Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 40 trimm Hvað gera matgæðingar og aðrir lífsnautnamenn? Hreyfing og utivist verður að hafa annan tilgang en hreyfinguna eina - segir „lífsnautnaboltinn Sigmar segist einnig ganga mikið til fugla á vetrum og veiða eftir fongum. - Á öðrum árs- tímum fer ég einnig nokkuð til fjalla, en þá læt ég það heita að verið sé að - Hreyfing þarf að hafa tilgang að mínu mati og þá einhvern annan en aðeins þann að hreyfa sig, sagði Sigmar B. Hauksson í viðtali við DV. Sig- mar kemur að þessu sinni fram sem fulltrúi þess stóra hóps sem fremur hefur haldið á lofti hróðri annarra nautna en hreyfingar og útivistar. Hann hefur m.a. kynnt matargerðarlyst og vandaðar veigar fyrir landsmönnum. Sigmar B. Hauks- son segist sjálfur gjarnan vilja teljast lífsnautnamaður og þá í góðri merkingu þess orðs. - Lífsgildi og - nautnir eru auðvitað margs konar, segir hann, - og hreyfingu og útivist stunda ég mikið. Eins og áður sagði vil ég hins vegar hafa af henni nautn og ánægju og þá fremur þannig að gangan sé aðeins verkfærið en tilgangurinn annar. Á laugardaginn var fór ég til dæmis í langa göngu suður á Álftanes og skoðaði þar fugla. Af því geri ég mikið. í þessari ferð einbeitti ég mér að vepjunni, sem er mófugl, skyldur lóunni. (Þess láðist að spyrja hvort vepjan væri góð til átu.) skoða veiðislóðir til undirbúnings komandi vetri. Ekki má svo gleyma því að nokkrum hluta úti- vistarinnar er varið til silungs- og laxveiða. í samtali okkar kom einnig fram að Sigmar stundar sund svo til daglega og kann best við sig við þá iðju í lauginni á Seltjarnarnesi. Sigmar er einn þeirra sem taka munu þátt í þol- ** könnun trimm- síðu DV sem ætl- að er að fram fari með komandi hausti. Laxveiöi er ein þeirra lífsnautna sem Sigmar B. Hauksson reyn- ir aö njóta sem oftast. Hér er hann meö vænan lax, eigin veiöi. Myndin er tekin á bæjar- hellunni á ættaróöali fjölskyld- unnar, Víöivöllum í Steingrímsfirði á Ströndum. DV-mynd H.Thorberg Reykjavíkur maraþon 18. ágúst: Rólegt skokk eftir erfiða æfingu -10 km, hálfmaraþon og maraþon. Wm Æk ‘m 'J £ £ 7'"^ Það er mikilvægt að taka rólega æfingu eftir erfiða æfingu. Daginn eftir keppnishlaup á alltaf að hlaupa á litlu álagi. Það er jafn mikilvægt að líkaminn fái að hvílast og endur- hlaðast orku og að taka góða æf- ingu. Menn eru fljótir að brenna upp ef allar æfingar eru teknar á fullu álagi. Þeir sem hafa farið • í mjólkur- sýrugreiningu og eiga púlsklukkur geta miðað við að hlaupa á 50-65% álagi á sunnudögum og miðvikudög- um, 65-80% álagi á mánudögum og fimmtudögum og 80-90% + álagi á þriðjudögum og laugardögum. Við hin, sem ekki eigum púlsklukkur, þurfum að styðjast við tilfinningu og hyggjuvit. Það er einnig gott að taka hvíldar- dag eða daga ef þið eruð mjög þreytt. Mikil þreyta er merki um of- þjálfun og þá er nauðsynlegt að hvíla sig í einn dag eða fleiri og end- urheimta orkubirgðir líkamans. Jakob Bragi Hannesson. 10 k« /.vl/H.tói'úM. Jjjjj 2km Sunnudagur 12 km ról 22 km ról. 28 km ról. Mónudagur Hvíld Hvild Hvild Þriöjudagur 8 km (Hraöaleikur). Fyrst 2 kmról. ogsiðan 2 min. hrott og 1 min. hægt til skiptis. somtols 6*2*1=18 mln. AJ lokum 2 km. tól. 12 km (Hroóoleikur). Fyrst 2 km ról.og síóon 4 min. hrott og 2 min. hægt til skiptis. somlols 5x4x2=30 min Að lokum 3 km. ról. 12 km (Hraðoleikur). Fyrst 2 km ról.og siðon 4 mín. hrotl og 2 min. hægt til skiptis. somtols 5x4x2=30 mín. Að lokum 3 km. ról. Miðvikudagur Hvíld Hvild Hvíld Fimmludugur Ármannshiaupið 10 km. upphitun 2 km niðurskokk 2 km 14 km Ármonnshloupið 10 km. upphitun 2 km niðurskokk 2 km 14 km Ármonnshloupið 10 km. upphitun 2 km niðurskokk 2 km 14 km Föstudagur Hvild 8 km ról 12kmról Laugardagur 5 km frísklega 8 km frísklega 8 km frísklega Samtuls: 39 km. 70 km 82 km Kj. Kjartansson hf., umboösaöili Mizuno á Islandi, styrkir Reykjavíkur mara- þon í ágúst en Mizuno er þekkt vörumerki um allan heim þó aö þaö sé nýtt hér á landi. Hægt verður aö skrá sig í maraþonið í nýrri og glæsilegri versl- un Mizuno umboösins, íþrótt, aö Skipholti 50 D í Reykjavík. Hér undirrita Ágúst Þorsteinsson og Halldór Kjartansson samstarfssamning Kj. Kjartans- sonar hf. og Reykjavíkur maraþons. DV-mynd GVA Gönguleiðir á íslandi: Vestfirðir frá Rauðasandi til ísafjarðardjúps Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons Einar heitinn Guðjohnsen, sá mikli ferðamálafrömuður, starfaði mikið á því sviði, bæði með Ferða- félagi íslands og síðar Útivist. Bók- in Gönguleiðir á íslandi - Vestfirðir - Frá Rauðasandi til ísafjarðar- djúps, sú sjötta í þessum flokki, kom út fyrr á þessu ári. Þarna tekur Einar að sér þjónustuhlutverk fylgdarmanns fólks sem ferðast á eigin vegum. Bókin Vesifirðir frá Rauðasandi til ísafjarð- ardjúps hefur að geyma tæplega eitthundrað leiðarlýsingar á göngu- leiðum með ábendingum um það markverðasta sem fyrir augu ber. Einnig er vísað til þess hvar meiri fróðleik sé að finna. Kort er af hverri gönguleið og auk þess prýðir bókina fjöldi ljósmynda. í inngangi eftir Einar sjálfan seg- ir m.a.: - Á Vestfjörðum er víða nokkuð erfitt gönguland, fjöll eru brött og hömrótt og grjót laust og sprungið. Þó er það svo, að sé var- lega farið og yfirvegað má fara um fjöll og brattlendi með öryggi. Það er eðlilegt að á svo fjöllóttu svæði verði mikið um fjallgöngur en samt er alltaf mögulegt fyrir þá Qallafælnu að finna sér gönguleiðir um strönd eða dal, jafnvel út frá vegum á heiðum uppi. - Einar Þ. Guðjohnsen segist byggja mjög á reynslu sinni sem leið- sögumaður um Vestfirði um árabil. í bókinni sé aðeins úrval gönguleiða og marga£ góðar leiðir ekki nefndar. Gamlar gönguleiðir, þegar valin var stysta og auðveldasta leið milll byggða, eru til dæmis utan ramma bókarinnar, að sögn höfundar. Bókin Vestfirðir frá Rauðasandi til ísafjarðardjúps er í handhægu broti og vafalaust hið mesta þarfa- þing. Aftast í bókinni er örnefna- skrá. Víkingur gefur hana út en um- sjá hafa þeir synir Einars, Björn og Siguröur. Skórnir besti vinur göngumannsins Vanda þarf val gönguskónna og ganga spánnýja skó vel til áður en farið er á þeim í langa ferð. Smekkur manna er mis- jafn en fyrir langar ferðir með byrðar eru hálfstíflr gönguskór úr leðri trúlega besti kosturinn. Hugsaðu vel um skóna þína, berðu á þá feiti og haltu þeim hreinum. Hver og einn lærir fljótt hvað hentar honum best en þegar fyrstu skórnir eru keyptir er rétt að hlusta á ráð vanra manna. Á þessum sviðum eins og öðrum fleygir tækninni fram með hverju ári. Þessi gönguskóapistill er úr litlum bæklingi eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson þar sem gönguleið- inni frá Snæfelli í Lónsöræfi eystra er lýst. Útgefandi er Mál og menning. Ekki er síður nauðsynlegt á löngum göngum að hugsa vel um fætuma á sér. Tíð fótaböð, heit og köld, eru góð og rétt að fylgjast með blöðrum og álags- meiðslum og vera vel búinn af plástrum til að fyrirbyggja slíkt eftir megni. Það er góð regla að fara úr gönguskónum í hádegis- hléi. Slíkt veitir hvíld og fró sveittum og aumum tám. Það er afskaplega gott að hafa aðra skó til að nota sem inniskó í skálum og bregða sér i á kvöldin í tjald- stað. Hér geta vaðskómir haft annað hlutverk. Ólafur Geirsson Bjöllur Skokkari hafði samband við DV og vildi koma þeirri frómu ósk til hjólreiðamanna að þeir kæmu sér upp bjöllum á hjól sín. - Ég hef nokkmm sinnum orð- ið vitni að því að við slysi hefur legið þegar hjólreiðamaður hefur þotið fram úr hlaupandi fólki á göngustígum hér á höfuðborgar- svæðinu. Ekki þarf annað að ger- ast en sá hlaupandi færi sig örlít- ið til í sömu andrá og hjólið fer um. - Sjálfur hjóla ég stundum, segir Skokkari, og hef ekki orðið var við annað en „gamla góða hjólabjallan“ sómi sér vel á 18 gíra fjallahjólinu mínu, eins og hún gerði á þvi gamla, sem enga haföi gírskiptinguna. Þetta eru orð að sönnu hjá Skokkara og vonandi taka sem Qestir hjólreiðamenn þessum ábendingum vel og setja bjöllu á hjólið. fram undan < SRI Chinmoy - 5 km verður haldið 8. ágúst nk. og hefst kl. 20.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd er 5 km. Verðlaun er fýrir fyrstu í mark. Upplýs- ingar (síma 553 9282. Jöklahlaup USÚ verður á Höfn f Homafirði hinn 10. ágúst nk. og hefst kl. 11.00. Hlaupnir verða 3 og 10 km. Upplýsingar veitir Ásmundur Gíslason ( síma 478 1550. er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins Skandia /Hizino, EIMSKIP VOLVO hotel edrfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.