Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Jj"V „Morgunninn er venjulegur haustdagur í Gautaborg. Veðrið er milt og gott, 12 stiga hiti. Haustlit- imir í algleymingi. Við hjónin borðum saman morgunmat en för- um svo til vinnu. Hún fer í háskól- ann þar sem hún nemur sér- kennslufræði en ég fer á skrifstof- una mína í miðborg Gautaborgar. Morgunverkin á skrifstofunni era margvísleg en í dag byrja ég á því að lesa fréttafaxið frá íslandi sem ég fæ á hverjum degi frá sendiráðinu í Stokkhólmi. Þá fer ég yfir póstinn og athuga hvort fleiri sjúklingar era að koma. Jú, einn er væntanlegur eftir tíu daga. - Ég þarf að undirbúa næstu messu í Osló sem verður 3. nóv. Sóknamefndin þar ætlar að gefa út kirkjupóst fyrir messuna og þarf ég að skrifa grein í hann sem ég verð að koma frá mér í dag. Sím- inn hringir, eitt fermingarbarn er að bætast í hópinn en þau verða um fimmtán í vetur í Osló og Gautaborg. Síminn hringir enn, áhyggjufull móðir sem hefur áhyggjur af dóttur sinni í ákveð- inni borg í Svíþjóð, veit ekki hvar hún býr. Tíminn á skrifstofunni er fljótur að líða en úr því að klukkan er hál- feitt fer ég upp á Sahlgrenska sjúkrahúsið þar sem era nú sex sjúklingar; þrír nýmaþegar, einn sem gefur nýra, einn sem fékk lunga og einn sem var að fá hjarta og lungu. Ég fer og hitti alla þessa sjúklinga. Það sem er svo ánægju- legt er að allar aðgerðimar hafa gengið vel. Batahorfur era góðar hjá öllum og sjúklingar og aðstand- endur því himinlifandi. í dag hef ég verið beðinn að túlka samtal læknis og eins sjúklingsins en sú iðja er mjög venjuleg því mörgum finnst betra að hafa einhvern með sér í slík viðtöl sem örugglega skil- ur það sem verið er að segja. Ekki síst á þetta við þegar sjúklingurinn fær niðurstöður rannsókna og meðferðar. Það var gaman að hitta nokkra aðstandendur í kaffistofunni í dag því þeim var mjög létt. Aðstand- endur þurfa oft að bíða langa daga eftir þessari stóru aðgerð, milli vonar og ótta, því alltaf er áhættan til staðar. Dvölin á spítalanum get- ur oft orðið löng hjá mér, nokkrir klukkutímar þegar sjúklingamir Dagur í lífi sára Jóns Dalbús Hróbjartssonar, prests í Gautaborg: Heimsóknir á sjúkrahúsið „Á leiðinni heim kom ég viö hjá sjúkiingi sem býr úti í bæ og er aö bíöa eftir líffæri," segir séra Jón Dalbú Hró- bjartsson, prestur í Gautaborg. DV-mynd IBS eru eins margir og nú. í dag var klukkan orðin fjögur þegar ég kom út og ók ég þá heim á leið. Prestsstarfið er fjölbreytt Á leiðinni heim kom ég við hjá sjúklingi sem býr úti í bæ og er að bíða eftir líffæri. Það var gott að geta sagt honum fréttir af spítalan- um því sjúklingahópurinn stendur mjög þétt saman og fylgist grannt með því sem gerist. Enginn sjúklingur var að koma eða fara í dag svo ég fór ekki út á flugvöll en flugvallarferðirnar geta verið á öllum tímum frá klukkan sjö að morgni til klukkan 11 að kvöldi. í dag var gott að koma heim, eins og ávallt. Við hjónin snædd- um saman kvöldmat, fóram svo í stutta göngu niður að strönd en fegurð skerjagarðsins er mikil hér um slóðir. En verkefni dagsins era ekki tæmd. í kvöld var söngæfing í Kór íslendinga í Gautaborg og viö hjón- in erum bæði í kórnum. Einu sinni í viku hittast um 35 manns sem eiga það sameiginlegt að vera íslendingar og hafa ánægju af söng. Kórinn syngur íslensk og er- lend verk, heldur tónieika, kemur fram við sérstök tækifæri og syng- ur við messurnar sem eru einu sinni í mánuði og rúmlega það á haustmánuðum. Söngstjóri okkar er Kristinn Jóhannesson lektor og kona hans, Tuula, annast undir- leik. Eftir söngæfinguna var haldið heim. Ég hringdi upp á spítala til að spyrja um sjúklinginn sem enn var á gjörgæslu og fékk þau góðu svör að allt væri í lagi. Einn dagur í lífi mínu var á enda. Næsti dagur getur orðið svipaður en líka allt öðravísi, því prestsstarfið er einmitt þannig. Maður veit svo lítið hvað bíður manns. Eitt símtal getur breytt dagskránni þannig að allt verður að víkja fyrir mjög áríðandi verk- efni, sem getur tekið allan daginn ef því er að skipta. En þá á ég t.d. við dauðsföll eða aðra vá sem upp kemur. í dag var ekkert slíkt á ferðinni, Guði sé lof.“ Finnur þú fimm breytingar? 381 Viö erum allir svekktir yfir aö fórnirnar færöu okkur ekki rigningu en hann er sá eini sem þorir aö segja sína meiningu. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og sjöundu getraun reyndust vera: Valtýr Aron Þorrason Bergsteinn Steinn Steinþórsson Hamarsgötu 9 Þingaseli 4 750 Fáskrúðsfjörður 109 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfh sigurvegar- 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 4.900, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verömæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 381 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.