Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996
Snafs og heilsuvörur úr íslenskum fjallagrösum
w
r
„Mér finnst aö íslendingar ættu
að gera meira að því að auka verð-
mæti hérlendis heldur en að flytja
út óunnar vörur. Við stefnum að því
að flytja meira út af heilsuvörunum
okkar í framtiðinni og erum byrjuð
að flytja örlítið til Noregs, Kanada,
Þýskalands og Englands," segir
Helen Brown, framkvæmdastjóri
hjá íslenskum fjallagrösum hf. Sam-
starfsmenn hennar eru Anna Rósa
Róbertsdóttir grasalæknir og Guð-
mundur Örn Arnarson matvæla-
fræðinemi.
Fyrirtækið íslensk fjallagrös hf.
var stofnað árið 1993 með það mark-
mið að þróa og framleiða vörur unn-
ar úr íslenskum jurtum. íslensk fjal-
lagrös hf. framleiða nokkrar tegund-
ir af heilsuvörum úr íslenskum fjal-
lagrösum ásamt alíslenskum snafsi
í afar fallegri flösku sem einungis er
seldur í fríhöfhinni og íslenskum
markaði á Keflavíkurflugvelli. Ekki
er hagkvæmt að selja snafsinn í
Ríkinu þar sem 100 ml flaska myndi
kosta í kringum 700 krónur með
tollum og sköttum.
Helen var fyrsti starfsmaður fyr-
irtækisins en hún hóf störf þar árið
1994. Hún er með BS-gráðu í lífefna-
fræði og MBA í viðskiptafræði sem
hún segir fara afar vel saman í
þessu starfi sem hún er í núna.
Helen er ættuð frá Liverpool en
hún kom hingað til lands fyrir tíu
árum ásamt íslenskum eiginmanni
sínum, Jóni Magnússyni, viðskipta-
fræðingi í fjármálaráðuneytinu.
Þau eiga drengina Stefán Daníel,
átta ára, og Davíð Þór, fjögurra ára.
Helen hefur ekki viljað gerast ís-
lenskur ríkisborgari þrátt fyrir að
hún hafi búið hér á landi svona
lengi. Henni flnnst það ekki skipta
sig öilu máli en hún upplifir sig
alltaf sem útlending á íslandi og
flnnst taka langan tíma að kynnast
íslendingum. Henni þykir menning-
in ólík.
Fleiri jurtir prófaðar
„Ég hef mikla trú á fjallagrösum
sem heilsuvöru. Mér finnst þetta
Fjallagrasahylkin eru búin til úr
muldum þurrkuöum fjallagrösum.
mjög spennandi verkefni en ég gat
reyndar ekki imyndað mér fyrir
nokkrum árum að ég myndi vinna
að þessu. Við höldum áfram að þróa
önnur krem og fleiri tegundir af
heilsusælgæti. Stefnan er að þróa
vörur úr öðrum jurtum og byrjað
verður á lúpínu. Við viljum helst
nota jurtir sem við getum ræktað
sjálf. Bændumir tína fyrir okkur
grösin þannig að þeir geta gætt þess
að ekki sé gengið nærri landi
þeirra," segir Helen.
- segir Helen Brown framkvæmdastjóri
Helen Brown meö 100 ml flösku af alíslenskum snafsi sem unninn er úr íslenskum fjallagrösum.
Holl og næringargóð
Fjallagrös hafa verið notuð til
matargerðar og lækninga um aldir
á íslandi. Allt fram til siðustu alda-
móta var farið í sérstakar grasaferð-
ir. Þau voru notuð í fjallagrasa-
mjólk, flallagrasagraut, í brauð og
kandíssykur.
Sem lækningajurt hafa grösin
veriö nýtt gegn öndunarfærasjúk-
dómum, s.s. astma, og berklum og
meltingartruflunum. Auk þess voru
þau notuð útvortis gegn exemi og
þurri húð. Grösin eru auðug af
steinefnum, sérstaklega járrii og
kalsíum, og einnig trefjaefnum og
álitin sérstaklega holl og næringar-
rík.
„Það er hefð fyrir þvi að fjalla-
grös séu notuð til lækninga í Þýska-
landi og þau hafa verið skráð þar
sem heilsulyf og notuð í lyf. Flutt
hafa verið út óunnin fjallagrös til
Þýskalands frá árinu 1990,“ segir
Helen.
Hefð fyrir húðbökstrum
úr fjallagrösum
íslensk tjallagrös hf. framleiða
fjallagrasahylki sem innihalda mul-
in fjallagrös sem tínd eru í óbyggð-
um íslands. í grösunum eru sérstak-
ar fléttusýrur og mikið af trefjaefn-
um og steinefnum, sérstaklega
jámi. Hylkin eru þannig holl fæðu-
Heilsuvörurnar sem unnar eru úr ís-
lenskum fjallagrösum.
DV-myndir GVA
bót og viðtökur markaðarins mjög
góðar. Hylkin hafa áhrif á melting-
una, bjúg, astma, liðagigt, hár og
neglur, auk þess að hafa góð áhrif á
sumar tegundir exems. Einnig er
framleiddur íjallagrasaáburður sem
er græðandi og mýkir þurra húð.
Aldagömul hefð er fyrir notkun fjal-
lagrasa í húðbakstra.
Fjallagrasasnafsinn er 38% að
alkóhólstyrkleika og mjög sérstakur
á bragðið. Hann er bragðmikill fyr-
ir þá sem ekki eru vanir að drekka
snafsa en eftirbragðið er ágætt.
Soprano hálstöflurnar eru sykur-
lausar og innihalda fjallagrasaseyði
en í því eru náttúruleg efni sem
mýkja hálsinn og eru sögð góð fyrir
þá sem reyna mikið á radböndin.
Auk þess er hægt að fá mulin fjalla-
grös til þess að nota út í te, fjalla-
grasamjólk og fleira.
Geislavirk
fjallagrös í Evrópu
„Hugmyndin að stofnun fyrirtæk-
isins á rætur sínar að rekja tU þess
að kjarnorkuslysið í Tsjernobyl árið
1986 hafði þau áhrif að fjallagrös á
meginlandi Evrópu og á Norður-
Þú f ærð allar upplýsingar
ilm stödu pína í leiknum
og stöðu efstu liðanna
í sínta 904 Í 0 I S
Verfl 39,90 mínútan.
löndunum urðu geislavirk og reynd-
ust óhæf tU manneldis. Víöa í heim-
inum voru fjallagrös tekin út af
markaðnum vegna geislavirkni,"
segir Helen.
„Mér finnst mjög spennandi að
þróa þessar vörur og við höfum
fengið mjög jákvæð viðbrögð við
þeim flestum. Vinkona mömmu
prófaði mulin fjaUagrös út í te en
hún hafði lengi þjáðst af endalausu
kvefi. Henni batnaði mjög fljótt eft-
ir að hún fór að drekka fjaUagrasa-
teið og hefur pantað sér það reglu-
lega. Við fáum reglulega reynslusög-
ur frá þeim sem hafa prófað vörurn-
ar okkar,“ segir Helen.
„FjaUagrasahylkin hafa mjög góð
áhrif á meltinguna og astma. Fjalla-
grasaáburðinn nota ég sem nætur-
krem og hefur hann mjög mýkjandi
áhrif á húðina," segir Þórdis Valdi-
marsdóttir sem prófað hefur fjaUa-
grasavörurnar.
Konu á sextugsaldri þykja fjalla-
grasahylkin stórkostleg og þóttu
þau örva afla líkamsstarfsemi. Hún
fékk krabbamein fyrir átta árum og
hafa hylkin gjörbreytt líðan hennar.
Hún segir hylkin hafa góð áhrif á
astma, bjúg og brjóstsviða sem hún
hefur þjáðst af.
Hreint land,
hreinar jurtir
íslenskar jurtir eru vinsælar
vegna hreinleika landsins og ætti
það að auðvelda íslenskum fjal-
lagrösum hf. að vinna aukna mark-
aðshlutdeild fyrir afurðir sínar.
Markaðssetning hófst í júní í fyrra
en fyrirtækið er stofnað á grunni
rannsóknar- og þróunarverkefnis.
Vörumar eru seldar í apótekum,
heUsuvöruverslunum og nokkrum
stórmörkuðum. FjaUagrasaafurð-
imar eru allar tU sýnis í Laugadals-
höllinni þar sem sýningin íðir
stendur yflr.
-em
plQsU-kote
Lakk fyrir tau
Fæst í öllum helstu kaupfélögum
og byggingavöruverslunum
um land allt.
um iana
Sími 562 2262