Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 52
60 (f^ikmyndir LAUGARDAGUR 20. JUNI 1996 Bíóborgin - sími 5511384 í hæpnasta svaðl hrk Leslie Nielsen í kunnuglegu hlutverki. Farsakennd kvikmynd sem sækir öll atriði í þekktar kvikmyndir, húmorinn í heild frekar máttlaus en þó örlar á skemmtilegri kímni af og til. -HK Bréfberinn kkkk Mynd sem þrungin er miklum mannlegum tilfínningum, áhuga- verðum persónum, hárfínum húmor og frábærum leik er hval- reki á fjörur kvikmyndaáhugamanna og slík mynd er II Postino. -HK Bíóhöllin - sími 587 8900 Hættuleg ákvöröun 'kick Mikil spenna frá upphafi til enda. Sýnishorn af því sem Kaninn gerir best þegar nægir peningar eru fyrir hendi. Missir trúverð- ugheit í of löngu og kannski óþörfu lokaatriði. -HK Trufluö tilvera krkrk Nöturleg og áhrifamikil mynd um h'f nokkurra sprautufíkla í Edinborg, ástir og ævintýri þar sem leikarar og leikstjóri fara á kostum. -GB Dauöir forsetar kick Vel leikin og oft á tíðum áhrifamikil og kröftug mynd um þá fá- tæklegu valkosti sem ungir blökkumenn standa frammi fyrir í bandarísku þjóðfélagi, jafnvel þótt þeir séu borðalagðar stríðs- hetjur. -GB Toy Story kkk Vel heppnuð tölvuteiknimynd frá Disney sem segir einstaklega skemmtilega og „mannlega" sögu af lífinu í leikfangalandi. Að- altöffararnir, Bósi og Viddi, ná sterkum tökum á áhorfendum. Islensku leikararnir komast vel frá sínu. -HK Saga-bíó - sími 587 8900 Kletturinn ickir Rússíbanaferð frá upphafi til enda. Leikstjórinn Michael Bay sýnir snilldartakta og er með nokkurs konar sýnikennslu hvem- ig á að gera góða spennumynd úr þunnri sögu. Sean Connery og Nicholas Cage standa sig vel. -HK Háskólabíó - sími 552 2140 Bilko liöþjálfi ick Steve Martin í ágætu formi sem hermaður sem hagar sér ekki eins og hermaður. Sagan slöpp og húmorinn margtugginn en nokkrir góðir sprettir Martins bjarga myndinni fyrir hom. -HK Barb Wire VT Pamela Anderson þeysir um á mótorhjóli í aðskomu leðurdressi og lemur karl og annan í klessu í hlutverki og mynd sem er léleg eftiröpun á þeirri klassísku Casablanca. -GB Drakúla: Dauður og í góöum gír kk Mel Brooks má muna tímana tvenna. Hann nær ekki að gera sér mat úr Drakúlu frekar en úr Hróa hetti í hans síðustu mynd. Inni á milli leynast góðir brandarar en úrvinnslan er slök. -HK Innstl óttl ick Richard Gere er ekki nógu sannfærandi í hlutverki stjörnulög- fræðings sem tekur að sér að verja meintan morðingja erkibisk- upsins í Chicago. Miðlungsréttarsalsdrama. -GB Loch Ness Hugguleg lítil mynd um bandarískan prófessor sem heldur til Skotlands til að afsanna tilvist skrímslisins í Loch Ness. En margt fer nú öðmvísi en ætlað er þegar augu manns opnast fyr- ir undrum og stórmerkjum lífsins. -GB Fuglabúrið kick Robin Williams gefur Nathan Lane eftir sviðið en Lane er óborg- anlegur í hlutverki „eiginkonunnar4* í fjörugum farsa frá Mike Nichols. Gene Hackman og Hank Azara eiga einnig góðar stund- ir. -HK Laugarásbíó - síml 553 2075 Persónur í nærmynd , Vel gerð og dramatísk kvikmynd um tvær persónur á fréttadeild sjónvarps. Michelle Pfeiffer og Robert Redford eins og sköpuð fyrir hlutverkin en minna af tilfinningum og meira af frétta- mennsku hefði ekki skaðað. Einnig sýnd í Regnboganum. -HK Öskur kk Framtíðartryllir sem hefur góðan stíganda í atburðarás þrátt fyrir að sagan sé síður en svo frumleg. Þynnist um of í lokin og verður hálfþreytandi. -HK Á síöustu stundu kk Ágæt afþreying, sagan og hröð atburðarás gefur þó tilefni til meiri spennu en raunin er. Minnir stundum á meistara Hitchcock sem hefði örugglega gert betur úr góðum efnivið. -HK Regnboginn - sími 551 9000 Skítselö! jarðar kk Blóðorgía þeirra Roberts Rodriguez og Quentin Tarantinos er hrottafengin mynd þar sem gálgahúmor er í hávegum hafður. Tilgangslaust ofbeldi eyðileggur. George Clooney er verðandi stjarna en Tarantino ætti að hætta að leika. -HK Spllllng Samviska stjórnmálamanna, sem er ekki alltaf eins hrein og kjósendur vilja, er innihald í vel skrifuðu handriti um spillingu innan borgarkerfis. A1 Pacino er frábær í hlutverki borgarstjóra og John Cusack hefur ekki áður gert betur. -HK Stjörnubíó - sími 551 6500 Alg|ör plága kk Jim Carrey er með sínar fettur og brettur í hlutverki óþolandi „vinar“. Nokkuð um fyndin atriði í fyrri hluta myndarinnar þar sem Carrey lumar á ýmsu sem hristir upp í áhorfendum en al- varlegi tónninn í seinni hlutanum missir marks. -HK Einum of mikiö kk Antonio Banderas leikur við hvern sinn fingur í hlutverki lista- verkasala og svikahrapps sem kemst í hann krappan þegar ást- in tekur völdin. Fullt af klisjum en fyndin mynd engu að síður. -GB Vonlr og væntlngar kkkk Bresk klassík eins og hún gerist best. Taívanski leikstjórinn Ang Lee kemur meö ferskan blæ í bresku hástéttina. Handrit Emmu Thompson er safaríkt og leikur hennar mjög góður. Vert er einnig að geta frábærs leiks Kate Winslett sem var önnur stúlknanna í Himneskar verur. -HK LAUGARÁS Sími 553 2075 UP CLOSE & PERSONAL ársins! I myndinni eru einhver þau ógnvænilegustu lífsform sem sést hafa á hvíta tjaldinu og baráttan við þáu er æsispennandi sjónarspil sem neglir þig í sætið. Ekki talin holl fyrir taugastrekkta og hjartveika. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. NICK OF TIME Persónur i nærmynd er einfaldlega stórkostleg kvikmyndaleg upplifun. Robert Redford og Michelie Pfeiffer eru frábær í stórkostlegri mynd leikstjórans Jon Avnet (Steiktir grænir tómatar). Bíógestir! Þið bara verðið að sjá þessa. Það er skylda! Aðalhlutverk Robert Redford og Michelle Pfeiffer. Leikstjóri: Jon Avnet. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.20. SCREAMERS Hvað myndir þú gera ef þú hefðir 90 mínútur til að bjarga lífi sex ára dóttur þinnar með því að gerast morðingi? Johnny Depp er i þessu sporum í Nick of Time eftir spennumyndaleikstjórann John Badham! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. Beint úr smiðju Aliens og Robocops kemur Vísindatryllir Sími 551 6500 - Laugavegi 94 ALGER PLÁGA EINUM OF MIKIÐ („TWO MUCH“) SotiC. Hann vantar vin, hvað sem það kostar. Kannski bankar hann upp á hjá þér? Ef svo er, vertu þá viðbúinn. Sjáið Jim Carrey og Matthew Broderick í geggjuðustu grínmynd ársins. Aðalhlutverk: Jim Carrey („Dumb &Dumber“, „Ace Ventura 1-2“, „The Mask“) og Matthew Broderick („Clory“, „The Freshman", „Ferris Bueller’s Day off“). Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Einnig sýnd sunnudag kl. 3. B.i. 12 ára. BENJAMÍN DÚFA Sýnd sunnudag kl. 3. Hann er kominn aftur. Hinn suðræni sjarmör og töffari, Antonio Banderas, er sprellfjörugur í þessari ljúfu, liflegu og hnyttnu rómantísku gamanmynd. Nú vandast málið hjá Art (Antonio Banderas) því hann þarf að sinna tveimur ljóskum í „Two Much“. Sýnd kl. 4.45, 9.05 og 11.05. VONIR OG VÆNTINGAR Þjóðhátíðardagurinn heldur nokkuð sinum hlut þessa vikuna en blikur eru á lofti um það hvort hún slái met því þótt hún hafi náð 35,2 milljón dollur- um aðra helgina á lista þá náðu Jurassic Park (38,5) og Twister (37,1) betri aðsókn aðra vikuna sem þær voru í dreifingu. En hvað um það; það er orð- ið ljóst að Independence Day verður þegar upp er staðið meðal best sóttu kvikmynda frá upphafi og hún er með meiri aðsókn á fimmtán dögum en Ju- rassic Park náði. Helgin var þegar á heildina er litið góð bíóhelgi í Bandaríkjunum og nokkr- ar myndir náðu ágætri aðsókn. í öðru sæti er nýja John Travolta myndin Phenomenon, í þriðja sæti kemur svo ný kvikmynd, Courage Under Fire, sem er með Denzel Washington og Meg Ryan í aðalhlutverkum, í fjórða sæti er svo The Nutty Professor með Eddie Murphy í aðalhlutverki en þetta er end- urgerð mvndar með Jerry Lewis sem hefur verið talin ein hans allra besta kvikmynd. I 5. sæti er svo önnur ný mynd sem kemur ný inn á listann, Harri- et the Spy. þetta er fjölskyldumynd með Rosie O’Donnell í aðalhlutverki. Að- sóknin að þessari mynd olli miklum vonbrigðum hjá Paramount, þeir voru búnir að leggja mikið í markaðssetningu og bjuggust við meiri aðsókn. -HK Tekjur í milljónum dollara Heildartekjur 1.(1) Independance Day 35.242 160.312 2. (3) Phenomen 12.975 46.333 3. (-) Courage Under Fire 12.501 12.501 4. (2) The Nutty Professor 12.207 80.222 5. (-) Harriet the Spy 6.607 9.580 6. (4) The Hunchback of Notre Dame 6.425 ■ 76.974 7.(5) Eraser 6.308 0.871 8. (6) The Rock 4.338 117.437 9. (7) Strlptease 3.016 27.856 10. (8) Twlster 1.848 228.398 11. (9) Mlsslon: Imposslble 1.520 171.698 12. (10) The Cable Guy 1.006 56.261 13. (12) Lone Star 0.836 2.789 14. (11) Dragonheart 0.702 46.777 15. (13) Steallng Beauty 0.505 2.948 16. (14) Fllpper 0.355 18.954 17. (17) The Phantom 0.274 16.424 18. (16) James and the Glant Peach 0.244 28.386 19. (-) A Thln Llne Between Love and Hate 0.239 34.564 20. (21) Cold Comfort Farm 0.238 3.843 staðgreiöslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Could Fever í 55. sæti Kvikmynd Friöriks Þórs Friö- rikssonar, Cold Fever, er nú til sýningar víöa um heim og hefur hún yfirleitt fengiö já- kvæöar viötökur. Bandaríski listinn, sem birtur er hér viku- lega, er mun stærri en sá sem birtur er í DV og þegar gáð er neðar á listann kemur í Ijós aö Cold Fever er T 55. sæti. Hefur aösókn á hana aukist um 20% frá síöustu viku. Cold Fever er sýnd T átta kvikmynda- húsum og helgarinnkoman var um síöustu helgi 15.085 doll- arar en heildarinnkoman í Bandaríkjunum er komin T 259.009 dollara. Milos Forman filmar ævi Larry Flynts Larry Flynt vaf sá sem stofn- aöi karlatímaritiö Hustler og byggöi upp veldi sem geröi hann að milljónamæringi. Flint var kjaftfor og liföi hátt en reynt var aö myröa hann og hann lamaðist. Hinn kunni leik- stjóri Milos Forman er þessa dagana að leggja síöustu hönd á The People vs. Larry Flynt þar sem ævi þessa umdeilda manns er tekin fyrir. Woody Harrelson leikur Flynt en eig- inkonu hans, sem ekki var síö- ur litrík, leikur rokkstjarnan Courtney Love. 'TTirWWTTWTÁ oM mll/i hirriin Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.