Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 6
6 átlönd
LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 UV
stuttar fréttir
11 ára moröingi
11 ára stúlka er í haldi lög-
reglu i San Bernardino í Kali-
forníu, grunuð um að hafa myrt
1 14 ára dreng og sært annan.
Hryöjuverk
Líklegt þykir að rannsóknar-
menn þeir sem kanna flugslysið
við Long Island komist að þeirri
niðurstöðu að sprengja hafi verið
um borð.
Neita ábyrgö
Öfgahópur þjóðernissinna,
sem kennt var um sprengjuna i
| Enniskillen á Norður-írlandi fyr-
ir viku hefur neitað að hafa kom-
ið nálægt tilræðinu.
Díana og Fergie kæra
Díana prinsessa og Sara
i Ferguson, sem eru í fríi við Mið-
jarðarhafið, kærðu í gær tvo
ji blaðamenn sem fóru í óleyfi inn
á landareignina þar sem þær
dveljast.
Fimmtán börn deyja
| Fimmtán börn að minnsta
kosti létust í Biharhéraði á Ind-
ý landi í gær þegar eldingu laust
niður í skóla þeirra.
I
13 ára stúlka myrt
Lögregla í Frakklandi skýrði
Í frá því í gær að 13 ára ensk stúlka
I heföi fúndist myrt á farfúglaheim-
| ilií norðurhluta landsins.
Dúman krefst friöar
Dúman, neðri deild rússneska
þingsins, hvatti Borís Jeltsín
Rússlandsforseta til þess í gær
að hætta stríðsaögerðum í
j: Tsjetsjeníu.
Lík fyrir fanga
ísraelar og Hizbollah- skæru-
liðar munu á sunnudaginn skipt-
ast á jarðneskum leifum tveggja
ísraelska hermanna og arabisk-
um fóngum og jarðneskum leif-
um skæruliða. Ekki er enn orðið
samkomulag um fjölda fanganna
t en Hizbollah-skæruliðarnir
heimtuðu að fá iausa yfir hund-
rað manns.
ISprengja sprakk ekki
Öflug sprengja fannst í biö-
stofu járnbrautarstöðvar í
Moskvu í gær. Kveikibúnaður-
inn virkaði ekki og því sprakk
sprengjan ekki.
Dauöaforingi handtekinn
Maður sem var yfirmaður
j lögreglu Suður-Afriku fyrir af
nám aðskilnaðarstefnunnar gaf
Ísig fram við yfirvöld í gær.
Hann hefur viðurkennt að hafa
tekiö þátt í mörgum pólitískum
aftökum. Hann verður ákærður
| fyrir morðið á Griffith Mxenge
| sem var bandamaður Nelsons
| Mandela og fannst skorinn á
háls á heimili sínu í Durban
: árið 1981.
Málverk endurheimt
Lögregla í Búlgaríu skýrði
| frá þvi í gær að hún heföi hand-
tekið mann sem stal fjórurn
| verðmætum málverkum af Rík-
islistsafninu fyrir tveimur
I árum. Maöurinn sem er fyrrum
1 meðlimur skíðalandsliðs
Búlgaríu á i vændum 15 til 30
: ára fangelsi.
Bensín og hráolía:
Hráolían hækkar
Verð á hráolíu hefur verið að síga
aftur upp á við síðan það hrapaði
niður í 17,91 dollarar tunnan i júní-
mánuði og var í gærmorgun 20,39
dollarar en í vikunni var það lægst
20,06 dollarar. Bensínverð hefur ver-
ið fremur stöðugt og var vísitala 95
oktana bensíns í gærmorgun 208, en
á 98 oktana bensíni var hún 213.
Búist er við vaxtalækkunum í
Þýskalandi, en verðbólga er þar afar
lág og gengi marksins stöðugt að
styrkjast. í mánaðarskýrslu þýska
seðlabankans fyrir júnimánuð kem-
ur fram að verðbólguþrýstingur á
þýska markið er óvenjulítill. -SÁ
Afsögn Radovans Karadzics:
Greiðir leið
að kosningum
- þó að harðlínumaður taki við
Alþjóðlegir eftirlitsmenn með
kosningunum í Bosníu sögðu i gær
að flokki Radovans Kardzics, SDP,
yrði leyft að taka þátt í kosning-
unum nú þegar hinn yfirlýsti stríðs-
glæpamaður hefur sagt af sér öllum
opinberum embættum, þar á meðal
sem yfirmaður flokksins.
Það var Richard Holbrooke,
sendimaður Bandaríkjastjórnar,
sem kom því til leiðar í gær eftir
viðræður við Slobodan Milosevic,
forseta Serbíu, að Karadzic segði af
sér. Holbrooke, sem var heilinn á
bak við Dayton- friðarsamkomulag-
ið, tók sér frí fyrr í þessari viku frá
nýju starfi sínu í Wall Street og
flaug til Bosníu. Þar tókst honum á
örskömmum tíma að ná áfanga sem
Carl Bildt, alþjóðlegur sendifulltrúi
í Bosniu, hafði stefnt að án árang-
urs í hálft ár.
Vegna þrýstings frá Mílosevic
skrifaði Karadzic undir yfirlýsingu
þess efnis að hann myndi ekki taka
þátt i opinberum störfum aftur en
þrátt fyrir það varaði Holbrooke við
of mikilli bjartsýni og margir hafa
bent á að undirskriftir hafi lítið
vægi í Bosníu.
Einnig er ljóst að Warren
Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er ekki fullkomlega
ánægður með samkomulagið. Hann
telur að halda eigi áfram tilraunum
til þess að koma Karadzic undir lög-
sögu stríðsglæpadómsstólsins í Hag.
Einnig vekur það áhyggjur
margra að það er harðlínumaður
sem tekur við af Karadzic sem for-
maður flokks Serba. Aleksa Buha er
náinn samstarfsmaður Karadzics og
hann er jafn óvinveittur Dayton-
samkomulaginu og fyrrum yfirmað-
ur hans.
Robert Frowick, yfirmaður nefnd-
ar, sem hefur eftirlit með kosning-
unum, varaði Karadzic við því að
hann yrði að sýna fram á það á
næstu dögum að hann væri í raun
hættur þátttöku í stjórnmálum.
Annars yrði flokki hans strax mein-
uð þáttaka í kosningunum.
Reuter
Almenningur í Bosníu sér nú kannski loksins fram á betri tíma þegar stríösherrann Karadzic hefur sagt af sér. Hér
má sjá tvær stúlkur horfa á mynd af Karadzic í búöarglugga í Paló, höfuöborg Bosníu- Serba
Otrúleg eymd i Bangladesh
Flóðin í Bangladesh halda áfram
að aukast. Nú er talið að meira en
sjötíu manns hafi farist í hamför-
unum í vikunni. Allt að tvö hund-
ruð og fimmtíu þúsund manns eru
strandaglópar á flóðasvæðinu og
meira en milljón manns hefur misst
heimili sín.
„Fólk horfist í augu við ótrúlega
eymd. Flóðin breiðast út og leggja
undir sig ný svæði og auka á þján-
inguna," sagði embættismaður í
Gaibandha-héraðinu en það hefur
orðið illa fyrir barðinu á flóðunum.
Herinn og lögreglan hafa flutt
meira en sjötíu þúsund manns á
brott frá flóðasvæðinu en margir
eru enn eftir.
Þegar Hasina forsætisráðherra
heimsótti flóðasvæðin á fimmtudag-
inn skipaði hann svo fyrir að vist-
um yrði varpað úr flugvélum yfir
flóðasvæðin en það dugar lítið.
„Það er of margt fólk sem þarfnast
aðstoðar og of margir sem bjargað er
til að hægt sé að fæða þá,“ sagði op-
inber starfsmaður í Dinjapur-héraði
en flóðin eru hvergi verri en þar.
Um hálf milljón manna býr nú i
meira en ellefu hundruð flótta-
mannabúðum sem settar hafa verið
upp víðs vegar um landið. Um
fimmtíu þúsund hús hafa skolast í
burtu.
„Við höfum miklar áhyggjur af
eftirköstum flóðanna. Sjúkdómar
geta breiðst út þegar flóðin sjatna og
fólk fer að snúa heim,“ sagði starfs-
maður í heilbrigðisþjónustunni.
Flóðin náðu í gær til höfuöborgarinn-
ar Dhaka og eyðilögðu vegi og lestar-
teina í grennd við borgina. Reuter
Li Xiumei og Liu Manhuan báru
vitni um hrottaskap japanskra
hermanna í seinni heimsstyrjöld-
inni í gær.
Kynlífsþrælar
bera vitni
Tvær kínverskar konur sem
| japanski herinn gerði að kynlifs-
þrælum í seinni heimsstyrjöld-
inni báru vitni fyrir rétti í
I Tokyo í gær. Þær hafa nú ásamt
; ijórum öðrum konum sem lentu
i sömu hörmungunum krafist
| skaðabóta frá japönsku stjórn-
| inni vegna þjáninga sinna.
| Li Xuimei var aðeins fimmtán
I ára gömul þegar fjórir japanskir
| hermenn réðust inn á heimili
hennar. Þeir drógu hana að
| næstu herstöð þar sem henni
var nauðgað og misþyrmt stans-
; laust í fimm mánuði eða þar til
| henni tókst loks að flýja.
Í„Ég vil að japanska þjóðin viti
að japönsku hermennirnir
rændu öllu, brenndu allt og
I drápu alia,“ sagði Liu Mianhu-
an, sem einnig var rænt á stríðs-
j árunum, við réttarhöldin.
Konurnar hafa krafist um tólf
| milljóna króna í skaðabætur og
| vilja einnig fá afsökunarbréf frá
I Hashimoto forsætisráðherra.
Þrír handtekn-
ir í Englandi
Tveir karlmenn og ein kona
1 voru handtekin í Birmingham í
!! Bretlandi á miðvikudaginn
grunuð um að vera í írska lýð-
veldishernum. Breska lögreglan
skýrði frá þessu í gær. Konan
hefúr þegar verið látin laus án
ákæru. Handtakan kom í kjölfar
upplýsinga sem lögreglan komst
yfir við innrás í sprengjuhreið-
ur IRA í London á mánudaginn
var, en þá voru sjö menn hand-
teknir. Ekkert sprengiefhi
fannst í gær en aftur á móti
komst lögreglan yfir skjöl sem
gætu komið sér vel í baráttunni
gegn hryðjuverkamönnunum.
Talsmaður lögreglunnar sagði
greindegt að liösmenn IRA
hefðu verið búnir að skipuleggja
mikla sprengjuherferð 'í Lund-
únaborg á næstunni.
írski lýðveldisherinn hefur
komið fyrir sjö sprengjum í
Bretlandi síðan hann rufu
vopnahléið í febrúar síðastliðn-
um með stórri sprengingu í mið-
; borg Lundúna.
ísraelsmenn
nefbrjóta konu
ísraelskir landnemar nef-
brutu palestínska konu og börðu
| tvo erlenda sjónvarpsfrétta-
menn í óeirðum á Vesturbakk-
j anum í gær.
Átökin byrjuðu þegar um tvö
hundruð arabar gengu með mót-
mælaspjöld inn á landsvæði sem
þeir segjá landnema hafa rænt
i frá þeim. Paiestínumennirnir
1 rifu niður giröingu og hófu að
| kveikja 1 runnum. Fljótlega birt-
| ust landnemar vopnaðir kylfum
| og vélbyssum og réðust á mót-
| mælendurna sem svöruðu með
því að kasta grjóti.
Að minnsta kosti einn land-
nemanna skaut úr vélbyssu upp
i loftið en særði engan. Fathem
al-Bom, sjötíu og sex ára gömul
palestínsk kona, nefbrotnaði og
var flutt á sjúkrahús. Reuter