Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1998, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 Til hamingju með afmælið 14. nóvember 90 ára Helga Ellsdóttir, Gilbakka, Hellissandi. 80 ára Anna Hermannsdóttir, Grundargötu 6, Ísaíirði. 75 ára Friðmey Eyjólfsdóttir, Mávahlíð 22, Reykjavík. Kristján Samúel Júlíusson, Rjúpufelli 31, Reykjavík. 70 ára Helgi Jakobsson, Stórhólsvegi 31, Dalvík. 60 ára Þórður Marteinn Adólfsson, Skildinganesi 4, Reykjavík. Helena Ásdis Brynjólfsdóttir, Lindarseli 5, Reykjavík. Líneik Guðlaugsdóttir, Smyrlahrauni 64, Hafnarfirði. 50 ára Margrét Sveinsdóttir, Hátúni 10 B, Reykjavík. Sigurbjörg Gísladóttir, Heiðarseli 3, Reykjavík. Gísli Þórður Geir Magnússon, Fannafold 30, Reykjavík. Auður Hjaltadóttir, Selbraut 14, Seltjamamesi. Kjartan Guðmundsson, Álfaskeiði 58, Hafnarfirði. Sigríður Ingimarsdóttir, Háafelli 4 C, Egilsstöðum. 40 ára Helgi Borgfjörð Kárason, Hverfisgötu 43, Reykjavík. Kristinn Gunnarsson, Efstasundi 99, Reykjavík. Auður Bjamadóttir, Hagamel 33, Reykjavík. Margrét Unnur Adolfsdóttir, Prestbakka 21, Reykjavík. Soffía Kristín Sigurðardóttir, Vættaborgum 25, Reykjavík. Elin Hrefna Garðarsdóttir, Eiðistorgi 1, Seltjamamesi. Ágústa Hansdóttir, Klapparbraut 9, Garði. Amdis Magnúsdóttir, Skagabraut 10, Akranesi. Stefán Guðmundsson, Smárahlíð 3 G, Akureyri. Ólafur Elfar Júlíusson, Sólvöllum 5, Húsavík. Hulda Svanhildur Björnsdóttir, Birkihlíð, Egilsstöðum. Hanna Þórey Níelsdóttir, Múlavegi 13, Seyðisfirði. e virka daga kl. 9-22 »laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til Id. 22 til birh'ngar nœsfadag Alh. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarí þó að berast okkurfyrirld. 17 áfóstudag nÉM iftnnliftitÉftt smaaugpngar uasooa Oli B. Jónsson Óli B. Jónsson, fyrrv. knattspymu- þjálfari og fulltrúi hjá Vegagerð ríkis- ins, til heimilis að Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður áttræður á morgun Starfsferill Óli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, á Bráðræðisholtinu í vesturbæn- um. Á unglingsárunum vann hann við uppskipun úr togurum, en stundaði síðan verslunarstörf hjá Jes Zimsen og veiðarfæradeild Geysis. Þá starfaði Óli um skeið hjá Essó en var lengst af og um árabil starfsmaður Vegagerðar ríkisins. Þar starfaði hann til sjötíu og fimm ára aldurs er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Óli stundaði nám í íþróttakennslu og útskrifaðist sem íþróttakennari 1946. Hann hóf knattspyrnuþjálfun 1944 og var knattspyrnuþjálfari í tutt- ugu og fimm ár. Lengst af þjálfaöi hann meistaraflokk KR en auk þess meistaraflokk Keflvíkinga og Vals. Þá var hann landsliðsþjálfari öðm hverju. Óli er sigursælasti knattspyrnu- þjálfari hér á landi. Hann gerði meist- araflokk KR-inga að íslandsmeistur- um 1949, 1950, 1955, 1959 og 1961, gerði Keflvíkinga að íslandsmeisturum 1964 og Valsmenn 1966 og 1967. Þá þjálfaði hann landslið íslands sem sigraði Svía 4-3 árið 1951. Sjálfur lék Óli knatt- spyrnu í tuttugu ár en þeir bræðurnir, fjórir að tölu, hafa allir orðið ís- landsmeistarar með meistaraflokki KR, þar af Óli þrisvar sinnum, 1941, 1948 og 1949. Öll félagsstörf Óla hafa snúist um KR og KSÍ. Hann sat í tæknideild KSÍ í fjölda ára og var formaður hennar um árabil. Óli hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ og æðsta heiðursmerki KSÍ, heið- urskrossi, sem veitist aðeins undir sérstökum kringumstæðum þeim mönnum sem unnið hafa knattspyrnu- íþróttinni ómetanlegt gagn. Fjölskylda Kona Óla var Guðný Guðbergsdótt- ir, f. 30.3. 1922, d. 18.3. 1990, skrifstofu- maður á Landspítalanum, dóttir Guð- bergs G. Jóhannssonar, sjómanns i Hafharfirði, og Maríu Guðnadóttur. Böm Óla og Guðnýjar eru Hólmíríður María, f. 19.9. 1946, hárgreiðslu- meistari í Reykjavík, gift Guðmundi Hallvarðs- syni, alþm. en þau eiga þrjú böm; Jón Már, f. 6.10.1948, rafeindavirki í Reykjavík, var kvæntur Björgu Sigurðardóttur en þau eiga tvo syni; Jens Valur, f. 24.10. 1948, ráðgjafi hjá SKÝRR, kvæntur Ólöfu Hjartardóttur en þau eiga þrjú böm. Systkini Öla: Sigurjón Jónsson, f. 26.4. 1909, jámsmíðameistari í Reykjavík; Hákon I. Jónsson, f. 1.11. 1912, málarameistari í Reykjavík; Soff- ía B. Jónsdóttir f. 3.11.1916, húsmóðir í Reykjavík; Guðbjöm Jónsson, f. 19.3. 1921, klæðskerameistari i Reykjavik; Valgerður Ó. Jónsdóttir, f. 17.7. 1914, d. 23.3.1929. Foreldrar Óla vora Jón Jónsson af- greiðslumaður, f. 20.11. 1881, d. 10.4. 1963, og k.h„ Þórunn H. Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 20.6.1884, d. 12.12. 1954. Ætt Jón var sonur Jóns, í Hólakoti, bróður Guðrúnar í Hlíðarhúsum, langömmu Jóns Zoéga, fyrrv. for- manns Vals. Jón var sonur Jóns, smiðs í Hólakoti Ingimundarsonar, í Norðurkoti Jónssonar. Móðir Ingi- mundar var Guðrún Snorradóttir. Móðir Guðrúnar var Þóra, systir Ingi- mundar á Hólum, langafa Magnúsar á Hrauni í Ölfusi, langafa Aldisar, móð- ur Ellerts Schram, forseta ÍSÍ. Annar bróðir Þóm var Ari, langafi Sigurðar, langafa Gunnars, Harðar og Bjama Fel. Móðir Jóns í Hólakoti var Sigríð- ur Sigurðardóttir, skipasmiðs á Hjalla- i landi Sigurðssonar og Guðrúnar Jóns- dóttir, silfursmiðs á Bíldsfelli Sigurðs- sonar. Móðir Jóns í Stóra-Skipholti var Danhildur Jónsdóttir, b. í Merki- steini í Reykjavík Jónssonar. Þómnn Helga var dóttir Eyjólfs, b. í Drangshlíö Sveinssonar, í Efra-Hrúta- fellskoti Jónssonar, í Bjömskoti Ólafs- sonar. Móðir Þórannar var Sigríður Helgadóttir. Óli dvelur á Kanaríeyjum á Hotel Jardin del Atlantico, 35100 Playa del Ingles. faxnr. 0034-928-760271. Marta Sigríður Jónasdóttir Marta Sigríður Jónasdóttir sauma- kona, Austurvegi 33, Selfossi, er níu- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Marta Sigríður fæddist í Mið-Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi. Á öðm ári flutti hún með foreldram sínum að Efri-Kvíhólma í sömu sveit og ólst þar upp í foreldrahúsum. Tilsögn í bama- fræðslu fékk hún hjá Sigurði Vigfús- syni á Brúnum. Marta Sigríður fór ung að árum í kaupavinnu í Borgarfjörð og víðar. Hún var síðar ráðskona hjá flokkum vegavinnumanna i sautján sumur en lengst af var hún saumakona á Sel- fossi. Marta Sigríður hefur verið áhuga- söm um leiklist en hún lék m.a. í Fjalla-Eyvindi. Þá var hún virkur þátttakandi í Samkór Selfoss í tiu ár. Eftir hana hafa birst greinar í timarit- í andlát *★ * ----------------------- inu Heima er best sem að mestu era bundnar við æskustöðvar hennar undir Eyjafjöllum. Þá hefur hún ferð- ast mikið á efri árum, og m.a. farið margar ferðir til annarra landa. Fjölskylda Systkini Mörtu Sigríðar: Sveinn Jónasson, f. 9.7. 1902, d. 26.12. 1981, verkamaður og fiskverkandi í Vest- mannaeyjum, siðar bóndi í Efri-Rot- um undir Eyjafjöllum, var kvæntur Ragnhildi Jóhannsdóttur og eignuð- ust þau sjö böm; Engilbert Ármann Jónasson, f. 28.2. 1906, d. 12.4. 1987, verkamaður í Vestmannaeyjum, var kvæntur Ástu Ruth Gunnarsdóttur og eignuðust þau fjóra syni; Elín Jónas- dóttir, f. 16.5. 1908, húsmóðir á Siglu- firði en maður hennar var Óskar Sveinsson verkamaður og eignuðust þau þrjú böm; Ásdís Jónasdóttir, f. 30.10.1909, húsmóðir í Vestmannaeyj- um og síðar í Keflavík en maður hennar var Sigurgeir Þorleifsson og á hún tvö börn; Guðrún Jónasdóttir, f. 30.10. 1909, d. 25.10. 1975, verkakona í Reykjavík; Bergrós Jónasdóttir, f. 21.11. 1912, húsmóðir í Hafnarfirði, í Norður- Hvammi í Mýrdal og loks á Selfossi, var fyrst gift Eyþór Erlendssyni, bónda og verkamanni frá Helgastöðum í Biskups- tungum og eignuðust þau eina dóttur en seinni maður Bergrósar var Hermann Jónsson, bóndi í Norður-Hvammi, og eignuðust þau fimm börn; Sigþór Jónasson, f. 1.7. 1915, bóndi í Efri-Kvíhólma; Guðfmna Jónasdóttir, f. 30.10. 1916, kennari og húsmóðir í Gaulverjabæjarskóla og síðar á Selfossi en maður hennar er Þórður Gíslason, fyrrv. skólastjóri og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Mörtu Sigríðar voru Jónas Sveinsson, f. 4.11.1875, d. 29.11. 1946, bóndi í Efri-Kvíhólma, og k.h., Guðfinna Árnadóttir, f. 12.9. 1874, d. 23.11.1972, húsfreyja í Efri-Kvíhólma. Jónas var sonur Sveins, b. á Rauðafelli Jónssonar, pr. í Stóra- dalsþingum Jónssonar. Móðir Sveins var Ing- veldur, systir Benedikts, pr. í Hraungerði, afa Þor- bjargar ljósmóður og Benedikts sýslumanns, fóður Einars skálds. Ing- veldur var dóttir Sveins, prófasts í Hraungerði Halldórssonar. Móðir Jónasar var Þuríður Guðmundsdóttir, b. í Drangs- hlíð, bróður Kjartans, pr. í Ytri-Skóg- um, og Gísla, pr. á Sandfelh. Guð- mundur var sonur Jóns, í Drangshlíð Björnssonar. Guðfinna var dóttir Árna, b. í Mið- Mörk Ámasonar, og Margrétar, syst- ur Gísla, verslunarstjóra í Tanganum í Vestmannaeyjum. Margrét var dótt- ir Engilberts, b. í Syðstu-Mörk Ólafs- sonar, og Guðfinnu Gísladóttur frá Hallgeirsey. Magnús Torfi Ólafsson 1967-71, var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1966-67, for- maður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna 1974-82, for- maður sendinefndar íslands á umhverfis- málaráðstefnu Sþ 1972, í sendinefnd íslands á allsherjarþingi Sþ 1974 og 1975 og á hafréttar- ráðstefnu Sþ 1976, 1977 og 1978, var formaður stjórnar Þjóðhátíðar- sjóðs 1986-94, og sat í Magnús Torfi Olafsson. stjómarskrámefnd frá 1986. Magnús Torfi Ólafs- son, fyrrv. mennta- málaráðherra, lést að heimili sínu þriðjud. 3.11. Útför hans fór fram frá Langholts- kirkju fimmtud. 12.11. sl. Starfsferill Magnús fæddist á Lambavatni á Rauða- sandi 5.5. 1923. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Núpi og lauk stúdentsprófi frá MA 1944. Magnús var frétta- maður við Þjóðviljann 1945-59 og þá lengst af fréttastjóri erlendra frétta, ritstjóri Þjóðviljans 1959-62, deildar- stjóri bókabúðar Máls og menningar 1963-71, alþm. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1971-78, menntamála- ráðherra 1971-74 og samgöngu- og fé- lagsmálaráðherra 1974, og blaðafull- trúi ríkisstjómarinnar 1978-89. Magnús sat í menntamálaráði Hann skrifaði grein- ar um erlend málefni í Þjóðviljann 1949-71 og í Helgarpóstinn og DV 1986-96. Eftir hann liggja þýðingar af ýmsum toga. Fjölskylda Magnús Torfi kvæntist 2.3. 1946 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Hinriku Kristjönu Kristjánsdóttur, f. 23.8.1920, hjúkranarfræðingi. Hún er dóttir Hin- riks Kristjáns Þórðarsonar, f. 17.6. 1874, d. 18.9. 1920, bónda á Ósi í Strandasýslu, og k.h., Sigurlínu Kol- beinsdóttur, f. 25.6. 1880, d. 20.6. 1970, húsfreyju. Böm Magnúsar Torfa og Hinriku eru Ingimundur Tryggvi, f. 18.6. 1946, viðskiptafræðingur en kona hans er Nína Carla María Blummenstein skrifstofumaður; Halldóra Guðbjört, f. 29.5.1948, sölumaður; Sveinn Eyjólfur, f. 13.1. 1952, mannfræðingur og kenn- ari en kona hans er Bridget Ýr McEvoy geðhjúkrunarfræðingur. Sonardætur Magnúsar og Hinriku era íris Andrea, f. 1970, Elva Dögg, f. 1976 og Hinrika Sandra, f. 1986, Ingi- mundardætur, og Anna Guðbjört, f. 1986, og María Dagbjört, f. 1989, Sveinsdætur. Systkini Magnúsar Torfa eru Sveinn, f. 1925, myndskeri; Halldóra Sigrún, f. 1926, kennari. Foreldrar Magnúsar Torfa voru Ólafur Sveinsson, f. 4.7. 1882, d. 28.8. 1969, bóndi á Lambavatni á Rauða- sandi, og Halldóra Guðbjört Torfadótt- ir, f. 3.9.1884, d. 31.8.1928, húsfreyja. Ætt Ólafur var sonur Sveins Magnús- sonar, b. á Lambavatni, og k.h„ Hall- dóru Ólafsdóttur húsfreyju. Halldóra Guðbjört var systir Önnu Guðrúnar, móður Torfa Jónssonar, formanns kaþólskra leikmanna á ís- landi, fóður Ólafs, fyrrv. ritstjóra Þjóð- viljans. Halldóra Guðbjört var dóttir Torfa, b. í Kollsvík á Rauðasandi, Jónssonar, b. á Hnjóti, Torfasonar. Móðir Torfa í Kollsvík var Valgerður yngri Guðmundsdóttir, b. á Geitagili, Hákonarsonar. Móðir Halldóra Guð- bjartar var Guðbjörg Ólína, systir Ólafs í Hænuvik, fóður Guðbjarts, hafnsögumanns í Reykjavík, fóður Dóra, ekkju Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra. Guðbjörg var dóttir Guðbjarts, b. í Hænuvík, Ólafssonar, b. í Hænuvík, Halldórssonar. Móðir Guðbjarts var Guðbjörg Brandsdóttir. Móðir Guðbjargar var Magdalena Kol- víg Halldórsdóttir, skipherra í Stykk- ishólmi, Einarssonar, ættfóður Kolls- víkurættinnar Jónssonar. t \ i í í í í í -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.