Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 19 Elín Huld Árnadóttir söngkona ætlar aö freista gæfunnar í London í haust en hún ætlar að hefja söngnám í Trinity College. KENWOOD kraftur, gœði, ending Varnarliðið Laus störf slökkviliðsmanna Vegna fjölgunar óskar Varnarliðið að ráða í ellefu stöður slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Kröfur: Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir, háttvísir og hafa gott andlegt og líkamlegt heilbrigði auk góðra líkamsburða. Krafist er meiraprófsökuréttinda og einnig iðnmenntunar sem nýst gæti í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilegrar menntunar og reynslu. Mjög góð kunnátta í ensku, bæði munnlegri og skriflegri, er nauðsynleg og undirgangast umsækjendur próf í henni áður en kemur til vals. Að öðru leyti vísast í reglugerð nr. 195 frá 14. apríl 1994 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. Skriflegar umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbær eigi síðar en 30. júlí 1996. Lauk kennaraprófi úr Söngskólanum og Kennaraháskólanum á sama tíma: Mig dreymir um að starfa sem söngvari r - segir Elín Huld Arnadóttir söngkona „Draumurinn er fyrst og fremst að fá að starfa sem söngvari í hvaða formi sem það er. Ég vil verða at- vinnusöngvari og geta nýtt mér það nám sem ég hef stundað hingaðtil,“ segir Elín Huld Árnadóttir, 31 árs, sem lauk í vor söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Á sama tíma lauk hún kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands með tón- mennt sem sérgrein. Hún hefur ver- ið í tvöfóldu námi undanfarin þrjú ár. „Mér skilst að ég hafl tilkynnt að ég ætlaði að verða söngkona þegar ég var fjögurra eða fimm ára. Söng- urinn hefur alla tíð verið mitt stærsta áhugamál. Ég keypti mér gítar, pikkaði út gripin og söng. Einnig söng ég með kórum þegar ég var yngri,“ segir Elín Huld sem hef- ur stundað nám í Söngskólanum í Reykjavík undanfarin tíu ár. I framhaldsnám til London Elín Huld fór í kennaradeild Söngskólans síðustu þrjú árin. Á þessum tíma hefur hún haldið tón- leika, sungið i óperu og annað þvi um líkt. „Það er vægast sagt búið að vera mjög mikið að gera síðustu þrjú árin. Mér gekk mjög vel á öllum prófunum og er mjög ánægð með út- komuna,“ segir Elín Huld. Um þessar mundir er hún að und- irbúa flutning af landi brott. Hún hefur innritað sig í söngnám i haust í Trinity College í London þar sem hún mun stunda söngnám næstu tvö árin. Elín Huld starfar um þess- ar mundir hjá BM Vallá, syngur í brúðkaupum og undirbýr flutning- inn til London ásamt söngæfingum. Þrjár prímadonnur búa saman „Við ætlum að leigja saman þrjár prímadonnur, allar söngkonur. Hin- ar eru Guðrún Jóhanna Jónsdóttir og Erla Þórólfsdóttir. Guðrún hefur verið í söngnámi undanfarin tvö ár,“ segir Elín Huld. Eftir þessi tvö ár ætlar Elín að sjá til hvað tíminn leiðir í ljós. Hún er komin með starfsréttindi en það var megintilgangurinn með því að taka ' Kennaraháskólann með söngnám- inu. Hún hefur einnig áhuga á kennarastarfmu. „Mér þótti réttara að tryggja mér starfsgrundvöll áður en ég færi utan til þess að freista gæfunnar. Nú ætla ég að prófa og sjá hvað ég kemst langt með sönginn. Ég get alltaf komið heim og kennt I grunnskól- anum sem almennur kennari eða sem tónmenntakennari. Það er mik- ill skortur á tónmenntakennurum í grunnskólunum. Ég get líka farið út í söngkennsluna eða haft hana með. Söngheimurinn er mjög harður og samkeppnin er mikiL Ég er ung, ólofuð og barnlaus og á meðan ég er ein með sjálfri mér er um að gera að freista gæfunnar," segir Elín Huld. Mikill erill Elín Huld stundaði nám í Versló í tvö ár og fór þaðan til Bandaríkj- anna sem skiptinemi. Eftir það fór hún í MH en náði ekki að klára stúdentspróf áður en hún var tekin inn í Kennaraháskólann. Þess á milli hefur hún unnið með söng- náminu á ýmsum stöðum. „Söngurinn tekur mest af mínum tíma og er ansi stórt áhugamál en ég hafði mjög gaman af myndlist og leiklist hérna áður fyrr. Bókmennt- ir eru einnig ofarlega á lista hjá mér, aðallega klassískar bókmennt- ir. Ég hef samt ekki haft mjög mik- inn tíma undanfarið fyrir neitt ann- að en skólabækumar. Fyrsta árið var mjög mikið að gera í Kennara- háskólanum. Um vorið tók ég burt- fararpróf í söng. Ári seinna þurfti ég að halda tónleika og þeir þörfh- uðust talsverðs undirbúnings. Á sama tíma söng ég í Valdi örlag- anna. Það var mjög viðburðaríkt ár. Lokaspretturinn í vor var einnig ansi erfiður. Það er samt mjög skemmtilegt að hafa svona mikið að gera,“ segir þessi bjartsýna söng- kona sem kannski á eftir að leggja heiminn að fótum sér. -em Bókaðu strax Tryggðu þér ótrúlegt kynningartilboð til Parísar 7. og 14. ágúst. Við kynnum nú sértilboð á hreint ótrúlegu verði á Appolinaire hótelinu í hjarta Parísar þar sem þú getur dvalið við góðan aðbún- að í vikutíma. Gott 3ja stjömu hótel, öll herbergi með baðherbergi, sjónvarpi og síma. Morgunverður innifalinn. Það jafnast engin borg á við París að sumri til, rómantískustu borg heimsins.... Verð kr. 29.900 Veríkr 23.900 °g Flugsæti 7. og 14. ágúst. 33.900 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, flug og gisting, 7. og 14. ágúst. enn 21.072 Verð kr. Flugsæti m.v. hjón með 2 böm 31. júlí, 7. og 14. ágúst. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.