Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Blaðsíða 8
r sælkerinn LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Meðlætið Salatíð er skolað og rifið niður, agúrkan klofm og skorin í sneiöar, paprikan er skorin í strimla og tómatamir í báta. Öllu er blandað saman og fetaostinum stráð yfir sal- atið. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni i þær fæst. Helga Sigrún Harðardóttir á Gullinu: Gráðaostafylltar svínalundir með tilheyrandi Pottsteikt kalkúnalærí að ítölskum hætti Fyrir 6 4 kalkúnalæri, stór 2 msk. olía til steikingar 4 hvítlauksgeirar 1 msk. salvía 8 ansjósuflök 2 msk. kapers 1 stk. þurrkað timian 3 sólþurrkaöir tómatar (skomir í strimla) 30 svartar ólívur í kryddlegi 1 dl rauðvín 2 dl kjúklingasoð salt og pipar Blandað salat með fetaosti 1/2 haus jöklasalat 1/2 agúrka 1 rauð paprika 1 haus eikarlauf 3 tómatar 1 dós fetaostur í olíu Sælkeri vikunnar að þessu sinni er Helga Sigrún Harðardóttir, dag- skrárstjóri á Gull 90,9, en hún sér um morgunþátt Gullsins ásamt Eyjólfl Kristjánssyni. „Ég er einnig kennari í Ökuskólanum að Suður- landsbraut 6 þar sem ég kenni 2-3 kvöld í viku svo tími til matargerðar er oft ekki mikill, nema þá helst um helgar," segir Helga Sigrún. „Annars flnnst mér best að aðrir galdri góðan mat ofan í mig.“ Gráðaostafylltar svínqlundir með tilheyrandi BABU-sósu og gratineruðum kartöflum Uppskriftin er fyrir fjóra. 600 g svínalundir 200 g gráðaostur 2-3 hvítlauksrif salt og pipar smjör 100 g ferskir sveppir 1 dl kafflrjómi 1 dl rjómi 1 dós Voga-kryddídýfa rifsberjagel indónesísk sojasósa (Ketjap Manis) steinselja kartöflur heill stór laukur Fyrir Jjóra 800 g kjúklingabringur, beinlausar ólífúolía til penslunar 4 tsk. kjúklingakrydd (McCormick Original Chicken Sea- soning) svartur pipar úr kvöm 4 msk. dijonsinnep Dijonsósa 3. msk. dijonsinnep 1. saxaöur laukur 250 g sýrður rjómi svartur pipar úr kvöm Meðlæti 1 dós ætiþistlar (art ichoke) 4 bökimarkartöflur 1 gul paprika Grillsteikið kjúklingabringumar á vel heitu griili I 7-10 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær em til- búnar. Penslið og kryddið meö pipar og kjúklingakryddi. Smyijið síðan dijonsinnepi á bringumar rétt áður en þær era tilbúnar. Dijonsósa Öllu hráefhi í sósuna er blandað vel saman og kryddað með salti og pipar. Síðan er sósan geymd í kæli þar til hún er borin fram. Meðlæti Borið fram með dijonsósu og bök- uðum kartöflum, ristuðum papriku- sneiðum og grilluðum ætiþistlum. Skolið lærin og þerrið. Brúnið í ' olíu á pönnu. Kryddið með salti og pipar og setjið lærin í steikarpott. Saxið hvítlauk- inn, ansjó- jsurnar og ■ tómatana, hrærið saman við rauðvínið og soðið. Bætið kryddinu, ólíf- unum, sólþurrk- uðu tómötunum og kapersinum saman við. Heilið yfir lærin í pottinum og bakið við ; 150'C í 11/2 til 2 tíma. Berið fram í pottinum. salt 1 dl rjómi salat Helga Sigrún er liötæk í eldamennskunni þótt tíminn sé ekki mikill. Aðferð: Ómissandi er að hafa gratineraðar kartöflur með þessum mat og það er best að byrja á þeim því þær eru tímafrekar. Þær geri ég þannig að ég afhýði kartöfl- ur og sker þær í 1/3 sm þykkar sneiðar. Svo tek ég heilan stóran lauk og saxa smátt. Eitt lag af kartöflum sett í eldfast mót, dágóðum slatta af lauk stráð yfir og saltað og svona haldið áfram þar til mótið er fullt. Rjóma hellt yfir allt saman en ekki veitir af 1-11/2 dl í meðal- stórt mót og bakað í ofni í u.þ.b. klukkustund. Passið bara að hafa nóg af kartöflum, þessar fara fljótt. Skorin er djúp rauf í lundimar. 100 g gráðaostur stappaður með mörðum hvítlauksgeirum og settur í raufarnar. Lundirnar eru síðan vafð- ar með sláturgami og kryddaðar með salti og pipar áður en þær eru brúnaðar í smjöri á pönnu i nokkrar mínútur. Ágætt er að taka lundirnar af pönnunni og halda áfram að elda þær í ofninum í eldfostu móti með svolitlum rjóma í, annars áfram á pönnunni. Sveppimir eru brúnaðir í smjöri og pipraðir með grófmöluðum svörtum pipar. Babú-sósan er búin til þannig að afgangurinn af gráðaostinum er stappaður og bræddur í kafflrjóman- um og látið malla í dágóða stund. Þá er Voga-idýfan sett út í og að lokum rifsberjagelið og dálitið af sojasós- unni. Passið þó að sósan sjóði ekki eftir að kryddídýfan er komin út í. Ef sósan þykir of bragðsterk er gott að setja svolítinn rjóma saman við. Sós- unni er hellt út á pönnuna með sveppunum, lundimar skomar í 2-3 sm þykkar sneiðar og lagðar snyrti- lega ofan á sósuna. Að lokum er steinselju stráð yfir og allt borið ffarn á pönnunni. DV-mynd E.ÓI. Þá er það salatið Jöklasalat sveppir agúrka/tómatar rauð og græn paprika Feta-ostur svartar ólífur Svo set ég alltaf sérstaklega krydd- aða olíu yfir salatið sem búin er til af Bjama Friðriks hljóðmanni og ég veit ekkert hvað er í henni (sérstök hljóð-olía). Gott rauðvín spillir ekki þessum kvöldverði en á eftir er svo nauðsyn- legt að drekka nýlagað Lavazza kafli og fá einn mola af handgerðu belgísku Neuhaus konfekti. Nykaup bnrsan ferskleikiiiit býr Gríllaðar kjúklinga- bríngur með Dijonsósu Nykaup Þnr sem fersklcikinn býr Eplaostakaka Dálítinn tíma þarf í undir- búning; fjölbreytt og öðru- vísi bragð 250 g hafrakex 1 msk. sykur 80 g smjör Eplafylling 2-3 græn epli 2 msk. sykur 70 g smjör 2 msk. kanilsykur ostafylling 250 g ijómaostur 150 g hrein jógúrt 2 msk. sykur 6 blöð matarlím 3 dl ijómi 1 tsk. vanilludropar 1 msk. sítrónudropar Myljið kexið og bræðið smjörið. Blandið svo öllu saman og þrýstið í formið. Afhýðið eplin og kjam- hreinsið, skerið í litla bita. Bræð- ið sykur á pönnu þar til hann er ljós, setjið smjörið saman viö bræðið, setjið eplin út á, veltið upp úr og setjið á botninn. Stráið 2 msk. kanil- sykri yfir. Vinnið ijómaostinn mjúkan með sykri og bætið jógúrti saman viö. Vinnið þar til osturinn er orðinn mjúkur. Leysið matarlimið upp í vanill- unni og blandið saman við fylling- una, þeytið rjómann og blandið saman við með sleikju. Setjið í formiö og kælið minnst 3-6 klst. en best er kakan daginn eftir og geymist vel i ca. 3-5 daga.__ Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem alit hráefni í þær fæst. matgæðingur vihunnar Auður Eggertsdóttir með eigin uppskrift að saltfiski: Einkennilegir hlutir í eldhúsinu Auður Eggertsdóttir er stödd hér á landi þessa dagana í bamseignarfríi en annars er hún búsett á Spáni og lærði þar að njóta lystisemda salt- fisksins. Hún er að læra að gera upp gömul húsgögn en er auk þess slyng i eldhúsinu. Rétturinn sem hún býður okkur er hennar eigin uppskrift að ljúfíengum saltfiski sem varð til þegar hún var nýflutt inn í íbúð og þurfti að elda eitthvað úr þvi sem til var. „Það vora frekar einkennilegir hlutir í eldhús- inu,“ segir Auður. Sætur saltfiskur 1 kg þurrkaður saltfiskur, útvatn- aður i 1-2 sólarhringa, fer eftir þykkt bitanna og því saltmagni sem fólk kærir sig um. Gott er að útvatna í sól- arhring og skipta nokkrum sinnum um vatn ef bitamir era ekki mjög þykkir. 2 tsk. mulið cumin 3 tsk. turmeric 2 brokkólíhöfúð 1 púrralaukur 2 litlar paprikur 1/2 rauður chilipipar 1 hvítlauksrif þurrkað basilikum vænn biti af fersku engiferi (ca 4-5 cm), niðurrifið 3 msk. Worchester sósa 2 bananar 2-3 dl hunangsristaðar hnetur 3 msk. mango chutney 1/2 paprikuostur ijómasletta Saltfiskinum er velt upp úr hveiti og steiktur á pönnu og síðan raðað í botninn á eldfóstu móti. Ólífuolía er hituð á pönnu og brokkólí og púrrulaukur era snögg- steikt með cumin og turmeric. Gott er að bæta út í olíuna eftir að steikingin hefst þar sem brokkolíið drekkur hana í sig. Síðan er bætt út í paprik- unum og chilipipamum og steikt aö- eins lengur saman en ekki á mjög háum hita. Hvítlauknum er síðan bætt út í, basilikum eftir smekk og engiferinu niðurrifnu. Worchester-sósu bætt út í. Bananamir eru skomir í sneiðar og bætt út í og hnetumar era gróft saxaðar og líka bætt út í og allt sam- an steikt aðeins saman. Síðan er sett út í þetta mango chut- ney og síðan paprikuostinum hrært varlega saman við. Smáijómasletta í lokin til að gera þetta meira fljót- andi. Þessu er síðan hellt yfir fiskinn og allt saman látið í ofninn og hitað sam- an þar til það kraumar svo að sósan drekki í sig bragð af saltfiskinum. Meðlæti Auður kynntist salt- fiskinum á Spáni. DV-mynd Teitur Núna er sætra kartöflu tímabilið og það verður að notfæra sér það. Sætar kartöflur og venjulegar kartöflur era teknar i jöfnum hlutfoflum (magn eft- ir fjölda í mat), skrældar og skomar í teninga. Ólífuolía er hituð á pönnu og kart- öflumar eru steiktar með tveimur hvítlauksrifúm (mörðum eða smátt skomum) og tveimur litlum þurrkuð- um chili sem era muldir yfir. Gott er að strá þurrkuðum graslauk yfir aflt saman líka og auðvit- að salti. Þannig era kartöfl- umar steiktar þar til að þær eru hæfilegar. Þetta er borið fram með fiskinum. Einnig er gott að hafa saltat með og þar sem bæði fiskrétturinn og kartöflumar gefa mikið bragð finnst mér gott að hafa hlutlaust salat með þessu, rifa niður salat og skera niður agúrkur í teninga og jafnvel strá fúruhnet- um yfir. Hefla yfir góðri ólífúol- íu og ediki, salti og muldum pipar eftir smekk. Auður skorar á Kjartan Pierre Emilssón að vera næsti matgæðingur DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.