Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996
20 .
íslenskur Kiwanisforseti á heimsferðalagi:
- segir Eyjólfur Sigurðsson heimsforseti
„Heimurinn er okkar þjónustu-
vettvangur og ég hef verið á stöðugu
ferðalagi undanfarið ár. Það verður
til þess að maður sér heiminn í allt
öðru ljósi,“ segir Eyjólfur Sigurðs-
son, heimsforseti Kiwanishreyfing-
arinnar, þegar DV hitti hann að
máli á milli ferða.
Frá því Eyjólfur Sigurðsson var
kjörinn heimsforseti Kiwanishreyf-
ingarinnar hefur hann hitt fjölda
frægra manna og kvenna ásamt eig-
inkonu sinni, Sjöfn Ólafsdóttur.
Kiwanishreyfingin hefur starfað í
Evrópu frá 1963. Eyjólfur hefur
starfað með hreyfmgunni í 32 ár.
lann var sjö ár i Evrópustjórn og
/ar EvrópuJForseti 1982-1983. Hann
var fyrsti Evrópumaðurinn sem var
kosinn heimsforseti.
„Ég heimsæki 34 lönd á þessu ári.
Forseti Kiwanis er leiðtogi hreyfing-
arinnar, fer um heiminn og hvetur
félaga til frekari dáða,“ segir Eyjólf-
ur.
Frægt fólk á heimsþingi
Fyrir stuttu var haldið heimsþing
í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Á
þinginu voru 12.000 manns frá 83
löndum. í Kiwanishreyfingunni eru
330.000 félagar auk ungliðasamtaka
sem hafa 270.000 félaga. í Kiwains-
fjölskyldunni eru tæpir 600.000 fé-
lagar sem Eyjólfur stýrir sem for-
seti. Á þingið komu leikarinn Roger
Moore, Bill Cosby, Robert Kennedy
yngri, Mary Lou Rhetton svo ein-
hveijir séu nefndir. Moore er full-
trúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna og hann var heiðraður á þing-
inu.
„Róbert Kennedy yngri var aðal-
ræðumaðurinn á þinginu en hann
er lögfræðingur og hefur tileinkað
sér náttúruvernd. Hann berst með
oddi og egg til þess að vemda
náttúruna og hefur variö gífurleg-
um tíma í að vernda Hudsonfljótið.
Kennedy flutti erindi á þinginu en
ég hef aldrei séð mann vekja jafn
mikla athygli og hann gerði. Kenn-
edy er fljúgandi mælskur og mjög
skemmtilegur," segir Eyjólfur.
Bill Cosby er snillingur
„Bill Cosby var einn af skemmti-
Eyjólfur Sigurösson og stórleikarinn Roger Moore hittast á
heimsþingi Kiwanis en Moore er fulltrúi Barnahjálpar Sameinuöu
þjóöanna í sameiginlegu verkefni Barnahjálpar og Kiwanis.
ópu og
Asíu. Nú er
vinnan markvissari
og það er hungur i svona starf í
Austur- Evrópu.
Barist við joðskort
kröftunum hjá okkur. Honum tókst
að halda athygli hjá öllum þessum
fjölda með því að sitja í stól og ræða
mál fjölskyldunnar. Það gerði hann
af mikilli snilld. Við spjölluðum að-
allega saman um Kiwanishreyfmg-
una þegar við hittumst því hann
hefur áhuga á þjónustustörfum.
Hann hefur sjálfur stutt slíka starf-
semi. Á þinginu skrifaði hann nafn-
iö sitt á tvo boli og tvær derhúfur
sem boðin voru upp á 4.000 dollara
stykkið og runnu peningamir til
líknarmála," segir Eyjólfur.
Lee forseti heimsóttur
Eyjólfur á myndir frá því hann
var á Filippseyjum og átti viðtal við
Ramos, forseta Filippseyja. Einnig
á hann myndir frá viðtali við Lee,
forseta Taívan, HUlary Clinton og
fleiri.
„Ég var í heimsókn hjá Lee for-
seta viku fyrir fyrri kosningamar
þegar kosið var til þings. Það var af-
skaplega athyglisvert að tala við
hann, sérstaklega um stöðu Kiwan-
ishreyfingarinnar. Mér finnst hann
mjög frjálslyndur maður en þó ör-
uggur. Hann er afskaplega óánægð-
ur með stöðu Taívans í samfélagi
þjóðanna," segir Eyjólfur.
Þetta hefur verið mjög gott ár að
sögn Eyjólfs og fjölgað hefúr í Kiw-
anishreyfingunni. Starfið hefur ver-
ið endurskipulagt í nýjum aðildar-
löndum, sérstaklega í Austur-Evr-
Kiwanishreyfingin vinnur um
þessar mundir að því í samvinnu
við Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna um að eyða joðskorti i heimin-
um. Stefnt er aö því að safna 75
milljónum dollara sem er komið vel
á veg. Eyjólfur dvaldi sjálfur í viku
uppi í Himalayafjöllum hjá starfs-
mönnum Bamahjálpar og kynntist
þar fjölskyldum sem þjást af
joðskorti. Einn og hálfur milljarður
manna þjáist af joðskorti sem leiðir
til marvislegra
vandamála, meöal
annars þess að
mæður fæða
andvana eða
heilaskert
böm, auk
þess sem
miljónir
bama fæð-
ast van-
gefin
vegna
joðskorts.
Eyjólfur hitti
Ramos, forseta Filipps-
eyja, og segir hann mjög
skemmtilegan mann. Það er ljóst að
undir hans stjóm em að gerast
mjög jákvæðir hlutir á Filippseyj-
um.
Ferðimar halda áfram á meðan
Eyjólfur er forseti en því timabili
lýkur í október því hver forseti sit-
ur aðeins eitt ár. -em
Robert Kennedy yngri fangaöi áhorfendur á Kiwanis- Bill Cosby grínast viö dætur Eyjólfs, Guörúnu og Erlu.
þinginu í Salt Lake City.
Diddú skemmti gestum á Kiwanisþinginu en hér fagnar hún ásamt íslensk-
um gestum.