Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Side 4
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 JjV
4 Weéttir
wk ★
Ritstjóri Moggans
Nokkrar umræður hafa orðið í
heimi fjölmiðla um hver verði eftir-
maður Matthlasar Johannessen
sem ritstjóri Morgun-
blaðsins þegar hann
hverfur endanlega
skáldgyðjimni á vald.
Síðustu vikur hefur
þjóðinni ekki dulist
að Morgimblaðinu
hefur í raun verið
ritstýrt af fyrrver-
andi bankastjóra
og þrátt fyrir yfirvofandi kosningar
hefur blaðið aðallega einbeitt sér að
þeim sem bankastjórinn gamli telur
sig eiga sökött við. Mogginn hefur
fyrir vikið orðið bæði meira spenn-
andi og miklu kjarnyrtari. Menn
telja því augljóst að eftirmaður
: Matthíasar sé fundinn enda þegar
I kominn til starfa. Næsti ritstjóri
hljóti sem sagt að verða Sverrir
Hermannsson ...
Flugleiðastjórinn
Sá orðrómur er ágengur að með
Jhreyttri eignaraðild að Hagkaupum
sé Óskar
Magnússon forstjóri
á förum þaðan til
annarra verka. Þeir
sem til þekkja segja
að forstjórastóllinn
hjá Flugleiðum
bíði Óskars.
Sigurður
Helgason muni
brátt axla skinn
sín og fara í tveggja ára frí til aö
vinna að þeim fagnaði sem verður í
tilefni landafúndanna mn aldamót.
Óskar þvertók fyrir þetta á
dögunum en áfram grasserar
umræðan og ekki síst eftir að
Hagkaupsveldið varð falt...
Raðbósinn
íbreska blaöinu The Sun segir
frá eins konar raðkvennabósa. Sá
eðli maður sem heitir David
Coombs er sagur
hafa lagt að velli og
svikið í tryggðum 227
norrænar fegurðar-
dísir. Heldur kom
þó babb i bátinn hjá
hinum norræna
bósa því Sun ræðir
við eina af hinum
fóllnum meyjum sem
segir ástarlífið meö hinum svikula
kvennamanni álíka „skemmtilegt“
og að strauja þvott eða horfa á
sjónvarp, standandi. Kvennabósinn
ógurlegi mun eiga sér þann draum
æðstan að flytja til Danmerkur eða
íslands þar sem 62 prósent íbúanna
séu konur. Þá sá bósinn þann kost
við ísland aö þar eru eiginmenn
alla daga á hafi úti og því ótvíræð
sóknarfæri. Nú er bara að sjá hvort
hann birtist i einhverju
sjávarplássi með veiðaifæri sín ...
Litlir kærleikar
Það hefur löngum verið vitað að
litlir kærleikar eru meö Útgerðarfé-
lagi Akureyringa og Samherja hf. á
; Akureyri. Skömmu
J eftir að Sainherji
hóf starfsemi
snemma á síðasta
áratug fór að bera
á togstreitu milli
fyrirtækjanna og
síðan hefur kóln-
að milli þessara
'aðila. Það er svo sjálfsagt
ekki til aö bæta ástandið að „kol-
ikrabbinn" ógurlegi hefur seilst til
aukinna valda í Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa síðustu misserin þegar
Akureyrarbær hefur verið að
minnka eignarhlut sinn í fyrirtæk-
inu. Samherji og Eimskip hafa ekki
átt samleið lengi, en heldur virkar
; það öfugsnúið að sjá allt að því hat-
ur milli sjálfstæðismannanna beggja
þessara fylkinga. En segir ekki mál-
; tækið að það sé enginn annars bróð-
ir í „bisness" eða þannig? ...
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkorn (íiff. is
Gangamunninn norðan megin. Þegar ekið er niður þeim megin sést glöggt að taka verður aflíöandi hægri beygju til að komast undir fjörö. DV-myndir GVA
Aöeins 49 dagar þangað til HvalQaröargöngin verða opnuð:
Traustvekjandi göng
H valfj arðargöngin virka mjög
traustvekjandi. Það tekur aðeins 5-6
mínútur að aka í gegnum þau. Mið-
að við að „Bankastrætishalli" sé á
göngunum sunnan megin og
„Kambahalli" að norðanverðu
finnst þeim sem aka um þau að hall-
inn sé ekki svo ýkja mikill.
Þau virka styttri, láréttari og
þurrari en maöur átti von á. Akst-
urinn í gegn tekur fljótt af - það
kemur engin ónotatilflnning. En
þetta er gríðarlegt mannvirki. Þetta
var skoðun DV-manna eftir að hafa
ekið í gegnum göngin i gær.
Byrjaö í 7 gráöa halla
Þegar ekið var að göngunum
sunnan megin stóðu malbikunar-
framkvæmdir við aðkomuna sem
hæst. Inni í göngum er búið að mal-
bika og vinnu við ljós að verða lok-
ið. Jóhann Kröyer, yfirverkfræðing-
ur Fossvirkis, gamalreyndur ganga-
maður, m.a. frá Vestfjarðagöngum
og gangagerð erlendis, var leiðsögu-
maður.
Þegar ekið er inn um suðurmunn-
ann tekur fljótlega við 7 prósenta
halli - svipað og hallinn í Banka-
strætinu. Eftir á að giska mínútu
akstur minnkar hallinn niður í 4
prósent. Það tekur röska mínútu að
aka hann. Ferðamanninum kemur
dálítið á óvart hvað göngin eru björt
og þurr.
Á lárétta botninum
Þegar 4ra prósenta kaflanum er
lokið er leiðin rúmlega hálfnuð yfir
íjöröinn - við erum komin á botn-
inn. 165 metra undir sjávarmáli -
það nemur rúmlega tveimur Hall-
grímskirkjum. 45 metra þykkt berg
er fyrir ofan mann, þar fyrir ofan 70
metra setlög og síðan 40 metra djúp-
ur Hvalfjörðurinn. Vegfarandinn
hefur takmarkaða tilfinningu fyrir
því að allt þetta sé fyrir ofan.
Við botninn er hinn eini lárétti
kafli ganganna, tiltölulega stuttur.
Þar hefur verið borað 60 metra inn
í bergið til vesturs þannig að stórt
holrúm hefur myndast sem getur
(botni Hvalfjaröarganganna á leið frá Reykjavík upp á Akranes. Þar sem láréttur botnkafii endar tekur hægri beygja
viö og leiöin liggur sföan upp „Kambahalla". Þegar nær dregur nyrðri gangamunnanum kemur aflíöandi vinstri
beygja. Hámarkshraði í göngunum veröur 80 km á klst. Sérfræöingar segja aö fara veröi varlega í botninum meö
hliösjón af hraba.
42 kílómetra.
Malbikunarframkvæmdir standa sem hæst yfir báöum megin fjaröarins. Myndin er
tekin sunnan megin. Handan fjaröarins hefur hringtorg veriö gert fyrir umferöina
sem mun beina feröamönnum ýmist vestur meö Akrafjalli eöa austur, fyrir þá sem
ætla beint norður.
rúmað afrennslisvatn ámóta mikið
og í 25 metra langri sundlaug. Þar
renna að meðaltali 6 lítrar af vatni
á sekúndu. Þrjár dælur, sem geta
dælt 11 sekúndulítrum hver, eru
notaðar til að dæla því upp. Aðeins
ein þeirra er notuð í einu. Öflug
neyðardæla er einnig til staðar.
Og svo kom beygja
Þegar ekið er frá botninum kem-
ur beygja til hægri. Nú fer hallinn
aðeins að aukast því nú tekur fljót-
lega við 8 prósenta halli. Á þessum
kafla eru tvær „uppreinar" svipað
og í Kömbunum.
Hallinn er þó á engan hátt óþægi-
legur. Fljótlega tekur við aflíðandi
vinstri beygja og eftir um tveggja
mínútna akstur frá botninum fer
aftur að sjást í dagsbirtuna. Þetta
tók ekki nema 5-6 minútur.
Nýjungar á www.visir.is:
Kosningavakt og HM98
Kosningavakt verður á Netmiðl-
inum Vísi í kvöld og í nótt. Þar
veröa nýjustu tölur birtar og
greint frá fyrstu viðbrögðum fram-
bjóðenda. Ávallt veröur hægt að
nálgast nýjustu tölur í öllum sveit-
arfélögum jafnóðum. Slóðin er
www.visir.is
HM-vefur Vísis á slóðinni
www.hm98.is var opnaður í gær.
Á forsíðu eru fréttir af undirbún-
ingi fyrir HM sem hefst í Frakk-
landi 10. júní. Á undirsíðum má fá
upplýsingar um liðin, riðlana,
leiki, leikdaga, leikmenn og fleira.
Á meðan á HM stendur verður
fylgst grannt með gangi mála auk
þess sem notendum mun gefast
kostur á margs konar þjónustu og
þátttöku í leikjum sem tengjast
HM. íslenskar getraunir eru
aðalstyrktaraðili HM-vefsins. -hlh
Hægt er aö fara inn á HM-vefinn af forsíöu Vísis á www.visir.is eöa aö fara
beint inn á HM-vefinn með því aö slá inn www.hm98.is.
Slysalaust
„Við getum verið stoltir af
því að hafa verið lausir við
slys á mönnum. Það hafa aðeins
verið minni háttar óhöpp,“ sagði Jó-
hann Kröyer yfirverkfræðingur.
Verkið hefur gengið ótrúlega vel
enda var ekki gert ráð fyrir að göng-
in yrðu opnuð fyrr en á næsta ári.
„Þetta hafa verið mjög vönduð
vinnubrögð, tækninni hefúr fleygt
fram og mannskapurinn unnið vel,“
segir Jóhann.
Hann segir að heyrast muni í
GSM-símum í göngunum. Ef stillt
verður á rás 1, rás 2 eða Bylgjuna í
bílunum sem aka í gegn verður
hægt að koma tafarlausum boðum
til ökumanna frá sólarhringsvakt í
vegtollstöðinni við gangamunnann.
500 metrar eru á milli neyðarsíma
í göngunum og aðeins 200 metrar á
milli slökkvitækja.
Ekki gangandi eöa hjólandi
Þó að Reykjavíkurmaraþonhlaup-
arar muni skokka i gegnum göngin
á opnunardaginn, laugardaginn 11.
júlí, mun ekki verða leyfilegt að
fara í gegn á tveimur jafnfljótum.
Heldur ekki ríðandi né á hjóli, segir
Jóhann.
Vigsla ganganna verður klukkan
14 framangreindan dag en umferð
fyrir almenning verður hleypt á
klukkan 19. Frítt verður að aka um
göngin fyrstu 4 dagana.
Hvort verðið á eftir að lækka úr
1000 krónum hvora leið niður í 600
krónur, eins og margir hafa óskað
eftir, á eftir að koma í ljós. Bæjar-
stjómir Akraness og Borgarbyggðar
hafa báðar lagt fram tilmæli til
Spalar um að lækka verðið. -Ótt