Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 18
18 LAMMRBBfiCHKffl. JBJAÍ 1996 Ég vaknaði ásamt eldri Abraka- daba systurinni, Evu Maríu, á Ásvallagötunni. Yngri systirin, Ragna Sara, var komin á fætur og lögst yfir Cheerios og Moggann. Hana hafði dreymt alla nóttina að Sigurjón Kjartansson væri að syngja Kattadúettinn, en þá var það Ormar köttur mjálmandi fyrir utan gluggann hjá henni. Við höfðum mælt okkur mót við Systu sminku úti í Loftkastala klukkan tíu. Hún var hvergi sjáan- leg og nú byrjaði ruglið. Húsið læst og ég ekki með lykil. Við keyrðum heim til mín á Smiðju- stíginn að ná í lykilinn. Þá mundi ég að ég hafði gleymt jakkanum mínum í Loftkastalanum daginn áður, meö lyklinum. Oooh, við neyðumst til að ræsa Palla sem var að vinna fram eftir öllu við að skipta út leikmyndum. Síðan kom í ljós að Systa kom klukkutíma fyrr, einhver misskilningur þar - og beið í þrjú korter fyrir utcm. Dularfullt leynidýr Hljómsveitin mætti mishress, Óskar Jónasson, Skari skrípó, eyddi megninu af deginum á æfingu en fór svo á krá og drakk bjór og datt svo inn í grillveislu. DV-mynd ÞÖK Lognaðist aftur út af Viö tókum eftir miðaldra manni fyrir utan gluggann sem var að reyna að reisa við trjáplöntu í potti. „Ætli þetta sé garðyrkjumað- ur hússins?" spurði Eva, „Held- urðu að þeir séu með sérstakan garðyrkjumann til að sjá um þenn- an eina pott?“ svaraði ég. „Kannski sér hann um pottinn og fær bjór í staðinn,“ stakk hún upp á. „Nei, þetta er sennilega eigandi hússins," vildi ég meina. Maður- inn kom inn og settist við borð ná- lægt okkur. Trjáplantan seig aftur niður. Eva sneri sér að manninum og sagði honum frá þvi. „Já, hún stendur illa uppi,“ svaraði hann. „Ég er búinn að segja dyraverðin- um frá því.“ - „Hva, vinnurðu ekki héma?“ spurði Eva. „Nei, nei, mér sárnaði bara að sjá tréð út á hlið.“ Ég gaf þeim tóm til að ræða þetta og náði í meiri Guinness. Þegar ég kom til baka voru þau bæði komin út að binda tréð við prik og dyra- vörðurinn vökvaði. Dagur í lífi Óskars Jónassonar, Skara skrípó: Drukkinn Guinness og Ragnar hafði verið í frumsýning- arpartíi hjá Stone Free. Samt hófst æfingin á umsömdum tíma, við reyndum að hreinsa upp tækni- vandamálin og samstilla tónlist og töfrabrögð. Boð bárust ofan úr Mosfellsdal að hestakerran væri ekki til taks, þannig að dularfulla leynidýrið okkar gat ekki mætt á æfinguna . . . Atriðin reyndust vera mislangt komin. Við einbeitt- um okkur að atriði sem við vomm hálfpartinn að semja jafnóðum. Um kvöldmatarleytið tók ég eftir því að hljómsveitin var orðin úr- vinda. Þeir sátu á tvist og bast um salinn með lúðra og trompet, blás- andi af veikum mætti eins og sprungnar blöðrur. Þetta var vond meðferð á ungum tónsnillingum, þannig að við slúttuðum. Löturhægt eftir Vesturgötunni Við Eva ókum löturhægt eftir Vestugötunni og ræddum hvemig við gætum nýtt kvöldið til að hvíla okkur. „Fáum okkur bjór,“, sagði Eva. „Bjór?“ svaraði ég. „Ég er svangur, skítugur og dauðþreytt- ur. Ég vil komast í bað.“ „Einn bjór, til að slappa af. Svo tökum við video og fórum heim í róleg- heit.“ Ég beygði inn í Hafnarstræt- ið. „Ókei,“ sagði ég, „en það verð- ur þá að vera Guinness." Það var samþykkt og bílinn stöðvaður fyr- ir framan Dubliner. í þvi sem við vorum að stíga út hringdi gamli farið í grillpartí góði farsíminn. Kjartan Kjartans- son hljóðmaður að bjóða okkur í grillveislu. Ég gaf honum í skyn að við værum örþreytt, en við skyld- um hafa þetta á milli eymanna. Ah, Guinness og gott gluggasæti við Hafnarstrætið. Þetta var góð hugmynd eftir allt. Brúmm . . .! Strætó óð fram hjá með Skara skrípó auglýsingu. Jiii, þetta kom óvænt, við vorum ekki búin að sjá þetta áður. Eva skaust eftir kvöld- mat til hátíðabrigða - poka af salt- hnetum. Við vorum orðin stálslegin eftir tvo Guinness á kjaft. Við ákváðum að skilja bílinn eftir og kýla á grill- veislu hjá Kjartani. Ég tók eftir því út undan mér þegar við yfirgáfum Dubliner að trjáhríslan var aftur að lognast út af. Kannski það hefði átt að vökva hana með Guinness? Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Pálmi Ingólfsson Móabarð 32B 200 220 Hafharfirði 2. Nína Sveinsdóttir Bólstaðarhlíð 42 105 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þgssi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin GuUauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 368 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.