Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1997, Blaðsíða 50
æ toikmyndir LAUGARDAGUR 28. JUNI 1997 > Leöurblökumaðurinn frá Geitaborg - hljómar eins og sirkusatriöi. Geitaborg | I hugum flestra” kvik- myndaunnenda hefur nafnið I Gotham borg dulúðuga merk- -* ingu sem minnir á skugga- myndir einsleitra og risavax- ; inna bygginga þar sem glæpir i þrifast í hverju horni og allt 1 væri í upplausn ef ekki væri fyrir snarræði Leðurblöku- mannsinns og hjálparkokka | hans sem bjarga deginum. ' Fæstum dettur í hug að Got- j ham sé syfjulegt þorp rétt fyr- j ir sunnan ensku borgina Nott- j ingham. Nafnið Gotham City útleggst Geitaborg á íslensku ] og að auki eru íbúar borgar- ’ innar þekktir fyrir að vera ) ekki sérlega heilbrigðir þegar kemur að andlegu deildinni. Þeir eru reyndar svo skrítnir ? að háðfuglinn Washington Ir- r | vine gerði grín að slæmu and- í legu ástandi New York-búa f með því að kalla borgina Got- i ham. \ Það kemur sennilega engum á ¥ óvart að bæði Bill Clinton, for- | seti Bandaríkjanna, og fyrr- 5 verandi forseti þeirra, George | Bush, eiga ættir sínar að rekja f til borgarinnar. Þeim til máls- • bóta má þó taka fram að sagt > er að íbúarnir hafi gert sér | upp geðveiki til þess að sleppa við skattlagningu áður fyrr. f; ________________________ Moebius er þekktur fyrir aö skapa framandi heima í sög- um sínum. Breytir draumum í mvnd Einn mesti sníllingur teikni- myndaheftanna er án efa Moebius. Hann er þekktur fyr- ir einstaka hæfileika til að skapa ímyndaða heima og var fyrsti maðurinn sem Luc Bes- son, leikstjóri The Fifth Elem- ent, sneri sér til þegar hann vantaði mann sem gæti breytt draumum í veruleika. Afrakst- urinn varð ævintýraheimur sem á sér enga hliðstæðu. Rétt nafn Moebius er Jean Gi- raud og hóf hann ferilinn hjá frönsku tímaritunum Pilote og Hara Kiri. Fljótt varð ljóst að kappinn hafði sterkan, sjálf- stæðan stíl þar sem hann blandaði súrealískum fantasí- um saman við svart háð. Stíll þessi fór að blómstra fyrir al- vöru þegar hann varð meðút- gefandi ritsins Metal Hurlant en þar var vísindaskáldskapur tekinn alvarlega og fékk hann tækifæri til að halda áfram á sömu braut. Tilraunir breskra og bandarískra risa til að næla í Moebius hafa mistekist og hefur heimsmynd hans fengið að njóta sín óbrengluð af ritstýringu. Áhrifa hans hefur gætt í myndum eins og Blade Runn- er og The Empire Strikes Back. Þá er hægt að njóta handbragðsins í Alien, þó hann hafl aðeins unnið að henni í nokkra daga, Tron og Space Jam. ■ r Leikstjóri Óvættarins er Peter Hyams sem er þekktur fyrir að vera mjög uppfinningasamur við að búa til sjónrænar veislur fyrir áhorfend- ur. Nýjustu myndir hans eru meðal annarra spennutryllirinn Sudden Death og Timecop með bardagasnill- ingnum Jean Claude Van Damme í aðalhlutverki beggja mynda. Þá leikstýrði hann einnig og myndaði The Presido og Stay Tuned. Hann skrifaði, leikstýrði og kvikmyndaði Narrow Margin, leikstýrði, myndaði og framleiddi Running Scared og skrifaði og leikstýrði The Star Chamber, Outland, Hanover Street og Capricorn One. Þekktasta mynd sem hann hefur komið nálægt hlýt- ur þó að vera stórmyndin 2010 sem byggð er á skáldsögu Arthur C. Cl- arke. Hyams fæddist í New York og út- skrifaðist í tónlist og listum úr há- skóla. Hann varð síðan listamaður og nokkuð þekktur djass trommari. Hann hóf snemma störf hjá CBS- sjónvarpsstöðinni og leiddi það til þess að hann fór til Víetnam þar sem hann gerði heimildarmynd um stríðið. Árið 1970 fluttist hann svo til Hin frábæra mynd Capricom One er ein af þeim sem Peter Hyams hefur á afrekaskránni. Los Angeles og seldi kvikmynda- handrit sitt að myndinni T.R. Baskin og framleiddi myndina. Hann færði sig yfir í sjónvarpið um tima en sneri svo aftur þegar hann gerði handrit að myndinni Our time og stuttu seinna leikstýrði hann í fyrsta skipti við gerð myndarinnar Busting sf. s\ u ýJ jj ? JJ J Laugarásbíó - First Strike: ★★★ Jackie Cha(pli)n Ekki er nma mánuður síðan hætt var að sýna 5 ára gamla mynd Jackies Chan, Police Story III. Hún hafði verið endumefnd Supercop og átti að höfða til nýrra aðdáenda Chans á Vestur- löndum. First Strike (1996) er sú fjórða 1 Police Story-syrpunni. í henni á Chan í höggi við hættu- lega vopnasmyglara sem eru, eins og svo oft í spennumyndum síöustu ára, útsendarar rúss- Bardagasnillingurinn Jackie Chan nesku mafíunnar. Viðureignin nýtir þaö sem hendi er næst til þess færist land úr landi, frá Hong að berjast viö fúlmenni frá öllum Kong til Rússlands og þaðan til heimshornum. Ástralíu. Frekari lýsing á sögu- þræðinum er vonlaus, enda er plottið veikasti hlekkurinn í annars ágætri mynd. Ofangreind lýsing veit kannski ekki á gott en töfrar Jackies bjarga myndinni frá þeirri meðalmennsku sem hún myndi annars falla í. Þessi bráðskemmtilegi og hæfileikaríki bardagaleikari glæðir flestar senur lífi. í First Strike bregður Jackie sér á gamansaman máta í hlutverk Bonds. Hann rennir sér niður hlíðar á snjóbretti, flýgur fram af bjarg- brún og fellur niður um ísvök. Síðar í myndinni slæst hann við tröll- vaxna bófa sem dusta af sér högg sem myndu rota uxa. Hápunktinum er þó náð í senu þar sem hann tekst á við illmennin á kafi í hákarla- keri. Jackie er skorinn i puttann og til þess að hákarlinn renni ekki á blóðlyktina stingur hann fingrinum upp í sig og heldur áfram að bcrj- ast. Hann sker andstæðinginn síðan í tvo putta og hann þarf því að stinga báðum höndum upp í sig. Það er eitthvað kostulegt við bardaga upp á líf og dauða þar sem báðir aðilar sjúga puttana í gríð og erg. Þeir sem hafa gaman af First Strike ættu endilega að líta á einhverjar af eldri myndum Chans, en hann hefur leikið í yfír 50 myndum á síð- ustu 25 árum. Afbragðs Hong Kong-myndir eru Drunken Master (1979) og Police Story (1985), en ef menn vilja fremur sjá bandaríska fram- leiðslu er Battle Creek Brawl (1980) jafnvel aðgengilegri en þær myndir sem Chan hefur verið að gera fyrir vestrænan markað síðustu tvö árin. First Strike er talsett eins og tíðkast með myndir frá Hong Kong. Það venst þó fljótt og ætti ekki að trufla áhorfendur verulega. Ég mæli með henni enda er Jackie ókrýndur Chaplin bardagamyndanna. Leikstjóri: Stanley Tong. Helstu leikarar: Jackie Chan, Jackson Lou og Annie Wu. Guðni Elísson Peoples Money á móti Danny DeVito, Kindergarten Cop á móti Arnold Schwarzenegger, The Fres- hman á móti Marlon Brando og Matthew Broderick og svo mætti lengi telja. Hún lék í gullmolan- um Carlito’s Way á móti A1 Pacino og hlaut tilnefningu til Golden Globe-verðlauna fyrir snilldartakta sem leikkona í aukahlutverki. Næsta mynd hennar verður svo Little City sem hún hefur lokið við að leika í. Þar leik- ur hún á móti Jon Bon Jovi, söngvaranum bandaríska, og Anna- bella Sciorra. Leikarinn Tom Sizemore leikur lög- reglumanninn Vincent sem sameinar krafta sina með liffræðingnum í því markmiði að svæla morðingjann úr greni sínu. Hann hefur lék á móti Robert De Niro og í Chaplin, mynd Richard Attenborough. Þá hefur hún einnig leikið í Other náð að festa sig í sessi sem leikari og er hann þekktur fyrir að vera mjög fjölhæfur. Hann lék í þremur stórum myndum sem voru gefnar út 1995 undir leikstjóm manna sem era með þekktari nöfnum í brans- anum. Þetta var mynd Michael Mann, Heat, þar sem hann lék á móti A1 Pacino, Robert DeNiro og Val Kilmer. Þá lék hann undir stjórn Carl Franklin í myndinni Devil in a Blue Dress á móti Denzel Washington og með Ralph Fiennes í Strange Days undir stjóm Kathryn Bigelow. Þrátt fyrir þetta er sennilegast að menn muni helst eftir honum í hinni umdeildu mynd Olivers Stone, Natural Bom Killers. Þó að ekki sé hægt að telja upp all- ar myndir sem Sizemore hefur leik- ið í hér, þó að listinn sé vægast sagt mikilfenglegur, er ekki hægt að sleppa því að minnast á þá frá- bæru mynd Trae Romance sem hann lék einnig i. -sf Penelope Ann Miller leikur líf- fræöing sem tekur til sinna ráöa þegar óvættur tekur aö drepa fólk í hrönnum. Háskólabíó og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga myndina Óvættinn (The Relic), sem er byggð á skáld- sögu eftir Douglas Preston og Lincoln Child. í myndinni, sem er spennumynd með dökku yf- irbragði, leikur Penelope Ann Miller líffræðinginn Margo Green og Tom Sizemore lög- reglumanninn Vincent D’Agosta. Þau þurfa óvænt að starfa saman þegar röð hryllilegra morða er framin í annars rólegu andrúms- lofti náttúrugripasafnsins þar sem Margo Green vinnur. Þau taka saman höndum um að stöðva morðingjann og nota til þess byltingarkennda tækni sem Green hefur þróað. Meðal annarra leikara má nefna Lindu Hunt og James Whitmore. Penelope Ann Miller fór að heiman þegar hún var 18 ára til að hefja leikferil. Stóra tækifærið kom þeg- ar henni bauðst að leika Daisy í leikritinu Biloxi Blues sem vann meðal annars Tony verðlaunin. Hún endurtók svo hlutverkið í kvikmyndaútgáfu Mike Nichols þar sem hún lék á móti Matt- hew Broderick. Hún sneri svo aftur á leiksvið Broad- way 1989 til að leika Emily í Our Town og hlaut til- nefningu til Tony- verðlauna fyrir vik- ið. Hún hefur getið sér góðan orðstír meðal gagn- rýnenda fyrir hlutverk í myndum eins og Awakenings þar sem hún Ovætturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.