Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 Góð landkynn- idge DV. helgarblað 13. júlí 1996. Skák Jón L. Arnason ing Bridgehátíðar Einn af þáttakendum Bridgehá- tíðar ’96, sem haldin var í febrúar af Flugleiðum, Bridgesambandi ís- lands og Bridgefélagi Reykjavíkur, var kunnur bridgepenni og bridgemeistari, Eric Kokish frá Kanada. Kokish skrifaði fyrir stuttu grein í málgagn bandaríska bridgesam- bandsins þar sem hann hælir ís- landi og íslendingum á hvert reipi. Hann undrast kunnáttu íslenskra meðaljóna og telur auðvelt að láta í minni pokann fyrir þeim ef maður passar sig ekki. Annað sem hann var ekki sáttur við voru alls konar heimatilbúnar sagnvenjur sem erfitt var að verjast og ekki auðvelt að mæta þannig hindrunum i tví- menningskeppni þar sem tími til þess að byggja upp varnir er talinn í sekúndum. Taldi hann umburðar- lyndi bridgeyfirvalda með ólíkind- um hvað það snerti. Þau pör sem spila þannig sagnvenjur hafa strax meiri möguleika en hin, vegna þess sem að ofan ------------------------ greinir. Enda kom i ljós að pörin, . sem enduðu ná- lægt toppnum í opna tvímenn- ingnum, notuðu flest „sýklahemað“ eða splúnkunýj- ar sagnvenjur. Eða hvemig á maður að eiga við opnun á tveimur grönd- um sem annað hvort er 20-22 HP og jöfti skipting eða 5-5 eða betra i há- litum undir opnun? spyr Kokish. Og hann er með nokkur spil frá hátiðinni og við skulum líta á eitt þeirra. Spil nr. 8 gaf a-v möguleika á harðri laufslemmu þar sem mörg pör spiluðu þrjú grönd eða vitlaus- an láglit. Sigurganga Kramniks heldur áfram - óvænt úrslit á helgarmótinu í Bolungarvík N/A-V ♦ D75 KD ♦ Á84 ♦ G9653 * G1063 «* G643 -f 1062 4 84 N f Á W Á1095 ♦ K9753 4 ÁD7 K9842 872 DG K102 Umsjón Stefán Guðjohnsen Hjördís Eyþórsdóttir og Curtis Cheek voru eitt af pörunum sem komust í sex lauf. Hjördís fékk spaðaútspil frá norðri, ásinn átti slaginn, fór heim á hjartakóng og svínaði laufdrottn- ingu. Suður drap á kónginn, spilaði trompi til baka sem Hjördis fékk á níuna heima. Hún trompaði nú spaða með trompás, fór heim á --------------- hjartadrottningu, tók trompin í botn og kastaði tveim- _ ur tíglum úr blindum. Norður gat kastað tveimur spöðum en við þriðja trompinu átti hann ekkert svar. Hann kastaði tígli til þess að valda hjartagosann en Hjördís fór inn á tígulkóng og kastaði spaða- drottningu í hjartaás. Það var sann- að að suður átti spaðakóng eftir og því gat hann ekki átt meira en tvo tígla. Tígulásinn fiskaði síðan drottninguna og tiuna og tíguláttan var tólfti slagurinn. Rússinn Vladimir Kramnik og Indverjinn Viswanathan Anand urðu jafnir og efstir á 24. skákhátíð- inni í Dortmund í Þýskalandi sem er nýlokið. í efsta flokki tefldu tíu stórmeistarar og höfðu forráða- menn mótsins á orði að aldrei áður hefði slíkt mannval tekið þátt í skákmóti á þýskri grundu. Mótið þótti takast sérlega vel, mikil spenna var í lokaumferðunum og leikhús borgarinnar, þar sem mótið fór fram, var fullskipað síðustu helgina. Kramnik hafði þegar upp var staðið eilítið betri stigatölu en Ind- verjinn knái og var honum því dæmur sigur þótt báðir hefðu feng- ið 7 vinninga úr 10 skákum. Hví- trússinn Boris Gelfand kom næstur með 6 vinninga, síðan Englending- urinn Michael Adams og ungverska drottningin Judit Polgar með 4,5 v., Lettinn Alexei Sírov og Búlgarinn Veselin Topalov fengu 4 v„ Robert Húbner hinn þýski 3,5 v„ landi hans, Eric Lobron, 2,5 v. og Ungverj- inn Peter Lekó varð að sætta sig við neðsta sætið með 2 v. Kramnik hefur teflt af miklum krafti það sem af er árinu. Er skemmst að minnast glæsilegs sig- urs hans á stórmótinu í Dos Hermanas á Spáni - ásamt Topalov. Þeir fengu 6 vinninga af 9 en Anand og Garrí Kasparov urðu jafnir í 3. sæti með 5,5 v. Síðan kom Illescas með 4,5, Kamsky og Gelfand með 4, Ivantsjúk með 3,5 og Sírov og Júdit Polgar fengu 3 v. Mótið í Dos Hermanas var af 19. styrkleika- ABizuia, MMÚR rímm Taktu þátt í spennandi maraþonleik og þú getur átt von á glæsilegum vinningum. Það eina sem þú þarft að gera er að svara spurningunum hér að neðan og senda inn svarseðilinn til DV og þú ert kominn í pottinn. Vikulega verða dregnir út 5 heppnir vinningshafar sem fá fría skráningu í Reykjavíkur maraþonið sem er þann 18. ágúst næstkomandi. Nöfn vinningshafa munu birtast í Helgarblaði DV. Föstudagirm 16. ágúst verða jafnframt dregnir út glæsilegir vinningar: 3 íþróttagallar og bolir frá Mizuno \ 1) Hvaða dag er Reykjavíkur maraþon í ágúst nk.? 3 líkamsræktarkort frá líkams- ræktarstöðinni Mætti . 5 kassar af heilsudrykknum Aquarius frá Vífilfelli 5 Barilla pastakörfur frá SS 2 pitsuveislur fyrir 3 frá Pizza 67 Sendu inn svarseðilinn núna og þú ert með í pottinum frá byrjun. Þú getur sent inn eins marga seðla og þú vilt. (Ekki er tekið við Ijósritum.) Utanáskriftin er: DV-maraþon, Þverholti n, 105 Reykjavík. flokki FIDE - meðalstig keppenda voru 2715 á Elo-kvarða sem er nýtt met. Vinsældir Kramniks meðal áhorf- enda stafa jafnt af geðþekkri per- sónu hans sem og skemmtilegri tafl- mennsku. Sumir hafa viljað líkja honum við Mikhail Tal, enda eru leikfléttur honum að skapi, auk þess sem hann á það til að blóta Bakkus og reykja. f þessum efnum Umsjón Jón L. Árnason komast fáir þó með tærnar þar sem Tal hafði hælana. Tóbaksreykingar eru vitaskuld bannaðar við skákborðið og nú er orðið fátítt að skákmenn í fremstu röð reyki - Viktor Kortsnoj hefur meira að segja lagt tóbakið til hlið- ar. Því vakti töluverða athygli á mótinu í Dos Hermanas að Kramnik skyldi hlaupa fram til að reykja í skák sinni við Ivantsjúk þegar hann átti aðeins 5 mínútur eftir á klukk- unni til að ljúka 13 leikjum. En þeg- ar reyknum létti kom Kramnik auga á laglega tilfærslu og lauk skákinni í fáum leikjum. Skoðum þessa skák við Ivantsjúk og um leið sigurskák Kramniks gegn Hubner sem tefld var í Dort- mund. í báðum skákunum hefur Kramnik svart og beitir afbrigði af Sikileyjarvöm sem hefur verið hon- um býsna gjöfult. Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Vladimir Kramnik Sikileyjarvörn. 1. e4 C5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Be7 10. f4 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. De3 Dc7 13. e5 dxe5 14. Bxe5 Rg4! Nýr leikur Kramiks og afar at- hyglisverður. Skákfræðin mæla með 14. - Da7 15. Dg3 b4 með „óljósu tafli“ en skv. Kramnik getur svartur lagt upp laupana eftir 16. Rb5! axb5 17. Dxg7 o.s.frv. 15. Df3 Rxe5 16. Dxa8 Rd7! 17 g3? Betra er 17 Df3 Bb7 18.De3 Bd6 19. Re2 0-0 með allgóðum möguleikum á svart vegna þess hve staðan er virk. 17. - Rb6 18. Df3 Bb7 19. Re4 f5! 20. Dh5+ KfB 21. Rf2 Bf6! Húbner hefur e.t.v. aðeins reikn- að með 21. - Bxhl 22. Rxhl en Kramnik beinir spjótum sínum að hvíta kónginum. Nú hefur hann í huga leikjaröðina 22. Hgl Ra4 23. Rd3 Be4! 24. De2 Rxb2! 25. Rxb2 Dc3 og vinnur. 22. Bd3 Ra4! 23. Hhel Bxb2+ 24. Kbl Bd5! 25. Bxb5 Eina vonin. Ef 25. Bxf5 Bxa2+! 26. Kxa2 Dc4+ 27. Kbl Rc3+ 28. Kxb2 Db4+ 29. Kcl Ra2 mát! 25. - Bxa2+! 26. Kxa2 axb5 27. Kbl Da5?! Missir af 27. - De7 28. Hd3 Db4 með vinningsstöðu. Nú hefði 28. c3 gefið hvítum nokkra von. 28. Rd3? - Rc3+ ásamt máti. 29. - Rc3+ 30. Kb3 Rd5! 31. Ka2 Bb4+ 32. Kbl Bc3 Með laglegri tilfærslu eru svörtu mennirnir komnir á rétta reiti. Ef nú 33. Rb2 Da3 og mátið blasir við. Ivantsjúk gafst þvi upp. Hvítt: Robert Húbner Svart: Vladimir Kramnik Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Be3 Be7 10. f4 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. Bd3 í stað 12. De3, sbr. skákina hér að framan. 12. - b4 13. Re2 Eftir 13. Ra4 Hb8 14. e5 dxe5 15. Bxe5 Bd7! 16. b3 Bxa4 17. bxa4 0-0! 18. Bxb8 Dxb8 hafði Kramnik góð færi fyrir skiptamun í atskák við Judit Polgar í Moskvu. 13. - Da5 14. Kbl e5 15. Be3 0-0 16. Hhel Hb8 17. Rcl Hd8 18. Ba7 Hb7 19. Bgl Bg4 20. Rb3 Da4 21. Hcl exf4 22. Dxf4 Be6 23. Bd4 Að áliti Kramniks stendur svart- ur betur að vígi eftir þennan snjalla leik. Engu að síður hefði hvítur átt að láta slag standa og reyna 24. Bxb5 axb5 25. Hcdl Ha8 26. Kcl en frum- kvæðið er í höndum svarts. 24. Dd2? Rg4 25. c4? bxc3 (framhjá- hlaup) 26. bxc3 Hxb3+! 27. axb3 Bxb3 Húbner kaus að gefast upp, enda er engin haldbær vörn til við hótun- inni 28. - Hb8. Andri Áss og Jón Viktor komu á óvart. Óvænt úrslit urðu á atskákmót- inu í Bolungarvik um síðustu helgi sem fram fór í tengslum við afmæl- ishátíð Bolvíkingafélagsins í Reykjavík. Andri Áss Grétarsson hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum, varð einn i efsta sæti og hreppti sig- urlaunin, 25 þúsund krónur, óskipt. Jóhann Hjartarson stórmeistari varð í 2. sæti með 7,5 v„ í 3. sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með 6,5 v. og fjórði varð Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari með 6 v. Fjórtán ára sigurvegari. Atskákmót Garðabæjar fór fram um síðustu helgi. Úrslit urðu þau að 14 ára piltur, Kjartan Thor Wikt- feldt, bar sigur úr býtum með 6 vinninga af 7 mögulegum. Kjartan Thor, sem á íslenska móður en sænskan föður, hefur húið allmörg ár í Garðabænum og þykir afar efni- legur skákmaður. Baldur Gíslason varð í 2. sæti með 5 og Jóhann Ragnarsson i 3. sæti með 4,5 v. Hraðskákmót Garðabæjar fer fram nk. mánudagskvöld, 22. júlí, kl. 20 í Garðaskóla og er öllum heimil þátttaka. Eini leikurinn gegn hótuninni 29. I 1 -11»..» > f'LlQ t “lc :JJ 11ci'ci MÁi.11.1.1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.