Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Endaspretturínn brást Meðan ástandið er svona er tómt mál að tala um þátt- töku íslands í upplýsingasamfélagi nútímans. Útilokað er að stofna fyrirtæki á íslandi á þessu sviði með fjar- vinnslu í huga, af því að sjálf umferðaræðin er í ólagi og getur hæglega komið rekstrinum á kaldan klaka. Netsamband á íslandi einkennist af miklum þrengsl- um og tíðum bilunum. Ef ástand netsins sjálfs væri ekki svona, heföum við alla burði til að vera virkir að- ilar að hátekjugreinum upplýsingatækninnar. íslend- ingar eru nefnilega komnir þjóða lengst í að nota tölv- ur. Fyrir mörgum árum urðum við fyrir því láni að kom- ast hjá óhóflegum opinberum gjöldum á tölvur. Þær streymdu inn í landið, bæði í fyrirtæki og skóla. Við urðum skyndilega læs á tölvur og sáum fyrir okkur mikla nýsköpun í spánnýjum greinum atvinnulífsins. Netið gat orðið punkturinn yfir i-ið í þessari hag- stæðu þróim. Með því fékkst ódýrt samband, sem eyddi herkostnaðinum af að standa í alþjóðlegri samkeppni frá fjarlægri strönd norður í hafi. Við gátum keppt á jafnréttisgrundvelli við aðila í nöflum alheimsins. Því miður hefur þetta ekki gerzt. Endasprettinn vant- aði. Þröng og ótraust samgönguæð tölvuheimsins hefur stórskaðað íslenzk fyrirtæki í samkeppni við erlend og dregið hastarlega úr trú manna á, að það þýði að keppa við útlenda aðila á sviðum upplýsingatækni. Póstur og sími hefur aldrei haft áhuga á netinu og raunar látið það fara í taugarnar á sér, enda hefur það rutt til hliðar stafrænum samgöngutækjum af miklu dýrara tagi, sem stofnunin taldi henta betur. Frá Pósti og síma er því ekki að vænta jákvæðra strauma. Reynslan sýnir líka, að Póstur og sími sinnir með hangandi hendi öðru mesta nauðsynjamáli netsins, það er rekstrarörygginu. Og í verðlagningu segir stofnunin réttilega, að það sé ekki í hennar valdi að greiða niður ákveðna þætti símaþjónustunnar í landinu. ísnet er fyrirtækið, sem leigir bandbreidd á sæstreng af Pósti og síma til notkunar fyrir netið og leigir síðan notendum aðgang að bandbreiddinni. Til þess að halda verðlagningu á aðgangi að netinu í svipuðum farvegi og í útlöndum, hefur ísnet ekki ráð á neinni vannýtingu. Segja má, að jafnan sé fullnýtt sú bandbreidd, sem til ráðstöfunar er hverju sinni á netinu. Sí og æ er verið að auka bandbreiddina, en hún fyllist jafnóðum af not- endum. Nokkrum sinnum á dag eru þrengsli og hæga- gangur áberandi á netinu vegna of mikils álags. Pósti og síma má segja það til hróss, að hann hefur tryggt sér aðild að sæstrengjum með mikla flutnings- getu. Þess vegna getur hann fyrirvaralaust útvegað aukna bandbreidd, þegar á þarf að halda. En hann vill auðvitað fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ríkisvaldið getur komið að þessu máli með því að ábyrgjast leigu fyrir ákveðinn slaka á netinu, það er bandbreidd, sem enn nýtist ekki, en mun nýtast á næstu vikum eða mánuðum. Það er eins og að leggja umferðaræðar með tilliti til væntanlegrar framtíðarum- ferðar. Ríkisvaldinu ber að líta á þetta verkefni eins og vega- kerfið og leggja fram fé til að tryggja fullkomna afkasta- getu og rekstraröryggi netsins innan lands og utan. Jónas Kristjánsson ES bregst við ráðríki Bandaríkjaþings Árátta Bandaríkjaþings að krefjast þess að takmarkanir sem settar eru á viðskipti bandarískra fyrirtækja við einstök ríki skuli einnig virtar af fyrirtækjum í öðr- um löndum, eða þau hljóti verra af, hefur orðið til þess að í árekst- ur stefnir milli Bandaríkjanna og margra helstu viðskiptalanda þeirra og bandamanna. í svipinn stendur styrinn um viðskipti við Kúbu en fram undan virðast svip- uð átök varðandi íran og Líbýu. Á síðastliðnum vetri setti Bandaríkjaþing lög, kennd við að- alflutningsmenn í báðum þing- deildum, Helms og Burton. Áðal- efni þeirra er að herða hálfs íjórða áratugar gamalt viðskiptabann á Kúbu en tveir kaflar íjalla um þvingunaraðgerðir gegn erlendum fyrirtækjum sem nýta sér svig- rúmið sem þetta bann veitir. Clinton forseti lagðist í fyrstu gegn lagasetningunni vegna fyrir- sjáanlegra afleiðinga á alþjóða- vettvangi en snerist hugur og und- irritaði lögin eftir að flugher Kúbu skaut niður flugvélar kúbverskra útlaga frá Flórída í áróðursdreifingu gegn stjórn Kastrós. Bandaríkjaforseti gat frestað fram í þessa viku gildistöku laga- kaflanna um þvingunaraðgerðir gegn erlendum aðilum. Ákvörðun hans varð að fresta fram í febrúar á næsta ári vegna krafna frá bandarískum aðilum til bóta fyrir upptækar eigur á Kúbu úr hendi aðila í öðrum löndum sem kunna síðan að hafa hagnýtt sér þessar eignir í viðskiptum. Hins vegar lét Clinton ganga strax í gildi ákvæði um að banna skuli eigendum og stjórnendum erlendra fyrirtækja, sem svo stendur á um, og skyldu- liði þeirra öllu að stíga fæti á land í Bandaríkjunum um ótiltekna framtíð. Níu stjórnendur kanadíska námufyrirtækisins Sheritt International, sem rekur nikkel- námu á Kúhu, hafa þegar fengið viðvörun um að þeim, mökum þeirra og börnum verði bönnuð landvist í Bandaríikjunum frá og með ágústlokum, hafi þeir ekki áður hætt atvinnurekstri á Kúbu. Eigendur og stjórnendur ein- hverra fleiri fyrirtækja í Mexíkó og löndum Evrópusambandsins munu hafa fengið eða eiga von á slíkum aðvörunum frá utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna. Stjórnir ríkjanna, sem í hlut eiga, hafa gert ljóst að bandarískum yfir- gangi af þessu tagi verði ekki tek- ið þegjandi. Kanada og Mexíkó vísa fyrst og fremst til að Bandaríkin séu að brjóta ákvæði fríverslunarsamn- ings Norður-Ameríku. Evrópu- sambandið vitnar hins vegar í Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson ákvæði nýgerðs sáttmála um heimsviðskipti og kveðst vera að athuga kæru á hendur Bandaríkj- unum á grundvelli hans. Að auki hefur ráðherraráð ES falið framkvæmdastjórninni að undirbúa gagnaðgerðir á öðrum sviðum. Þar er um að ræða laga- setningu sem bannar fyrirtækjum í aðildarríkjum að lúta ákvæðum Kelms-Burton laganna. Skrá verð- ur samin um bandarísk fyrirtæki sem höfða mál gegn fyrirtækjum í löndum ES á grundvelli laganna. Lögð verða drög að þvi að aftur- kalla landvistarleyfi eða vinnu- heimildir manna í ábyrgðarstöð- um hjá bandarískum fyrirtækjum í löndum ES. Ákvarðanir um undirbúning gagnaðgerða af hálfu ES lágu fyrir áður en Clinton tók afstöðu til gildistöku ákvæða Helms-Burton laganna. Niðurstaða hans sýnir að hann vill fara bil beggja, fresta meiri háttar árekstri við ES en þóknast þó að vissu marki féndum Kastrós sem flúið hafa til Banda- ríkjanna, gerst bandarískir ríkis- borgarar og geta ráðið miklu um úrslit kosninga í haust í ríkjunum Flórída og New Jersey. Að kosningum loknum verður svo nýkjörinn forseti að ákveða hvað við tekur i febrúar þegar fresturinn sem Clinton hefur ákveðið rennur út. Forsetinn sem þá situr getur hvort heldur fram- lengt hann eða látið lagaákvæðin taka fullt gildi. En þar að auki virðist sýnt að komið verði upp nýtt misklíðar- efni í viðskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. í fyrra bannaði Bandaríkjastjórn banda- rískum olíufélögum að halda áfram stórviðskiptum við íran. 01- íufélög frá Vestur-Evrópu hafa síðan hlaupið I skai-ðið. í júní samþykkti Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings með 415 atkvæðum gegn engu að svipta erlend fyrir- tæki, sem eiga stórviðskipti í olíu- iðnaði við íran, aðgangi að banda- rískum fjármagnsmarkaði og framkvæmdum og innkaupum á vegum bandaríska ríkisins. Frumvarp á sömu nótum er nú til meðferðar í Öldungadeild Bandaríkjaþings en þar hefur ver- ið ákveðið að þvingunaraðgerðir skuli einnig ná til erlendra fyrir- tækja sem taka þátt í olíuiðnaði Líbýu. Jesse Helms, formaöur utanríkismálanefndar Öldungadeildar Banda- ríkjaþings og aöalfrumkvööull Helms-Burton laganna. unarlöndum, þar sem 90% eyðnisjúklinga búa, verði óyfirstíganlegur." Ur leiðara The New York Times 17. júlí. r Israel standi við samninga „Herra Netanyahu lofaði friði sem byggðist á ör- yggi og hann hefur rétt til að vera harðari í kom- andi samningaviðræðum. En hann verður einnig að heiöra þá samninga sem nú eru í gildi og það væri ekki gáfulegt af honum að ergja palestínsku þjóðina út af ópólitískum málum eins og lokun Vesturbakk- ans og Gaza.“ Úr leiðara The New York Times 15. júli. skoðanir annarra Vilja aftur frið „Það er samt sem áður eitt ljós í myrkrinu. Flest- um ibúum N- írlands, hvort sem þeir eru kaþólskir eða mótmælendatrúar, blöskrar þessi endurkoma ofbeldisins og fólkið vill reyna að endurheimta , möguleikann á friði.“ Úr leiðara The New York Times 17. júlí. Þverstæða í rannsóknum „Þverstæöan er sú að jafnvel þótt nýjar aðferðir til meðferðar á AIDS skili árangri þá er lítil von til i þess að hægt verði að hafa stjórn á faraldrinum um alla jörðina. Það verður nógu dýrt að veita öllum sem eru sýktir í Bandaríkjunum meðferð. Það er | líklegt að kostnaðurinn við að veita meðferö í þró-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.