Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996
i*
Handtökuskipun gefin út á hendur Radovan Karadzic og Ratko Mladic vegna stríðsglæpa:
útlönd
-
•ir
Oútreiknanlegur geðlæknir
og manískur hershöfðingi
Stríðsglæpadómstóllinn í Haag
hefur gefið út að ábyrgðin á verstu
stríðsglæpum í Evrópu frá heims-
styrjöldinni síðari hvíli á herðum
Radovans Karadzics, leiðtoga Bosn-
íuserba, og Ratko Mladic, hershöfð-
ingja þeirra. Þess vegna hefur verið
gefm út alþjóðleg handtökuskipun á
hendur tvímenningunum. Eru þeir
friðlausir í öllum aðildarlöndum
Sameinuðu þjóðanna.
í ákæruskjali sem gefið hefur ver-
ið út á hendur Karadzic og Mladic
er yfirskriftin þjóðarmorð, brot
gegn mannkyninu, og brot á alþjóð-
legum reglum um stríðsrekstur.
Radovan Karadzicc er ákærður
sem formaður Serbneska lýðræðis-
flokksins í Bosníu og forseti Bosní-
userba frá maí 1992. Sem slíkur hef-
ur hann verið æðsti yfirmaður hers
Bosníuserba. Ratko Mladic . er
ákærður sem hershöfðingi yfir her
Bosníuserba ffá 1992.
Tvö ákæruskjöl hafa veriö gefin
út. Hið fyrra er frá í júlí 1995 og
fjaliar um hryðjuverk og þjóðemis-
hreinsanir á landsvæðum Bosn-
íuserba í Bosníu í borgarastríðinu,
notkun leyniskyttna gegn almenn-
ingi í Sarajevo og notkun ffiðar-
gæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem
lifandi skjalda í fyrravor.
Síðara ákæruskjalið nær yfir af-
tökur og morð í kjölfar þess að Bos-
níuserbar náðu griðasvæði
múslíma í Srebrenica á sitt vald í
júli í fyrra.
Fjöldamorð
Um þessar mundir er ár liðið ffá
því fjöldamorðin voru ffamin í
Srebrenica. Um miöjan júli í fyrra
fluttu hermenn undir stjóm tví-
menninganna þúsundir múslímskra
manna að stöðum í nágrenninu. Þar
vom fangamir drepnir og grafnir i
fjöldagröfum, allt með vitneskju
Ratkos Mladics. Við bætast fjöldaaf-
tökur í Protocari, nærri Srebrenica,
um svipað leyti.
Á bak við ákærurnar er fram-
burður vitna sem lifðu ósköpin af.
Eitt vitnanna, eldri maður, hefur
lýst þvi ítarlega hvernig hann slapp
frá dauðanum. Hann var í hópi
flóttamanna sem höfðu verið skildir
frá konum og börnum og Bosn-
íuserbar fluttu í flugskýli. Komu
serbneskir hermenn inn og kynntu
sig. Þeir sem ættaðir vora ffá þorp-
um í grenndinni spjölluðu og
spurðu um ættingja og vini.
Slegnir í höfuð og
höggnir með exi
Um nóttina völdu hermennirnir
fanga úr hópnum, einn í einu, og
köOuðu þá út fyrir. Inni heyrðu
menn högg og stunur. Síðan var
næsti kaOaður út. Um morguninn
tókst vitninu að sjá hvað fram fór.
Hann lýsir því svo: „Það stóð fangi
fyrir framan þrjá tO fjóra hermenn.
Sá sem hélt á hríðskotabyssu bað
fangann að koma til sín. Þegar hann
gerði það var hann sleginn í höfuð-
ið. Þá kom annar að og hjó fangann
í bakið með öxi. Ég sá hann liggja á
jörðinni og engjast eins og orm.“
Daginn eftir kom Mladic á stað-
inn og fyrirskipaði flutning mann-
anna á annan stað. Þegar fangarnir
spurðu af hverju hann léti þá ekki
lausa svaraði hann: „Hvað á ég að
gera við ykkur? Ríkisstjórn ykkar
vdl ekkert með ykkur hafa svo ég
verð að sjá um ykkur.“
Stuttu síðar vora fangamir fluttir
burt í hópum á vörabílum. Þegar
komið var á áfangastað, akurlendi,
var svæðið þegar þakið þúsundum
líka. Fangamir voru skotnir aftan
frá um leið og þeir stukku af bíln-
honum var hrint af manni sem skot-
inn var aftan við hann. Hulið líkum
sá vitnið hvar Mldadic kom að og
var viðstaddur þegar fangar úr síð-
asta vörubílnum vora myrtir. Eftir
myrkur tókst vitninu að flýja.
Augljós ábyrgð
Kradzic var ekki viðstaddur
fiöldamorðin en þau áttu sér stað
með vitund hans og samþykki. Auk
morðanna var bæði konum og körl-
um naugðað nær daglega þar sem
Bosníuserbar fóra um, þau pyntuð
og haldið fóngnum við ómennskar
aðstæður.
Ábyrgð Mladics á hroðaverkun-
um þykir augljós vegna nærvera
varðar styðst stríðsglæpadómstóll-
inn við völd hans tO að semja um
vopnahlé, fangaskipti og ferðir bíla
með hjálpargögn. Hafi Karadzic haft
völd til að stöðva átök hafi hann
einnig haft vald tO að hefia þau. Við
bætast lifandi myndir frá stríðsár-
unum í Bosníu þar sem Karadzic
fuOyrðir hvað eftir annað að þaö sé
hann sem ráði.
Ekki frumlegt Ijóðskáld
En hveijir era þessir tvímenn-
ingar?
Kareadzic, 51 árs, á ættir að rekja
tO Svartfiadalands en kom með fiöl-
skyldu sinni tO Bosníu 15 ára gam-
aO. Hann las læknisfræði með geð-
lækningar sem sérgrein, sérhæfði
Samhliða hóf hann pólitískan feril
sinn og haOaðist þá að serbneskri
þjóðernisstefnu. Karadzic heldur
því fram að hann hafi setið í fang-
elsi fyrir andkommúníska starfsemi
en aðrir fuOyrða að hann hafi lent í
steininum vegna misnotkunar á op-
inberu fé.
Árið 1990 var fyrst tekið eftir
Karadzic á sviði stjórnmálanna en
þá varð hann formaður Lýðræðis-
flokks Serba í Bosníu, sem hann
stofnaði. Hann hefur löngum haldið
á lofti fuOyrðingum um konunglegt
eðli serbneska kynstofnsins og yfir-
burði hans.
Það orð fer af Karadzic að hann
sé óútreiknanlegur og ekki að
treysta. Hann virðist hafa þoku-
kennda afstöðu tO staðreynda, sem
hann afneitar eftir hentugleikum.
En geðlæknirinn er einnig ljóðskáld
og hafa ljóð hans verið gefin út í
fiórum bindum. SniOi hans á þessu
sviði er reyndar dregin í efa af
gömlum nágranna í Sarajevo sem
segir hann ekki hafa búið yfir frum-
leika og apað allt eftir öðrum.
Karadzic gifti sig eftir stutt kynni
en hann gerði unnustu sína ófríska.
Fyrir brúkaupið talaði hann lítið
um peninga en meira um andleg
efni. Síðar snerist dæmið alveg við.
Seldi læknisvottorð
í fyrrum Júgóslavíu vora ýmsar
ólöglegar leiðir fyrir lækna að hagn-
ast verulega. Karadzic nýtti að sögn
hverja smugu. Hann gerði mikiö að
því að selja glæpamönnum læknis-
vottorð um geðheilbrigði þeirra svo
þeir fengju vægari dóma. Þannig
komst Karadzic í góð sambönd í
glæpaheiminum og þannig er talið
að hann hafi sloppið frá Sarajevo
þegar striðið hófst.
En vottorð hans þóttu ekki fínn
pappír þegar frá leið og sögðust
ráðamenn í kerfinu ekki trúa staf-
krók sem frá honum kæmi.
Loks er því haldið fram að Karad-
zic hafi snattað fyrir leyniþjónustu
lögreglunnar forðum, Udba, og að
margir hafi lent í vandræðum
vegna þess.
Karadzic segist vera með hreina
samvisku og neitar öOum ásökun-
um á hendur sér. Hann segir ein-
faldlega að Bosníuserbar hafi barist
gegn heittrúuðum múslímum fyrir
hönd hinnar kristnu Evrópu.
Manískur
og þunglyndur
Mldaic er 53 ára, fæddur í Bosn-
íu-Hersegóvínu. Faðir hans barðist
með uppreisnarmönnum Títós gegn
Króötum og fasískum bandamönn-
um þeirra. Króatarnir drápu foður
hans. Haft er eftir Mladic að lát foð-
ur hans hafi haft mikO áhrif á hann
og hann hafi aOa tíð óskað hefndar.
Mladic vakti ungur athygli fyrir
gáfur og metnað við júgóslavneska
herskólann. Hann þykir mikiO
stríðsmaður og góður skipuleggj-
andi.
Mladic barðist gegn Króötum þeg-
ar þeir lýstu yfir sjálfstæði sínu
1990 en 1992 tók hann við stjóminni
yfir herjum Bosníuserba. Mladic
var kommúnisti eins og faðir hans
og samkvæmt hans kokkabókum
vora óvinirnir öfgafuOir múslímar
eða fasískir Króatar.
Ratko Mladic þykir afar öraggur
með sjálfan sig, nærri manískur.
HeimOdir segja hann þjást af geð-
hvarfasýki (manio-depressive) og
hann sé enn miður sín vegna sjálfs-
morðs dóttur sinnar fyrir tveimur
árum.
FuOtrúar Sameinuðu þjóðanna
segja fundi með Mladic gjaman þró-
ast í langdregið eintal hershöfðingj-
ans. Eftirlifendur frá Srebrenica
segja einnig frá kostulegum fundum
með Mladic eftir að griðlandið féO í
hendur Bosníuserbum.
Reuter o.Q.
um. Umrætt vitni lifði af þar sem hans. En hvað ábyrgð Karadzics sig í ofsóknarkennd og þunglyndi.
Ratko Mladic, t.v., og Radovan Karadzic eru ákærðir fyrir hræöilega stríðsglæpi í Bosníu: þjóöarmorð, brot gegn
mannkyninu og brot á alþjóðlegum reglum um stríösrekstur. Á neðri myndinni má sjá hvar rannsóknaraöilar hafa
grafið lík úr fjöldagröfum múslíma sem Bosníuserbar skutu þúsundum saman.
Símamyndir Reuter