Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 Þjóðhagsstofnun: Stefnir í minni verð- bólgu en spáð var „I þjóðhagsspá, sem birt var í apr- íl síðastliðnum, var gert ráð fyrir að verðbólgan í ár yrði 2,5 til 3,0 pró- sent. Ljóst er að þróunin verður hagstæðari en við gerðum ráð fyrir og því má gera ráð fyrir minni verð- bólgu en spáð var. Ég hygg að það sé engin goðgá að spá því að verð- bólgan verði ekki nema 2 prósent í ár,“ sagði Bjöm Rúnar Guðmunds- son, forstöðumaður þjóðhags- og verðlagsspár Þjóðhagsstofnunar, í samtali við DV. Hann sagði að Þjóðhagsstofnun hefði búist við að meiru yrði velt út í verðlagið vegna kjarasamning- anna en raun ber vitni. Ef einhver hækkun vegna kjarasamninganna á eftir að koma myndu afleiðingar dreifast yfir á næsta ár úr því að þær komu ekki fram strax. Þetta or- sakar aftur á móti að verðbólgan verður minni í ár en búist var við. Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og það hefur líka áhrif til lækkunar verðbólgu. Gengi krón- unnar er nú 1,43 prósent hærra en það var í ársbyrjun. Gengi hennar er nú hærra en það hefur verið frá miðju ári 1993. Það eru fyrst og fremst góðar horfur í efnahagslífínu sem valda þessu. -S.dór Power Macintosh 5260 ásamt Apple Color StyleWriter 2500 dv_________________________________________Fréttir Flugstööin á Keflavíkurflugvelli: Tveir skjólstæöingar Jóns Baldvins reknir baka um 250 þúsund sem hann hafði tekið sér að láni af sektar- og inn- heimtufé tollgæslunnar. Hann er nú í veikindafríi en að því liðnu mun hann ekki koma til starfa hjá toll- gæslunni í Leifsstöð á ný, sam- kvæmt heimildum DV. -SÁ LB0D *1 Hann segir að mjög strangar reglur gildi um starfsmenn Fríhafnarinn- ar. Þær hafi viðkomandi starfsmað- ur brotið og verið sagt upp og feng- ið greiddan þriggja mánaða upp- sagnarfrestinn. Tveir menn, báðir fyrrum skjól- stæðingar Jóns Baldvins Hannibals- sonar, sem ráðnir voru til starfa í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í utanríkisráðherratíð Jóns, hafa ver- ið leystir frá störfum. Annars vegar er um að ræða Gottskálk Ólafsson, yfirtollvörð í tollgæslunni, en DV greindi frá uppsögn hans fyrr í þess- um mánuði. Hinn er Kristinn T. Haraldsson, fyrrverandi bilstjóri Jóns Baldvins, stundum nefndur Kiddi rótari og flokksbundinn í Al- þýðuflokknum. Kristinn hefur starfað í Fríhöfn- inni í Leifsstöð frá því vorið 1995 en var leystur frá störfum um miðjan maímánuð sl. Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar í Leifsstöð, staðfestir að Kristinn hafi brotið af sér í starfi en vill ekki út- lista frekar i hverju brotið fólst. Gottskálk Ólafsson hafði starfað alllengi sem tollvörður en í utanrík- isráðherratíð Jóns Baldvins var stofnað nýtt embætti yfirtollvarðar og var Gottskálk settur í stöðuna 1. apríl 1993 en skipaður rúmum mán- uði síðar, þann 5. maí 1993. Stofnun stöðunnar og ráðning Gottskálks var umdeild á sínum tima og þótti bera pólitískan keim þar sem Gott- skálk væri alþýðuflokksmaður. Starfslok hans uröu þau að hon- um var gefinn kostur á að segja upp starfi sínu eftir að hafa greitt til SUMARTI <4- áfe>* * Hún valdi skartgripi frá Silfurbúðinni ^SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina - YAMAHA PowerMacintosh 5260 120 MHz PowerPC 603e 8 - 64 MB vinnsluminni 1200 MB harðdiskur Áttahraða geisladrif 8 bita hljóð inn og út 16 bita hljóð frá geisladrifi Hægt að setja sjónvarpsspjald Localtalk Apple Color StyleWriter 2500 Bleksprautuprentari með svart/hvíta- og litaprentun Fimm síður á mínútu í svörtu og 0,66 síður á mínútu í lit 720x360 pát með breytilegri blekþykkt Stuðningur við Adobe PostScript-letur þegar notaður er Adobe Type Manager-hugbúnaður. 139.900,.-. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.