Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Page 6
6 LAUGARDAUR 28. JÚNÍ 1997 JLlV útlönd stuttar fréttir Átök í Hebron ísraelskir hermenn særðu sjci Palestínumenn í átökum sem brutust út á mótmæla- fundi í borginni Hebron á Vest- urbakkanum í gær. Sameiginleg mynt Helmut Kohl, kansl- ari Þýska- lands, sagði nær öruggt að árið 1999 yrði áform- um um sam- eiginlegan gjaldmiðil í Evrópu hrundiö af stað. Hann varaði svartsýnis- menn við og sagði að afleiðing- arnar gætu orðið slæmar ef ekki yrði af framkvæmdinni. Norræn samvinna Dómsmálaráðuneyti Svia og Norðmanna telja nauðsynlegt að norrænar þjóðir sameinist i baráttu sinni við stríöandi mótorhjólasamtök. Samtök Vítisengla og Bandidos hafa valdið miklum skaða i Skand- inavíu undanfarin ár. Selja börn sín Tvær franskar mæður voru teknar til fanga í gær grunaðar um að hafa leigt barnaníðing- um börn sin. Lögreglan hand- tók einnig mann á sjötugsaldri grunaðan um að hafa haft mök við börn undir 15 ára aldri. Fordæmir hryöjuverk Hinn nýi vamarmálaráð- herra Bretlands, David Andrews, fordæmdi árás írska lýðveldishersins á meðlimi lög- reglunnar á Norður-írlandi í gær. Hann hvatti IRA-menn til að sýna stuðning í þeim friðar- umleitunum sem Tony Blair hefur átt nýtt frumkvæði að. Clinton til Evrópu Bill Clint- on, forseti Bandaríkj- anna, mun heimsækja Pólland og Rúmeníu að afloknum fundi æðstu í manna NATO-ríkjanna í ; næsta mánuði . Er þetta hluti af tilraun forsetans til að J stuðla að lýðræðislegri, óskiptri og öruggri Evrópu á 3 næstu öld. Flóð á Indlandi Yfir 100 manns hafa látist á i síðustu dögum í miklum flóð- um á Indlandi. Reuter Evrópu- markaðir sterkir Verð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hækkaði, einkum árla dags á fimmtudag, en seig örlítið eftir því sem á leið. í Bretlandi voru það eink- um olíuhlutabréf sem ýttu undir verðhækkun á markaðnum. I Banda- ríkjunum lækkaði Dow Jones-vísital- an örlítið og situr nú 110 stigum neð- an við hæstu stigatölu ársins sem var 7796 stig 20. júní fyrir stóra hrunið í vikunni. DAX-vísitalan í Þýskalandi komst loks yfir 3800 stig- in og var 3827 stig snemma dags. Bensín- og hráolíuverð á heims- mörkuðum hefur lækkað nokkuð stöðugt undanfarnar vikur. Lokun- arverð í gær á 95 oktana bensíni var 188 dollarar á tunnu en var 218 2. júní. Þetta jafngildir því sem næst 14% lækkun á verði. -vix Þurfum að líta fram á veginn - segir fyrrum utanríkisráðherra Kambódíu „Við megum ekki gleyma okkur i fortíðinni. Ef við höldum áfram að tala um hið liðna ... hver leiðtogi Kambódíu á sína fortíð ... þá getum við aldrei sameinast sem þjóð og náð framforum," sagði Ieng Sary sem gegndi stöðu utanríkisráðherra á ógnartíma Rauðu khmeranna. Hann sagði að þjóðin ætti að hunsa óskir þeirra er vilja að hann komi fyrir alþjóðlegan dómstól. Ieng Sary var dæmdur ásamt Pol Pot fyrir íjöldamorð en hann fékk sakaruppgjöf á síðasta ári er hann Pol Pot. yfirgaf uppreisnarmenn og lofaði að vinna að því að koma á sáttum í landinu. „Ef þjóðin vill að Pol Pot svari til saka og komi fyrir rétt þá á það að gerast hér í Kambódíu án afskipta erlendis frá. Þetta mál er öðrum óviðkomandi," sagði Ieng Sary. Heimildum ber ekki saman um hvort Pol Pot sé á lífí en hann sást síðast meðal almennings árið 1979. Ieng Sary sagði við fréttamenn að hann yrði ekki hissa þótt Pol Pot hyrfi á leyndardómsfullan hátt. Breskir hermenn í Hong Kong eru hér á æfingu fyrir innsetningarathöfnina sem fer fram 1. júlí. Þá munu Bretar af- henda Kínverjum Hong Kong en Bretar hafa ríkt þar í 156 ár. Biðja Frakka um hernaðaraðstoð Forseti Kongós hefur beðið Frakka um hernaðaraðstoð gegn vopnuðum uppreisnarmönnum sem héldu því fram í gær að þeir hefðu unnið flugvöllinn í Brazzaville á sitt vald. „Ef Frakkar bregðast ekki fljótt við bón okkar munu margir láta líf- ið í allsherjarblóðbaði," segir í bréfi sem Pierre-Michael Nguimbi, sendi- herra Kongó í París, sendi til franskra þingmanna. í bréfinu biður hann þingmenn- ina um að skerast í leikinn og gera hvað þeir geti til að fá ríkisstjórn Frakklands til að senda aðstoð. Að öðrum kosti muni pólitískar hörm- ungar eiga sér stað í landinu. Fyrrum leiðtogi marxista, Denis Sassou Nguesso, stjórnaði landinu í 13 ár áður en boðað var til frjálsra kosninga árið 1992. Hann hefur bar- ist gegn stjórnaröflum í landinu síö- an í byrjun júni og notað til þess einkaher sinn. „Samband Kongós og Frakklands á sér langar sögulegar rætur og nú treystum við á hjálp frá þeim,“ sagði Perrre-Michael Nguimbi. Kauphallir og vöruverð erlendis 1 Netanyahu les yfir leiðtoga Verkamanna- flokksins Ehud Barak leiðtogi verka- mannaflokks- ins i ísrael fékk orð í eyra frá for- sætisráðherr- anum, Benja- min Netanya- hu, á þingi I gær. Barak lét þau orð falla að látinn bróðir forsæt- isráðherrans, sem var þjóðhetja í ísrael, myndi skammast sín fyrir bróður sinn ef hann sæi til hans nú. Barak sagði: „Ég þekkti annan Netanyahu ... Yoni Net- anyahu. Ég get sagt þér það Bibi, að hann myndi skammast sín fyrir þig nú. Ég skammast mín líka og það á líka við um fólkið í landinu." Netanyahu sagði Baruk hafa skotið langt yfir markið hvað varðar siðferði í stjómmálum og sagði það nokkuð sem heiðvirð- ur maður myndi ekki gera. Bleikur þvottur úr sögunni? Ný framleiðsluafurð unnin úr ensími, sem er hvati sem mynd- ast í lifandi frumum, gæti komið í veg fyrir að hvítur þvottur yrði bleikur þó mislitur fatnaður slysaöist með í þvottavélina. „Efnið hefur þau áhrif að fótin upplitast ekki fyrr en eftir að þau hafa verið þvegin," segir Anders Pedersen, rannsóknar- maður hjá danska fyrirtækinu Novo Nordisk. „Við göngum ekki svo langt að segja að fólk þurfi ekki að flokka þvottinn sinn en efnið getur hjálpað til þegar þvotturinn hefur ekki ver- ið flokkaður nægilega vel og rauður sokkur slæðist með í þvottavélina með ófyrirsjáanleg- um afleiöingum." Danska fyrii-tækið er þessa dagana að kynna framleiðendum þvottaefna efnið. Afríka heims- álfa munaöar- lausra Sameinuðu þjóðirnar segja hættu á því að Afríka verði heimsálfa munaðarlausra bama ef ekkert verði aðhafst til að hefta útbreiðslu alnæmis. Millj- ónir barna eru í hættu og dag- lega smitast yfir þúsund börn í Afríku af sjúkdómnum. í skýrslu kemur fram að í júní 1996 höfðu yfir níu milljónir barna, yngri en 15 ára, misst móður sína vegna sjúkdómsins. Tölur sýna einnig að milljónir foreldra em sýktar af veirunni sem leiðir til alnæmis. Má því búast við að munaðarlausum bömum fjölgi til muna á næstu áram. Svikið vín not- að í bremsu- vökva I | Mörg hund- ruð þúsund 1 flöskur af sviknu vodka | sem lögreglan 1 í Moskvu hef- ur gert upp- I tækt hefur ver- ið sent í efna- verksmiðju þar endurunnið. Veröur efnið notað til að búa til bremsuvökva og gluggahreinsiefni. Jeltsín, forseti Rússlands, hef- ur hrundið af stað herferð til að hefta framleiðslu á sviknu j áfengi. Ætlar hann að setja höft j á framleiðslu og verslun áfengis. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.