Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 12
i2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 JjV [ Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Patricla D. Cornwell: From Potter’s Fleld. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Mlchael Crlchton: The Lost World. 4. Stephen Klng: The Bad Death of Edward Delacrolx. 5. Pat Barker: The Thost Road. 6. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. 7. Josteln Gaarder: Sophle's World. 8. Danlelle Steel: Llghtnlng. 9. Nlck Hornby: Hlgh Fldelity. 10. Joanna Trollope: The Best of Frlends. Rlt almenns eölis: 1. Erlc Lomax: The Rallway Man. 2. Paul Theroux: The Plllars of Hercules. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Wlll Hutton: The State We’re In. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Chrls Ryan: The One that Got Away. 7. Margaret Forster: Hldden Uves: A Famlly Memolr. 8. Graham Hancock: Rngerprlnts of the Gods. 9. Garry Nelson: Left Foot Forward. 10. PJ. O’Rourke: Age and Gulle Beat Youth, Innocence and a Bad Halrcut. Innbundnar skáldsögur , 1. Robert Jordan: A Crown of Swords. 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. 3. John Grisham: The Runaway Jury. 4. lain M. Banks: Excesslons. 5. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. Innbundln rit almenns eðlis: 1. Jack Ramsay: SAS: The Soldler's Story. 2. Brlan Scovell: Dlckle. 3. Davld Hopps: Free as a Blrd. 4. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesls. 5. Wendy Beckett: The Story of Palnting. (Byggt á The Sunday Times) „Nánast fyrir tilviljun orðinn leikritaskáld" Enska leikritaskáldið Jim Cartwright virðist njóta óvenju- legra vinsælda hér á landi. Helstu verk hans hafa þegar verið sýnd í leikhúsum hér og fengið góða að- sókn; Strætið, Barpar og Taktu lag- ið, Lóa. Og í síöustu viku var Stone Free, nýjasta leikrit hans, frumsýnt hér, að vísu við daprar undirtektir gagnrýnenda. Sjálfur er hann lítið fyrir að vera í sviðsljósinu, að sögn enskra dag- blaða, sem hafa þó birt við hann nokkur viðtöl á undanfórnum árum. Það sem hér fer á eftir er byggt á nokkrum slíkum. Hætti í skóla 16 ára Cartwright er af alþýðufólki kom- inn; fæddur árið 1958 í Farnworth, sem er lítill iðnaðarbær skammt frá Bolton, en þar vann faðir hans í verksmiðju. Hann ólst upp á þeim sama stað og gekk í skóla til sextán ára aldurs. í viðtölum segist hann hafa saknað þess síöar að hafa ekki komist í háskóla; vegna lítillar skólagöngu sé hann t.d. lítt lesinn í bókmenntum. í skólanum kynntist hann samt leiklistinni með eftirminnilegum hætti. Einn kennarinn las fyrir nemendur leikrit Shakespeares um Ríkarð þriðja. „Þaö hafði gífurleg áhrif á mig,“ sagði hann síðar í blaðaviötali. Hann fór að yrkja Ijóð á þessum árum, en ákvað síðan að gerast leikari og fékk inngöngu í leiklistarskóla. Ekki líkaði honum vistin þar sem best, hætti því námi og reyndi fyrir sér um hríð sem leikari, en hélt síð- an til baka til Farnworth, gekk í Úr íslenskri uppfærslu á Strætinu. Umsjón Elías Snæland Jónsson hjónaband, eignaðist barn með konu sinni, leitaði stöðugt að vinnu en skrifaði þess á milli stök atriði í leikrit. Þessi brot voru lesin í leikhúsi sem fól honum að fullgera verkið. Árangurinn var sjónleikurinn Road (Strætið), sem leit dagsins ljós árið 1986 og vakti athygli. „Það var gam- an,“ sagði hann síðar í viðtali. „Ég var 26 eða 27 ára og nánast fyrir til- viljun orðinn leikritaskáld." Strætið þótti merkileg lýsing á hráum veruleika í hnignandi iðnað- arbæjum Englands þar sem at- vinnuleysi, eiturlyf og glæpir eru daglegt brauð. I kjölfar frumsýning- arinnar var hann beðinn um fleiri verk og þau komu hvert af ööru næstu árin: Bed, Baths (útvarpsleik- rit sem hann sagðist hafa samið á aðeins tveimur timum), June, Two (Barpar) og handritið að kvikmynd- inni Wroom. Sló ígegn 1992 Það var svo með leikritinu The Rise and Fall of Little Voice (Taktu lagið, Lóa) árið 1992 sem Cartwright sló rækflega í gegn á Englandi. Það varð fyrst verka hans til að komast á svið í leikhúshverfínu fræga í West End í London, hlaut tvenn leiklistarverðlaun, og har hróður hans tU annarra landa - að vísu með misjöfnum árangri. Þannig voru gagnrýnendur í New York afar neikvæðir. Næsta verk Cartwrights var svo Stone Free, sem nú hefur verið sett upp hér á landi. Leikrit þetta var samið að beiðni leikhúss í Bolton og fyrst frumsýnt þar árið 1991 undir nafninu Eight Miles High. Hann endurskoðaði verkið, sem gerist á rokkhátíð í Norður-Englandi fyrir aldarfjórðungi eða svo, og breytti nafninu um leið í Stone Free. Þannig var leikritið sett á svið í Bristol árið 1994, og reyndar fært upp að nýju þar í borg síðastliðið sumar. Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mlle: Coffey's Hands. 2. Pat Conroy: Beach Muslc. 3. Sandra Brown: The Wltness. 4. T. Clancy & S. Pleczenlk: Games of State. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Stephen Klng: The Green Mlle: The Mouse on the Mlle. 7. Dean Koontz: The Eyes of Darkness. 8. Stephen Klng: Rose Madder. 9. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 10. John Grlsham: The Ralnmaker. 11. Mary Hlgglns Clark: Let Me Call You Sweetheart. 12. Rlchard Ford: Independence Day. 13. Jouh Saul: Black Llghtlng. 14. Linda Howard: Shades of Twlllght. 15. Carol Hlgglns Clark: I lced- I Rit almenns eðlis: : 1. John Felnsteln: A Good Walk Spolled. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 3. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvllization. 4. Mary Karr: The Llar's Club. 5. Jack Miles: fl God: A Blography. 6. James Carville: We’re Right, They're Wrong. 7. Isabel Allende: Paula. 8. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 9. Andrew Well: Spontaneous Heallng. 10. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 11. Helen Prejean: Dead Man Walking. 12. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 13. Ann Ruie: Dead by Sunset. 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. Balley Whlte: Sleeplng at the Starllte Motel. (Byggt á New York Times Book Revlew) ,2. i,~, /■!', » ' ' .y-xV- „, ét fíg ■ > ■ vismdi____________________ Te er bæði gott og hollt Sífellt fleiri rannsóknir benda nú til þess að kaffi og te séu ekki einasta góðir drykkir heldur líka meinhollir og heilsubætandi. Þannig bendir ný rannsókn, sem gerð var í Hollandi, til þess að hættan á að fá heilablóðfall minnki um allt að sjötíu prósent hjá þeim sem drekka fimm te- bolla á dag. Vísindamennimir segja að það sem geri teið svona hollt og gott séu efni sem kallast flavonóídar en þau verka m.a. eins og andox- i unarefni. Reykleysi gegn krabba Rannsókn, sem gerð var á kon- um sem reyktu og höfðu allar fengið frumubreytingar í leg- hálsi, leiddi í ljós að hjá þeim sem annaðhvort steinhættu að reykja eða drógu mjög úr reyk- ingunum gengu frumubreyting- arnar ýmist til baka eða þær minnkuðu. Frumubreytingamar höfðu hins vegar tilhneigingu til . að versna hjá þeim sem héldu uppteknum hætti, segir í lækna- ritinu Lancet. Frumubreytingar í leghálsi geta í versta falli þróast yfir í krabbamein. Skýringin á því að frumubreytingamar geti horfið við þaö aö hætta að reykja mun vera sú að tóbaksreykur veikir ónæmissvömn i leghálsinum og | hann er því viðkvæmari. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Eiturefnaúrgangur getur borist börnum með móðurmjólkinni Brjóstagjöf hefur löngum þótt besta aðferðin við að næra ungbörn. Nú em vís- indamenn hins vegar komnir í hár saman vegna fuflyröinga um að eitur- efnaúrgangur safnist fyrir í konum og skili sér út í mjólk þeirra og til barn- anna. Hér er fyrst og fremst átt við efnið díoxín sem myndast aðallega þegar plastefni eru brennd. Dí- oxin er eiturefni sem fer út í fæðukeðjuna og safnast saman með tímanum í efsta hlekk hennar, manninum. Og eina leiðin til að losa sig við efnið er með móður- mjólkinni. Fyrsta barn konu getur á aðeins einu ári fengið með móðurmjólkinni aUt að 14 prósent þess magns díoxín- efna sem er innan hættu- marka fyrir heila mannsævi. Vísindamenn á Norðurlöndum halda því fram að ein af hverjum tíu konum hafi svo mikið magn díoxíns í sér að þær ættu ekki að gefa böm- um sínum brjóst nema í örfáar vik- ur. Þeir ætla að reyna að þrýsta á Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunina (WHO) um að fundin verði ódýr að- ferð til að mæla díoxínmagn í kon- um. Breska landbúnaðarráðuneytið birti hins vegar fyrir skömmu nið- urstöður rannsókna sem gerðar voru á bamasjúkrahúsi í Glasgow þar sem í ljós kom að svo virtist sem díoxínmagn í brjóstamjólk hefði minnkað um þriðjung á síðast- liðnum fimm árum. Niðrstöður þessar fengust eftir flóknar og dýrar prófanir á tuttugu konum í Glasgow og jafn mörgum í Birmingham. En þótt magn díoxíns hafi mælst minna en í fyrri prófunum reyndust ungbörn þó fá tíu sinnum meira en talið er óhætt að fullorðinn einstakl- ingur í Bretlandi fái á einum degi. í Bandarikjunum, Hollandi og Þýska- landi hafa hættumörkin nú verið lækkuð og em þau einn tíundi af því sem viðgengst í Bretlandi. Einn helsti sérfræðingur heims- ins í þessum málum er hollenska vísindakonan Jana Koppe. Hún seg- ir rannsóknir sínar hafa sýnt fram á að díoxín hafi áhrif á starfsemi skjald- kirtils og lifrar ungbarna. Efnið geti einnig valdið þvi að bömin sýni áreiti minni svörun. Talið sé að efnið skaði börnin mest á meðan þau eru enn í móðurkviði. Koppe segir að ekki sé hægt að segja til um hver sé með mikið magn díoxins og hver ekki. „Það eru nokkrar tölfræðilegar vís- bendingar. Ef kona er kom- in á fertugsaldurinn eða eldri er magnið meira vegna þess að efnið safnast saman með tímanum. Ef hún borðar mikið af dýrafltu, einkum fisk og mjólkurafurðir, verður magnið meira af því að þetta eru helstu uppsprett- urnar og ef hún hefur aldrei haft barn á brjósti fyrr verð- ur magnið hátt,“ segir Koppe. Hún vill líka að WHO taki mál þetta alvarlegar en gert er en það gengur í raun þvert á áróður stofn- unarinnar, einkum í löndum þriðja heimsins, um að konur hafi börn sín á brjósti. Koppe segir að fyrir mikinn meirihluta kvenna vegi kostir brjóstagjafar fyrir bæði heilsu þeirra og bamanna þyngra en hugs- anleg hætta. Hún segir þó að konur, sem hafi af þessu áhyggjur, ættu að forðast dýrafitu og drekka fitu- snauða mjólk. Kynding tengist asma Bömum sem búa í miðstöðvar- kyntum húsum er tvisvar sinn- um hættara við að fá asma eða heymæði en bömum sem búa í húsum þar sem kol eða viður eru brennd, segir í niðurstöðum rannsóknar þýskra vísinda- manna á 1700 börnum. Um 40 prósent barnanna bjuggu í húsum með miöstöðvar- kyndingu, um 40 prósent bjuggu við kola- eða viðarbrennslu og þeir sem eftir voru bjuggu við olíu- eða gaskyndingu. Breskir vísindamenn greindu fyrir stuttu frá því að konur sem elduðu á gaseldavélum væm lík- legri til að fá asma en aðrar kon- ur. Læknar segja að svo virðist sem tengsl séu milli þess sem fólk notar til að kynda heimili sín og tíðni asma. Alheimurinn bætir á sig Alheimurinn hefur verið að I þyngjast upp á síðkastið og eru það svo sannarlega góðar fréttir fyrir þá sem þar búa, segir í I grein í tímaritinu Science. í greininni segir aö því meiri sem þyngdaraukning alheimsins sé, þeim mun meiri líkur séu á að hann haldi áfram að þenjast út í hið óendanlega. En samkvæmt einni kenningu, er rétt nægilega mikið eftir af | þekktri þyngd til þess að alheim- Íurinn vegi salt milli endalausrar þenslu og hruns. Stjarnvísinda- menn hafa lengi leitað svokallaðs „dökks efnis" til að bæta við !þyngd alheimsins en það er ósýnilegt, þótt það sé raunveru- : legt engu að síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.