Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Síða 60
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Flugmannaverkfall: Tugmilljóna króna tjón „Þaö er gríðarlega mikið í húfi að samningar takist og ljóst að við erum að tala um tugmilljónatjón ef verkfall stendur alla helgina," sagði Einar Sig- urðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, við DV laust fyrir klukkan 20 í gærkvöld en þá var ljóst að ekki yrði samið í flugmannadeilunni áður en boðað verkfall átti að hefjast klukkan 20. Heimildir DV herma að mikið beri í miili deiIuaðOa og að líklega sætu menn við einungis vegna þrjósku sáttasemjara. Einar sagði að um 1.500 farþegar ættu bókað far innanlands dagana tvo, rúmlega 3.000 milli íslands og út- landa og loks þyrfti að útvega liðlega 2.000 farþegum á milii Evrópu og Am- eríku far með öðrum flugfélögum. „Reynslan sýnir okkur að ef verkfall skellur á nú hefur það langtimaáhrif á bókanir," segir Einar Sigurðsson. -sv Hvalfjörður: Huldumaður enn að Huldumaðurinn í Hvalfirði held- i'tr áfram að skemma fyrir verktök- um sem leggja veg frá Hvalfjarðar- göngunum að sunnanverðu. Aðfara- nótt fimmtudags setti hann möl og sand í olíu eins tækisins og stakk stóru áhaldi í gegnum vatnskassa á öðru. Lögreglan leitar ákaft þess sem þetta stundar því hann hefur valdið miklum skemmdum og óþæg- indum hjá verktakanum. Eins og DV greindi frá fyrir nokkru skildi huldumaðurinn eftir skilaboð í einni vélinni þar sem hann hótaði að brenna svefnstað verktakanna og sprengja vélarnar í loft upp með dínamíti ef ekki yrði hætt við lagn- ingu vegarins. -sv Sjálfskipt NISSAÍNJ Almera L O K I Sérstakt sakamál komið í dómsmeðferð á landsbyggðinni: Innbrotafaraldur á Seltjarnarnesi: Kona fer fram á 630 þúsund fyrir koss Ung kona í sjávarplássi á lands- byggðinni hefur farið fram á að samstarfsmaður hennar í fisk- og kjötvinnslufyrirtæki á staðnum greiði henni 630 þúsund krónur í skaða- og miskabætur fyrir að hafa misboðið henni með því að taka utan um hana og kyssa. Kraf- an er lögð fram með ákæru ríkis- saksóknara því manninum hefur verið gefið að sök að særa blygð- unarsemi konunnar. Samkvæmt upplýsingum DV voru málavextir þeir að konan var við daglega vinnu sína í geymsluhúsi þegar umræddur maður, sem er talsvert eldri, kom að máli við hana þar inni. Það sem síðan gerðist mun hafa verið á þá leið að maöurinn sýndi kon- unni áhuga og stóðst hann síðan ekki þá freistingu að taka utan um konuna og kyssa hana. Konan gaf greinilega til kynna að hún bæri ekki sama áhuga tfi manns- ins. Fljótlega eftir atburðinn kærði konan faðmlag og koss mannsins til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hún fór einnig í neyðarmóttöku Borgarspítalans. Til grundvallar kæru sinni lagði konan einnig fram umsögn læknis varðandi andlega líðan sína, bæði fyrir og eftir atvikið í geymsluhúsinu. At- vikið mun hafa lagst þungt á kon- una. Lögmaður, fyrir hönd mannsins, bauð henni síðan bæt- ur en þeim var hafnað. Var þá ákært í málinu og framangreind hótakrafa látin fylgja ákærunni. Maðurinn er ákærður fyrir 209. grein hegningarlaganna sem kveð- ur á um að hver sem með lostugu athæfi særi blygðunarsemi manna eða sé til opinbers hneykslis skuli sæta refsingu. Málið er nú komið til dómsmeðferðar og má því búast við að niðurstaða liggi fýrir með vorinu. -Ótt Játa aðild að 19 inn- brotum Lögreglan í Reykjavík hefur, í samvinnu við Rannsóknarlögreglu ríkisins, upplýst innbrotafaraldur sem gengið hefur yfir Seltjamarnes frá áramótum. Um er að ræða alls 19 innbrot. Lögreglan handtók 5 unga pilta í gærdag vegna gnms um aðild að innbrotunum. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu eru þrír 16 ára pilt- ar búnir að játa öll innbrotin en hinir tveir tengjast nokkrum þeirra. Piltamir búa allir á Seltjamamesi. Þeir munu lítið sem ekkert hafa komið við sögu lögreglu áður. í mars upplýsti lögreglan innbrot í Valhúsaskóla þar sem tölvum og öðrum búnaði og tækjum var stolið. í framhaldi af því komu upplýsing- ar sem leiddu til uppljóstrunar í fleiri innbrotum. Þar með komst lögreglan á slóð innbrotsþjófanna. Síðasta stórrán piltanna var í lík- amsræktarstöð á Seltjamarnesi að- faranótt miðvikudagsins. Þar var stolið hljómtækjum og líkamsrækt- artækjum að verðmæti um milljón króna. í heild er um að ræða þýfi upp á milljónir króna. Mikill hluti þýfisins hefur komið í leitirnar en lögregla leitar enn að hluta þess. -RR Trúnaðarmenn áteppiö Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, tók trúnaðarmenn vagnstjóra á teppið í gær vegna ályktana sem vagnstjórar samþykktu á fundi Ní- undu deildar. Þar voru stjórn og yf- irmenn SVR harðlega gagnrýnd fyr- ir hörku í samskiptum við vagn- stjórana. DV hefur birt hluta af samþykktum fundarins en forstjór- inn hafði ekki séð þær. í tilefni þessa hafa fjórir trúnaðar- menn vagnstjóra undirritað plagg til félaga sinna þar sem þeir harma að samþykktimar hafi borist fjölmiðlum á undan stjómendum SVR og segja slíkt ekki við hæfi. Vegna þessarar yfirlýsingar er a.m.k. hluti vagnstjóra æfur og segir ályktanimar vera opin- ber plögg sem allir megi sjá. Sjá fféttaljós um SVR á bls. 20 -rt Samningar höfðu ekki tekist milli flugmanna og Flugleiða þegar DV fór í prentun í gærkvöld og því var allt útlit fyrir að verkfall hæfist á boðuöum tíma klukkan 20. Á myndinni gefur Björn Antonsson flugvirki þeim Benedikt Arnarssyni að- stoöarflugstjóra og Haraldi Baldurssyni flugstjóra grænt Ijós fyrir eina af síðustu feröunum í gær. DV-mynd E.ÓI Él á mánudag A morgun er gert ráð fyrir norðan- og norðvestanátt og víða kalda. Slydda verður norðanlands, rigning vestanlands en bjart um landið sunnanvert. Hiti verður nálægt frostmarki fyrir norðan en 3-8 stig syðra. Á mánudag verður norðankaldi, él norðanlands og austan en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti verður 0-9 stig að deginum, hlýjast syðst á landinu. Upplýsingar frá Veðurstofu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.