Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 50
5» kvikmyndir LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 I K M Y [J V J ) I !<! Laugarásbíó/Regnboginn - Persónur í nærmynd: r idck I leit að frægð og frama Persónur i nærmynd (Up Close and Personal) er saga stúlku sem þráir að verða frægur sjónvarps- fréttamaður og verður að ósk sinni en það kostar hana blóð, svita og tár að ná á toppinn og verða heimagangur hjá milljónum sjónvapsáhorfenda. Sagan í myndinni um stúlkuna sem byrjaöi sem veðurfréttastúlka á lítilli sjónvarpsstöð en endaði sem fréttaþulur á einni af stóru sjón- varpsstöðvunum er skáldskapur en hugmyndin að aðalpersónunni er fengin úr raun- veruleikunum, úr bókinni Golden Girl, sem fjallar um dramatíska ævi Jessicu Savich sem var fyrsta fréttakonan í bandarisku sjónvarpi sem komst til æðstu metorða á stórri fréttadeild. Michelle Pfeiffer leikur hina metnaðargjömu Telly Atwater sem hikar ekki við að ljúga til að komast að á fréttadeild. Þar skapar fréttastjórinn Warren Justice (Robert Redford), sjálfur fyrrverandi fréttahaukur, hina tilvonandi sjónvarpsstjörnu. Þau lað- ast hvort að öðru og með tímanum verður gagnkvæm virðing að heitri ást. En á með- an Tally er á uppleið er Warren á niðurleið og það hefur áhrif á þau bæði. Pfeiffer og Redford em eins og sköpuð fyrir þessi hlutverk og fara ákaflega vel með þau, það vel að störf þeirra, sem eru í raun áhugaverðust í myndinni, verða nánast að- eins bakgrunnur. Það er ekki fyrr en komið er að góðu atriði í síðari hluta myndarinn- ar, uppreisninni í fangelsinu, þar sem Tally er óvart lokuð inni, að stemning fréttafólks í návígi við fréttir verður miðpunkturinn. Persónur í nærmynd er því frekar rómantísk mynd um samband tveggja áhuga- verðra persóna heldur en hörð og raunsæ lýsing á starfi fréttamanna eins og sást til að mynda í hinni frábæru kvikmynd Sidneys Lumets, Network. Myndin er þó alltaf áhugaverð á að horfa, vel gerð að öllu leyti og ágæt skemmtun. Leikstjóri: Jon Avnet. Handrit: Joan Didion og John Gregory Dunne. Kvikmyndataka: Karl Walter Linden- laub. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Robert Redford, Michelle Pfeiffer, Stockard Channing, Joe Mantegna og Kate Nelligan. Hilmar Karlsson Laugarásbíó - Öskur: .. ** Oskrandi válmenni Öskur (Screamers) er framtíðartryllir sem ger- ist á plánetunni Síríus 6B. Þar hafa tveir þjóð- flokkar mannanna háð stríð um yfirráðin yfir verðmætum námum með þeim afleiðingum að plánetan hefur breyst úr paradís í deyjandi eyði- mörk, þar sem geislunin er orðin svo mikil að mannskepnan getur ekki þrifist. Annar aðilinn á plánetunni hefur búið til varðsveit lítilla vélmenna sem tæta allt lifandi í sundur nema viðkomandi hafi sérstakt tæki sem villir fyrir þessari hættulegu uppfmningu mannanna. En nú hefur það gerst að þróun- in á vélmennum þessum hefur farið úr böndum og eru þau farin að þróa sig sjálf og eru nánast að breytast í mjög hættulegar verur sem taka á sig mannanna mynd og eru vélmenni þessi orðin öUu lífi á plánetunni hættuleg. Öskur hefur nokkuð góða stígandi og það næst að byggja upp ágæta spennu þrátt fyrir ýmsa vankanta í sögunni. Varla er hægt að tala um frumlegan söguþráð, það má nánast aUtaf sjá hver framvindan verður, en tæknivinna við myndina er vel af hendi leyst og sviðsmyndin, sem er dökk og fornleg, sviðsmynd sem virðist vera mikið í tísku um þessar mundir í framtíðarkvikmyndum, er ágætlega heppnuð þótt mikið sé gert í að skapa alls konar effekta tU að búa til spennu. Leikarar hafa ekki mikið tU að moða úr en standa samt vel fyrir sínu. í heildina er Öskur hin sæmUegasta afþreying fyrir unnendur visindaskáldskapar, en einhver vandræði hafa verið með endinn því allt frá því minnst er á Uóttaflaugina sem er til staðar fer sagan úr böndunum. Leikstjórl: Christlan Duguay. Handrit: Dan O’Bannion og Miguel Tejada-Flores. Kvikmyndataka: Rodney Gibbons. Tónlist: Normand Corbeil. Aöallleikarar: Peter Weller, Jennlfer Rubin, Andy Lauer og Ron White. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Bilko liðþjálfi: Allt í hers höndum Steve Martin á sína góðu og slæmu daga og þótt varla sé hægt að segja að hann eigi slæman dag í Bilkó liðþjálfa (Sgt. Bilko) þá á hann heldur ekki einn af sínum betri dögum. Það sýnir kannski best hversu döpur gamanmynd Bilko liðþjálfi er að þrátt fyrir að Martin nái sér ekki almennilega á strik þá er hann sá eini sem nær stundum að lyfta myndinni upp í einstökum atriðum. Helsti galli myndarinnar er steingelt handrit sem byggir á löngu úr sér genginni hug- mynd, sjónvarpsþáttum sem voru vinsælir á sjöunda áratugnum. Aðalpersónan er Bil- ko sem stjórnar sinni herdeild á eigin hátt. Hann er yfirmaður bílaverkstæðis í herstöð en frekar lítið fer fyrir því að gert sé við bíla á verkstæðinu, þar fer aftur á móti fram starfsemi sem sést eingöngu í spilavítum. Það þarf því engan að undra að þegar Bilko fer með hersveit sína til Las Vegas þá er það fyrir hann það sama og að fara til himna- ríkis. Það hriktir þó í stoðum Bilkos þegar eftirlitsforingi kemur í herstöðina því þar er kominn foringi sem Bilko varð þess valdandi að var sendur til Grænlands. Herfor- inginn sér því stund hefndarinnar renna upp . . . Bilko liðþjálfi fer einkar hægt af stað og kraftlaus húmorinn, sem mest er byggður á gömlum klisjum, ætlar mann alveg að drepa en það rætist þó úr þegar líða tekur á myndina en aldrei nær hún sér þó almennilega á strik, til þess er húmorinn of venju- legur og margtugginn. Leikstjórinn Jonathan Lynn, sem á sínum tíma var með frum- legustu gamanleikstjórum á Bretlandseyjum, hefur ekki erindi sem erfiði og er leik- stjórn hans furðu máttlaus. Leikstjóri: Jonathan Lynn. Handrit: Andy Breckman. Kvikmyndataka: Peter Sova. Tónlist: Alan Sllvestri. Aöalleikarar: Steve Martln, Dan Aykroyd, Phil Hartman, Glenne Headley og Austin Pendleton. Hilmar Karlsson Háskólabíó: - Cohen-bræður í fínu formi Háskólabíó hefur hafið sýningar á Fargo, nýjustu kvikmynd Cohen- bræðra, Joels og Ethens. Fargo hefur fengið aldeilis frábæra dóma vestan- hafs og er þegar orðin vinsælasta kvik- mynd bræðranna. Fargo er sakamála- mynd sem byggð er á sönnum atburð- um og gerist í Minnesota árið 1987. Jerry Lundgren er bílasali sem hefur komið sér í mikla fjárhagserfiðleika. Til að bjarga sér úr óreiðunni ræður hann tvo krimma til þess að ræna eig- inkonu sinni og er ætlunin að láta rík- an tengdaföður borga lausnarféð, krimmarnir eiga fá eitthvert smáræði i sinn hlut en Lundgren halda meiri- hluta lausnarfjársins. Áætlun fer úrskeiðis þegar krimm- amir bana iögreglumanni og tveim vegfarendum í smábæ einum. Lög- regluforinginn Marge Gunderson tek- ur að sér rannsókn málsins, en þetta er fyrsta morðmálið sem hún fæst við. í fyrstu er henni alls ókunnugt um að morðin tengjast mannráni, en þegar hún kemst að því fer hana að gruna að ekki sé allt með felldu með þann anga málsins. Eins og þeir sem hafa séð myndir þeirra bræðra vita hafa þeir ekki farið troðnar slóðir í listsköpun sinni. Er Fargo ekkert öðruvísi en fyrri myndir að því leytinu til og er sérstök í frá- sagnarmáta og kemur hvað eftir annað á óvart í myndrænni og snjallri út- færslu. Með aðalhlutverkin fara Frances McDormand, sem leikur lög- reglukonuna Gunderson, Steve Buscemi og Peter Stormare leika morðingjana og Harve Presnell leikur tengdafoðurinn. Steve Buscemi leikur annan af tveimur mannræningjum og morðingjum. Bræðurnir á heimaslóðum Fargo þykir mikill sigur fyrir þá bræður og kemur hún í kjölfarið á The Hudsucker Proxy, sem var ekki aðeins sú kvik- mynd þeirra bræðra sem lakasta dóma hefur fengið, heldur var hún langdýrasta mynd þeirra og minnst sótt. Fargo, sem tekin er á söguslóðum myndarinnar, er nokkurs konar „aftur til upp- hafsins" hjá þeim bræðrum þar sem þeir ólust upp í Minnesota og einnig má segja að þeir nálgist aftur stna fyrstu kvikmynd, Blood Simple, sem nú telst meðal klassískra sakamálamynda. Fargo er einnig að einu leyti öðruvisi en fyrri myndir bræðr- anna: „Allt sem við höfum gert áður hefur verið hreinn skáld- skapur, sögur sem við höfum búið til og persónur sem eiga sér enga hliðstæðu í raun- veruleikanum. Fargo er aftur á móti okkar fyrsta tilraun til að gera kvik- mynd eftir raunveruleg- um atburðum og byggja upp persónur sem eru til að hluta því veruleik- inn verður alltaf ýktur í kvikmyndum,” segir Joel Cohen. Þeir bræður vinna mjög náið saman og þótt Joel sé alltaf titlaður leikstjóri og Ethen framleiðandi er sam- vinna hjá þeim á öllum svið- um og saman skrifa þeir handritin. Kvikmyndáhug- inn vaknaði fyrst hjá Joel, sem innritaðist í kvikmyndaskóla í New York og byrjaði síðan fljótt að vinna öll störf sem til féllu í kvikmyndabransanum. Þegar hann á- kvað að gera eigin mynd fékk hann bróður sinn til að skrifa með sér handritið en Ethen hafði þá útskrifast frá Princetonháskólanum. Útkoman var Blood Simple sem var nánast gerð fyrir eng- an pening og meðal leikara i henni var Frances McDormand sem nú er aftur gengin til liðs við þá bræður. Blood Simple vakti mikla athygli og má segja að ferill þeirra bræðra hafi verið stanslaus sig- urganga síðan eða þar til The Hudsucker Proxy leit dagsins ljós. Barton Fink fékk gullpálmann i Cannes árið 1991 auk margra annarra verðlauna. Aðrar myndir þeirra eru Raising Arizona og Miller’s Crossing. -HK Frances McDormant leikur lögreglukonu sem fær til rannsóknar fyrsta morðmál sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.