandi al-
I mannavamaráætlunum á ís-
landi. Einnig að samhæfa gild-
andi almannavarnaráætlanir
! Atlantshafebandalagsins í því
skyni að gera björgunarstarf á
vegum þess markvissara.
! Sólveig Þorvaldsdóttir fram-
i kvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins verður yfirstjómandi
æfingarinnar og sagði hún
þetta vera mjög stórt verkefni
j enda mætti búast við að meiri-
! partur komandi vetrar færi í
undirbúningsstarf. -ggá
f
I
►
V
\
:
)
Gist er í f jórar nætur á
luxus hóteli.
5 stjörnu
ISTRAVEL
Gnoðarvogi 44, Sími: 568 6255, FAX: 568 8518.
Fimm daga ferð
um verslunarmannahelgina
GOLDEN TULIP HÓTEL er
stabsett vib Leidseplein. Stutt er í
hin ýmsu söfn og ekki má gleyma
hinu vinsæla Holland Casino.
Flug og gisting ásamt morgunverbi
fyrir tvo kostar 79.000 kr.
Lagt verbur af stab 1. ágúst og
komib til baka S. ágúst.
Bóka verbur í síbasta lagi
mánudaginn 22. júlí. I