Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 56
Alla laugardaga Vertu viðbúm(n) vinningi! "33 (24)(28)(29) KIH FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996 Símamynd Reuter Ólympíuleikarnir settir Ólympíuleikarnir í Atlanta voru settir í nótt með mikilli skrautsýn- ingu. Síðdegis í dag hefja íþrótta- menn keppni í ýmsum greinum en leikarnir standa til 4. ágúst. íþrótta- menn frá 197 þjóðum hafa streymt síðustu daga til Atlanta en svo margar þjóðir hafa aldrei verið með í sögu ólympíuleikanna. Fimleika- fólk verður í sviðsljósinu um helg- ina en á myndinni er bandaríska stúlkan Shannon Miller við æfingar en heimamenn binda vonir við að hún vinni til verðlauna í gólfæfmg- um. Okkar maður í fimleikum, Rún- ar Alexandersson, keppir í dag og Vernharð Þorleifsson keppir í júdó á sunnudag. Knattspyrna: Fangarnir sigruðu lögmenn Knatts^mulið fanga á Litla- Hrauni bar sigurorð af knattspymu- liði lögmanna, 9-7, í árlegum leik þessara aðila sem fram fór á íþrótta- vellinum við Litla-Hraun á dögun- um. EVá því keppnin hófst árið 1989 höfðu lögmenn ætið borið sigur úr býtum en lið fanga var óvenjuharð- snúið að þessu sinni, skoraði síð- ustu fjögur mörkin í leiknum og vann sætan sigur. Eftir leikinn snæddu liðin Prins Póló og drukku kók í boði lögmannafélagsins. -VS SEMOIÐlL-ASTTÖÍ \ 533-1000 r Ertu búinn að panta? dagar til Pjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 50 - 50 - 200 L O K I Fíkniefnadeildin enn inn í umdeilt hús við Mjölnisholt: Verðum að fá þessu bæli lokað - segir aðstoðaryfirlögregluþjónn „Þarna hafa farið fram kaup og sala á fíkniefnum og eitthvað á annan tug fikniefnaneytenda býr í þessu húsnæði. Við höfum margoft farið inn i húsið með úr- skurði vegna fíkniefnaleitar og fannst vera kominn tími til þess að gera eitthvað róttækt í mál- inu,“ segir Hilmar Þorbjömsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í sam- tali við DV í gær en fíkniefnadeild lögreglunnar fór inn í eiturlyfja- bælið í Mjölnisholtinu í gærmorg- un. Hilmar segir að i framhaldi af aðgerðum lögreglunnar hafi verið kallaðir til fulltrúar Heilbrigðiseft- irlits, Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Rafveitunnar, Hitaveitunnar, Eldvarnaeftirlits og fleiri og húsið verði í gæslu dag og nótt þar til tekin verði ákvörð- un um hvað gert verði við það til frambúðar. Ófögnuður Við verðum að fá þessu bæli lokað og bíðum nú eftir viðbrögð- um hinna ýmsu stofhana við þess- um ófógnuði og þykir mörgum tími vera kominn til. Nágrannar eru vitanlega slegnir yfir því ástandi sem þama hefur verið.“ Hilmar segir að enginn hafl ver- ið handtekinn í þessari aðgerð lög- reglunnar. Það hafi ekkert upp á sig því þama hafist fyrst og fremst við sjúklingar og illa farið fólk. Miklu nær sé að borgarlæknir, Heilbrigðiseftirlitið og aðrir slíkir komi þarna að málum þessu fólki til hjálpar. Aðspurður um aðgerðir á sama stað fyrr í vikunni segir Þorbjörn að þar hafi verið um „kurteisis- heimsókn" að ræða. Lögreglan hafi verið þama meira og minna í langan tíma. Hann segir fleiri slík greni vera í borginni og það sé markmið lögreglustjóra að upp- ræta þau hvar sem þau kunni að finnast. „Ég fagna því mjög ef hægt verð- ur að loka þessu húsnæði en geri mér grein fyrir því að við leysum ekki vandann með því, hann mun færast annað. Við munum þá bara taka á þvi þegar þar að kemur,“ segir HUmar Þorbjörnsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn. -sv Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Landsmót skáta sem hefst við Úifljótsvatn á sunnudaginn. Búist er viö að landsmótið í ár verði fjölmennara en þau sem áður hafa verið haldin og því eins gott að vanda undirbúninginn vei. DV-mynd ÞÖK Anna Kristjánsdóttir: Samstarfið gengur vel „Þetta gengur bara nokkuð vel þó að við mættum veiða meira. Það hefur gengið frekar illa að veiða grálúðuna en við vonumst til að fljótlega verði breyting til batnaðar. Mér líkar vel við áhöfnina og þetta er afbragðsmannskapur. Samstarfið gengur vel og mér er vel tekið hér um borð,“ sagði Anna Kristjánsdótt- ir, vélstjóri á togaranum Hólmatindi. Anna, sem hét áður Kristján Kristjánsson, var ráðin þangað á dögunum, eins og fram hefur komið í DV. „Mér fannst mjög gaman hve vel mér var tekið á Eskifirði áður en við lögðum af stað. Ég bjóst ekki við svona góðum móttökum. Það virðist sem fólk á landsbyggðinni sé ekki eins viðkvæmt fyrir svona löguðu og Reykvíkingar," sagði Anna. Emil Thorarensen, útgerðarstjóri skipsins, er hæstánægður með samstarfið við Önnu: „Við erum mjög ánægðir með hana enda er hún góður persónuleiki. Hún hefur unnið hug og hjarta flestra hér á Eskifirði," sagði Emil -RR sums staðar rigning, þurrt og bjart annars staðar á landinu. Hiti verður ur léttskýjað en búast má við smáskúrum á Norðausturlandi. Hiti verð- 10-16 stig. ur 8-18 stig og hlýjast á Suðurlandi. Veðrið í dag er á bls. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.