Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Blaðsíða 35
TfeLAUGARDAGUR 20. JULI 1996
unglingasþjall *
Ungt fólk frá Norðurlöndunum í Nordjobb á íslandi:
Heilluð af náttúru Islands
Mikill áhugi er á Nor-
djobb-verkefninu alls staðar
á Norðurlöndum. í kring-
um eitt hundrað ung-
menni frá Norðurlönd-
um eru nú stödd á
landi þar sem f.
hafa fengið vinnu í
gegnum
Marika Sund-
ström frá
Álandseyjum í
Finnlandi og
Jakob Hopp frá
Herlov í Dan-
mörku láta vel
af því aö vinna
á íslandi.
DV-mynd GVA
Norjobb. DV hitti þrjú tugan Dana, Jakob Hopp frá Herlov,
þeirra að máli, Mariku og Angelicu Scháfer, 22 ára, frá
Sundström, 24 ára Hallstahammar í Svíþjóð. Krakk-
stúlku frá Álandseyj- arnir komu hingað fyrst og fremst
um í Finnlandi, tví- vegna þess að þá langaði til þess að
prófa eitthvað nýtt. Þeir eru allir
afar ánægðir á íslandi og Jakob
ætlar að framlengja tímann hér.
,Ég er hafnarverkamaður og
það er mjög skemmtilegt. Ég
starfa aðallega með öðru
ungu fólki. Mér líkar mjög
vel á íslandi og mér
finnst náttúran alveg
frábær. Danmörk er
svo flöt að það er góð
hm hliðin.
Ég ætla að vinna og vera til í sumar
Margrét Vilhjálmsdóttir leik
kona hefur verið önnum kafin síð-
an hún útskrifaðist frá Leiklistar-
skóla íslands árið 1994. Margrét
leikur um þessar
mundir hippastelpu í
uppfærslunni Stone
Free sem verið er aö
sýna í Borgarleikhús-
inu ásamt því að vera
bakraddasöngkona.
Margrét hefur leikið í
Óskinni, Hárinu,
Ófælnu stúlkunni,
Dökku flðrildunum svo
eitthvað sé nefnt.
Margrét sýnir hér á sér
hina hliðina.
Fullt nafn: Margrét
Sóley Vilhjálmsdóttir.
Fæðingardagur og ár:
10.3. 1966.
Maki: Leyndó.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin en
draumabifreiðin er am-
erískur kaggi.
Starf: Leikkona og
bakraddasöngkona.
Laun: Ofsalega mis-
jöfn.
Áhugamál: Að vera i
túristaleik og umgang-
ast fólk.
Hefur þú unnið í
happdrætti eða
lottói? Nei ég hef
aldrei verið svo hepp-
in.
Hvað finnst þér
skemmtilegast að
gera? Að vera í túrista-
leik.
Hvað finnst þér leið-
inlegast að gera? Að
hugsa um peninga.
Uppáhaldsmatur: Ávextir.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og
kampavín.
xmmmmmmmmmKBmmmm
- Margrát Vilhjálmsdóttir leikkona
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Eggert Þorleifs-
son.
Uppáhaldstimarit: Bílatíðindi.
Hver er fal-
Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu þykir skemmtilegast að
vera í túristaleik.
legasti karl sem þú hefur séð
(fyrir utan maka)? Kevin Spacey.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-
stjórninni? Andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Hómer Simpson.
Uppáhaldsleikari: Ingvar E. Sig-
urðsson.
Uppáhaldsleikkona: Guðlaug El-
ísabet Ólafsdóttir.
Uppálialdssöngvari: Daníel
Ágúst Haraldsson og Emilíana
Torrini.
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Ólafur Ragnar.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Calvin í Calvin og
Hobbes.
Uppáhaldssjónvarpsefhi:
Simpson.
Uppáhaldsmatsölustað-
ur/veitingahús: Heima
hjá mömmu og pabba.
Hvaða bók langar þig
mest að lesa? Næstu
barnabók eftir Guðrúnu
Helgadóttur.
Hver útvarpsrásanna
finnst þér best? Rás 1.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Illugi Jökulsson.
Hvaða sjónvarpsstöð
horfir þú mest á?
Ég horfi jafn lítið á all-
ar sjónvarpsstöðvarn-
ar.
Uppáhaldssjón-
varpsmaður: Jón Ár-
sæll Þórðarson.
Uppáhaldsskemmti-
staður/krá: Miðbær
Reykjavíkur.
Uppáhaldsfélag í
íþróttum: Fram.
Stefnir þú að ein-
hverju sérstöku í
framtíðinni? Já, ætli
það ekki.
Hvað ætlar þú að
gera í sumarfríinu? Ég ætla að
vinna og vera til.
tilbreyting fyrir mig að koma hing-
að. Ég hef ferðast talsvert á íslandi.
Við fórum til dæmis í Þórsmörk
með hinum krökkunum sem vinna
við Nordjobb. Það var frábært," seg-
ir Jakob.
Marika vinnur í Landsbankanum
í erlendu deildinni og líkar vel. Hún
segir samstarfsfélaga og viðskipta-
vini vera afar hjálpsama. Mariku
langaði til þess að búa í öðru landi
en það telur hún eina ráðið til þess
að kynnast menningu landsins. Ma-
riku langaði til þess að kynnast
fólkinu betur en hún hefði gert ef
hún hefði komið hingað sem ferða-
maður.
Marika og Jakob skilja íslensku
og geta lesið hana og hyggjast læra
málið betur. Angelica talar ágætis
íslensku enda var hún hér á landi í
fyrra og kom aftur í sumar.
Vílja ekki
tala dönsku
„Vinnufélagar mínir skilja dönsk-
una mína en íslendingar eru ekki
mjög hrifnir af því að tala dönsku.
Þeim þykir framburðurinn svolítið
erfiður. Ég tala því stundum ensku
við þá í staðinn," segir Jakob.
Jakob fer til Danmerkur í október
en missir vinnuna við höfnina í lok
ágúst. Hann þarf því að útvega sér
vinnu í september og fram í októ-
ber. Marika og Angelica fara til
Finnlands og Svíþjóðar eftir miðjan
ágúst.
Lærði íslensku
í háskólanum
„Ég er í Háskólanum í Uppsölum
þar sem ég er í „Kulturvetarpro-
gramm“. Þar lærði ég svolítið um
víkingasöguna og mér þótti því
mjög spennandi að fara til íslands.
Eftir það tók ég tiu einingar í ís-
lensku í Háskólanum í Uppsölum og
fékk styrk til þess að koma til Is-
lands. Ég kom hingað í janúar og
var I Háskólanum þangað til i maí
en vann síðan í fyrrasumar. Ég fór
heim í september en kom aftur
hingað í apríl þar sem ég vann að
verkefni fyrir Háskólann. Núna
vinn ég í Norræna húsinu og sendi
til dæmis út fréttatilkynningar,"
segir Angelica.
Vinir Angelicu reyna að fá hana
til þess að vera áfram á íslandi.
Henni finnst náttúran heillandi og
auðvelt að ráfa bara um og njóta
hennar. Hún hefur ferðast talsvert á
íslandi og tekur myndir sem hún
ætlar að sýna í Hallstahammar,
heimabæ sínum, þegar hún kemur
heim.
-em
Angelica Scháfer frá Hallstahammar í Svíþjóö talar ágætis íslensku.