Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Page 19
AJ'V LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 fólk Sigldi yfir Atlantshafið á skútu á fund unnustunnar: Magadans á hafnarbakkanum - Anna E. Borg varð fertug og frumsýnir á sunnudagskvöld . Stökktu til Benidorm 9. júlí í 14 daga frá kr. 29.932 Verðkr. 29.932 M.v. hjón með 2 böm í íbúð. 9. júlí, 14 nætur, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar. Verð kr. 39.960 M.v. 2 í íbúð, 14 nætur, 9. júlí [HEl IMSFERE )ir1 Austurstræti 17-2. h»i - Sími 562 4600 Fa&mlagið var heitt og innilegt þegar kærustupariö hittist á hafn- arbakkanum í gær. Anna E. Borg og Rein Norberg. DV-myndir Hilmar Þór Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 9. júlí til Benidorm. Þú tryggir þér sæti í sólina og 5 dögum fyrir brottför hringj- um við í þig og látum þig vita á hvaða hóteli þú gistir. Benidorm er vinsælasti áfangastaður íslendinga í sólinni og þú nýtur rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Anna E. Borg lofaöi unnustanum og vinum hans aö tekiö yröi á móti þeim meö magadansi á hafnar- bakkanum þegar þeir kæmu aö landi. Hún stóö viö þaö. „Þetta byrjaði í gríni þegar ég var í Svíþjóð fyrir einu og hálfu ári. Þá töluðu vinimir um að þá langaði svo til íslands. Ég sagði þeim bara að byrja að spara og koma svo í fer- tugsafmælið mitt. Þeir skáluðu fyrir því og þeir skáluðu líka fyrir því að ég lofaði þeim magadansi á hafnar- bakkanum þegar þeir kæmu. Ég varð að standa við það og þetta varð alveg frábært," segir Anna Elísabet Borg. Kærastinn hennar, Rein Nor- berg, kom í gær i höfn i Reykjavík eftir 13 daga ævintýrasiglingu á skútu frá Svíþjóð. Rein og félagar hans tveir lögðu af staö fóstudaginn 13. kl. 13.13 og voru þrettán daga á leiðinni. Þeir lentu í ýmsum hrakninum, óveðri á Norðursjó og leka inn á vél. Ferðin gekk mjög vel frá Skotlandi og seg- ist Anna vera himinlifandi með að hafa fengið kærastann siglandi á af- mælisdaginn. Þau höfðu í gær ekki sést síðan um páskana. „Þetta er enn skemmtilegra sök- um þess að við erum að frumsýna Tristan og ísold, ástarleik, í Borgar- leikhúsinu á sunnudagskvöld. Strákamir verða að sjálfsögðu þar og afmælisfognuðurinn mun líklega teygjast upp í viku,“ segir Anna El- ísabet Borg. Turtildúfumar ná viku saman áð- ur en siglingamennimir halda utan á ný. Anna fær ekki að sigla með yfir Atlantshafið en ætlar að fljúga út og hitta þá ytra. Kærastinn siglir síðan með hana sömu leið og Trist- an sigldi með ísold forðum. -sv Skútumennirnir svöru&u fyrir söng og dans meö því aö spila og syngja um siglinguna til íslands og móttökur gullfallegra íslenskra gy&ja. Þeir kvá&ust aldrei hafa séö annaö eins. ArcticLne Starcraft ArcticLine eru einu fellihýsin sem eru sérstaklega útbúin fyrir íslenskar aðstæður ' Farangurskassar, verð frá kr. 18.930,- Trio fortjöld færðu í mörgum stærðum og gerðum bæði fyrir felli- og hjólhýsi. Gott verð Fyrsta flokks Starcraft pallhús fyrir litla eða stóra pallbíla. Camp-let er tjaldvagninn sem hefur haft framúrskarandi orðspor á íslandi í þrjá áratugi. Enginn gerir betur! Hafðu það fyrsta flokks í sumar Eflaust geturðu fundið ódýrari gerðir en þá gæðagripi sem boðið er upp á hjá Gísla! En málamiðlanir hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá okkur og því finnurðu eingöngu þrautreyndar fyrsta flokks vörur á sanngjörnu verði hjá Gísla Jónssyni. Opið alla daga í júní og júlí, lau. frá 10-16 og sun. frá 13-16. Gísy JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Umboðsmenn: Bílasalan Fell, Egilsstööum og BG Bílakringlan, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.