Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 13
J3"V LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 13 m - íslensku stelpurnar sætar og fiskurinn góður, sagði Denis Kovacevic Ekkert var gefiö eftir viö róöurinn og ekki aö sjá aö þarna væri fatlaöur drengur á ferö. DV- mynd ggá Hann fór ekki fram hjá neinum, bosníski pilturinn Denis Kovacevic, sem kom hingað til lands í fylgd meö starfsmönnum stoðtækjafyrir- tækisins Össurar. Þar höfðu þeir verið í leiðangri á vegum fyrirtæk- isins og rekist á þennan fimmtán ára dreng sem hafði verið á leið til vinar síns í mesta sakleysi, stigið á jarðsprengju og í kjölfarið misst fót- inn. Framhaldið þekkja allir, Denis kom hingað til lands og fékk nýjan gervifót frá Össuri auk þess sem honum var gefið nýtt hjól, enda hafði hjólið hans eyðilagst í spreng- ingunni auk þess sem hann hafði haft miklar áhyggjur af því að sú leikni væri honum glötuð. Það fór ekki á milli mála að Denis stal hjartanu úr starfsmönnum Össurar, ef ekki þjóðinni allri, enda þama á ferð einstaklega Ijúfur piltur sem hefur þurft að ganga í gegnum mikl- ar hörmungar. Fyrsta utanlandsferðin Blaðamanni DV gafst það ein- stæða tækifæri að vera í fylgd með þeim Eyþóri Bender og Rögnu Þor- valdsdóttur frá Össuri þegar þau lögðu land undir fót með Denis og túlki hans, Ninu Mazar, sem er kró- atískur félagsfræðingur og fylgdi Denis hingað til lands. Stefnan var tekin út úr bænum, í hellirigningu að þjóðlegum sið, fyrst að skoða hverasvæðið í kring- um Geysi og síðan kom að aðal- spenningnum, en það var gúmmí- bátaferð niður Hvítá með Bátafólk- inu. Fyrst hittust allir á skrifstofu Ös- surar og blaðamaður var kynntur fyrir Denis. Hann var feiminn en gekk síöan yfir að landakorti á vegg og sýndi með látbragði hve langt væri á milli íslands og Bosníu. Nina sagði að þetta væri gífurlegt ævin- týri fyrir hinn 15 ára gamla Denis, hann hefði lítið ferðast um ævina og aldrei farið til annarra landa. Að- spurð hvernig foreldram hans hefði þótt að senda son sinn alla leið til ís- lands sagði hún það hafa verið auð- sótt mál. Þau þekktu bæði til Össur- ar og Ninu og báru til þeirra fullt traust auk þess sem Nina vinnur sem ráðgjafi fyrir Varnarmálaráðu- neytið. Denis vildi lítið tala um stríðið, sagði þó að nú væri fremur rólegt í Bosníu eftir erfiðleikatímabil. Nina bætti við að þó nú ríkti friður væri ástandið þar það ótryggt að það væri aldrei að vita. Góður fiskur og sætar stelpur Denis vildi miklu frekar tala um sínar uppáhaldsíþróttagreinar, fót- bolta og körfubolta, en stríðsrekst- ur, enda stundaði hann hvort tveggja af miklu kappi áður en hann slasaðist. Það vildi svo skemmtilega til að með í fór var 13 ára íslenskur strákur, Friðrik Kristjánsson, sem einnig er mikill íþróttaaðdáandi og þrátt fyrir tungumálaerfiðleika voru þeir fljótlega komnir saman í hörkusamræður um boltann, með hjálp Ninu túlks að sjáfsögðu. Denis sagðist hafa mjög gaman af að vera á íslandi, hér væri fallegt og mikið af grasi og allir svo góðir við sig. Auk þess var hann hrifinn af ís- lenska fiskinum þrátt fyrir að vilja yfirleitt ekkert með fisk hafa. En allra bestar þóttu honum íslensku stelpumar og kvaðst aldrei hafa séð jafn sætar stelpur um ævina. Kvöld- ið áður hafði hann snætt á veitinga- húsi í Reykjavík og verið svo heiil- aður af stúlkunni sem þjónaði til borðs að hann gleymdi næstum að borða. Hann sagðist vera viss um að hann myndi koma hingað aftur - þegar hann væri orðinn dálitið eldri! Annars gafst Denis ekki timi til alls þess sem hann gjaman hefði viljað prófa, enda var dvöl hans hér ekki löng. Hann sagðist gjaman vilja vera lengur en viðurkenndi að hann saknaði þó fjölskyldu sinnar en auk foreldranna biðu hans tveir bræður heima i Bosníu, annar eldri og hinn yngri. Er þetta í alvöru svona heitt? Nú var komið að hverasvæðinu og stefnan tekin á Strokk. Denis var stóreygur, enda aldrei séð neitt sem kemst í líkingu við háhitasvæði okkar íslendinga. Hann vildi vita hvort þetta væri nú örugglega heitt, stakk puttanum ofan í, en var fljót- ur að kippa honum upp aftur! Þegar Strokkur gaus var hann heillaöur og grátbað um að ekki yrði farið fyrr en hann hefði séð annað gos. Að sjálfsögðu var það auðsótt mál. Næst var haldið að aðsetri Báta- fólksins og kvaðst Denis ekkert vera taugaóstyrkur, enda hlýtur drengur frá stríðshrjáðu svæði að vera ýmsu vanur. Samt var hann farinn að skoppa um af hrifningu eftir að í blautbúningana var komið. Aftur á móti var Nina ekki alveg eins róleg og fannst áin allrosaleg. Enga fötlun að sjá Það þarf að ganga töluverðan spöl að ánni og er þar viða bratt. Því spurði starfsmaður Bátafólksins hvort ekki væri betra að Denis yrði keyrður alla leið vegna gervifótar- ins. En Denis hélt nú ekki og skopp- aði þetta fremstur allra og var ekki að sjá að þar væri fatlaður drengur á ferð. Þegar í flúðirnar var komið fór ekki milli mála að núna fannst Den- is gaman að lifa og fannst því meira gaman eftir þvi sem hasarinn jókst. Enn fremur lét hann sig ekki muna um að taka þátt í róðrinum af miklu kappi án þess svo mikið sem hika. Þegar komið var nokkurn spöl nið- ur ána tóku áhafnir bátanna tveggja, sem í ferðinni voru, upp á því að fara í vatnsslag og beittu til þess öllum vopnum. Og enn sem fyrr stóð Denis sig eins og sú hetja sem hann er. Aftur heim til Bosníu Þegar landi var náð á ný voru all- ir þreyttir en býsna kátir, líka Nina sem skemmti sér konunglega. Nú var farið heim í hús þar sem Denis var formlega færður bolur merktur Bátafólkinu auk þess sem allir úð- uðu í sig íslenskum pönnukökum og öðm góðgæti áður en haldið var heim á leið. Blaðamaður var nú orðinn býsna lúinn eftir ferðina og dottaði í bíln- um á heimleið en Denis var jafn sprækur sem fyrr. Nú ætlaði hann að fá sér hamborgara, fara síðan í lokamátun á nýja fætinum og svo heim að pakka. Heimsóknin var á enda í þetta sinn, enda áttu þau Nina flug heim eldsnemma næsta morgun. Denis var kvaddur að sinni en við vitum að hann heimsækir okkur aftur. Þangað til hugsum við til hans og allra annarra barna og unglinga sem eiga um sárt að binda sökum stríðsrekstrar, hvar sem er i heim- inum. -ggá Denis fannst Strokkur allrosalegur og vildi sjá meira. Á myndinni er einnig aö finna túlkinn og félagsfræöinginn Ninu. DV-mynd ggá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.