Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Qupperneq 33
V JLj'W LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1997 ___________________________________________________ijtf7m/ji 4i Ganga átti á Drangajökul: Veðurguðirnir og þokan tóku í taumana Stefnan var sett í norður og ætl- unin var að ganga á Drangajökul helgina 14. og 15. júní sl. en sem oft- ar tóku veðurguðirnir í taumana hjá kunningjum okkar í gönguhópn- um sem á dögunum gekk Selvogs- götu frá Grindaskörðum að Hlíðar- vatni og við sögðum frá. Þokan setti strik í reikninginn og ákveðið var að ganga frekar yfir Öldugilsheiði, frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd og yfir í Leirufjörð. Gist var að Flæðar- eyri við Leirufjörð en þar á Grunn- víkingafélagið lítið félagsheimili. Snjóaði á leiðinni að Mongufossi Eins og áður sagði var skyggni ekkert vegna þoku og reyndar snjó- aði líka á heiðinni í bakaleiðinni. Á mánudaginn gekk hópurinn síðan I “ÍTUJTl UJJjJ'íJJJjj-j 28. júní. Skúlaskeið hefst kl. 14.00 í Viðey við Reykjavík. Vegalengd um 3 km. Fjöl- [ í skylduhlaup án tímatöku. All- ir sem ljúka hlaupinu fá verð- Ilaunapening. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavíkur mara- þons í síma 588 3399. 28. júní. Mývatnsmaraþon hefst kl. 12.00 við Skútustaði. Vegalengdir: 3 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-17 ára (3 km), 17 ára og yngri (10 km), 16-39 ára (hálf- maraþon), 18-39 ára (10 km og maraþon), 40-49 ára, 50 ára og eldri konur, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Sveitakeppni: Opinn flokkur í sveitakeppni fyrir 3-5 í sveit, nema í 3 km. Upp- lýsingar í símum 464 4177, 464 4189 og 464 4181. 29. júní. Suðumesjamaraþon hefst kl. 14.00 við íþróttavöll- inn í Keflavík við Hringbraut. Vegalengdir: 3,5 km skemmtiskokk án tímatöku, 10 km og 25 km með tímatöku. Flokkaskipting ákveðin síðar. Upplýsingar hjá íþrótta- og Ungmennafélagi Keflavikur í : síma 421 3044 og hjá Rúnari Helgasyni í síma 421 2006. 29. júní. Egilsstaðamaraþon : hefst kl. 12.00 við söluskála ESSO. Vegalengdir: 4 km, 10 f km og hálfmaraþon með tíma- | töku. Flokkaskipting: Hálf- Imaraþon, bæði kyn: 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupunum fá verðlaunapen- ing. Fyrstu þrir í hverjum flokki hljóta verðlaun. Upp- lýsingar á skrifstofu ÚÍA í síma 471 1353. 5. júlí. Þorvaldsdalsskokk hefst kl. 10.00 við Forhaga, Hörgárdal í Eyjafirði og það g endar við Árskógsskóla. | Skokkið er fyrir hlaupara og | göngufólk. Tímatöku er hætt | eftir sex klukkustundir. Vega- lengd er um 26 km og farið 1 um ýmiss konar land og þátt- 1 taka því tæplega ráðleg nema fyrir þjálfaða hlaupara og | göngumenn. Upplýsingar hjá i Bjarna Guðleifssyni i síma | 462 4477. 12. júlí. Krókshlaup hefst kl. 14.00 á Sauðárkróki. Vega- lengdir eru 3 km án tímatöku I og 10 km með tímatöku. | Flokkaskipting, bæði kyn: 16 ára og yngri, 17-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Allir sem Jjúka hlaupunum fá verð- launapening. Útdráttarverð- laun. Upplýsingar á skrifstofu - tvær finnskar kynntu sér sauðburðinn hjá Indriða á Skjaldfönn og slógust í gönguhópinn Þær Elina og Johanna, finnsku menntaskólastúlkurnar, reyndust hinar rösk- ustu í göngunni þó fjallaskór þeirra þyldu ekki íslenskt veöurlag. I hópnum sem ætlaði að fara á Drangajökul voru þau Anna Sigríður Gunn- arsdóttir bókasafnsfræðingur, Magnús Þórsson vélfræöingur, Elín Kristín Magnúsdóttir leiöbeinandi, Danfel Emilsson rafiðnfræðingur og Elín Björk Magnúsdóttir prentsmiður. DV-myndir Daníel Emilsson að Möngufossi á Snæfjallaströnd. Að sögn Indriða bónda á Skjaldfönn er Drangajökull nokkuð sprunginn að norðanverðu þar sem oftast er gengið á hann. Jökullinn hljóp fram fyrir þrem árum og verður þá erfið- ari yfirferðar næstu árin á eftir. Þetta á þó yfirleitt ekki að gerast nema með áratugamillibili en þá tekur hann um það bil fimm ár að jafna sig. Hjá Indriða á Skjaldfónn voru tveir finnskir gestir sem höfðu kom- ið þangað til að kynnast sauðburði í islenskri sveit. Þetta voru þær Elina og Johanna, 18 ára menntaskóla- stúlkur sem ljúka munu stúdents- prófi næsta vor ef allt fer að óskum. Þær stöllur fengu að slást í hópinn og reyndust hinar röskustu göngu- konur þó gönguskór þeirra væru ekki gerðir fyrir íslenskt veðurfar. Danskur stórhlaupari í Reykjavíkur maraþoninu Undanfarin ár hafa mörg hund- ruð erlendir hlauparar tekið þátt í Reykjavíkur maraþoninu og í fyrra voru þeir til dæmis vel á sjötta hundraðið. Þessir hlauparar eru bæði í hópi sterkustu langhlaupara heims og aðrir svo aðeins venjuleg- ir áhugamenn um langhlaup. Sumir eru ungir en aðrir eldri eins og gengur og þess eru dæmi að hlaup- ari hafi komið og tekið þátt í mara- þoni hér kominn á níræðisaldur. Gitte Karlshöj er einn þeirra topphlaupara sem tilkynnt hafa þátttöku sína í komandi Reykjavík- ur maraþoni. Gitte er dönsk og hef- ur verið í röð fremstu langhlaupara í heiminum um árabil. Hún er 36 ára en er enn á uppleið og náði ný- verið besta tíma sínum í hálfu maraþoni til þessa. Það var í Las Vegas maraþoninu. Gitte var í Ólympíuliði Dana í Atlanta. Á heimsmeistaramótinu 1991 varð hún níunda i 3000 m hlaupi á 8.44.35. Besti árangur hennar er 15.22 í 5 km, 32.26 í 10 km, 69.51 í hálfu maraþoni og 2.31.57 í mara- þonhlaupi. Gitte Karlshöj er í hópi bestu langhlaupara heims og ætlar að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu. Gunnar Páll Jóakimsson íþróttaþjálfari: Byrja allar æfingar rólega og muna að teygja í lokin Við byrjum allar æfingar rólega og ljúkum þeim á rólegu skokki eða göngu. Sérstaklega er mikilvægt að byrja rólega á öllum álagsæfingum þeu sem hraði er mikill. Æskilegt er að taka léttar liðkunaræfingar í upphafi æfingar eða eftir létt 5-10 mín skokk. Stórar hreyfingar fyrir helstu vöðvahópa og léttar teygjuæf- ingar fyrir kálfavöðva. I lok æfingar þegar likaminn er heitur er rétti tíminn fyrir teygjuæfmgar. Gott er að gefa sér góðan tíma til að teygja á helstu vöðvahópum sem vinna í hlaupunum. Þá er ágætt að taka með léttar styrktaræfinga, sérstak- lega fyrir bak og kviðvöðva. Munið að liðleiki og styrkur er forsenda þess að hiaupastíllinn sé góður í 10-12 vikna æfingaáætlun er Æfingatafla fyrir byrjendur 1. dagur: Ganga eða skokka í 20 minútur. 2. dagur: Hvíld. 3. dagur: Ganga eða skokka í 25 minútur. 4. dagur: Hvíld eða sund. 5. dagur: Hvíld 6. dagur: Ganga eða skokka í 40 mínútur 7. dagur: Hvíld. Miðað er við byrjendur sem hafa engan grunn. Aðrir mega hafa vega- lengdir allt að tvöfalt lengri. álag aukið yfir tímabilið. Þó ekki þannig að aukningin sé stöðug. Þjálffræðin segir okkur að betri ár- angur náist með því að auka álag með tröppugangi þar sem álagið er óbreytt og jafnvel minnkað á tveggja til fjögurra vikna fresti áður en næsta aukning á sér stað. Við þurfum alltaf að hafa í huga að getu- aukningin verður engin ef álagið er of mikið. Mjög mikilvægt er að halda æf- ingaáætluninni en að sjálfsögðu koma upp þær aðstæður að sleppa verður æfingu. Þeir sem hafa góðan grunn mega alveg við því að missa úr nokkrar æfingar en því minni sem grunnurinn er því meiri áhrif hefur það. Þegar svigrúm er gefið eins og á lengstu æfingu vikunnar á ekki endilega alltaf að vera við hærri mörkin. Hlustum á líkamann og ef við höldum að álagið sé of mik- ið þá getur verið betra að fara styttra. 44 lilfMimáftíluií fýrir Reykjavíkur maraþon 1997 Vika 4 10 km 21 km 42 km 30. jún. til 6. júlí Mánudagur 6 km rólega 8 km rólega 10 km rólega Þrifijudagur Hraöaleikur Hraöaleikur Hraðaleikur Miðvikudagur Hvíld 8 km rólega 10 km rólega Fimmtudagur 8 km vaxandi 12 km vaxandi 16 km vaxandi Fostudagur Hvíld eða Hvíld eða Hvíld eða 6 km rólega 8 km rólega 8 km rólega Laugardagur 20 mín.rólega 20 mín.rólega 30 mín.rólega og hraðaæfing og hraöaæfing og hraðaæfing Sunnudagur 8-14 km rólega 10-18 km rólega 16-24 km rólega Hra&aleikur: Hlaupa rólega í 10 mín., síöan hraöari kaflar meö rólegur skokki á milli, 1 mín. álag, 1 mín. skokk, 2 mín. álag, 2 mín. skokk, 3 mín. álag, 3 mín. skokk, 3 mín. álag, 3 mín. skokk, 2 mín. álag, 2 mín. skokk, 1 mín. álag og rólega 10 mín. í lokin (hraöar; kaflarnir séu á 10 km keppnishraöa eöa hraöar). Vaxandi: byrja rólega en auka hraöann eftir u.þ.b. 10 mín. og, halda góöum hraöa. Hraöaæfing: 5 x 300 m meö 300 m rólegu skokki á milli. Hraöinn sé talsvert meiri en langhlaupshraöi en alls ekki sprettur fullri ferö. Sigmar Gunnarsson á loka- spretti miönæturhlaupsins sem fram fór í og vib Laugardalinn í Reykjavík. Sigmar sigraði að venju í Jóns- messuhiaupi Borgfiröingurinn Sigmar Gunnarsson lætur ekki deigan síga og sigraði á mánudaginn sl. í fimmta skiptið í miðnætur- hlaupinu á Jónsmessu. Hann hefur afrekað það að sigra í öll- um miðnæturhlaupum frá upp- hafi. 1247 þátttakendur hlupu um Laugardalinn og nágrenni í fallegu sumarveðri, logni og 12 stiga hita þó komið væri aö mið- nætti. Umsjón Ólafur Geirsson Sigmar fór 10 km á 33.14. Ann- \ ar varð ívar Trausti Jósafatsson á 34.20 og í þriðja sæti Burkni Helgason á 35.36. Erla Gunnars- dóttir sigraöi í kvennaflokki á 41.12, Helga Bjömsdóttir varð önnur á 41.31 og í þriðja sæti varö Ingibjörg Kjartansdóttir á 41.49.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.