Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. JULI1996
15
„Skammt er heim í Fjörðu,“
sagði Leifur Hróðmarsson við Öl-
móð hinn gamla Hörða-Kárason
eftir að þeir frændumir höfðu far-
ið með sigur af hólmi í sjóorust-
unni við fyrrum bandamenn Leifs
í vesturvíking, syni Atla á Gaul-
um, Sognjarls.
Ef marka má frásagnir í Land-
námabók og Flóamanna sögu
hófst með þessum bardaga það
ferli mannvíga sem endaði með
því að Leifur varð að hverfa trá
Noregi ásamt fóstbróður sínum og
frænda, Ingólfi Amarsyni, bónda í
Hrifudal við Dalsfjörð. Þeir völdu
sem kunnugt er að fara með allt
sitt hafurtask til hins nýfundna
lands í vestri, íslands.
Djörfung og dug
Til þess þurfti djörfung og dug.
Margir munu taka undir með Jóni
Sigurðssyni forseta, sem lýsti því
sem honum fannst aðdáunarvert
við íslensku landnámsmennina:
„Á aðra hönd kjarkurinn, að
láta ekki kúgast af ræningjanum
Haraldi hinum hárfagra; áræðið
að voga sér með öllum sínum á
litlum skipum út á reginhafið og
þekkja þó ekki til leiðsagnar nema
nokkrar stjörnur eða blótaða
hrafna; og dugnaðurinn að leggja
undir sig svo mikið land sem ís-
land er og rækta það með þeim
forvirkjum, sem enn sér merki í
dag, eftir svo margra alda niður-
níðslu; og síðan að taka sér Græn-
land og nokkum hluta Vesturálfu,
en halda þó jafnframt samgöngum
við ættfrændur sína í Noregi,
Danmörku, Sviþjóð, á Englandi,
írlandi, Orkneyjum og Skotlandi.
En á aðra hönd eru ekki síður að-
dáanleg þolgæði þeirra og tryggð,
einurð og hugrekki og margir aör-
ir mannkostir."
í þá daga var ekki létt verk að
sigla á milli Noregs og íslands, en
það er breytt nú á dögum eins og
annað. Við eigum auðvelt með að
fara „heim í Fjörðu" Leifs og Ing-
ólfs og getum þá í leiðinni reynt
að setja okkur í fótspor þeirra.
Skyldleiki
Norsku vestfirðirnir, sunnan
Álasunds og norðan Björgvinjar,
eru stórbrotnasti hluti Noregs.
Stytta Ingolfs Arnarsonar
í Noregi og horfir þar út á
á Arnarhóli. Nú stendur landnámsmaöurinn líka á bernskuslóöum sínum viö Dalsfjörð
fjörðinn eins og hann sé að gá að skipakomum. DV-mynd BG
Þaðan komu margir fyrstu lands-
námsmanna okkar, að því er talið
er - einkum frá Sogni, Firðafylki
eða Fjörðunum og Hörðalandi.
Það er því ekkert undarlegt þótt
íslenskt ferðafólk, sem heimsækir
þetta svæði meira en eOefu hund-
ruð árum eftir að Ingólfur og Leif-
ur lögðu af stað til íslands, finni
til skyldleika við þetta vogskoma
land og fólkið sem þar býr. Þetta
fann ég gjörla á ferð minni um
þessar fornu íslendingaslóðir í ný-
liðnum mánuði.
Þegar ekið er frá norsku höfuð-
borginni vestur á bóginn er yfir
mestu fjallgarða Noregs að fara,
þar sem ekki er nú þegar hægt að
aka gegnum fjöllin - en Norðmenn
hafa keppst við að bora sig í gegn-
um fjallgarða af engu minni krafti
en frændur okkar í Færeyjum.
Minna heiðamar á margt um ís-
lensk fjallahéruð, þótt víðast hvar
sé auðvitað mun meiri gróður á
þeim norsku.
Handan fjaUgarðanna taka við
nánast endalausir firðir, vogar og
vikur. Mai’gir fjarðanna era lang-
ir og miklir, fjaOshlíðarnar gjam-
an brattar og skógi vaxnar.
Heimabyggð Ingólfs
Heimildir okkar um Ingólf Arn-
arson og fóstbróður hans er fyrst
og fremst að finna í Landnámu og
Flóamanna sögu. Samkvæmt þess-
um fomu fræðum vora þeir fost-
bræður ættaðir frá Þelamörk, en
afar þeirra urðu að hverfa þaðan
fyrir víga sakir. Héldu þeir vestur
á bóginn og staðfestust í Dalsfirði
á Fjölum, eins og það er orðað.
Þeir frændur fæddust því og
ólust upp í Dalsfirði, sem gengur
inn af hinum volduga Sognfirði.
Vísir menn hafa getið sér til að
fjölskylda Ingólfs hafi búið í
Hrífudal, sem er frekar utarlega
við fjörðinn norðanverðan.
Frá þeim stað er faUegt útsýni
tU beggja átta yfir spegUsléttan sjó
og skógi vaxnar hlíðar. Víða er
mjög takmarkað undirlendi til bú-
setu og því ekki að undra þótt
mörgum bændasyninum hafi fljót-
lega þótt þröngt um sig hér um
slóðir í bændasamfélagi víkinga-
aldar og leitað nýrra heimkynna
þegar af þeim sökum.
En sögurnar greina frá því að
annað og meira hafi orðið til að
Laugardagspistill
Elías Snæland Jónsson
ýta við Ingólfi og Leifi. Þeir fóra
ungir í víking - Ingólfur tvítugur
að aldri en Leifur átján ára - með
sonum héraðshöfðingjans, Atla
jarls, og varð vel til fanga. En ást-
armál og heitstrengingar urðu tU
alvarlegs ósættis. Einn af sonum
Atla hét því að eignast Helgu, syst-
ur Ingólfs, sem var þegar æUuð
Leifi, og var þá úti um vináttuna.
Þau vígaferli, sem fylgdu í kjölfar-
ið, urðu til þess að þeir fóstbræð-
ur urðu að hverfa frá heimkynn-
um sínum og leita alfarnir á nýjar
slóðir - eins og afar þeirra áður.
Minnismerki í Hrífudal
Samt má segja að Ingólfur sé í
vissum skilningi kominn heim á
ný. Líkneski hans stendur nefni-
ega á hæð einni við munna Hrífu-
dals. Þar horfir kappinn með
ábúðarmiklum svip út á fjörðinn
eins og hann sé að gá að skipa-
komum.
Hér er um að ræða afsteypu af
þeirri styttu sem allir íslendingar
kannast við og stendur á Arnar-
hóli. Henni hefur verið komið fyr-
ir á stall í fallegum, afgirtum gróð-
urreit rétt við þjóðveginn, þar sem
norskar og íslenskar fánaveifur
blakta í golunni honum til heið-
urs. Þessi stytta var reist fyrir
nokkrum áram fyrir frumkvæði
nokkurra íslendinga og fer vel á
þessum stað.
Lærdómsrikt var aö minnast
þess við fótstall Ingólfs í Hrífudal
hversu margt það sem sjálfsagt
þykir nú var lengi að verða að
veruleika. Það á við um tilvist
þessa bautasteins um fyrsta land-
námsmann okkar af norrænu
kyni.
Hugmyndin um slíkt minnis-
merki mun fyrst hafa verið sett
fram í blaðinu Þjóðólfi árið 1863.
Það var hins vegar ekki fyrr en í
byrjun þessarar aldar sem nokkur
skriður komst á málið. Þá hófu
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík
og nokkrir einstaklingar samskot
meðal landsmanna til að kosta
gerð styttunnar og uppsetningu.
Einar Jónsson myndhöggvari
gerði um sama leyti frummynd að
þessari kunnu styttu í vinnustofu
sinni í Rómaborg.
Einn þeirra sem börðust fyrir
því að stytta af Ingólfi risi á Am-
arhóli var Guðmundur Finnboga-
son. Hann flutti um það efni opin-
bert erindi árið 1906 og lýsti
myndinni þá svo:
„Hann er ungur maður, fríður
sýnum og höfðinglegur. í svip
hans og viðmóti skín trúnaðar-
traustið, styrkurinn og stefnufest-
an. Öruggur horfir hann yfir land-
ið, sem guðirnir hafa vísað honum
á, landið sem nú á að eignast allar
vonir hans, alla hans dáð og
drengskap. Hann finnur að hann
er forgöngumaður inn í land fram-
tíðarinnar."
Guðmundur taldi reyndar að
samtökin um að reisa styttuna
væru merki um óvenjulegan gró-
anda í þjóðlífinu. „Ég lít svo á að
þessi hreyfing sé aðeins eitt af
mörgum gleöilegum táknum sem
ffam era komin í þjóðlífi voru á
síðustu tímum, táknum þess að
þjóð vor sé að vakna til vitundar
um afl sitt og skyldur við sjálfa
sig, tákn um að nýr dagur er að
rerrna upp,“ sagði hann í erindi
sínu.
Auðvitað hefur hann ekki getað
imyndað sér þá að það myndi taka
fjöldamörg ár að koma þessum
bautasteini á sinn rétta stað - en
styttan af Ingólfi Amarsyni reis
fyrst á Arnarhóli átján árum síð-
ar, 1924.
Friðarhöfðingi?
í forvitnilegri grein sem Jónas
Jónsson frá Hriflu skrifaði um
Einar Jónsson á fyrri hluta aldar-
innar telur hann að sjá megi í
tveimur gerðum þessarar myndar
af Ingólfi straumhvörf sem orðið
hafi á ferli listamannsins þegar
hið „dulræna og dularfulla" hafi
farið að hafa sterk áhrif á list
hans:
„Það er auðveldast að athuga
þessa markalínu í starfi Einars
Jónssonar meö því að bera saman
minnismerki Ingólfs Arnarsonar í
safhinu á Skólavörðuhæð og eir-
líkneskið á Amarhóli," skrifar
Jónas. „Þegar hann byrjaði að fást
við Ingólfsmyndina, sá hann fyrst
í huga sér víkingsandlitið, með
hvössum augum og djarfmannleg-
um svip. Hann gerir myndina alla
í samræmi við þessa fyrstu sýn.
Ingólfur verður í höndum hans
hinn harðsnúni víkingur, ramm-
ur af afli, og orka í hverri taug.
Klæddur hringabrynju og stál-
hjálmi horfir hann yfir sitt fyrir-
heitna land og sveigir vopnið við
hlið sér með ofurkappi hins nor-
ræna landfundamanns. En
nokkram áram síðar breytir Ein-
ar Jónsson myndinni, áður en
hún var steypt í eir. Nú hugnast
honum ekki lengur að tákna land-
námið með arnarbliki vígamanns-
ins. í stað þess verður hinn nýi
Ingólfur nú friðarhöfðingi, mildur
og mannkær eins og Hallur af
Síðu.“
Það er vissulega vel við hæfi að
Ingólfur Arnarson horfi nú með
þessum hætti yfir sína fornu
heimabyggð við Dalsíjörð á Sogni.