Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 20. JULI 1996 m fólk ;ér " ■ Norskur veiðimaður sem fluttist til íslands 1930 var um tíma frægasti maður á íslandi: Fangaði risa- skjaldböku á Húnaflóa þegar hann fann úti á rúmsjó risa- skjaldböku og færði til hafnar á Hólmavík með öðrum afla. Skjald- baka þessarar tegundar er heitsjáv- ardýr sem hafði fyrir einhverja til- viljun flækst norður fyrir ísland og alla leið inn á Húnaflóa. Sú skepna er nú varðveitt á safni syðra fólki til sýnis. Hún mun um aldir minna kynslóðir á finnanda sinn, norskætt- aða sjómanninn frá Hólmavík. Mikill veiðimaður Eins og á ungaaldri hefur Einar enn mikinn áhuga á veiðiskap og eru hugleiknar frásagnir af veiði- ferðum. Margan kópinn hefur hann skotið um dagana og til rjúpna- og refaveiða gekk hann margan daginn í skammdeginu og alveg fram í myrkur meðan hann hafði hér bú- setu og var fengsæll jafnan. Hann var um tíma á sjó með Jó- hanni Guðmundssyni, skipstjóra á Hólmavik, en Jóhann var brautryðj- andi á mörgum sviðum útgerðar. M.a. hóf hann hrefhuveiðar í Húna- flóa og stundaði þær í nokkur ár eða á meðan hægt var að stunda þær í friði. Einar skaut 14 hrefnur á með- an þeir voru saman í þeim veiðiskap og eitt stórhveli. í gróðursælum garði þeirra Guðmundu konu hans er stór hryggjarliður úr þeirri skepnu, eðlilega orðinn nokkuð veðraður. Einar hefúr nokkrar áhyggjur af unga fólkinu í dag, segir það nokkuð ístöðulaust og án ábyrgðarkenndar, en efniviðurinn sé góður. Hann seg- ir sjómennskuna vera mörgum unga manninum heilladrjúga uppeldis- braut en þangað geti ekki allir kom- ist. Ungur varð hann háseti á stóru flutningaskipi, sem sigldi á milli Evrópu og Suður-Ameríku, og segist ekki hafa viljað missa af þeim reynslutíma. Hann telur nauðsyn- legt að koma á einhverri vinnu- skyldu fyrir íslensk ungmenni svo sem í 2-3 mánuði í tvö til þrjú ár, þar sem þeim verði kennd hlýðni, agi og sjálfstjóm og ekki síst hæfhi til að sinna öryggis- og hjálparstörf- um. Hermennska annarra þjóða geri margan karlmanninn meðvitaðan um sjálfan sig og getu sína. Hér hef- ur aldrei verið herskylda og verður aldrei, „en það þarf eitthvað að koma í staðinn fyrir herþjálfunina". 1976 fluttu þau hjón suður og sett- ust að i Kópavogi. Þau unnu bæði á fjölskylduheimili Öskjuhlíðarskóla og þar vann Einar í 15 ár. Bæði höfðu þau mikla ánægju af. „Hin fjölfótluðu böm gáfu okkur svo mik- ið.“ Eftir að mesta stritinu lauk hefur Einar helgað sig ýmiss konar hand- verki. Hann skreytir margs konar muni sem smíðaðir eru úr tré og brennir á þá myndir og margs kon- ar tákn. Munir þessir hafa verið augnayndi þeirra sem þá hafa skoð- að og eignast og undrar margan manninn hvað þessir klunnalegu fingur erfiðismannsins geta skilað jafn finlegu handverki. Einar sótti nokkuð dansskemmtanir fyrr á árum og gerir reyndar enn. „Ég hef alltaf haft svo mikið gam- an af því að dansa en núna er ég al- veg hættur því. Ég treysti mér ekki til þess en ég fer enn á skemmtanir til að hitta kunningja og horfa á aðra dansa, ég hef líka gaman af því,“ segir þessi aldni heiðursmaður og hlær við. GF DV, Hólmavík:______________________ „Ég segi oft eftir að við hjónin fluttum suður að allir íslendingar megi fara í sitt sumarfrí til Spánar og Mallorca fyrir mér, en ég vil bara fara til Hólmavíkur. Það er það besta sem ég get hugsað mér. Mér hefur alltaf liðið svo vel og fólkið er gott héma,“ segir Einar Hansen, fyrrum sjómaður á Hólmavík. Hann ber fá merki þess að hann eigi að- eins nokkrar vikur í að fylla níunda áratuginn, hress og glaður, minnug- ur og enn nokkuð kvikur í hreyfing- um. Einar er fæddur í Kristjánssundi í Noregi en ólst upp hjá móðurbróð- ur sínum á sveitaheimili. Hann byrjaði ungur að vinna öll þau störf sem til féllu á búinu og vandist því sveitabúskap. Hann fór ungur að handleika byssur og hneigðist til skotveiði, enda nóg af villibráð í sveitinni þar sem hann var - hérar, elgir og rjúpa. Ungur varð hann meðlimur í skotfélagi eða klúbbi þar sem fram fór keppni í skotfimi og meðferð skotvopna var kennd. Miklir óvissutímar voru í Evr- ópu, fyrri heimsstyrjöldinni nýlok- ið, og ástandið eldfimt eins og síðar kom á daginn. Honum fannst mikið til koma um hæfni hinna gömlu landa sinna í að handleika skot- vopn. Þjóðverjar sögðu eftir stríðið að annaðhvort væru norskir her- menn bestu skyttur í heimi eða norsku rifflarnir bestu vopnin í heimi. Einar segist viss um að ef hann hefði ílengst í Noregi þá væri hann ekki á lífi í dag. Hann var áræðinn, ungur maður og því vafa- laust verið settur í fremstu víglínu á styrjaldarárunum og þá þótt ung- ur væri verið kominn með þjálfun í meðferð sprengna. Ekki hefði það nú verið til að auka öryggi hans og hlutskipti hans varð annað. Til Islands kom hann 1930. I Reykjavík dvaldi hann í tvö ár og var hjá Birni Arnórssyni, kaup- manni og heildsala, og vann þar ýmis verkamannastörf. 1933 fór hann í síldarvinnu til Siglufjarðar og þar var fólk úr ýmsum landshlut- um. Hann kynntist Strandamanni og spurði hvort hann gæti ekki út- vegað sér pláss á trillubáti fyrir vestan. í framhaldi af því gerðist það að hann réð sig til Einars Sig- valdasonar á Drangsnesi, sem rak útgerð og var dugmikill sjósóknari og aflakló. Fyrst var gert út frá Hamarsbæli á Selströnd. Hjá nafna sínum var Einar Hansen sjö sumarvertíðir en á vetrum fór hann á vertíð suður og hélt þvi áfram löngu eftir að hann var orðinn búsettur á Hólmavík, fjölskyldumaöur og byrjaður með sína eigin trilluútgerð. Hann segist hafa verið fyrstur til að róa á trillu að vetri til frá Hólmavík. Fyrsta bát- inn, 3ja tonna trillu, sem hann eign- aðist, smíðaði Jörundur Gestsson, bóndi og smiður á Hellu við Stein- grímsfiörð. Hún varð mikil happafleyta því auk þess að róa til fiskjar og draga björg í bú var Ein- ar með hana í flutningum með fólk og varning út um allar sveitir. Það var áður en vetrarsamgöngur bíla hófust á þessum slóðum. Oft var leitað til hans með að fara með lækni í vitjun yfir í Bitru og upp í Kollafiörð og alla leið að Kaldrana- nesi. Einari er ein ferðin minnis- stæðust. Gamall maöur viö hafiö í sumarandvaranum og lítill bátur, sem hann á, lónar fyrir landi. Beðið eftir lækni Hann fór með Valtý H. Valtýsson lækni í Steingrímsfiörð en Valtýr fór landveg frá Bólstað og norður í Árneshrepp. Á bakaleiðinni kom læknirinn skilaboðum gegnum sima og vill að báturinn sé til staðar þeg- ar hann kemur niður af Trékyllis- heiðinni, lætur vita um tímann sem hann hyggst leggja af stað ásamt fylgdarmanni. Einar áætlaði tímann sem það tæki að fara yfir heiðina og vill því vera kominn á ákvörðunar- stað aðeins áður en þeirra er von. Þetta var um vetrarnótt og hörku- frost en klukkustundir liðu og ekki komu ferðalangarnir. En áfram stóð Einar vaktina. Ekki kom til greina að víkja af hólmi en kuldinn beit bátsverjann sárt því ekkert skýli var í bátnum nema fyrir vélina. Að því kom að læknir og fylgdarmaður hans birtust og það sem gerðist var að leitað var til Valtýs um hjálp eft- ir að hann hafði látið vita um brott- för sína og auðvitað sinnti hann þeirri beiðni. Ekki var hægt að láta vita af breyttri áætlun þar sem sím- stöðvum hafði þá verið lokað eins og þá var siður. „Þá held ég að mér hafi orðið hvað kaldast um ævina. Ég hríðskalf allur og gat varla talað og Valtýr sá strax hvers kyns var. Hann fór í tösku sína og tók upp 200 gramma glas fullt og skipaði mér að drekka. Ég gerði það og fann ekki fyrir Einar Hansen inni í stofunni í gamla húsinu hlýlega á Hólmavík fyrir framan munina sem hann hefur skreytt á seinni árum og gerir enn. DV-myndir Guöfinnur Finnbogason neinni breytingu og segi við Valtý. Þú ert að gefa mér vatn. Hann segir að svo eigi ekki að vera því þetta sé hreinn spíri. Það getur ekki verið segi ég aftur. Þetta er bara vatn en ég hefði ekki átt að segja það því þegar ég nokkru seinna kom inn í hitann, ja, þá sveif nú aldeilis á mig, lagsmaður.“ Flutningar af ýmsu tagi Fyrir daga bílanna var flutningur sjófarenda af ýmsu tagi. Á fyrstu árum búsetu sinnar á Hólmavík dró Einar eitt sinn pramma, sem á var vörubíll, frá Þambárvöllum í Bitru að Kollafiarðamesi. Þann bíl átti Magnús heitinn Hansson sem lengi var bílstjóri hjá Kaupf. Steingríms- fiarðar. Frá Kollafiarðamesi var bílnum svo ekið til Hólmavíkur. I annað sinn nokkm síðar sótti hann svo -vömbíl inn á Hvamms- tanga í snurpu eða uppskipunarbáti og dró á trillu sinni til Hólmavíkur. Einar segir það hafa verið glæfra- ferð þar sem litlu mátti muna að illa gæti farið. Þess ber að geta að vöru- bílar voru ekki stórir á þessum ámm, þetta tvö til þrjú tonn. Einar hefur sett í margan happa- dráttinn um dagana. Um tíma 1963 varð hann frægasti maður á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.