Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 21
4- LAUGARDAGUR 20. JULI 1996 /reff/r Hið sterka fíkniefni amfetamín búið að ná gríðarlegri fótfestu hár á landi: Fíkniefnastefnu skortir á Islandi - Ijóst að löggæsla og tollur í núverandi mynd ná alls ekki að sporna við fíkniefnaukningu Sjö prósent líkur eru á að Islend- ingur þurfi að fara í meðferð hjá SÁÁ áður en hann verður 25 ára. „Það er aðallega amfetaminið sem hrekur menn í meðferð svo snemma sem raun ber vitni,“ segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir sem fullyrð- ir að „bærinn virðist hafa flotið í amfetamíni" í vetur vegna mikils framboðs og bendir jafnframt á þró- un síðustu ára. Lögreglumenn, sem DV hefur rætt við, taka að miklu leyti undir fullyrðingu Þórarins - framboð af amfetamíni á íslandi hafi verið í stöðugri aukningu frá árinu 1990: „Þó að hassskortur geri vart við sig virðist gatan samt alltaf geta náð sér í amfetamín. Þetta er verulegt áhyggjuefni," sagði einn þeirra. Þessar staðreyndir leiða hugann óneitanlega að því hvort fíkniefna- innflytjendum og sölum sé ekki gert nægilega erfitt fyrir. Er löggæslu- og forvarnarstarfi í fíkniefnamálum nægilega vel sinnt? Lögregla og tollur standa sig ekki of vel Lögreglumaður sem ekki vill láta nafns síns getið segir að „það sé vel hægt að fullyrða að lögregla og tolla- yfirvöld standi sig ekkert allt of vel í flkniefnamálum". Það geti stafað af skorti á aðhaldi eða almennu getuleysi. Fíkniefnalögregla hér á landi sé t.a.m. um einum áratug á eftir starfsfélögum sínum í ná- grannalöndunum hvað varði t.d. tækjabúnað og fleira mætti nefna. Hvað sem því líður er a.m.k. alveg ljóst að á síðustu árum hefur fikni- efni hvergi skort til að gera fólk að stofhanamat. Umfang SÁÁ eykst ár frá ári með stöðugri fjölgun fíkniefnasjúklinga. Þórarinn Tyrfingsson segir ástandið aldrei hafa verið verra en nú í ár: „Þetta kallar vissulega á meiri peninga og mannskap. Við erum nú með fleiri erfiðari sjúklingar að því leyti að þeir eru órólegri, þunglynd- ari og liður verr - þeir eru líka meira að hlaupa út. Þessir sjúkling- ar eru veikari, með sterkari fikn en aðrir,“ sagði Þórarinn. Lifrarbólga C, sem erfitt er að losna við, og Þórarinn telur „stór- kostlegt heilbrigðisvandamál“, er fylgifiskur hins vaxandi hóps sprautufíkla. Neyðarópið kemur frá endastöð- inni Framangreindar staðreyndir þýða að neyðaróp sé komið frá heil- brigðiskerfinu - endastöðinni á leið eiturlyfsins. Fikniefnið hefur þvi fengið að fara alla sína leið og náð að eyðileggja fólk og fjölskyldur - þjóðfélagsmynstrið. Það verður gjarnan þannig, eins og margir þekkja, sem fyrst er farið að bregð- ast við vandanum. Eins og fram kom í DV í vikunni hefur nákvæm rannsókn leitt í ljós að sprautufíklum hefur fjölgað mjög í meðferð hjá SÁÁ. Nú er svo kom- ið að nær einn af hverjum fimm skjólstæðingum stofnunarinnar hef- ur sprautað sig í æð. Samkvæmt ársskýrslu samtakanna veldur fjölg- un amfetamín- og sprautufíkla mest- um áhyggjum en einnig hefur verið leitt í ljós að stómeytendum kanna- bisefna hefur einnig fölgað í nær Fréttaljós á laugardegi Óttar Sveinsson öllum aldurshópum - þó sýnu mest hjá þeim sem eru 19 ára og yngri. Hvert stefnir íslenskt þjóðfélag? Karl Steinar Valssonar, afbrota- fræðingur hjá lögreglunni í Reykja- vík, benti á í vikunni að atvinnu- og menntamál skipti gríðarlega miklu máli þegar mið er tekið af fjölgun innbrota og ofbeldisglæpa að undan- fómu. „Við merkjum mikla aukningu í amfetamínneyslu og fangar segja mér að þeir keyri sig áfram á amfet- amíni á meðan þeir séu úti. Það er orðið miklu meira af harðari efnum og við sjáum sífellt meira af LSD á markaðnum," sagði Karl Steinar. Þetta leiðir hugann að því hvort fikniefna- og afbrotapólitík, og raun- ar einnig atvinnu- og menntapólitík, sé nægilega samhæfð hjá íslensum stjórnvöldum. Hafa íslensk stjórn- völd markað stefnu í þessum mál- um? Hefur t.d. einhver markað heildarstefnu í fikniefnapólitík á ís- landi sem farið er eftir. Hefur ein- hverjum ákveðnum aðila verið falin ábyrgð sem felst í að skipuleggja og hafa erfirlit með þessum málum? Um þetta sagði háttsettur lög- reglumaður í samtali við DV: „Það er engin fikniefnapólitík til á ís- landi - hana skortir algjörlega.“ Hvernig virkar amfetamín? En hvað er amfetamín? Hvert er mynstur þess sem neytir þess og fer síðan á Vog? Efnið, sem fyrst og fremst er ör- vandi fyrir miðtaugakerfið, var fundið upp fyrir síðustu aldamót og upp úr 1920 var það t.d. notað við kvefi. Um áratug síðar var það not- að gagnvart við ýmsum fleiri kvill- um og var efnið komið á fullan skrið í seinni heimsstyrjöldinni. Amfetamín slær á svengd og svefnþörf manna. Það var því grá- upplagt til að gefa þeim sem mikið þurfti að nást út úr - verkamönnum í hergagnaiðnaði og hermönnum var gefið efnið. Menn gerðu sér líka ljóst að skotgrafahermanni var hægt að halda í eins konar brjál- æðiskasti vikum saman með því að halda amfetamíni að honum. Á næstu áratugum fór efnið út á ólöglegan markað og hefur verið það síðan. Það hefur m.a. verið not- að sem grenningarmeðal, langferða- bílstjórar hafa tekið það, íþrótta- menn, skólafólk, námsmenn að ekki sé talaö um hina almennu fikla. Fyrst fór að bera á misnotkun am- fetamíns hér á landi upp úr 1980 en síðan hefur henni vaxið fiskur um hrygg. Þeir sem keyra sig áfram á „spít- ti“ fá gjarnan dökka bauga undir augu vegna svefnleysis og fyllast mikilli ofsóknarkennd. Þeim finnst allir vera á eftir sér, fara að verja sig og af því leiðir gjarnan ofbeldi. Amfetamínneytendur eru fljótir til ofbeldist gagnvart hver öðrum, gegn lögreglu og heimilisfólki sínu. Þung- lyndi og geðveiki skapast af lang- tíma amfetamínnotkun. Persónu- leiki breytist. Þórarinn yfirlæknir nefnir dæmi- gerða sögu af 18 ára pilti sem kom á Vog: „Hann drakk um helgar eins og gengur og gerist og það var farið að aukast hjá honum. Um sumarið kynntist hann afmetamini og byi-j- aði á því og prófaði líka E-pilluna. Hann ætlaði í skóla um haustið en entist bara í viku. Hann vann ekk- ert og var farinn aö sprauta sig með amfetamíni. Hann var orðinn mjög illa staddur. Seint í nóvember var ekkert annað að gera fyrir hann en aö fara á Vog.“ Kjarni málsins er þvi þessi: Viðurkenna æðstu stjóm- völd vandann og hafa þau ákveðið að bregðast við með ákveðnum að- gerðum? - Ekki hver í sinu horni heldur saman. Fulltrúar dómsmála- og löggæslu-, heilbrigðis- og fjár- mála hljóta að þurfa að marka skýr- ari stefnu í fikniefnamálum. Setja sér markmið og ákveða á hverju á að taka á, hvernig, á hvaða tíma og hverjir munu annast hlutverkin. 16 ' 14 12 10 8 6 4 2 0 j ^yy\ \ í j i L 1 /7 v 1.:: 1 }_ _}_ 1 * » » «r ’84 ‘85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 pv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.