Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 20. JULI 1996 afmæli 55 Ragnheiður Egilsdóttir Ragnheiður Egilsdótt- ir læknaritari, Ásvegi 17, Breiðdalsvík, er fimmtug í dag. Starfsferill Ragnheiður fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagn- fræðaskólanum við Lindargötu. Ragnheiður starfaði við mötuneyti Hagvirk- is við Hrauneyjafoss- virkjun, við Sultartanga og Kvíslaveitu 1979-86, var læknaritari við Krabbameins- deild Landspítalans 1986-94 en flutti þá til Breiðdalsvíkur. Þar var hún forstöðumaður dagvistar aldraðra í tæpt ár en tók við starfi læknaritara við Heilsugæslustöð Breiðdalsvíkur í síðasta mánuði. Ragnheiður var trúnað- armaður starfsmanna er hún starfaði í mötuneyti Hagvirkis. Fjölskylda Ragnheiður dóttir. Ragnheiður giftist 30.11. 1963 Lárusi Svanssyni, f. 18.11. 1942, skósmið og baadermanni hjá Bú- landstindi á Breiðdalsvík. Hann er sonur Svans Lárus- E9' s‘ sonar, f. 1913, d. 1996, verka- manns í Reykjavík, og Gunnþórunnar Stefánsdótt- ur, f. 1915, d. 1961, húsmóður i Reykjavík. Börn Ragnheiðar og Lárusar eru Egill Lárusson, f. 9.6. 1964, rafvirki ájá Marel, búsettur í Reykjavík en kona hans er Rúna Pétursdóttir og eru börn þeirra Jökull Alexander, f. 17.3. 1989, Ragnheiður Þóra, f. 7.11. 1990, og Hekla, f. 20.2. 1993; Höskuld- ur Öm Lárusson, f. 30.11. 1969, tón- listarmaður og starfsmaður hjá Mar- el, búsettur í Reykjavík en kona hans er Steinþóra Sævarsdóttir; Svanur Sævar Lárusson, f. 24.7. 1972, verslunarmaður hjá Fálkan- um, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ragnhildur Erla Hjartar- dóttir. Systkini Ragnheiðar eru Öm Eg- ilsson, f. 15.11. 1937, fulltrúi hjá Al- mannavörnum ríkisins, búsettur í Reykjavík en kona hans er Lonní Egilsson og eiga þau tvö börn; Hö- skuldur Egilsson, f. 18.1. 1943, versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Stöðfirð- inga á Breiðdalsvík en kona hans er Soffia Rögnvaldsdóttir og eiga þau fimm böm; Margrét Þórdís Egils- dóttir, f. 1.10. 1955, starfsmaður við Læknasetrið í Mjódd, búsett í Reykjavík en maður hennar er Osk- ar Smári Haraldsson rafvirki og starfrækja þau hjónin Raf-Ós hf. en þau eiga tvo syni. Foreldrar Ragnheiðar vora Egill Gestsson, f. 6.4. 1916, d. 1.11. 1987, tryggingamiðlari í Reykjavík, og Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir, f. 5.3. 1915, d. 7.12. 1986, húsmóðir. Ætt Egill var sonur Gests Árnasonar, prentara í Reykjavík, og Ragnheiðar Egilsdóttur. Arnleif var dóttir Höskulds Sig- urðssonar og Þórdísar Stefánsdóttur sem bjuggu á Djúpavogi. Ragnheiður tekur á móti vinum og ættingjum að Staðarborg í Breið- dal, í kvöld kl. 20.30. Samkvæmis- klæðnaður ekki æskilegur. Soffía Júnía Sigurðardóttir Soffia Júnía Sigurðardóttir, hús- móðir og listakona, Sólvöllum, Ár- skógssandi, verður níræð á mánu- daginn. Starfsferill Soffia fæddist á Brattavöllum á Árskógsströnd og ólst þar upp. Hún gekk í barnaskóla á Árskógssandi, reri þrettán ára með föður sínum til fiskjar á árabát frá Árskógssandi eitt sumar og var við beitningu og fiskþurrkun fram undir tvítugt. Soffia var formaður Kvenfélagsins Hvatar á Árskógsströnd í tvö ár og ritari þess í önnur tvö. Hún byrjaði fjórtán ára að syngja í kór Stærri- Árskógskirkju og söng þar í rúm fimmtíu ár. Soffia hefur safnað steinum í mörg ár, sagað þá til og slípað og gert úr þeim listmuni. Þá hefur hún málað á postulín og flauel, á rekavið og flísar. Fjölskylda Soffia giftist 1.12. 1926 Konráð Sig- urðssyni, f. 28.9. 1902, útgerðar- manni. Hann er sonur Sigurðar Sig- urðssonar, bónda á Kjama í Amar- neshreppi og síðar útvegsmanns á Hjalteyri, og Margrétar S. Sigurðar- dóttur húsfreyju. Börn Soffiu og Konráðs eru Alfreð Sigurlaugur Konráðsson, f. 14.7. 1930, rafvirki í Hrísey, kvæntur Val- dísi Þorsteinsdóttur, símstöðvar- stjóra í Hrísey, og eiga þau sex börn; Sigurður Tryggvi Konráðsson, f. 15.9. 1938, útgerðarmaður á Árskógssandi, kvæntur Ingibjörgu Þorsteinsdótt- ur, skrifstofustjóra á Ár- skógssandi, og eiga þau sex börn; Gunnlaugur Konráðsson, f. 16.7. 1946, útgerðarmaður á Árskógs- sandi, kvæntur Valborgu M. Stefánsdóttur útgerðar- f. 17.8. 1911, d. 1983, hús- freyja á Selá á Árskógs- strönd og síðan á Akur- eyri; Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. 23.10. 1908, d. 3.4. 1929. Foreldrar Soffiu voru Sigurður Flóvent Sig- urðsson, f. 4.7. 1876, d. 7.7. 1937, útvegsbóndi á Brattavöllum á Árskógs- strönd, og k.h., Anna Sig- _ , ríður Sigurgeirsdóttir, f. konu og eiga þau fjögur Soffía Júnía Sigurð- jo.l. 1880, d. 19.5. 1953, böm. ardóttir. Systkini Soffiu: Gunn- laugur Sigurðsson, f. 21.8. 1902, d. 1986, útvegsbóndi á Árskógs- strönd; Anna Soffia Sigurðardóttir, húsfreyja. Soffia býður upp á kaffi á heimili sínu sunnudaginn 21.7. frá kl. 15.00. Jóhann Olafsson Jóhann Ólafsson, fyrrv. verslun- armaður, Brekkustíg 16, Njarðvík, er sextugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann flutti til Njarð- víkur 1953 og hóf þá störf hjá Olíufé- laginu Esso á Keflavíkurflugvelli. Seinna vann hann svo við verslun- ina Stapafell til 1964. Þau hjónin stofnuðu verslunina Lindina í Kefla- vík sem þau starfræktu frá 1964 og þar til þau hættu rekstri sl. vor. Hann starfar nú hjá Teppahreinsun Suðurnesja. Jóhann var einn af stofhendum Hjálparsveitar skáta í Njarðvík en hann starfaði mikið með sveitinn fyrstu árin; Fjölskylda Jóhann kvæntist 25.12. 1964 Jónu Björg Georgs- dóttur, f. 10.5. 1930, bréf- bera. Hún er dóttir Georgs Emils Péturs Péturssonar og Guðrúnar Magnúsdótt- ur, frá Brekku í Njarðvík, en þau era bæði látin. Sonur Jóhanns og Jónu Bjargar er Kristján, f. 15.1. 1968, starfsmaður við Sorpeyðingarstöð Suður- nesja, búsettur í Njarðvík, en unnusta hans er Svanhildur Ei- Jóhann Ólafsson. Björn ríksdóttir. Fósturdætur Jóhanns eru Guðbjörg Lilja Jóns- dóttir, f. 18.4. 1965, starfs- maður hjá íslenskum markaði á Keflavíkur- flugvelli, búsett í Kefla- vík en unnusti hennar er Sigurður Ásgrimsson og eiga þau tvö böm, Maríu og Kristófer; Rut Jóns- dóttir, f. 3.8.1968, gift Þór- ami Sveini Jónassyni og eiga þau þrjár dætur, Þór- unni Jónu, Telmu Ýr og Tinnu Rut. Bræður Jóhanns eru Grétar, f. 23.1. 1934, lést af slysförum 1981, starfsmaður á Kefla- víkurflugvelli, var kvæntur Þóru Sigríði Jónsdóttur; Ásgeir, f. 2.7. 1938, starfsmaður á Keflavíkurflug- velli, búsettur i Njarðvík, kvæntur Helgu Óskarsdóttur; Rúdolf Jens, f. 2.7. 1938, starfsmaður hjá Sláturfé- lagi Suðurlands á Selfossi, búsettur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur. Foreldrar Jóhanns: Ólafur Þórður Þórberg Benediktsson Ásgeirsson, f. 29.6. 1908, d. 17.9. 1965, og Ingiríður Magnúsína Björnsdóttir, f. 29.7.1908. Þau bjuggu lengst af í Njarðvík. lil hamingju með afmælið 20. júlí 95 ára Eyþór Þórðarson, Stekkjargötu 3, Neskaupstað. 80 ára Jóhannes Jónsson, Austurbergi 32, Reykjavík. 75 ára Gunnar Ólafsson, Unnarbraut 2, Seltjamamesi. Hagalín Guðmundsson, Vogatungu 33A, Kópavogi. 70 ára Margrét Antonsdóttir, Langholti 15, Akureyri. Ásgerður Júlíusdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Finnur H. Guðmundsson, Hátúni 10A, Reykjavík. Finnur er að heiman. 60 ára Birgir Gíslason, Þórólfsgötu 19A, Borgarnesi. yölundur Bjömsson, Álakvísl 6, Reykjavík. 50 ára Guðbrandur Sverrisson, Bassastöðum, Kaldrananeshreppi. Lára Kjartansdóttir, Safamýri 13, Reykjavík. Halldór Ingi Dagsson, Lyngbraut 3, Garði. Stein Hvasshovd, Bollagötu 2, Reykjavík. 40 ára Guðrún Jósafatsdóttir, Þverárseli 18, Reykjavík. Gerða Björk Kristinsdóttir, Álakvísl 71, Reykjavík. Sigríðiu- Jónsdóttir, Urðarstíg 3, Hafnarfirði. Björn Steinar Sveinsson, Kirkjustíg 7, Siglufirði. Helgi Jónas Sigurðsson, Lindarbraut 6, Seltjarnarnesi. Kristinn Pétursson, Sauðanesi, Höffi í Hornafirði. Helga Hrafnhildur Ásgeirsdóttir, Austurströnd 14, Seltjarnarnesi. Þórólfur Jóhannsson, Melasíðu 3H, Akureyri. Ámi Jóhannsson, Hæðarbyggð 19, Garðabæ. Björg Sveinsdóttir, Hörgshlíð 8, Reykjavík. Jónína Kristín Steinþórsdóttir Jónína Kristín Steinþórsdóttir húsmóðir, Austurgötu 21, nú Dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, er ní- ræð í dag. Starfsferill Jónína fæddist í Vík í Héðinsfirði en ólst upp á Siglufirði. Hún stund- aði bamaskólanám við Bamaskóla Siglufjarðar og var síðar einn vetur í kvöldskóla. Jónína vann í tíu ár við síma- vörslu á Siglufirði og stundaði síðan verslunarstörf i tvö og hálft ár. Þá var hún þrjá vetur stundakennari í handavinnu við Oddeyrarskóla á Akureyri. Jónína sat í stjórn Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri í þrjátíu ár, var þar af formaður félagsins í þrettán ár, en hún er nú heiðursfélagi þess. Hún vann að bindindismálum í mörg ár og er heiðursfélagi Stór- stúkunnar. Þá var hún varafulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar í eitt kjör- tímabil og sat í framfærslunefnd í nokkur ár. Jónína hefur þýtt tuttugu og tvær barnabækur úr dönsku, norsku og sænsku. Fjölskylda Jónína giftist 22.2. 1930 fyrri manni sínum, Sveini Jóhannssyni, f. 16.2. 1903, d. 13.6. 1932, kaup- manni. Hún giftist 4.10. 1939 seinni manni sínum, Eiríki Sigurðssyni, f. 16.10. 1903, d. 17.11. 1980, skólastjóra Oddeyrarskóla á Akureyri. Hann var sonur Sigurðar Þórðarsonar, bónda í Breiðdal, og Valgerðar Ei- ríksdóttur húsfreyju. Kjörsonur Jóninu er Hákon Ei- ríksson, f. 13.10. 1942, d. 1982, var kvæntur Mörtu Jóhansdóttur, f. 10.12. 1937, en dóttir Hákonar og Ólafíu Blöndal er Anna María, f. 23.12. 1965. Fósturdóttir Jónínu er Þóra G. Ásgeirsdóttir, f. 17.12. 1950, gift Her- manni Huijbens, f. 18.8. 1948, og eru synir þeirra Edward Hákon, f. 28.3. 1976, og Eiríkur George, f. 12.3. 1977. Hálfsystkini Jónínu, sammæðra: Halldóra Bjarnadóttir, f. 1910, d. 1928; Guðmunda Bjarnadóttir, f. 1912, d. 1990; Guðrún Bjamadóttir, f. 1914; Guðmundur Bjarnason, f. 1916, nú látinn; Jón Þorgrímur Bjarna- son, f. 1918; Ólöf Bjamadóttir, f. 1919; Eysteinn Einarsson, f. 1923. Hálfsystkini Jónínu, samfeðra: Kristjana Steinþóra, f. 11.12. 1900; Guðrún, f. 7.4. 1902, d. 1958; Sigur- páll, f. 20.9. 1903, nú látinn; Ólöf, f. 22.5. 1905, nú látin; Anna Lilja, f. 9.12. 1906, nú látin. Foreldrar Jónínu voru Steinþór Þorsteinsson, b. í Héðinsfirði og Ól- afsfirði, og Ólöf Þorláksdóttir, f. 20.6. 1889, d. 1985, húsmóðir. Fósturforeldrar Jónínu vora Ein- ar Eyjólfsson, f. 18.10. 1877, d. 1965, síldarmatsmaður á Siglufirði, og Eggertína Guðmundsdóttir, f. 19.1. 1885, d. 1965, húsmóðir. Jónína er að heiman á afmælis- daginn. Askrifendur fá aukaafslátt af Smáauglýsingar smáauglýsingum DV DV 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.