Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 22
22 sérstæð sakamál LAÚGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 JLlV í moröæðinu gleymdu þeir félag- ar hinni upphaflegu áætlun, það er barneignunum sem áttu að tryggja vöxt og viðgang samtakanna. At- burðirnir í neðanjarðarbyrginu urðu, að sögn lögreglu, smám sam- an nær ólýsanlegir, en þegar hér var komið ákváðu þeir Lake og Ng að festa þá á myndband. Til þess skorti þá hins vegar tæki, og þá fóru þeir að svipast um eftir þeim. Brátt varð þeim ljóst að kunnur sjón- varpsmyndatökumaður, Harvey Dubbs, bjó um stundarfjórð- ungsakstur frá býlinu. Lake og Ng vopnuðust, óku að heimili Dubbs og réðust inn. Þar stálu þeir dýrum myndatökubúnaði og tóku Dubbs, konu hans og hálfs annars árs gamlan son þeirra með. Enn fleiri voðaverk Þegar komið var á býlið myrtu tvímenningarnir fyrst Dubbs en síð- an litla drenginn. Þá nauðguðu þeir konu Hubbs, pyntuðu hana síðan og myrtu. Líkið hlutuðu þeir í sundur. Fyrir kom að Lake og Ng héldu konum í byrginu vikum saman áður en þeir myrtu þær. Var þeim misboðið hvað eftir annaö og stöðugt stækkaði myndbandasafnið. En þeir fengu ekki nóg af morðum, heldur var sem drápin hefðu öfug áhrif. Þar kom að Lake og Ng fannst tími til kominn að hefna sín á kyn- hverfum, sem þeir höfðu mikla andúð á. Fóru þeir því stundum til San Francisco og myrtu homma. Meðal fórnardýranna voru einn kunnasti plötusnúður borgarinnar, Don Giuletti, og vinur hans, Mich- ael Carrol. Helgi eina 1985 var Robin nokkur Stapley í heimsókn hjá vinafólki sínu, Lonnie og Brendu Bond. Þau voru næstu nágrannar morðingj- anna í skóginum. Meðan fólkið sat og snæddi kvöldverð réðust þeir Lake og Ng inn á heimilið, vopnað- ir vélbyssum, og neyddu fólkið með sér til neðanjarðarbyrgisins. Þar myrtu þeir Stapley, Bonds-hjónin og nýfæddan son þeirra. Á einu myndbandanna sáu rann- sóknarlögreglumennirnir Brendu Bond biðja tvímenningana um að hlífa lífi sonarins en án árangurs. Leitin mikla og framsalið Mánuði eftir að Lake stytti sér aldur með eiturpillunni og meðan flett var ofan af hverju morðinu á fætur öðru stóð áköf leit að Charles Ng. Ættingjar hinna myrtu hrópuðu á réttlæti, en það var sem jörðin hefði gleypt Ng. Þótt hann væri eft- irlýstur um öll Bandaríkin og myndir af honum á fjölda lögreglu- stöðva fékkst engin vísbending um hvar hann var. Mánuðimir urðu að árum og það leit út fyrir að allar vonir um að fjöldamorðinginn yrði látinn gjalda fyrir voðaverkin virtust vera að verða að engu. Hugmyndir fóru því að vakna um að hann kynni að hafa stytt sér aldur eins og félagi hans. En Charles Ng var ekki látinn. Hann hafði orðiö vitni að því þegar Lake var handtekinn og gert sér ljóst að ekki væri til setunnar boð- ið. Hann flúði því til Kanada, þar sem hann lifði á smáafbrotum und- ir fölsku nafni. í október 1989 var Ng handtekinn við innbrot í Calgary, en í fyrstu neituðu kanadísk yfirvöld að fram- selja hann til Bandaríkjanna. Var ástæðan sú að þar gildir í flestum tilvikum sú regla að framselja ekki menn megi ætla að þeirra bíði af- taka í því landi sem fer fram á fram- salið. f febrúar 1992 létu kanadísk yfir- völd þó loks undan þrýstingi banda- ríska réttarkerfisins. Sjö árum eftir að hann hvarf var Charles Ng því sendur suður yfir landamærin til að gjalda fyrir þá glæpi sem hann hafði framið. Á hálfu öðru ári hurfu tuttugu og sex manns á dularfullan hátt á strjálbýlu svæði nærri Sacramento í Kaliforníu. Lögreglan gat ekkert að- hafst því ekkert benti til þess að af- brot hefðu verið framin, og því komst á kreik orðrómur um að geimverur væru farnar að stunda brottnám á þessum slóðum. Ekki varð það til að draga úr honum að í stöku tilvikum hurfu heilar fjöl- skyldur. Allt bendir til þess að manns- hvörfin hefðu orðið fleiri hefði ekki, nánast fyrir tilviljun, gerst atvik sem varð til þess að ljóst var að geimverur áttu engan hlut að máli. Þann 2. júlí 1985 náði lögregluþjónn- inn Paul Ziemer að leggja hendur á búðarþjóf í járnvöruverslun. Sá var beðinn að gera grein fyrir því hver hann væri og lagði þá fram ökuskír- teini með nafninu Robin Stapley. Minni Ziemers lögregluþjóns var hins vegar gott, því hann minntist þess að maður með þessu nafni hafði horfið hálfu ári áður. Meira bjó að baki Þegar Ziemer fór að rannsaka bíl búðarþjófsins fann hann í honum sjálfvirka skammbyssu með hljóð- deyfi og ljósmyndir af konum í ýms- um vafasömum stellingum. Ziemer hafði þegar í stað samband við sam- starfsmenn sína í fjarskiptatæki og innan stundar tókst að upplýsa að bíll búðarþjófsins var skráður eign Pauls nokkur Cosner, en hann hafði horfið sporlaust rúmu ári áður. Varð Ziemer nú ljóst að maðurinn sem hann hafði handtekið var ann- að og meira en venjulegur hnuplari. Þegar á lögreglustöðina var kom- ið hófst yfirheyrsla. Hinn handtekni var feitlaginn, en að öðru leyti held- ur venjulegur maður að sjá. Sagði hann nú frá þvi að í raun héti hann Leonard Lake og sagðist hann búa á eyðibýli í nærliggjandi skógi. Skyndilega byrjaði maðurinn að svitna og stama. Svo fór hann að segja á slitróttan hátt sögu af sér og nánum vini sínum, Charles Ng. Þeir væru að vinna að því að koma á nýju heimsskipulagi, eftir að hafa gert ýmislegt óhugnanlegt, en þó óhjákvæmilegt. Eiturpillan Þegar Ziemer lagði að Lake að skýra frá þvi sem þeir félagar hefðu gert bað hinn handtekni, sem varð stöðugt óstyrkari, um vatn að drekka. Honum var fært vatnsglas, en þá greip hann tækifærið til að gleypa litla pillu sem hann hafði á sér. Hún verkaði nær samstundis. Var um að ræða blásýru, bráðdrep- andi eitur, og áður en nokkur fékk að gert var Lake aUur. Það tók lögreglumennina nokkurn tíma að jafna sig eftir þetta áfaU, en þar eð þeir vissu nú hvar hinn látni hafði búið héldu þeir út í skóginn og komu þar að eyðibýlinu, sem svo hafði verið nefnt. Þar mætti þeim sjón sem vart veröur með orðum lýst. í neðanjarðarbyrgi úr steinsteypu fundu þeir pyntingarherbergi með aUs kyns tækjum og tólum og var storknað blóð á veggjum og gólfi. 1 fjórum eldstæðum voru leifar af mannabeinum og tönnum. í skáp voru rúmlega tíu mynd- bönd með upptökum af pyntingum á fimmtán konum. Var augljóst að Lake og maður af asískum uppruna höfðu staðið að kvalræðinu sem fómarlömbin höfðu orðiö að þola. Höfðu mennimir skipst á að vera pyntarar og böðlar. Innflytjandi Samverkamaður Lakes reyndist vera Charles Chat Ng, en hann hafði horfið sporlaust, og meðan hans var leitað um gervöll Banda- ríkin fóru rannsóknarlögreglumenn að reyna að gera sér grein fyrir því hvað bjó að baki ógnarverkunum. Charles Ng fæddist í Hong Kong Stúlkurnar fimmtán sem uröu fórnardýr tvímenninganna. Leonard Lake var um tíma kvæntur og er myndin tekin á brúökaupsdaginn. árið 1961 og kom til Bandaríkjanna ásamt foreldrum sínum í lok sjö- unda áratugarins. Þegar hann var átján ára gekk hann í sjóherinn og þjálfaði síðar menn í návígisaðferð- um. En árið 1982 var Ng gripinn við stuld úr vopnabúri á Hawaii-eyjum, þar sem hann gegndi þá herþjón- ustu. Var hann dæmdur í hálfs ann- ars árs fangelsi. Þegar Ng var látinn laus í febrú- ar 1984 heimsótti hann vin sinn, Leonard Lake, ofstækisfullan nýnasista, sem hafði þá breytt „býl- inu sínu“, eins og hann orðaði það, í sérstakar „búðir“ sem áttu að tryggja að hann héldi lífi hvað sem á gengi. Hafði hann meðal annars gert steinsteypt neðanjarðarbyrgi og innréttað það sem fangelsi og pyntingarklefa. Hugmyndafræðin Lake hafði í hyggju að stofna samtök sem hann myndi sjálfur stýra. Var hugmyndin sú að safna saman hópi kvenna, en með konun- um ætlaði Lake að eignast böm, en þannig hugðist hann koma upp hópi útvalinna, líkt og sumir frammá- síðarnefndi nýverið myrt æskuvin sinn, Charles Gunnar, sem hafði átt helming býlisins, en orsökin var sú að Gunnar fannst meðeigandi sinn vera kominn með hugmyndir sem ekki mætti hrinda í framkvæmd. Hann var með öðrum orðum orðinn þrándur í götu „foringjans". Lake gerði nú Ng að aðstoðar- manni sínum, og í sameiningu tóku þeir nú að leggja á ráðin um hvern- ig þeir gætu náð í konur. Þeir töldu að þeir yrðu að ráða yfir sendibíl til að flytja þær í. Þegar þeir komu auga á bíl sem þeir töldu að myndi henta vel til flutninganna myrtu þeir eiganda hans, Paul Cosner, og lögðu hald á bílinn. Kynórar og pyntingar Nú hófust konuránin, og i bíln- um fluttu þeir Lake og Ng ungu konurnar sem áttu aö þjóna þeim á þann hátt sem áður greinir. Þeir fóru með þær út til býlisins, þar sem þeir lokuðu þær inni í neðan- jarðarbyrginu. Þar var stúlkunum nauðgað, en síðan voru þær pyntað- ar og loks myrtar. Líkin voru svo brennd. Charles Ng. manna Þriðja ríkisins höfðu í huga á sínum tíma. Brátt kom þó í ljós að erfitt myndi að hrinda hugmyndinni í framkvæmd því engar konur gáfu sig fram til bameignanna. Þá var aðeins eitt ráð eftir, að ræna þeim. Þegar Ng heimsótti Lake hafði sá Morðin í byrgi „foringjans"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.